Tíminn - 23.11.1974, Qupperneq 10

Tíminn - 23.11.1974, Qupperneq 10
10 TÍMINN Laugardagur 23. nóvember 1974. Laugardagur 23. nóvember 1974. TÍMINN 11 ÚR RITUM ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR STEFÁN FRÁ STEINSST ÖÐUM Á ÞESSUM leitandi æskuár- um vorum við sisólgnir i ó- venjulega atburði, hungraðir og þyrstir i allt, sem var eitthvað frábrugðið hinum marglifða hversdagsleika lifdaganna. Þessi kitlandi bruni rak okkur á hnotskóg inn i hvern krók og koma eftir frumlegum hugsun- um, einkennilegu látbragði, óvenjulegum lifnaðarháttum, sérstæðum persónum. Það var leitin að séniinu i tilverunni, þráin eftir félagsskap, sem væri i þægilegri samhljóman við séniið i okkar eigin brjósti. Og eftirtekt okkar á greinarmun hversdagslegra hluta og frum- legra fyrirbæra hafði smám saman þroskazt i hárbeitta skarpskyggni, næstum djöful- legt innsæi. Og það, sem hvers- dagsmanninum fannst kannski ánalegur bjálfaskapur eða fyri- litleg vanvirða mannfélagsins, — i öllu sliku upptötvaöi séniið nýja opinberun á frumleika hins hugkvæma veraldarsmiös, upp- sprettu óþrotlegrar lifsnautnar. Og nú höfðum við allt T einu þefað uppi eina af meiri háttar opinberunum sumarsins. Inn á gleðimót okkar á Hótel Oddeyri synti annað veifið aldraður maður, sem innsæið var ekki lengi að finna, að hlyti að vera af þó nokkuö frumlegu bergi brotinn. Hann var röskur meðalmaður á hæð, hvasseyg- ur, með lið á nefi, einkennilega loðnar augabrúnir og mikið al- skegg hæruskotið. Hann var mikilúölegur yfirlitum, alla- jafna stillilegur i framgöngu, gat veriö þurr og harður i til- svörum. Hann gekk alltaf við staf. Hann minnti mig á spá- menn Gamla Testamentisins. Svona hefur spámaðurinn Dani- el litiö út, sagði ég oft við sjálfan mig. Það, sem við rákum fyrst augun i einkennilegt i fari hans, var mórauður ullartrefill, er hann hafði sýknt og heilagt hnýttan um hálsinn, þannig, að trefilendunum var stungið undir jakkann, sem hann hafði alltaf hnepptan að sér. Og þegar við tókum að grafast fyrir sambúð hans við trefilinn á undanförn- um æviárum, þá var okkur sagt af kunnugu fólki, að þetta boldangslega hálsklæði skildi hann aldrei við sig, bæri> það jafnt sumar sem vetur og hvort heldur hann sæti i finum veizl- um höfðingsfólks eða gengi að skitverkum með tötralegum erfiðismönnum. Þetta kom okkur á sporiö. Hann sat oft steinþegjandi úti i horni eða uppi við vegg i öðrum hvorum veitingasalnum, sireykjandi úr stuttri pipu, og horréi athugulum augum á sai- gestina sem stundum hreyfðust nokkuð skipulagslitiö til og frá um gólffjalirnar. Hann angaði af svo megnri gúanóstækju, einkum skeggið, að hann var i raun og veru einhver versti veizluspillir okkar á hótelinu. Samt var hann vinur okkar og eftirlæti, og hann lét sinn hlut sjaldnast eftir liggja til að gera samkvæmi okkar svipmikil og upplyftandi. Þessi maður var þá löngu nafnkunnur viða um Norður- land. Hann hét Stefán og var Árnason. Hann var af tignum ættum, þvi að móðurfaöir hans var Stefán Jónsson alþingis- maöur á Steinsstöðum i öxna- dal. Og hjá honum hafði Stefán yngri verið upp alinn. Stefán Arnason hafði skapað sér sögu, sem var nýr tónn i fábreytni islenzks sveitalifs. Fyrir þvi var hann hylltur af okkur og dáður sem fágætur maöur, brot af frumlegum snill- ingi, sem ekki hafði látið sér nægja að tildra upp fræðilegum kenningum um frumleiksgáf- una, heldur hafði árætt að gera hana að uppistöðu