Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN ÞriOjudagur 3. desember 1974. Hunangsrækt og villtur gróður Kirghizia i Sovétrikjunum er meö hnetu og ávaxtatrjám, sem einn af fáum stöðum i heimin- vaxa villt. Þarna er að finna um, þar sem mikiö er af skógi valhnetutré, eplatré, plómutré og vinviö, og öll vaxa þessi tré villt, án þess að maðurinn komi þar nokkuð nálægt. 1 skógunum eru hundruð hunangsflugnabúa, og frá þeim koma á hverju ári þúsundir tonna af hunangi. Hunangið frá þessum svæðum er einstaklega gott, og stafar það m.a. af þvi, að hunangs flugurnar geta safnað þvi i blómum áðurnefndra trjáa, en auk þess eru þarna alls kyns blóm og annar gróður, sem er hreinn nægtabrunnur fyrir hunangsflugurnar. Sér- fræöingar segja, að hunangs- flugurnar safni hunanginu i að minnsta kosti 300 plöntutegund- um. Ein hunangsfluguf jölskylda safnar 35 til 40 kilógrömmum af hreinu hunangi til sölu árlega. Kirghiziahunang er flutt út um allan heim. Hér fylgja með tvær myndir úr hungangsbúi. Onnur er af búum i valhnetuskógi, en hin er af tveimur starfsmönnum á hunangsbúgarði að safna hunangi frá flugunum. Fyllt upp í sagnfræðilega eyðu Fornfræðingar og sagn- fræðingar hafa löngum hallazt. að þeirri skoðun að Siberia og Alaska hafi veriö tengd meö landbru þar sem nú er Berings- sund. Amerlskir og sovézkir visindamenn tilkynntu fyrir nokkrum vikum aö nú væri þeim fært að fylla i eyðurnar á sögunni um fyrstu landnemana i Norður-Ameriku. Þessa uppgötvun gerðu Alexej Okladnikov frá Novosibirsk og William Laughlin frá Háskólan- um i Connecticut, þegar þeir voru staddir á Aljúteyjunni sem nefnist Anangula. Hún var einu sinni hæð á landbrú milli álfanna. Fornleifafræðingar gföfu upp tvö fiskiþorp, á að giska um 9000 ára gömul. Þar fundust mannabein, verkfæri úr steini og hvalbein, allt leifar frá föruflokkum, sem á seinustu isöld lögðu I hina háskalegu för frá Siberiu til Alaska. ★ Um þýðingar Könnuðurinn Thor Heyrerdahl, sem sigldi Kon Tiki um Kyrra- haf og papyrusbát yfir Atlants- haf, segir i viðtali við þýzka blaðiö Neue Stadt: ,,Ef hægt væri að yfirstiga málamúrinn, geröust margir hlutir auðveld- ari. Það hef ég fengið að reyna I sambandi við þýðingar á bókum minum. I þeim þýðingum kemur fram ýmislegt, sem ég hef aldrei látiö mig dreyma um Vegna þessa varð ég t.d. að stöðva útkomu siðustu bókar minnar á frönsku. Maður getur rétt imyndað sér eftir þessu, hvað getur gerzt i stjórnmála- umræðum, þegar þýtt er jafnóð- um.” Ef þú villt, aö við förum i aðra brúökaupsferð, þá verðum viö vist að skilja fyrst, eða hvað. DENNI DÆMALAUSI Ég gat ekki selt ormana, sem ég gróf upp I gær, svo ég er kominn með þá aftur. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.