Tíminn - 23.11.1974, Side 17
Laugardagur 23. nóvember 1974.
TÍMINN
17
0 Þórbergur
var svifléttur. Ég haföi gert
lukku. Mér er nær aö halda, aö
hann hafi ekki tekiö eftir sjúk-
dóminum.
Meö þessum hætti geröust
fyrstu kynni okkar Vilmundar
Jónssonar fyrir réttum 29 árum.
Ég fann undir eins, aö þarna
höföu atvikin leitt mig heim til
óvenjulegs manns. En hitt datt
mér þá ekki I hug, aö meö þessari
heimsókn heföi hafizt einn af
efnisrikustu kapltulum ævi
minnar.
Ég kom sjaldan til Vilmundar
þennan vetur, og hann geröi sér
ekki heldur tíöförult heim til min.
En upp úr því fór ég aö veröa
tiöur gestur I híbýlum hans, fyrst
I Ingólfshúsinu og siöar I Gróör-
arstöðinni, alla tíö, meöan hann
var hér I skóla. Við ræddum oft
saman langt fram á nætur. Og viö
gengum margar göngur saman
niöur I Vatnsmýri, meöfram
höfninni, út I örfirisey, fram á
Seltjarnarnes suöur að Skerja-
firði. Og viö lásum saman gömul
hús og stöfuðum okkur fram úr
gömlum tóttum og sátum á göml-
um grjótgöröum. Og himininn
var blár og hafið glitrandi, og það
sungu lóur I holtunum og stein-
deplarnir kvökuðu á gömlum
steinum. Og við hlustuðum I and-
akt á nið aldanna. Ég hef aldrei
þekkt mann, sem hefur heyrt eins
vel nið aldanna. Sál hans haföi
hæð, lengd og breidd. Sálir flestra
annarra voru aðeins flötur. Þaö
var ekkert „perspektiv” I þeim.
Ég kom venjulega heim til
Vilmundar á nlunda tlmanum á
kvöldin, og viö röbbuöum saman
fram til klukkan tólf til eitt á
næturnar. I þann tiö var það siöur
aö slökkva öll götuljós I
höfuöstaönum klukkan tólf á nótt-
unni, og yfir bæinn lagöist þögult
niðamyrkur, þegar ekki naut
birtu af snjó eða tungli. Gróörar-
stööin var þá spölkorn fyrir utan
bæinn. Leiðin þangaö lá um
Laufásveginn, neöst I auöu og
tómlegu holti, og niöur undan
holtinu var skuggaleg mýri, og
hinum megin viö mýrina var sjór,
og það heyröist oft drungalegt
sjávarhljóð á kvöldin. Og ef
maöur heyröi fótatak frammi
undan sér I nætursortanum, eöa
sá djarfa fyrir einhverju á
hreyfingu I myrkrinu, vissi maö-
ur aldrei, fyrr en allt var um sein-
an, hvort þar var á ferö vera úr
þessum heimi eöa einhver
slæöingur frá dularfyllri til-
verustigum. Og verurnar úr
þessum heimi voru ekki allar
guösrikismatur i þá daga.
Ég vona þvl, aö enginn lái mér,
þó aö ég viöurkenni
hreinskilnislega, að ég var
stundum hálf-illa haldinn á
næturferðum mlnum frá
Vilmundi, einkum eftir aö hann
fluttist suöur I Gróörarstöö. Þá
var ég farinn aö búa vestur á
Noröurstíg og varö aö paufast
gegnum bæinn til þess að komast
heim til mln. Það var hraöur
tuttugu mlnútna gangur. Og þá
gekk maöur llka hratt.
Hæfileiki minn til aö heyra niö
aldanna, aö skynja hiö innra llf
hlutanna, haföi skapað andlegt
samfélag milli mln og margra
þeirra staöa , sem ég átti leiö
framhjá I náttmyrkrunum. Það
var því ekki laust viö, aö ég vissi
svolitiö meira um sllka bletti en
daufdumba almenningur.
Þarna uppi I Skólavöröuholtinu,
nokkurt kipp fyrir ofan þar sem
ég er nú á Laufásveginum, fann
kvenmaöur fyrir skömmu nýút-
boriö barn, vafiö inn I druslur.
Þaö var dáiö. Hún kom I Gróörar
stöðina og sagöi þar frá fundi sin-
um. Þaö var undir eins hringt til
lögreglunnar. Hún leitaði, en fann
ekkert. Þaö var taliö vist, að
barnseigandinn heföi séð, þegar
kvenmaöurinn fann þaö, og veriö
búinn aö koma því á óhultari staö,
áöur en lögreglan kom. Þaö er
hvimleitt aö heyra I útburöi I
myrkri. Ég fór á hraöahlaupum
hálfa leið inn I bæinn.