i daglegri breytni sinni. Ungur að aldri hafði hann tek- iö við töluverðum erfðum eftir Stefán afa sinn og hóf þá búskap á Steinsstöðum. En rak búskap sinn meðnokkuð öðrum hætti en þá tiðkaðist i Eyjafirði. Stefán var gefinn fyrir bók- lestur og lagði sig einkum eftir ættfræði og alþýðuvisindum. Hann var og meira hneigður til rólegra ihugana en verklegra stórræða. Hann var þar að auki þann veg skapi farinn, að hann haföi ótrú á að slita sér út til þeirra verka i dag, sem unnt var að smeygja fram af sér til morguns. Morgundagurinn var timi stórræðnanna, dagurinn i dag dýrmæt stund heimspeki- legrar hvildar. Hann hafði þó sett sér það takmark að byrja nýtt lif, þegar hann stæði á fimmtugasta ald- ursári. Þá átti að hefja fram- kvæmdir i stórum stil: byggja hús, slétta tún, hlaða garða, fjölga gripum, kaupa allan and- skotann, slá þvi aldrei á frest til morguns, sem hægt væri að gera I dag, verða nýr og betri maöur. En Stefán hafði náð tveimur um fimmtugt, þegar hér var komið sögu, án þess að verulegar breytingar sæjust á ytri lifnaðarháttum hans. Þessi skapgerðareinkenni leiddu aftur af sér ýmiss konar nýbreytni i búnaðarháttum. Það var til dæmis engin nýlunda á Steinsstöðum i búskapartið Stefáns Arnasonar, aö ekki væri fariö aö hreyta úr mykjuhlöss- um á vellinum, fyrr en aðrir bændur voru að byrja túnaslátt inn, og að túnaslætti væri þar ekki lokið fyrr en um göngur á haustin. Þá var hafinn heyskap- ur á útengjum, og stóð hann fram á veturnætur. A slikum sumrum henti þaö stundum, að Stefán ætti meira eða minna af heyjum úti, þegar snjóa lagöi að á haustin, og urðu þau til litillar llknsemdar búpeningi hans i vetrarharðindum. Ofan á þessa ófyrirleitnu um- turnun á arfgengum venjum sveitalifsins bættust aörar uppátektir Sefáns, sem þóttu jafnvel ennþá meiri vanviröa afspurnar en búnaðarhættir hans. Það voru déskotans bóka- kaupin. Hann hafði erft stórt og vandað bókasafn eftir Stefán afa sinn. En hann lét sér það ekki nægja, heldur hafði hann fundiö upp á að bæta við það alls konar skruddum samtiðar sinn- ar. Þau tiðindi voru alltaf að berast út um sveitina og nálæg héruö, að nú hefði Stefán rétt einu sinni keypt svo og svo mik- ið af nýjum bókum. Eitt sinn varö það hljóðbært alla leið vestur i Skagafjörð að nú hefði Stefán á Steinsstööum keypt nýjar bækur fyrir hvorki meira né minna en 100 krónur, og það þótti meira virðingarleysi fyrir tign peninganna en elztu menn þar um slóðir þættust geta fund- ið dæmi til. Stefán þótti vel að sér um fleiri hluti en ættfræði og alþýðuvisindi. Hann var gagn- fræðingur úr Möðruvallaskóla. Hann var hagorður. Hann hafði lengi verið fjallskilastjóri, og hann kuni utanbókar hvert ein- asta fjármark Eyjarfjarðar- og Skagafjarðarsýslu. Þó gerði al- mannarómur ekki mikið úr þvi, að hann væri fjárglöggur mað- ur, og þvi um siður að hann fyndi mikla uppbyggingu i sálu félagi við sauðkindur. En eyrnamörkin hafði hann lært utanbókar úr markaskránum af ómengaðri virðingu fyrir embætti sinu. Hann hafði lika töluvert álit á sér sem færðara. Einhverntima á hinum siðari búskaparárum Stefáns átti heima á næsta bæ við Steins- staði piltungsgarmur, sem ekk- ert nennti að læra Hann var þegar orðinn tiu ára og hafði þá ekki lært að þekkja bókstafina. Foreldrar stráksins höfðu sára raun af þessu náttúruleysi sonar sins til bóklegra mennta og tóku nú það ráð að koma honum i læri til Stefáns á Steinsstöðum. Stefán