Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 3. desember 1974 Tíniitmer peningar AugjýsitT iTÍmamun SIS-ltHHlt SUNDAHÖFN fyrirgóúun mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ófriðarástand / pl ^ A * i Eþiopiu Reuter-Addis Ababa. Tvær öflug- ar sprengjur sprungu I Addis Ababa, höfuðborg Eþiópiu i gær. Að minnsta kosti fimm manns létu iifið og fjöldi fólks særðist. Herforingjar þeir, er fara nú með völd i Eþiópiu, kenndu áhangendum fyrri valdhafa um sprengjutilræðin. Þeir hétu að koma tilskildum viðurlögum fram viö tilræðismennina. Sprengjurnar sprungu með minútu millibili: Sú fyrri i kjall- ara Wabe Shebelle-hótels og sú siðari á fyrstu hæð ráðhússins i Addis Ababa. Hótelgestir voru einmitt að koma sér fyrir i matsalnum um hádegi i gær, þegar sprengjan sprakk.Fyrstu fréttir bentu til, að fjöldi gesta heföi særzt lifshættu- lega i sprengingunni. óstaðfestar fréttir hermdu, aö tveir hefðu lát- izt og fimm særzt i sprengingunni i ráðhúsinu. Nærliggjandi götum var þegar lokað. Lögregla og hermenn meö alvæpni stóðu vörð og meinuðu öllum aðgang að hótelinu og ráö- húsinu, m.a. vestrænum frétta- mönnum. Eins og áður segir kenndu stjórnendur Eþiópiu stuönings- mönnum fyrri valdhafa um sprengjutilræðin, en u.þ.b. sextiu þeirra voru sem kunnugt er tekn- ir af lífi um fyrri helgi. Fréttaskýrendur höfðu hins vegar eftir háttsettum lögreglu- foringjum, að Frelsissamtök Eritreu hefðu staðið að baki til- ræðunum. Samtökin hafa komið sér fyrir i Addis Ababa og hyggja á fleiri tilræði af þessu tagi til að leggja áherzlu á kröfu sina um fullt sjálfstæði til handa Eritreu. Fréttir hermdu, aö lögreglan hefði þegar handtekið sex menn af eritresku bergi brotna og fleiri væri leitað. Hersveitir frelsissamtakanna höfðu i gær slegið hring um Asmara, höfuðborg Eritreu, en hersveitir stjórnarinnar bjuggust til varnar i borginni. Astandið i Addis Ababa er striðsástandi likast: Strangur hervörður er um öll mikilvæg mannvirki I borginni, t.d. aðal- stöðvar pósts og sima, útvarps- og sjónvarpsstöövar. Þá eru veg- farendur krafðir um persónuskil- riki. Útgöngubann hefur verið i gildi I borginni frá miðnætti til sólarupprásar um þriggja mán- aöa skeiö. Fréttir frá Eþiópiu I gærkvöidi hermdu, að enginn hefði látizt I sprengjutilræöunum. Talsmaður innanrlkisráðuneytis landsins kvað þrettán hafa særzt: Sex I ráðhúsinu og sjö á hótelinu. Vladivostok-samkomu- lagið birt í nótt Hagnast Sovétstjórnin ein ó þvi? Reuter-Washington. Gerald Ford Bandarikjaforseti hélt fund með fréttamönnum I nótt og skýrði frá samkomulagi þvi, er þeir Leonld Brésjnef, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, geröu um takmarkaðan fjölda eldflauga á fundinum i Vladivostok fyrir rúmri viku. Fréttamannafundin- um var sjónvarpað um gervöll Bandarikin. Ford sat i gærmorgun fund með öryggisráöiBandarikjanna, sem i eiga sæti æðstu menn varnar-, Búvara hækk- ar í verði Framleiðsluráð landbúnaðarins auglýsti I gærkvöldi hækkun á verði búvara. Hækkun þessi starfar að nokkru af hækkun rekstrarvara við sjálfan búrekst- urinn og einnig vegna hækkunar á rekstrar- og dreifingarkostnaði varanna. Þá koma einnig til hinar svokölluðu láglaunabætur sam- kvæmt ákvæðum nýútgefinna bráðabirgðalaga. Verðgrunnur- inn til framleiðenda hækkar um 6.94%. Verö á kjarnfóðri hefur hækkað um rúmlega 18% siöan siðast var verðlagt þann 1. sept. Flutningskostnaöur hefur hækkað