Hemhem! í þessu húsi, sunnan
til á Laufásveginum, dó nýlega
aldraður maöur, sem ég þekkti
vel I sjón. Hann var meö blárautt
nef. Og hann var afturgöngutýpa.
Ég haföi séö margar afturgöngu-
týpur I Reykjavlk. Ég tók annan
sprett svo sem þrjátíu faöma.
Vatt höföinu meö eldingaflýti um
öxl. Það sást enginn á eftir mér.
Og þarna glórir I helvitis lik-
kistumagaslniö hans Eyvinds
Arnasonar á horninu á
Laufásvegi og Bókhlööustig. Þar
hefur heyrzt baust á verkstæöinu
i myrkri, um miöjar nætur, , eins
og einhver væri að smlöa utanum.
Einu sinni var skyggn heiöurs-
kona á gangi upp Bókhlööustlg.
Hún sá kvenmann ganga á undan
sér upp stiginn. Og hvaö haldiö
þiö að hafi borið fyrir hana? Þeg-
ar kvenmaðurinn kemur upp á
móts viö Magasinið, vindur hann
sér rakleitt inn um járnklæddan
vesturgaflinn. Þetta var seint um
kvöld i myrkri, og það átti aö
smiöa utanum kvenmann daginn
eftir. Nú er llka seint um kvöld,
og þaö er mikiö myrkur og það
verður llklega smlöað utanum á
morgun. Og mér finnst eigandi
Magaslnsins alltaf svo llk-
kistulegur I framan. Ég tók til fót-
anna sunnan viö hús Borgþórs
Jósefssonar og hægði ekki á mér
fyrr en neöst á Bókhlööustignum.
Þá er þaö Skólabrú. Þarna
móar fyrir Dómkirkjuskratt-
anum. Það er versti draugakofi
bæjarins. Prestar draga aö sér
drauga. Svartar hempur sópa aö
sér óhreinum öndum. Þó er hún
hræðilegri framan frá en aftan
frá. Ég hljóp i hendingskasti fyrir
aftan hana norður I mitt Pósthús-
stræti.
Hálfur gluggi opinn uppi á lofti I
þessu húsi I Austurstræti og gisin
gardlna dregin fyrir. Ætli þar
standi uppi lik? Ég herti á
göngunni, meöan ég var aö koma
húsinu aftur fyrir mig.
Svo komu Duushúsin ■ viö
horniö á Aðalstræti og Vestur-
götu, og Brydehjallarnir á
horninu beint á móti, hvort
tveggja hundgömul okraragreni.
Það er alltaf óhreint I húsum, þar
sem menn hafa hugsað mikiö um
aö græöa peninga, og margir
kaupmenn og faktorar hafa lengi
gengið ljósum logum I höndlunun-
um eftir dauðann. Draugar sækja
I fjandmenn sina, áfengi, tóbak,
hórur og peninga. Eftir hálfa
mlnútu á ég aö ganga milli þess-
ara draugagrenja. Hvaö er þarna
grátt viö Bryggjuhúsiö? Trippi?
Sjóskrlmsli? Afturgenginn faktor
i likklæðum? Ég reyni aö horfa
ekki á það. Og svo tekur viö ill-
ræmdasta afturgönguvltið I öllum
bænum. Ég þori varla aö nefna
þaö. Ekki einu sinni i huganum.
Það er Grófin meö Liverpools-
verzlun á vinstri hönd og sjóinn
og verzlunarhús Björns
Kristjánssonar og Geirs Zoega til
hægri. Jæja, Björn Kristjánsson,
karlinn, er nú á móti Millilanda-
frumvarpinu, og ég held hann
hafi ekki hugsaö mikiö um að
græöa. En Geir Zoega hefur misst
menn I sjóinn af skútum, og hann
hefur hugsaö mikið um aö græöa
peninga. A fjörukambinum viö
Grófina standa margir róörar-
bátar. Og stundum hafa sjó-
drukknaðir menn sézt standa
uppi viö þá i myrkri á kvöldin. t
Grófinni hafa líka oft sézt tveir
karlmenn meö kvenmann á milli
sin, einkum undan noröangörö-
um. Þau hafa komiö gangandi
upp úr flæöarmálinu og sveimaö
suöur yfir götuna og horfiö hjá
Liverpoolkjallaranum, eins og
þau væru að leita sér skjóls undan
veörinu. Og þaö hefur runniö úr
fötunum þeirra. Þau höföu öll
drekkt sér I sjónum niöri undan
Grófinni. Fólk, sem fyrirfer sér,
gengur ævinlega aftur. Ætli hann
hlaupi ekki á meö einn norö-
angaröinn I nótt? Ég loka aug-
unum til hálfs, þegar ég kem á
móts viö Fischerssund, og sendist
I loftköstum alla leið vestur fyrir
Geirsbúö.
