Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. desember 1974, TIMINN 5 Suðurlandsvegur — lífæð lands- fjórðungs Dagblöðin hafa undanfarna daga flutt margar greinar um vegamál og frásagnir af umræðum á Alþingi um fjár- öflun til næstu stórátaka á þvi sviði. Mjög Hefur þar komið við sögu Norðurlandsvegur milli Reykjavikur og Akureyrar, svo og hringvegur um Vestfirði, hvort tveggja mjög þarfar og mikilsverðar framkvæmdir, sem allir vilja vel. Allir eru sammála um að góðar sam- göngur og öruggar flutninga- leiðir séu lifsnauðsyn hverju byggðarlagi, — en hitt virðist menn greina nokkuð á um, hvort forgang skuli hafa byggðavegir — eða téngivegir milli héraða og landshluta, — þegar ekki er hægt aö gera allt i Séra Sváfnir Sveinbjarnarson einu. t þessum umræðum hefur varla komið nægilega skýrt. fram, að einn er sá vegur, sem gegnir þessum hiutverkum báöumog sameinar fulikomlega hið tviþætta notagildi i gegnum heiian landsfjórðung, — en það er Suðuriandsvegur frá Selfossi til Hornafjarðar, meira en 400 km vegalengd. Það ber þó yfir um þennan veg, að hann er eina samgönguleiðin fyrir allt þetta svæði, — hann er iifæð iands- fjórðungs, sem er mesta land- búnaöarhérað iandsins og með mestu framtiðarmöguleikana á þvi sviöi. Allir vita, að suðurströndin er hafnleysa frá Þorlákshöfn til Hornafjarðar. Ný höfii á þessu svæði er enn á stigi frumathug- unar og ljóst er, að fullkominn vegur verður að koma á undan höfninni. Um fastar flugsam- göngur er ekki að ræða á þessu svæði nema til Hornafjarðar og Fagurhólsmyrar. t einu orði sagt: á allri þessari leið er hvorki um að ræða flutninga á sjó né i lofti, —■ vegurinn er eina samgöngu- og flutningaleið alls Suðurlands, — sannkölluð lifæð heils landsfjórðungs. önnur héruð og landshlutar búa við hafnir og flugvelli, auk vega- kerfis, sem a.m.k. allviða er af kunnugum talið sizt verr gert en sunnlenzkir vegir austan Selfoss. Hver, sem með sanngirni litur á þessi mál, hlýtur að viður- kenna þá sérstöðu i sam- göngumálum Sunnlendinga og Skaftfellinga, sem hér hefur verið vikið að. Eða hversu hæverskir ætli Þingeyingar væru I sinum vegamálum, ef þeir hefðu enga Húsavik, — eða Húnvetningar ef þeirra næsta höfn væri á Akureyri? Auk þess má bæta þvi við, hvað notagildið snertir, að varanlegur vegur um Suður- og Suðausturland kemur að fullum notum allt árið, — en hætta er á þvi að heiða- og fjall- vegir gætu lokazt enn, hluta úr vetri a.m.k., eins þótt með varanlegu slitlagi væru. Munu þá hafnir og flugvellir gp*'. komið áfram að góðum notum, þótt skefli yfir oliumalarborna 'vegi til heiða og fjalla. Þessi orð eru þó ekki rituð til þess að letja til stórræðanna i vegamálum, hvar sem er á landinu, — alls staðar er þörfin brýn og flest ógert. En þegar aðrir hafa látið óskir sinar i ljós og flutt þær inn I sali Alþingis og flytja þær ákaft i blöðum, — þá virðist engin goðgá að minna á þau atriöi, sem hér hafa verið rakin. Upplýst hefur verið, að Vega- gerð rikisins sé að gera athugun á þvi, hvar mögulegt sé að leggja slitlag á vegi án undir- byggingar. Væntanlega koma margir og drjúgir slikir vegar- spottar I leitirnar á söndum og aurum Suður- og Suðaustur- lands, — eða hvar skyldi slik vegargerð geta verið fljótunnari og ódýrari en þar, nú eftir að 'Vötnin hafa verið heft og brúuö? Það myndu margir telja eðlileg vinnubrögð, að i fyrstu lotu yrði lögð áherzla á þá vegarkafla, sem auðunnastir eru og ódýrastir á þeim veginum, sem er eina samgöngulifæð heils landshluta og sameinar jafn- framt það tvennt i einu að vera samfelldur byggðavegur, svo skiptir hundruðum km, og um leið drjúgur hluti hringvegarins um landið allt. Þá