átti fósturson dável greindan, er þá var ellefu vetra. Fól hann honum að lannast uppfræðslu stráksins, en sjálfur kvaðst hann ætla að hafa umsjón með kennslunni, vera eins konar yfirkennari eða skólastjóri. Svo hófst kennslan. Stefán troðfyllti pipu sina og kveikti i, hallaði sér þvi næst á bakið upp i rúm og féll i heimspekilegan dvala En fóstursonurinn tekur fram jargansmikið reiknings- spjald og fyllir það með eintóm- um núllum, réttir það siðan að lærisveininum og skipar honum með harðri hendi að reikna það, sem á spjaldinu standi. Að þvi búnu seilist hann eftir þykkri leðuról og stillir sér upp með hana reidda á loft yfir hausa- mótunum á lærisveininum. En stráksa mun ekki hafa gengið neitt tiltakanlega vel að reikna dæmið, meö þvi lika að þekking hans á núllum mun ekki hafa farið langt fram úr kunnáttu hans á bókstafina, enda lét kennarinn ólina ganga holt og bolt á skrokknum á honum, þar sem hann sveittist við dauð- skefldur að ráða fram úr þess- um annarlegu figurum á spjald- inu. Þannig fór fram fyrsta kennslustundin i skóla Stefáns Arnasonar á Steinsstöðum. Stefán giftist aldrei, og ekki vissu kunnugir menn dæmi til, að hann hefði nokkurn tima verið við kvenmann kenndur til ásta. Hann bjó alltaf meö ráðskonum, og munu þær hafa gefizt nokkuð misjafnlega, eins og titt er um slik kvendi. Veturinn 1910 stökk ráðskonan burt af bænum með vinnumann- inum. Var þá ekki annað fólk eftir á heimilinu en Stefán og fóstursonurinnn, þá þrettán ára. Einhvern tima siðar þessa sama vetrar ber það til á Steins- stöðum, að Stefán leggur upp i skemmtitúr inn á Akureyri. Felur hann fóstursyninum að sjá um heimilið, meðan hann sé burtu, en gömul kona á næsta bæ lofaði að hreyta fyrir hann kýrnar. Sagt var, að þá væri ekki annað matar til á Steins- stöðum en nokkrir hryggjarliðir af sjálfdauðri rollu og mjólkur- lúsin úr kýrskjátunum. Stefáni mun hafa dvalizt lengur á Akureyri en til var ætlazt, þvi að svo var sagt, að hann héldi sig þar i fullar þrjár vikur, oftast I glaðara lagi. Þegar hann kom heim aftur, var fóstursonurinn hlaupinn burt af bænum, og kom hann aldrei að Steinsstöðum eftir það. Vorið 1911 hætti Stefán að búa og fluttist burt af Steinsstöðum. En lengi eftir það, allt fram á áttærðisaldur, hafði hann miklar ráðagerðir um framtiðina. Aftur og aftur hafði hann ásett sér að ganga þá og þá i endurnýjung lifdaganna, heit- strengdi að gera svo og svo mikið, vildi ólmur festa kaup á gömlum eyðibýlum og byrja þar nýjan búskap og nýtt og athafnamikið lif. Og þegar hann var spurður, hvernig hann gæti hugsað til að fara að setjast að á þessum húsalausu eyðikotum, var hann vanur að svara: Ég byggi. Ég byggi steinhús. Sumarið 1912 var þessi frum- legi búhöldur setztur að meðal sildarkarla niðri i Krossanesi. Þar höfðu örlögin fengið honumþað hlutverk að sauma fyrir gúanópoka i sildarverk- smiðju Holdös. Hann átti engan að. En um helgar kom hann venjulega inn á Akureyri til þess aö taka þátt i gleðskap okkar og hlýða á kappræður okkar um séni mannkynsins. Hann virtist einkum hallast að Stefáni frá Hvitadal. Og sú saga gekk um Hótel Oddeyri, að milli þeirra hafi spunnizt ósýnilegur þráður úr einhvers konar fjár- hagslegri samúð, sem muni hafa hrokkið sundur nokkuð voveiflega, þegar á haust- dagana leið. Hins vegar sýndist hugur Stefáns gamla til Páls Borg- fjörðs bera talsvert annan blæ, að minnsta kosti lengi fram eftir