Loks kemur djöfuls Noröur-
stlgurinn af Vesturgötunni niöur
aö sjónum. Ekki aö bölva einn I
myrkri. Hérna býr Arni Eiríks-
son á horninu. Hann hefur tamið
sér aö herma eftir dauöu fólki á
leiksviöi. Þaö heföi hann ekki átt
aö gera. Litlu neðar hinum megin
stigsins er kolsvartur kofaskratti.
Þar hefur áreiöanlega dáiö
öfundsjúkur maöur. Ennþá neöar
austan megin götunnar er verk-
smiöjuhjallur. Þar hafa menn
hugsaö um aö græöa peninga.
Þaö væri færra af draugum I
heiminum, ef menn heföu hugsaö
minna um að græöa. tJt af
klöppinni niöri undan stlgnum
drekkti sér stúlka. Hún sást
afturgengin. Og i fjörunni litlu
vestar sást einu sinni feiknarlegt
sjóskrimsli. Ég tek útidyralyk-
ilinn upp úr vasa minum, dreg
nokkrar spýtur til hálfs upp úr
eldspýtustokknum, renn svo af
stað meö augun hálf-lokuö hraöar
en nokkrir fætur toga, passa mig
aö llta ekki eitt brot úr andartaki
til hægri né vinstri, ekki heldur
nær sjó eöa jöröu en tvær hæöir
Skarösheiöarinnar, skýt lyklinum
I skráargatiö, sný honum með
leifturhraöa — nú eru þeir aö ná
aftan I mig — þeyti upp huröinni,
flyg inn, smelli henni aftur, af-
loka I einu löðursveittu vetfangi,
áöur en þeir komast inn á eftir
mér, glenni augun snöggvast
hortuglega út um glerið I hurðinni
Komi þið nú, helvitin ykkar! Þrlf
eina eldspýtuna úr stokknum,
kveiki, þýt upp stigann, kveiki á
annarri, svo á þeirri þriöju svo á
þeirri fjóröu. Þá eg ég kominn
inn I herbergi mitt upp á þriöju
hæð. Hjartaö 146 á minútu.
Ég sór þess dýran eiö á hverju
kvöldi, þegar ég varö seint fyrir
út Gróörarstööinni, aö láta mér
aldrei dveljast þar svona langt
fram á nótt aftur. En þaö var eini
eiöurinn, sem ég hef svarið
rangan um æfina. 1 Gróörar-
stöðinni týndist manni sá hæfi-
leiki, sem skynjar tlmann. Þessi
styrjöld mln viö myrkriö og þaö,
sem I myrkrinu bjó varö þáttur I
lifsbaráttu minni I fjögur ár.
Við ræddum saman um skáld-
skap, trúarbrögö, splritisma, sál-
arfræöi, Millilandafrumvarpiö og
niö aldanna. Og viö sogöum hvor
öðrum sögur af llfandi mönn-
um og afturgengnum mönnum,
vitrum mönnum og heimskum
mönnum, einkennilegum mönn-
um og hversdagslegum mönnum.
Það var aöeins tvennt, sem viö
töluðum aldrei um. Viö töluöum
aldrei um kvennafar og aldrei um
sjúkdóma. Þaö mátti ekki tala
um sjúkdóma, þegar maöur var
meö Vilmundi. Er hann hræddur
við sjúkdóma? Nei honum leiðist
víst aö tala um sjúkdóma viö
menn, sem ekki hafa neina
visindalega þekkingu á
náttúrum sjúkdómanna. Mér
leiddist að mega aldrei tala um
sjúkdóma viö þennan fyrsta
lækni, sem ég kynntist á lífs-
leiðinni. Sjúkdómar gátu veriö
fróölegt umræöuefni, alveg eins
og sálarfræöi og spiritismi. Og ég
mundi dauöamein hvers einasta
manns, sem ég haföi einu sinni
heyrt, úr'hverju dó. Þessi dó úr
krabba, þessi úr tæringu, þessi
úr heilablóöfalli, þessi úr hjarta-
slagi. Var það lokubilun eöa
hjartataugarnar?