yrði lika skemmra að biða þess, sem koma mun,að slikum vegi full- gerðum, — en það er án alls efa blómleg og vaxandi byggð i veðursælustu sveitum landsins um Suðurland allt og Skafta- fellssýslur allt til Hornafjarðar. Hvergi eru skilyrðin meiri og samfelldari til meiri og hag- kvæmari landbúnaðarfram- leiðslu en á þessu svæði öllu. Þetta væri fljótlegasta aðferðin til þess að stækka landið og bæta það. Þéttbýlisstaðir um Suður- land og til Hafnar i Hornafirði, og jafnvel lengra austur myndu stóreflast og mynda þriðja skautið til mótvægis og sam- spils við mestu þéttbýlissvæðin, sem fyrir eru. Sunnlendingar, Skaftfellingar og ibúar Austurlands munu fygjast af athygli með fram- vindu þessara mála nú á næstunni. Vegurinn að Selfossi var frumraun i þessari vega- geröartækni hér á landi, enda hægtfarið af stað, þar sem 10-12 ár mun hafa tekið að undirbúa og leggja þá 50 km. Margra vonir hafa staðið til þess að öllu rösklegar yrði að unnið næstu árin. Stórvirkin á Skeiðarár- sandi, brýrnar, garðarnir og vegurinn, afmælisgjöf þjóðar- innar til sjáfrar sin, eru aðdáunarvert átak og afrek, sem við kunnum vel að meta og þakka. En það má þó ekki verða til þess að sérstaða Suðurlands I samgöngumálum gleymist. Sváfnir Sveinbjarnarson við höfum hafið innflutning á olíufylltum raf- magnsofnum frá Dimplex, sem uppfylla hinar ýmsu þarfir við hitun íbúðarhúsnæðis og verslunarhúsnæðis. Á hverjum ofni er sjálfvirkur hitastillir, sem lagar sig eftir lofthita herbergis, en ekki eftir yfirborðshita ofnsins. Þannig eyðir ofninn aðeins því rafmagni, sem nægir til að viðhalda þeim lofthita, sem óskað er eftir, en þessi lága orkuþörf hefur mikla sjálfvirkni og hag- kvæmni í för með sér. Ofnarnir eru sérstaklega hentugir, þar sem næturhitun verður viðkomið, og kemur þá sparneytni þeirra mjög vel í ljós. Dimplex ofnarnir þarfnast lítils eða einskis viðhalds. Olían er fullkomlega varin í ofninum, og undir eðlilegum kringum- stæðum þarf ekki að skipta um hana eða endurfylla ofninn olíu. Báðar tegundir ofnanna hafa öryggis- straumrofa, sem kemur í veg fyrir, að ofninn geti ofhitnað, og getur hann því ekki brennt m föt eða klæði. Þeir eru þess vegna sérlega hentugir í herbergjum barna og gamals fólks. Hitakerfið er einnig algjörlega varið inni í ofninum. Hægt er að velja um tólf gerðir o innan Mark 1 tegundarinnar og fjórar gerðir innan Mark 11A tegundarinnar. Stærðirnar eru: 500 W — 750 W — 1000 W 1250 W — 1500 W — 2000 W. Ofnana er hægt að hafa annaðhvort standandi á gólfi eða áfasta á vegg. Ofnarnir eru framleiddir í þrémur litum, brons, gylltum eða hvítum lit, en við munum einungis hafa hvíta ofna á lager. Verður því að sérpanta ofna í hinum tveimur lit- unum. ÁBYRGÐ Öll tæki frá Dimplex eru í 1-árs ábyrgð frá söludegi. Á þessum tíma (1 ári) tökum við á okkur, að skipta um eða gera við hvem þann hlut í ofninum, sem gallaður er og hægt er að rekja til framleiðslugalla, kaup- endum að kostnaðarlausu. HRINGIÐ-SKRIFIÐ-KOMIÐ OG BIÐJIÐ UM BÆKLINGINN: OLIUFYLLTIR RAFMAGNS- OFNAR frá Dimplex MARKIIA VANGURHE VESTURGÖTU10 SÍMI19440&21490 REYKJAVIK Frá Sjúkrasamlagi Reykjavikur: Jón Guðgeirsson læknir hættir störfum sem heimilislæknir hinn 1. janúar 1975. Samlagsmenn sem hafa haft hann sem heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi með sér samlagsskirteini sin og velji sér lækni i hans stað. Sjúkrasamiag Reykjavikur. Vandaðir ódýrir svefnbekkir og svefnsófar öldugötu 33 Simi 19407. IViftgerðir SAMVIRKI fQ l//A >>>>* o7i Oo ' o( 9,fU: '°s ■ u ■ ,. *4sr ; ljj/1 lMl ,. mmr FALKINN Suðurlandsbraut 8 Reykjavik • Sími 8-46-70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.