Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Þriðjudagur 3. desember 1974. ENN harðnar keppnin á toppi ensku fyrstu deildarinnar, og meðan flest toppiiðin töpuðu stigi eða stigum, notaöi lið Stoke City tækifærið og skauzt upp i efsta sætið. Þar sem keppnin er svo jöfn og spennandi I 1. deildinni, er ekki hægt að segja, að neinn einn leikur þar hafi verið leikur dags- ins. Það verður þvi að fara niður i aðra deiidina, til að finna leik dagsins, og þar var einn ieikur, sem svo sannarlega getur staðið undir þvi nafni — leikur dagsins. — Þetta er auðvitað leikurinn á Old Trafford í Manchester, þar sem Manchester United og Sund- erland mættust, og áhorfenda- fjöldinn þar var sá mesti á leik I deildinni á keppnistimabilinu, liðlega 60.000. Mikið var talað um þennan leik i BBC og sögðu þulirnir þar, að þetta hafi verið sá bezti leikur i 2. deildinni, sem þeir nokkru sinni hefðu séð. Leikurinn hófst með miklum látum, þegar eftir 12 minútna leik var staðan orðin 2-1, Sunderland i vil. Pear- son skoraði fyrir United eftir 10 minútna leik, en á næstu tveimur minútum skoraði Billy Hughes tvö mörk fyrir Sunderland og náði þannig forystunni. Staðan var þannig i hálfleik, og áhorfendur voru yfir sig hrifnir, af þeirri knattspyrnu, sem þarna var sýnd. Seinni hálfleikur var ekki gamall, þegar Willie Morgan jafnaði metin fyrir United, og skömmu seinna skoraði Mcllroy þriðja mark United, mark, sem reyndist vera sigurmark leiksins. Og áhorfendur fögnuðu innilega, og hávaðinn á áhorfendapöllun- um óx eftir þvi, sem leið á leikinn. Sunderland sótti meira i lokin, þeir reyndu allt, sem þeir kunnu til að jafna metin, en þeir kunnu bara ekki nóg, þvi leiknum lyktaöi með 3-2 sigri Manchester United. Þegar dómarinn flautaði leikinn af, ætlaöi allt vitlaust að verða í áhorfendahópnum, og „The Stretford Enders”, sem svo kallast æstustu áhangendur Unit- ed, sungu „You’ll never walk alone”, svo hátt að bergmálaði um næstu hverfi. # 'ENSKA KNATTSPYRNAN' Urslitin á laugardaginn urðu annars sem hér segir: 1. deild: Arsenal—Middlesbrough 2-0 Coventry—Liverpool 1-1 Derby—Wolves fr. Everton—Birmingham 4-1 Ipswich—Carlisle 3-1 Leeds—Chelsea 2-0 Luton—Burnley 2-3 Newcastle—Manchester C. 2-1 Q.P.R.—WestHam 0-2 Sheffield Utd.-Tottenham 0-1 Stoke—Leicester 1-0 2. deild Aston Villa—Oxford 0-0 Bristol R.—Bolton 1-0 Cardiff—Southampton 2r2 Stoke skaust upp í efsta sætið... Fulham— Blackpool 1-0 Hull—Bristol City 1-0 Manch. Utd,—Sunderland 3-2 Notts—Millwall 2-1 Orient—Nottingham 1-1 Portsmouth—Sheff. Wed. 1-0 W.B;A.—Oldham 1-0 York—Norwick 1-0 í s.l. viku sigraði Stoke Q.P.R. 1-0 á Victoria Ground i Stoke. Peter Shilton sýndi stórkost- lega markvörzlu á móti sinu gamla liði, Leicester, og var maðurinn á bak viö sigur Stoke, sigur, sem kom þeim I efsta sæti deildarinnar. Denis Smith skor- aði mark Stoke seint i leiknum, eftir hornspyrnu. Við þetta tap er Leicester nú fallið niöur 119. sæti, sem sagt — aðeins einu sæti frá fallsæti, en þess ber að geta, að Leicester á tvo leiki inni, Liverpool heima og Middlesbrough úti. Coventry átti mjög góðan fyrri hálfleik á móti Liverpool á Highfield Road i Coventry, en það var samt ekki fyrr en á 43. minútu leiksins, að þeim tókst að ná forystu með marki Stein úr vitaspyrnu. En lið Liverpool virt- ist vera allt annað lið i seinni hálfleik, þegar á 48. minútu jafnaði Kevin Keegan fyrir þá, og eftir það varð leikurinn einstefna á mark