Mér fannst Vilmundur
gáfaðasti og skemmtilegasti
maöur, sem ég hafði nokkurn
tima kynnzt. Hann var hár-
skarpur I hugsun og eldfljótur i
skilningi, hugsaði frábærlega
skýrt og skipulega, rökrétt, hnit-
miðað og praktiskt, datt margt i
hug og hafði frjósamt
imyndunarafl. Hann var gæddur
miklu valdi yfir máli, var sýnt um
aö komast vel aö oröi, haföi list-
rænt frásagnarsniö, fór hóflega
meðalveg milli hinnar sönnu og
skemmtilegu ræöu og sagöi
betur frá en nokkur annar, sem
ég hef kynnzt fyrr eöa síöar. Það
lýsti oft af honum, er hann
talaöi. Mér fannst honum liggja
flest viöfangsefni I augum uppi,
og hann virtist vel heima I
flestum greinum. Og þaö var eins
og hann heföi ekki neitt fyrir
neinu. Þaö var sama, hvort hann
talaöi um stjórnmál, splritisma,
sálarfræöi, stæröfræöi, náttúru-
vísindi, alþýöufróöleik, fólk, þjóö-
sögur, ljóöagerö, leikrit og skáld-
sögur eöa íslenzkt mál. Og verk-
svit hans og handfimi var fram-
úrskarandi. Hann var hugsjóna-
maður og þó umfram allt tals-
maöur skynsamlegra hugsjóna.
Skapgerö hans var sterk og ein-
beitt, og manni fannst eins og
öllum áhyggjum af sér létt, þegar
maöur var meö honum. Hann
vakti traust og veitti styrk. Hann
var hjálpfús og höfðingi I lund. En
hann gat verib ertinn og striöinn,
ónærgætinn I oröum og allra
manna slyngastur i þeirri Iþrótt
aö hitta andstæðinginn nákvæm-
legast á sárasta blettinn. Hann
var i eöli sinu ómannblendinn og
deigur til aö leggja út i allt, sem
hann var ekki nokkurn veginn
fyrir fram viss um aö sleppa frá
með sóma. Stundum gat hann
veriö þurr á manninn og sýndist
þá taka full-lítið tillit til þeirra
sem meöhonum voru. Þess vegna
fannst sumum hann vera hálf-
gerður durtur aö eðlisfari. En þaö
fannst þó þeim einum, sem
þekktu hann litiö.
Vilmundur fór héðan alfarinn
aö loknu læknanámi og hélt þá til
útlanda. Það var I júllmánuöi
1916. Ég man ennþá eftir þeim
degi, eins og hann heföi liöið fyrir
augu mln I gær. Þaö var heiörlkt
loft og logn og mildi I veðri. Og ég
var aö taka Möllersæfingar I litlu
viki austan á miöri örfisey, þegar
„Ceres” renndi framhjá mér út
höfnina. Það var áliöiö dags og
sólin skein svo angurblltt á skips-
hliöina, sem að mér sneri. Þegar
vinir manns fara alfarnir frá
manni, veröur maöur aö styrkja
heilsu sina með llkamsæfingum./
Og þegar ég gekk örfiriseyjar-
garðinn I land eftir æfingarnar og
sjóbaðið, sýnist mér húsin I bæn-
um svo snauð og tilkomulítil, og
ég var alltaf aö segja viö sjálfan
mig: Nú verður aldrei skemmti-
legt I Reykjavlk framar.
A þessum árum kynntist ég
öðrum manni, sem ennþá stendur
fyrir endurminning minni eins og
heiörikt ævintýri. Það er Jakob
Kristinsson, nú fræöslumála-
stjóri. Mér er það einnig minnis-
stætt þegar ég sá hann I fyrsta
sinn.
Einn bjartan sunnudag á önd-
verðum vetri 1908 gekk ég til
fundar við Sigurð Sigurðsson frá
Flatey I Hornafirði. Við vorum
frændur. og hann var einn af
ágætustu mönnum, sem maöur
hefur hitt I þessum heimi. Sig-
urður var þá viö nám I Mennta-
skólanum og bjó uppi á lofti I litlu
húsi, sem þá var númer 9 B viö,
Bergstaðastræti. Ég gekk upp
stiga og báíöi á hurö aö herbergi’t
I vesturenda hússins, þvi það
sneri gafli út að götunni.
Kom inn, sagði ókunn rödd.
Nei, sagöi ég viö sjálfan mig.
