Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 11
.10 TÍMINN Þriðjtldagur 3. desember 1974. Þriðjudagur 3. desember 1974, HMINN 11 Þessi mynd var tekin á heimili Páls fyrir nokkrum árum. Að baki honum standa dr. Róbert Abrahin Ottóson, hljómsveitarstjórl. Arni Kristjánsson, planóleikari, og Gunnar Guðmundsson, framkvœmda- stjóri Sinfóniuhljómsveitar tslands. Þegar Páll tsólfsson varð áttræður heiðraði rikisstjórnin hinn aldraða listamann með þvf að halda honum samkvæmi f Ráðherrabústaðnum. Hér sést, er ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisréða- herra, óskar afmælisbarninu til hamingju. Aö baki Páli stendur eiginkona hans, Sigrún Eirfksdóttir Sigurður Nordal og Páli tsólfsson á Þingvöilum Örfáar svipmyndir úr ævi ástsæis listamanns Páll tsólfsson tónskáld veröur til moldar borinn i dag. Á meöan hans naut við var hann einn ástsælasti listamaöur þjóðarinnar og setti óneitanlega svip á þjóölifiö með list sinni og glaöværri framkomu, ekki aðeins I kunningjahópi heldur náði hann til allrar þjóðarinnar, er hann var um árabil hrókur alis fagnaðar á fjöldasamkomum ogiútvarpi. En þótt Páll sé nú horfinn af sjónar- sviöinu lifa tónverk hans óbornum kynslóðum til ánægju og lifsfyliingar. Páll Isólfsson fæddist 12. októ- ber á Stokkseyri. Foreldrar hans voru Isólfur Pálsson organisti þar og siöar I Reykjavlk, og kona hans Þuriður Bjarnadóttir. Var Páll alinn upp við tónlist þegar frá barnæsku og var hann ekki hár i loftinu er hann hóf tónlistar- nám hjá föður sinum i heima- húsum. Þótt Páll hleypti snemma heimadraganum til framhalds- náms hélt hann ávallt tengslum við bernskuslóðir sinar og leitaði oft þangaö er hann var orðinn fullþroskaður listamaöur og átti þar athvarf i eigin húsi og dvaldi löngum til hvildar og starfa, en alkunna, er að i brimhljóðið á Stokkseyrarfjörum sótti lista- maðurinn yrkisefni I tónsmiðar sinar. Arið 1913 hóf Páll tsólfsson tón- listarnám i Leipzig hjá dr. Karli Straube, og lagði aðaláherzlu á Séra Bjarni Jónsson og Páll isólfsson störfuðu saman I Dómkirkjunni um langt skeiö og lifa fjölmargar kátlegar sögur á vörum þjóðarinnar um samskipti þeirra, sem báöir voru þekktir fyrir gamansöm og hnyttin tilsvör, en jafnframt fyrir djúpa alvöru og mannleg lifsviðhorf. orgelleik. Stundaði hann það nám til 1918, en á árunum 1917 til 1919 var hann aöstoðarorganisti dr. Straubers i Tómasarkirkju i Liepzig. Ariö 1925 nam Páll orgel- leik hjá prófessor Joseph Bonnet i Paris. ErTónlistarskólinn i Reykjavik var stofnaður árið 1930 var Páll ráðinn skólastjóri þar og gengdi hann þvi starfi til 1957, en hélt áfram kennslu þar eftir að hann lét af skólastjórastarfinu. Einnig kenndi hann um skeið organleik i Háskóla íslands, guöfræðingum og kirkjuorganistum. A árunum 1926 til 1939 var hann organisti við Frikirkjuna I Reykjavik er hann gerðist dómorganisti. Þá var hann tónlistarráöunautur RikisUtvarpsins frá stofnun þess 1930 til haustsins 1939. Enn er ótalið hið mikla verk, er Páll ísólfsson lætur eftir sig, þar sem eru tónsmiöar hans. Hann samdi fjölda tónverka fyrir orgel, pianó, kóra, hljómsveitir og ein- söng. Páll naut margs konar viður- kenningar um ævina: M.a. varð hann heiðursdoktor við Há- skólann I Osló og félagi konung- legu sænsku mUsikaka- demiunnar. Páll var tvikvæntur. Hann kvæntistKristinu Jónsdóttur áriö 1921. HUn lézt 1944. Siðari kona Páls er SigrUn Eiriksdóttir en þau giftust 1947 og lifir hUn mann sinn. Við orgeliö I Dómkirkjunni þar sem Páll var organisti I um 30 ára skeið. Sföustu æviár sin átti Páll við vanheilsu að striöa, en aldrei Iagði hann tónlistariökun alveg á hilluna. Mynd þessi var tekin á siðasta ári og þar leikur Páll á pianóið á heimili sinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.