haustinu. Það var eitt sinn sem oftar, að við höfðum slegið upp einu af stóru gildunum i innri veitinga- salnum á Hótel Oddeyri. Og þaö var allmikið um gleðskap I salnum. Stefán Hvitadal var staðinn upp úr sæti sinu og var að flytja andrika ræöu fyrir minni upprennandi skálds i hópnum, fyrstu og siðustu heiðurstöluna, sem þessum frumlega snillingi hlotnaðist á langri ævi. Stefán frá Steins- stöðum sat gegnt Páli Borgfjörð við veitingaboröið, sem raðað hafði verið á sinu af hverju. Allt i einu tekur Stefán að barna ræöu nafna sins með þvi að kalla til Páls og inna hann eftir I full-hranalegum tón, hvort hann sé launsonur Kristjáns Þorgrimssonar kaup- manns i Reykjavik. Páll haföi ekki við að hiusta á ræöu ráð- gjafa sins og varð heidur seinn til svara. En viti menniStefán gamli þýtur sem elding íiþp úr stólnum og slæmir króknum á göngustaf sinum um hálsinn á Páli og hnykkir honum fram yfir boröið og hrópar: Svaraðu, djöfull! Ertu launsonur Kristjáns Þorgrimssonar, helvitis hundurinn þinn? Svo liðu mörg, mörg ár. Og það voru þung og þreytandi ár. Og eftir einn dimman og fjör- efnasnauðan vetur kom fagurt vor með blátt heiði yfir fjöllum og dölum og sætan fuglasöng I lyngi og mó. Það var ekki islenzkt vor. i tilefni af andláti Þórbergs Þóröarsonar, birtir Timinn nokkur sýnishorn úr verkum hans. Það var ekki létt verk að velja úr ritum þessa snillings, og sannaðist enn hið fornkveðna, að sá á kvölina, sem á völina. Hér var það ráð tekið að sýna nokkur dæmi þess, hvernig Þór- bergur skrifaði um samferðamenn sína. Var hvort tveggja, að hann hefur lýst samtíð sinni, — mönnum og fyrirbærum — af meiri íþrótt en við höfum áður átt að venjast, og svo hitt, að sjálfur var hann svo eftirminnilegur einstaklingur, svo lifandi persóna, i sönnustu merkingu þeirra orða, að hann mun verða ærið torgleymdur þeim, sem fengu að heyra hann og sjá. Um leið og Timinn vill fyrir sitt leyti heiðra minningu Þórbergs Þórðarsonar, vottar blaðið öllum aðstandendum hans samúð. Þá er það einn sólbjartan dag, aö inn öxnadalinn riður grá- hræður öldungur um sjötugt. Hann er með vagnhest I taumi, og á vagninum skröltir hrúgald af fornfálegum innanstokks- munum, snjáðum af margra ára sambúð við lifandi verur, sem höföu haft hugann bundinn við hærri viðfangsefni. A eftir vagninum riður gömul kona, sem sýnist hafa velkzt ennþá lengur i veröldinni en öldungur- inn. Þau láta hestana feta greiðan inn veginn, unz þau nema staðar i uppgrónum hlað- varpa hjá húsalausu eyðibýli innarlega i dalnum. Það heitir Gloppa. Þar stiga þau af baki, tina farangurinn af vagninum og sleppa hestunum út i hagann. Svo bera þau búslóðina inn I gamlan hesthúskofa, sem hangir þar uppi á mosavöxnum túnbletti, raða húsgögnunum meöfram stöllum og veggjum kofans og byrja að búa. Þessi hári öldungur var Stefán vinur minn frá Steins- stöðum, og gamla konan var ekkja á áttræðisaldri, sem eitt sinn hafði elskað sártsyrgðan ektamaka, en þótti nú ekki lengur vænt úm neitt nema hugsunina um dalinn. Loks var þá hinn heittþráði dagur sinnaskiptanna risinn upp úr rökkva langrar ævi. Nú var allt að verða nýtt. Hesthús- kofinn var aðeins bráðabirgða- skýli. Svo var byrjað að byggja. Það var hlaðin tótt. Og yfir tóttina var reist grind. Það var bað- stofugrind. Og þessi baðstofa átti aö vera með nýju lagi. Svo varð dálitil andakt. Og ljós og skuggar timans héldu áfram að liða yfir dalinn. Það liðu tvö