Það er dónaskapur að ganga inn
við fyrsta andsvar. Og ég baröi
aftur á hurðina.
Kom inn! sagði röddin I annað
sinn.
Nú á bað við, sagöi ég og opnaöi
hurðina til hálfs. Frammi við
borð undir herbergisglugganum
birtist mér snoturlegur maður,
ungur og laglegur álitum. Mér
sýndist hann vera aö ljúka við aö
greiba á sér háriö. En það fann ég
með óyggjandi vissu aö frá
honum lagði óvenjulega viðfelldinn
þokka. Ég spurði um Sigurö.
Maðurinn svaraöi I einstaklega
þægilegum og alþýölegum tón, án
þess þó að færa sig frá borðinu:
Hann er ekki heima.
Ég kvaddi, þar sem ég stóö I
herbergisdyrunum, lét huröina
aftur og fór.
Litlu slöar frétti ég hjá Sigurði,
að þetta heföi veriö herbergis-
félagi hans. Hann héti Jakob
Kristinsson, Eyfiröingur að ætt
og væri i Menntaskólanum. Hann
hefði ágætt vit á skáldskap og
væri á móti Millilandafrum-
varpinu. Það stóö mér reyndar
nokkurn veginn á sama um
haustið 1908, hvort Pétur eöa Páll
væru með eða móti Millilanda-
frumvarpinu. En þaö tilheyröi
kynningarseremonlum þeirra
tlma að geta þess um ókunnan
mann, hvort hann væri meö eöa
móti Millilandafrumvarpinu.
Svo liðu nokkur ár. Ég haföi
engin frekari kynni af Jakobi og
vissi ekkert um hann, hvorki til
né frá.
En veturinn 1911 til 1912 voru
þeir Sigurður aftur orönir sam-
býlismenn og bjuggu i húsinu
númer 4 D við Hverfisgötu. Þar
höfðu þeir tvær samliggjandi
stofur til ibúðar uppi á lofti I
vesturenda hússins, aðra móti
suðri, hina gegnt norðri. Þá voru
þeir nokkuð komnir námi I
guðfræðideild Háskólasn.
1 suðurstofunni hófust fyrstu
kynni okkar Jakobs. Hann kom
mér ennþá eins aðlaöandi fyrir
sjónir og þegar ég sá hann I fyrsta
Framhald á 19. siöu
Hlutafjárútboð
Samkvæmt samþykkt aðalfundar
Iðnaðarbanka íslands h.f., er nú boð-
inn út hlutafjárauki i bankanum.
Hér með er öllum þeim, er áhuga
kynnu að hafa, gefinn kostur á þvi að
eignast hlutabréf i bankanum með
eftirgreindum kjörum:
1. Söluverð bréfanna er þrefalt
nafnverð þeirra.
2. Sé þess óskað, er heimilt að
greiða andvirðið á allt að tveimur ár-
um. 1/5 hluti þess greiðist við pöntun,
og siðan 1/5 hluti misserislega, með
gjalddögum 1. april og 1. október, þar
til greiðslu er að fullu lokið.
Óskir um kaup á hlutabréfum berist
bankanum eigi siðar en 20. desember
næstkomandi.
Iðnaðarbanki íslands hf.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik,
skiptaréttar Reykjavikur og ýmissa lög-
manna fer fram opinbert uppboð á bifreið-
um og öðru lausafé að Sólvallagötu 79, og
hefst laugardag 30. nóvember 1974 kl.
13.30 með sölu á bifreiðum.
Seldar veröa ótollaöar bifreiöar og 2 tengivagnar (innflutt
notað), Ford Falcon ’69, Ford Escort ’74 (skemmd),
/Taunus ’69, Saab (96) ’69, V.W. ’64, Ford Mustang '69,
Ford Trancit sendibifr. ’71, Man vörubifreiö 626 HK„ 2
Volvo vörubifr. '62 og 65-’68, þá veröur seld bifr. D-89.
Að bifreiðauppboðinu loknu verður selt:
kæliborð, afgr.borö, frystikista, búöarkassi, búöarvigt, Is-
skapur, hakkavél, innpökkunaráhald, áleggshnifur, kjöt-
sög, hillur, umbúöapapplr, grindur, verkfæri, mikiö af
allskonar matvöru, ca 3-400 pör kvenskór, kventöskur,
reiknivélar, ritvélar, segulbandstæki.stereosett og margt
fleira.
Avlsanir ekki teknar gildar nema meö samþykki uppboös-
haldara eöa gjaldkera.
Greiösla viö hamarshögg.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.