á sama tlma um tæplega 36%. Rafmagn um tæp 34%. Vextir um rösklega 10%. Kostnaður við vél- ar um 7% og laun til bóndans og skylduliðs hans, sem er sambæri- leg ■ launahækkun sem laun- Mjólk i 2 1. fernum Mjólk i 1 1 umbúðum Rjómi I lausu máli hver litri Skyr, hvert kiló Smjör 1. flokkur, kiló Ostur 45% hvert kiló Siípukjöt. Frampartar og siöur hvert kiló Læri, hvert kiló Kótilettur hvert kiló Heilir skrokkar, skipt eftir ósk kaupenda hvert kiló Þessar prósentur sem hér eru nefndar eru ekki aö öllu leyti raunhæfar, þvi aö i mörgum tilfellum er búið að greiða vöruna niður um meira en helming og aurafjöldinn kemur þvi á miklu lægri grunn. Verðgrunnurinn til framleiðenda hækkar t.a.m. nú þegar fá núna um 3%. Auk þess gera hinar svonefndu láglauna- bætur kr. 1.06 aura á lltra mjólkur og sambærilegt á aðrar tegundir búvara. Vinnsla og dreifingarkostnaður á mjólk hefur verið hækkaður um kr. 1.10 á litra, er gerir 7,9%. Umbúðakostnaður miðaö við tveggja litra fernur hefur verið hækkaður um kr. 1,90 á Iítra. Dreifingarkostnaður kinda- kjöts hefur veriö hækkaöur um kr. 2.40 á hvert kiló kjöts, er gerir um 4%. Af þessari ákveðnu hækk- un á mjólkurverðinu hefur rikis- stjórnin ákveðið að niðurgreiðsl- ur á mjólk hækki um kr. 2.30 á litra. Sem dæmi um þær hækkanir, sem hér um ræðir, má nefna eftirfarandi smásöluverð: Eldra Nýtt mismunur mismunur verð verð I kr. I % 56.70 65.50 8.B0 15.5 27.50 31.00 3.50 12.7 269.20 303.00 33.80 12.6 82.20 91.00 8.80 10.7 386.00 463.00 77.00 19.9 395.00 445.00 50.00 12.7 259.00 296.00 338.00 301.00 341.00 388.00 42.00 45.00 50.00 16.2 15.2 14.8 16.4 238.00 277.00 39.00 um 6.94%, en sumar vörutegundir koma út úr þessu 19.9% eins og smjörið, enda er það mest greitt niður. Aurafjöldinn gerir þvi miklu hærri prósentu á niður- greiddri vöru heldur en á þeirri vöru sem er óniðurgreidd. utanrikis- og annarra öryggis- mála. Að fundinum loknum ákvað forsetinn að birta opinberlega helztu atriði samkomulagsins. Areiðanlegar fréttir hermdu siödegis i gær, að samkomulagið fæli i sér eftirfarandi efnisatriði: Bandarikin og Sovétrikin mættu ráða yfir 2400 eldflaugakerfum til árása — hvort stórveldi um sig —■ svo og 1200 eldflaugum, búnum kjarnaoddum. Bandarikjastjórn hefur taliö samkomulagið mikilsverðan áfanga á leiðinni til gagnkvæmr- ar afvopnunar stórveldanna. Aðr- ir hafa þó dregið gildi þess i efa, enda virðist I engu hróflað við áætlunum beggja stórveldanna um aukinn vigbúnað. Þá hafa andstæðingar stjórnarinnar, þ.á.m. Henry Jackson öldunga- deildarmaður, sagt Sovétstjórn- ina eina hagnast á samkomulag- inu, þar eð Sovétmenn hafi nú þegar yfir að ráða langdrægari eldflaugum — staðsettum á jörðu niöri — en Bandarikjamenn. Ford forseti boðaði til fundarins i nótt fyrst og fremst til að skýra frá árangri Vladivostok-fundar- ins. önnur mál bar þó á góma, m.a. samskipti Bandaríkjanna og Kina, ástandið I Miðjarðarhafs- löndum, vaxandi verðbólga og minnkandi vinsældir Fords for- seta heima fyrir. lltLSHORNA ' 'Á MILLI Reuter-Ankara. Tyrkneska utanrikisráðuneytið tilkynnti i gær; aö viðræður um frið á Kýpur milli grisku- og tyrk- neskumælandi manna féllu niður, um leið og Makarios erkibiskup stigi fæti á Kýpur. Talsmaður ráðuneytisins endurtók þá staðhæfingu, sem tyrkneskir ráðamenn hafa lát- ið hafa eftir sér að undan- förnu: Valdataka Makariosar torveldar allar viðræður um friöarsamninga. Tilkynningin