ár. Þá kom vor með gróðurlausum þurraþræsingum og hélugráu hrimfalli um nætur. Það var islenzkt vor. Þá var það einn hryssings- legan eftirmidag, að gömlu hjúin sjást siðla álút niður dalinn með vagnhest i eftir- dragi, og á vagninum er hröngl af slitnum innanstokksmunum. En heiman frá Gloppu mænir eftir þeim sprekuð húsgrind, sem eitt sinn átti að verða uppistaða i baðstofu með nýju lagi. Úr tslenzkum aöili, þriðju prentun, Reykjavlk 1971. GIST Á STRÖNDUM HAUSTIÐ 1912 flæktist ég á Hólum til Norðurfjarðar á Ströndum. Þar laumaðist ég i land með aleigu mina innan i snjáðri regnkápu, en það voru gamlir verkamannaskór og tannbursti. Ég sagðist ætla að finna systur mina, sem byggi þar i einu kotinu. Þaðan fór ég fótgangandi til Reykjavikur. Það var hálfsmánaðarferð. Hól- ar ætluðu að visu inn i Hrúta- fjörð. En af skiljanlegum ástæð- um gat ég ekki komist með þeim þangað. Ég lagði á stað úr Norðurfirði síðla sama dags. Ég hafði geysi- barðastóran hatt ljósgráan á höfði. Þá þóttist ég vera skáld- legri en annað fólk. Leið min lá út með Norðurfirði sunnanverð- um. Hólar lágu þar skamt frá landi. A meðan ég þokaðist úr augsýn, hélt ég hattinum samanbrotnum i þeirri hendi, sem frá skipinu sneri. Laust fyrir sólarlag kom ég að Arnesi i Trékyllisvik. Þar er sumarfagurt. Bleikum sól- setursblæ sló á velli og voga. Milli Trékyllisvikur og Reykjarfjarðar er allhá heiði. Um hana liggur leið i Reykjar- fjörð. I Arnesi fékk hvitan lérefts- skjatta til þess að bera i skóna og tannburstann. Skjattann bar ég í sauðbandi og kallaði þetta tösku. Birkistaf hafði ég i hendi. Ég lagði upp úr Trékyllisvik um sólarlag. Fyrst gekk ég upp grösugar brekkur. Efra tóku við holt og draugaleg giljadrög. Þá var dagsett. Reykjarfjörður blasti við fram undan lygn og fagur. Yfir norðurhafinu sveim- Tvei EITT KVÖLD seint á hausti 1911 kemur Bjarni Magnússon sambýlismaður minn að máli við mig og segir: Ég á hér frænda I bænum, sem langar mikið til aö tala við þig. Hvaö heitir hann? spyr ég. Vilmundur Jónsson, svarar hann. Hann á heima hérna rétt hjá, i húsinu númer 9 A i Berg- staðastræti, uppi á efsta lofti i norðurendanum. Þú ættir að ganga heim til hans. Það getur vel verið, svara ég. Hvað gerir hann? Hann les læknisfræöi. Er langt siöan hann byrjaði á þvi? Nei, þetta er fyrsti veturinn hans. Hann tók stúdentspróf i vor. Er hann gáfaöur? Já. Hann er afar vel gáfaður. Hefur hann gott vit á skáld- skap? Það held ég hann hafi. Er hann með eða móti Milli- landafrumvarpinu? Hann er á móti þvi. Hann er mikill sjálfstæöismaöur. Þá er ekkert gaman að tala viö hann. Hvern andskotann vill hann gera við mig? Hann langar aö tala við þig. Hann hefur náttúrlega sagt honum, að ég sé gáfaður. Helduröu aö ég hafi nokkuð gam- an af þvi? Ég er viss um að þú hefur gam- an að tala við hann. Hann er Hornfirðingur. Faðir hans er aði máninn fullur. Sama flónskuglottið skein úr svip hans. Er hann nú að gera gys að ráðleysi minu, svinið það tarna? Þér ferst það, skepnan, útlifuð blóðsuga, sem skreytir þig með lánuðum fjöðrum. Ég sneri mér frá honum með fyrirlitningu. Ég sezt á stein við veginn og stari hugfanginn upp i stjörnu- bjartan suðurhimininn. En hve hann er blár og tær og fagur! Og hve blitt og ástúðlega stjörnurn- ar stara niður til min! Ég kinka til þeirra kolli. Ég tala við þær eins og elskhugi við unnustur sinar, drep til þeirra tittlinga og hlæ. Þær depla til min