Coventry. Hvað eftir annað björguðu þeir á linu á hinn undursamlegasta hátt, og hvern- ig sem leikmenn Liverpool reyndu, vildi knötturinn ekki inn og lokatölur leiksins urðu 1-1. Phil Thompson lék nú aftur með Liverpool eftir langvarandi meiðsli, og varð leikur þeirra allt annar við endurkomu hans i liöið, i þessum leik brá fyrir spili hjá Liverpool, eins og þeir sýndu i fyrstu leikjum keppnistimabils- ins, þegar þeir unnu t.d. Chelsea 3-0 I London og Tottenham 5-2 á Anfield. Það er greinilegt, að þeir ætla sér/át> vera með i kapphlaup- inu um; meistaratign. Þegar sjö umferðum var lokið I 1. deild var West Ham i neðsta sæti meö 3 stig. Nú eftir 20 umferöir eru þeir I sjötta sæti með 23 stig. Þeir hafa Peter Shilton sýndi stórkostlegan leik gegn sínum gömlu félögum ★ Arsenal og Tottenham þokast frd botninum ★ Leikur dagsins d Old Trafford -----------------------------------# BOB McNAB......sést hérna spyrna knettinum borough á Iaugardaginn á Higbury. Foggon, Middles- sem sagt hlotið 20 stig úr sinum siðustu 13 leikjum, eða aðeins tapað sex stigum. Á laugardaginn áttu þeir ekki I vandræðum með lið Q.P.R., þegar liðin mættust á Loftus Road f vesturhluta Lundúna. Jennings skoraði fyrir þá I fyrri hálfleik, og Paddon sá um það með góðu marki I seinni hálfleik, að tvö stig bættust við stigasafn þeirra frá Upton Park i Austurlondon. n"Ron Davies:* I Ijósin á Trafford. Old — úr myrkrinu hjd Portsmouth ★ George Best handsamaði „sprengjuþ rjót' RON DAVIES, marka- skoraranum mikla var fyrir helgina mjög óvænt kippt úr myrkrinu hjá Portsmouth I ljósin á Old Trafford. Þessi mikli markaskorari, sem var foringi Dýrlinganna frá Southampton á árunum 1966-1972, lék sinn fyrsta leik með Manchester United um helgina, og það var einmitt hann, sem lagði upp sigurmark United gegn Sunderland. Hann kom inn á sem varamaöur fyrir Greenoff á 58 min — aöeins min. siðar lagöi hann knöttinn fyrir Mcllroy, sem innsiglaði sigur United 3:2. Tommy Docherty kom á óvart á föstudaginn, þegar hann skipti á George Graham, fyrrum fyrirliða United og Arsenal-leikmanni, og Davis. Davies, sem hefur leikið fjölmarga landsleiki fyrir Wales, vann strax hug og hjörtu hinna 60,585 áhorfenda, sem komu á Old Trafford á laugardaginn. Það RON DAVIES. þurfti að loka hliðunum á Old Trafford, tiu min. fyrir leikinn. Fyrst við erum farnir að tala um United, þá má geta þess, að bitillinn George Best var i sviös- ljósinu um helgina — I vinkránni sinni i Manchester. Þar varð hann vitni aö þvi, að maður nokkur notaði sima og Best heyrði hann segja (við lög- regluna) — „Vinkrá Best’s verður sprengd upp I dag”. Þegar Best heyrði þetta, réðst hann á manninn og hélt honum, þar til lögreglan kom á staöinn og tók „sprengjumanninn”, sem var dæmdur i 3 mánaða fangelsi. En bregðum okkur nú til Lincoln. Þar tilkynntu áhang- endur Lincoln-liðsins, sem leikur i 4. deild, að þeir myndu borga 6 þús. pund I markverðinum Peter Grotier, sem Lincoln keypti frá West Ham á 20 þús pund. Þeir styöja vel við bakið á leik- mönnum Lincoln, sem á mikla möguleika á, að vinna sér sæti i 3. deild næsta keppnistimabil, 6 þús. pundin, sem þeir borguðu, öfluðu þeir sér með kaffi og vin- sölu. -SOS Leikur Newcastle og Manchest- er City var allan timann mjög spennandi, Howard skoraði fyrir Newcastle i fyrri hálfleik, en Marsh sá um að jafna fyrir City fyrirhlé. I seinni hálfleik lék lið Manchester City skinandi vel og virtust þeir á