var birt að loknum fundi Sadi Irmaks, sem nú gegnir embætti for- sætisráöherra til bráðabirgða, með æöstu yfirmönnum tyrk- neska hersins. Að sögn frétta- skýrenda magnast i sifellu óánægja I Tyrklandi með fyrirhugaða valdatöku Makariosar á Kýpur. Ilhami Sankar landvarna - ráðherra sagði i gær, að ráð- stafanir yrðu gerðar til að mæta óeirðum á Kýpur. Ráð- herrann kvaöst telja hættu á átökum griskumælandi manna á eynni vegna valda- töku Makariosar. Fréttir hermdu I gær, að nokkur við- búnaður væri hjá hersveitum Tyrkja á Kýpur. Hugsanlegt er, aö skæruliðar griskumæl- andi manna láti til skarar skriöa gegn þeim siðar i vik- unni — um þaðleyti, er Makarios snýr aftur til eynnar úr nokkurra mánaða útlegð. Reuter-Moskvu. Sovézka geimfarinu Soyuzi 16. var skotið á loft I gær á braut um- hverfis jörðu. Um borð eru tveir geimfarar — Anatoli Filipchenko og Nikolai Rukavishnikov — sem eiga að prófa nýjan tæknibúnað — búnaö, sem nota á við sam- tengingu bandariskra og sovézkra geimfara á næsta ári. Fréttaskýrendur álita, að áhöfn Soyuzar 16. eigi að koma fyrir tæki úti I geimnum, sem aftur verði notað i júli á næsta ári, en þá er fyrirhugað að skjóta tveim geimförum á loft: öðru frá Bandarikjunum og hinu frá Sovétrikjunum og tengja þau saman úti i geimn- um. Bandariskir og sovézkir vls- indamenn hafa um nokkurra ára skeið unnið að sameigin- legri geimferðaáætlun, og er þetta geimskot Sovétmanna einn liðurinn I þeirri áætlun. 1 geimferö Soyuzar 16. verð- ur reynd ný gerð lofts, en sam- setning lofts i Apollo- og Soyuz-geimförum hefur verið allt önnur til þessa: Sovét- menn hafa notazt við blöndu lofts, er likist mjög andrúms- lofti jarðar að samsetningu og þrýstingi, meðan Bandarikja- menn hafa notað hreint súr- efni með lágum þrýstingi. Sovézkir visindamenn hafa nú dregið úr þrýstingi loftsins og aukiö súrefnismagn þess. Hugsanlegt er, að Soyuz 16. verði I talstöðvarsambandi við aðalstjórnstöð bandarisku geimferðarstofnunarinnar I Houston I Texas, en sú frétt hefur ekki verið staðfest af bandariskri hálfu. Reuter-Tókió. Takeo Miki verður Hklega næsti forsætis- ráðherra Japans að sögn fréttaskýrenda I Tókió. Leiðtogar frjálslynda lýð- ræðisflokksins koma saman til fundar á morgun til að velja eftirmann Kakuei Tanaka, er sagt hefur af sér forsætisráð- herraembætti. Samkomulag náöist um kjör Miki um helgina innan stjórnarflokksins eftir all- snarpar deilur. Masaygshi Ohira og Takeo Fukuda þóttu liklegastir eftirmenn Tanaka en hvorugur hlaut nægilegt fylgi. Nýjar mjólkurumbúðir Mjólkursamsalan I Reykjavik sendir frá sér I dag nýjar eins litra mjólkurumbúðir, og verða hyrnurnar jafnframt teknar úr notkun. Hinar nýju umbúðir eru handhægari I notkun en hyrnurn- ar og taka mun minna rúm i kæli- skápum og öðrum geymslum. Eru nýju umbúðirnar kubblaga, svipaðar múrsteini að stærð og gerð. Mjólkurpakkarnir eru hvit- ir bláir og gulir á lit með svörtu letri. A pökkunum er mynd af fornum sveitabæ, og er sólin að koma upp að fjallabaki. Framan við bæinn rennur mjólkurhvit á. t forgrunni leiðir kona kvigu og er liklegast aö verið sé að minnast þjóðhátiðarárs og alþjóðlegs kvennaárs með mynd þessari og er konan að festa sér land með þvi aö leiöa kvlguna umhverfis landnám sitt. A bakhliö er nákvæm tafla yfir þau efni, sem mjóikin inniheldur. X*- . v Alltaf er nú blcssuð mjólkin bezt. — Tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.