grátandi augum og brosa i gegnum tárin. Lengi sat ég i sælli leiðslu. „Fjarlægðin gerir ástina að yndislegu æfintýri”, sagði ég við sjálfan mig, hneigði mig fyr- ir ótal grátandi augum og stalst til að gjóta hornauga niður i bygðina. Siðan stóð ég upp og labbaði niðurlútur ofan heiðina. Stundu eftir dagsetur kom ég i Reykjarfjörð og beiddist gist- ingar. Ég hafði hlaupið lengi i dauðspreng undan fjörulalla, sem elti mig inn með girðinum. I þetta sinn átti ég sem oftar fót- um minum fjör að launa. Þá bjó i Reykjarfirði Karólina Fabina, dóttir Jakobs gamla Thoraren- sens. Hún var gift Friðriki Soe- beck. Bjuggu þau allan sinn bú- skap i Reykjarfirði og þóttu merkishjón. Mér var visað til herbergis undir baðstofulofti. Eftir litla stund kemur inn kona stórvaxin og gustmikil. Hún hafði stór spangagleraugu og horfði á mig fyrirlitlegum rannsóknaraug- um niður undan gleraugunum. Skyldi hana gruna, að ég hélt á hattinum i hendinni, meöan ég fór fram hjá Hólum? Ég sat þarna heiðarlegur og bljúgur niður i tær eins og sjálfur hinn heilagi Franz frá Assisi. Þá spyr húsfreyja: ,,Hver er maöurinn?” ,,Ég heiti Þórbergur Þórðar- son.” ,,Og hvaðan kemur hann?” ,,Ég kem úr Norðurfirði i dag." ,,Og hvernig kom hann þang- að?” ,,Ég kom þangað á Hólum.” Æ! Hvi sagði ég nú á Hólum? Hvi sagðist ég ekki heldur hafa komið norðan úr Þaraláturs- firði, verið að rannsaka þar skeljalög i malarkömbum i sumar. Það fór stingur i gegn- um mig. ,,Og hvert er hann að fara?” „Ég er á leit til Reykjavikur.” ,,Og þvi fer maðurinn þessa leið? Þvi fer hann ekki heldur með Hólum til Hrútafjarðar?” Ég hafði svar á reiðum hönd- um og segi með einbeitni: „Mér þykir skemtilegra að ganga og skoða landslagið. Ég hef aldrei komið hér áður.” „Já. Þeir eru sumir teknir upp á þessu i seinni tið." Siðan var mér borinn beini á fimtán krystalsdiskum þri- hyrndum. Ég lauk úr þeim öll- um. Á vökunni sagði ég drauga- sögur til þess að beina athygl- inni frá Hólum. Um nioiguninn fylgdi hús- freyja mér út fyrir túngarð. Þar kvaddi ég hana með virktum og spurði, hvað næturgreiðinn kostaði. Það er venja min, þeg- ar ég hef litið til að borga með. „Ekki neitt”, svaraði hús- freyja móðurlega. „Ég er ekki vön að selja næturgreiða og ætla ekki að byrja á þvi á yður. En þarsem þér komið, megið þér geta þess, ef þér viljið, að þér hafið gist hjá Karólinu Soebeck, borinni Thorarensen.” Ég þakka fyrir mig og lagði á Tré- kyllisheiði með 12 krónur og 11 aura. Ég kom á nitján bæi, það sem eftir var leiðarinnar suður. A hverjum bæ gat ég þess hátið- lega, að ég hefði gist hjá Karó- linu Soebeck, borinni Thoraren- sen. Og i hitt ið fyrra orti ég smákvæði i frekara þakklætis- skyni fyrir næturgreiðann. Það heitir „Gömul minning” og er svona: 1 Trékyllisvik eru túnin og taðan iðjagræn, og særinn i sifellu þylur sömu morgunbæn. Og uppi yfir blessuðum bæn- um er blikandi heiðartraf. Þar tölti ég um tunglskins- nóttu með tösku og birkistaf. En handan við heiðarásinn, á hæðum við mýrarfen, býr hún Bina min Soebeck, borin Thorarensen. Þetta þætti gott kvæði, ef það hefði aldur Jónasar Hallgrims- sonar. Úr Bréfi til Láru, 5. útgáfu, Reykjavik 1950. r vitringar föðurbróðir minn og móðir hans er ættuð úr Hornafirði. Hvar eiga þau heima? Austur á Seyðisfirði. Og er Vilmundur fæddur þar? Nei, hann er fæddur i Hornafirði. Og hann segir að það sé enginn guð til. Það hlýtur aö vera eitthvað bogið viö þann