góðri leið meö að ná stigi eöa stigum. Þetta var likleg- ast þeirra bezti leikur á útivelli, þeir sýndu nú leik, eins og þeir sýna bezt á heimavelli sinum, Maine Road. En þegar leikurinn virtist vera að enda i jafntefli, var „Super” McDonald ekki gætt nógu vel I einu upphlaupi New- castle, og eins og Bretinn segir „that was that”! Everton vann nú sinn stærsta sigur á keppnistimabilinu, þegar þeir unnu Birmingham 4-1 á Goodison Park I Liverpool. Jones og Dobson sáu um 2-0 forystu Everton I hálfleik, og Lyons og Connoliy hækkuðu upp I 4-0, áður en Calderwood skoraði fyrir Birmingham á siðustu minútu leiksins. Evcrton er nú i fjóröa sæti, en gætu hæglega skotizt upp i efsta sæti, ef leikur þeirra við Luton verður leikinn á næstunni, en honum var frestað fyrir 10 dögum. Tottenham kom á óvart i Sheff- ield, þegar þeir kepptu þar á Bramall Lane á móti Sheffield Utd. Eftir markalausan fyrri hálfleik, skoraöi John Duncan eina mark leiksins fyrir Totten- ham, og þannig fékk Lundúnalið- ið tvö dýrmæt stig, sem lyfta þeim töluvert langt frá botni deildarinnar. Luton Town ætlar greiniiega ekki að gera langt stopp i 1. deild, þeir tapa leik eftir leik, nú á heimavelli fyrir Burnley 2-3. Faulkner náði forystu fyrir Luton i fyrri hálfleik, en Hankin sá um að jafna fyrir Burnley fyrir hlé. Aftur tók Luton forystu i seinni hálfleik, er Spring skoraði fyrir þá, en Spring þennan hefur Luton nýlega keypt frá Liverpool á 60 þúsund pund en þeir keyptu hann frá Bristol City i fyrra, en notuöu hann ekkert i aðalliöinu. James jafnaöi i 2-2 fyrir Burnley og sigurmarkið skoraði svo Hankin hann hefur þannig skoraö átta mörk I deiidinni. Leeds átti ekki i neinum vand- ræðum með lélegt lið Chelsea, sem eftir öllum sólarmerkjum aö dæma, leikur i annarri deild næsta keppnistimabil, þeir verða að gera stórátak, ef þeir ætla að koma i veg fyrir fall. Mörk Leeds skoruðu Cherry og Clarke, eitt mark i hvorum hálfleik. Ipswich heidur sig við toppinn eftir 3-1 sigur yfir Carlisle, sem með þessu tapi fór I gegnum nóvembermánuð án þess að fá stig. Hamiiton og Johnson skor- uöu fyrir Ipswich I fyrri háifleik, en O’NeiII minnkaði muninn fyrir Carlisle og virtist á timabili sem Ipswich liöið væri að missa öll tökin á leiknum. En mark Lambert kippti öllu I liðinn aftur, og leikmenn Ipswich hlupu inn, sem veröugir sigurvegarar. Arsenal liðið sýndi góðan leik á móti liði Jackie Charlton, Middlesbrough. Brady skoraði fyrir Arsenal i fyrri hálfleik, og Alan Ball geröi út um leikinn, Arsenal i hag, þegar hann i seinni hálfleik skoraði úr vitaspyrnu. Arsenal þokast þannig frá botni deildarinnar, ef þeir eiga góða leiki i desember gætu þeir farið aö nálgast toppliðin. Það varð að fresta leik Derby og Wolves, vegna þess að Base- ball Ground í Derby var likari stærstu sundlaug Englands, en knattspyrnuvelli, svo mikið vatn var á vellinum, að hvergi sást i grasið. lannarri deild tapaði Norwich i York 0-1. Mark York gerði Seal, Tony Brown skoraði fyrir WBA á móti Oldham^Lord skoraði fyrir Hull á móti Bristol City. 1 Skotlandi eru Rangers og Celtic bæði i efsta sæti, með jafn mörg stig og sömu markatölu, bæði liðin hafa skorað jafn mörg mörk, og fengið jafn mörg mörk á ,sig. Rangers vann Dundee Utd. 4- 2 á heimavelli, en Celtic vann Morton 1-0 á útivelli, og átti i töluveröu basli með það. Þriðja liöiö, Hibernian, vann Ayr 2-1 á heimavelli. ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.