Hornfiröing, sem segir að enginn guð sé til. Hann er þó ekki ofviti? Nei, það er Vilmundur ekki. Þú skalt ekki halda, að það sé nein skömm að vera ofviti. Allir sem vita, aö enginn guð er til, hafa of mikið vit fyrir heim- inn. Kvöldið eftir paufaðist ég upp á efsta loft á Bergstaðastræti 9 A, Það voru tveir stigar, 29 tröppur. En hvað er gaman að búa svona hátt I húsi. Svo danglaði hægri höndin mattlaus á hurö I norðurendanum. Kom inn! segir stutt og þurrleg rödd. Ég þokaöi huröinni frá dyrastafnum. Fyrst sást svolitil rifa, svo stærri rifa, loks blasti við mér all-stór stofa með stórum glugga. Það hlýtur að vera skemmtilegt að búa i herbergi með stórum glugga. Við borð undir glugganum situr ungur maður. Hann er að hætta aö lesa. A borðinu logar blússbrennari. Hann er bjartur, og I skininu frá honum liggja nokkrar þykkar bækur á boröinu. Það eru útlendar bækur. Mikill visdómur hlýtur aö vera I svona þykkum bókum. Ætli þar sé ekki mikiö um hjartað? Það vildi ég ætti nokkrar þykkar bækur frá útlöndum um lifsgátuna. Ég á bara eina þykka bók, Odysseifskviðu. Hún er ekki nærri eins þykk og þessar bækur. Og það er aldrei neinn visdómur i þykkum bókum á Islenzku. Hann hlýtur að vera ákaflega lærður maður. Það er bezt ég tali varlega. Ætli hann sjái ekki sjúk- dóminn? Kannski hefur hann heyrt ég gangi meö ólæknandi sjúkdóm og hefur gert boð eftir mér til aölækna mig, af þvl að við erum báöir Skaftfellingar. Hver veitnema þaö sé hægra að lækna, ef læknirinn og sjúklingurinn eru báðir úr sömu sýslu. Gott kvöld! segi ég. Ég heiti Þórbergur Þoröarson. Eruö þéi ekki Vilmundur Jónsson? Jú. Hann stóð upp, og viö tókum i höndina hvor á öðrum. Hann horfði skarpt framan I mig. Nú sér hann sjúkdóminn. Ég renndi augunum skáhallt framhjá honum, svo að hann sæi ekki sjúk- dóminn. Það er fyrirlitlegt að ganga meö sjúkdóm. Hann var á aldur við mig og tæplega meðalmaður á hæð. Hann var dökkhærður og brúneygur, með mikið enni og skarplegur yfirlit- um. Og hendurnar á honum voru eins og þær gætu smiðað lokur i bilaö hjarta. Mér sýndist hann afar gáfulegur. Hann Bjarni Magnússon frændi yðar sagöi, að yöur langað til að tala við mig. Gerið þér svo vel. Siðan byrjaði samtaliö eins og af sjálfu sér. Fyrst lauslegt hjal um hversdagslífið, svo djúpar viðræður um fólk og atburði i Austur-Skaftafellssýslu. Vilmundur virtist vera öllu paulkunnugur I Hornafirði. Hann hafði aö visu flutzt þaðan ársgamali. En móöir hans var fluggáfuð kona og kunni sögu þessarar yndislegu sveitar, sem hún hafði ekki treyst sér til að heimsækja i rúm tuttugu ár, af þvi að hún óttaðist, aö hún gæti ekki slitið sig þaðan I annað sinn. Menn geta fariö hundrað sinnum alfarnir úr Mosfellssveitinni. En þaö fer enginn oftar en einu sinni alfarinn úr Hornafirði. Þegar nálgaöist miönættið, háttaði Vilmundur i litlu herbergi undir súð vestur úr stofunni, en mig bað hann aö setjast á stól fyrir framan rúmið sitt, og ég sagði honum söguna af Skuplu, fór með kveðskap eftir Þorstein tól og lét hann heyra raddir nokk- urra Suðursveitunga, þar til ég var ekki lengur viss um, hvort hann hélt áfram að hlusta. Þá sagði ég góöa nótt og þreifaði mig i svarta-myrkri niður 29 ósýnilegar tröppur. En ég var samt ekkert myrkfælinn. Þetta var svo löngu áður en reimleik- arnir byrjuðu i Bergstaðastræti 9 A. Ég var i syngjandi skapi, og ég Framhald á 17. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.