Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. desember 1974. TÍMINN 9 tJtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðaistræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasöiu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Rafvæðing dreifbýlisins Steingrimur Hermannsson hefur, ásamt niu öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins, flutt i sameinuðu þingi tillögu þess efnis, að Alþingi álykti að fela rikisstjórninni að láta vinna og leggja fram á Alþingi fyrir vorið 1975 tveggja ára áætlun um áframhaldandi rafvæðingu dreif- býlisins. Skal gert ráð fyrir þvi, að framkvæmdir samkvæmt þeirri áætlun hefjist vorið 1975. Við gerð þessarar áætlunar skal m.a. leggja áherzlu á eftirgreind atriði: 1. Meðalfjarlægð á milli býla skal aukin i a.m.k. 6 km og samsvarandi kostnað. 2. Fjarlægari býli innan sveitarfélags skulu látin njóta meðalfjarlægðar. 3. Býli, sem i gildandi áætlun hafa verið skilin eftir vegna fjarlægðar, þrátt fyrir það að meðalfjarlægð innan sveitar- félagsins hefði orðið innan við 3 km, skulu tengd samveitunni i fyrsta áfanga hinnar nýju áætlunar, sé þess óskað. Jafnframt skal leggja fram tillögur um viðunandi lausn á raforkumálum þeirra býla, sem hafa ekki verið tengd samveitu að áætlunar- timabilinu loknu, og um jöfnuð á raforkuverði”. í greinargerð fyrir tillögunni segir m.a. á þessa leið: „Með þriggja ára áætlun fyrrverandi rikis- stjórnar um rafvæðingu dreifbýlisins var stigið mjög stórt skref á þessu mikilvæga sviði. Samkvæmt tillögum að þriggja ára áætlun um lúkningu sveitarafvæðingar, sem lagðar voru fram á Alþingi i nóvember 1971, voru þá 930 býli án raforku frá samveitu. Var gert ráð fyrir þvi, að við lok áætlunartimabilsins haustið 1974 hefðu 765 af þessum býlum verið tengd. Heildar- kostnaður við þessar framkvæmdir var samkvæmt tillögum þessum áætlaður samtals kr. 291.244.000.00. Kostnaður þessi hefur að sjálf- sögðu hækkað mikið. í svari ráðherra við fyrir- spurn um þessi mál. s.l. vetur, kom fram, að kostnaðurinn var þá áætlaður um 400 millj. kr. Nýlegri upplýsingar en þær, sem fylgdu með fyrrnefndum tillögum, eru hins vegar ekki fyrir- liggjandi, og þvi eðlilegast að leggja þær til grundvallar að svo komnu máli. í þessum sömu tillögum eru upplýsingar um 158 býli, sem ekki var gert ráð fyrir að yrðu tengd samveitum á framkvæmdatimabilinu. Kostnaðurinn við tengingu þessara býla var jafn- framt áætlaður samtals kr. 133.204.000.00. í þessari tillögu til þingsályktunar er gert ráð fvrir þvi, að meðalfjarlægð verði hækkuð i 6 km og kostnaður verði samsvarandi, með þvi næðist til 131 býlis. Miðað við 600.000 kr. kostnað við 3 km linu, má ætla, að þessi kostnaður hefði orðið um 1.1 millj. kr. á verðlagi ársins 1971. Samkvæmt nýlegum upplýsingum hefur kostnaður við sveitarafvæðingu hækkað um nálægt þvi 100% frá haustinu 1971. Miðað við það yrði kostnaður við 6 km linu um kr. 2.200.000.00. Haustið 1971 var kostnaður við tengingu á umræddu 131 býli áætlaður kr. 94.733.000.00. Miðað við 100% hækkun yrði þessi kostnaður nú um kr. 189.466.000.00. Meðalkostnaður hefði orðið um 723.000 kr. á verðlagi haustins 1971, en um 1.446.000 kr. nú”. Þótt hér sé um nokkra fjárhæð að ræða, orkar þessi framkvæmd ekki tvimælis. Hér er ekki aðeins um hag umræddra býla að ræða, heldur styrkir það viðkomandi byggðarlög, að byggð haldist i þeim. Hér er þvi um stórt byggðamál að ræða. —Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kosið í Danmörku eftir áramótin Spáð samstjórn sósíaldemókrata og miðflokkanna Poul Hartling forsætisrábherra og Anker Jörgensen, fyrrverandi forsætisráöherra. Myndin var tekin viö stjórnar- skiptin I desember I fyrra. A MORGUN verður liöiö rúmt ár frá einum sögulegustu þingkosningum, sem fram hafa fariö i Danmörku. Allir gömlu flokkarnir biöu þá mikinn ósigur, og ekki færri en fimm nýir þingflokkar komu til sögunnar. Einn þeirra, flokkur fjárafla- mannsins Glistrups, varö hvorki meira né minna en annar stærsti flokkur þings- ins. Einn hinna nýju þing- flokka. Kommúnista- flokkurinn, var ekki nýr af nálinni, en hann haföi misst alla þingmenn sina þegar Aksel Larsen klauf sig úr honum og myndaöi Sósialiska þjóöarflokkinn. I kosningun- um i fyrra tókst Kommúnista- flokknum aö vinna sex þing- sæti, og nú þykja allar horfur á, aö hann fái álika mikiö fylgi, eöa jafnvel meira en Sósialfski þjóöarflokkurinn, i næstu kosningum. Þaö varö niöurstaða eftir þessi sögulegu kosningaúrslit, aö ekki tókst aö mynda meiri- hlutastjórn, og fól Dana- drottning þá Poul Hartling, formanni Vinstri flokksins að mynda minnihlutastjórn. Vinstri flokkurinn haföi þá millistööu á þingi, og flestir gátu sætjt sig viö stjórnar- forustu háns. Fáir spáöu þó stjórninni langra lifdaga, og yfirleitt var búizt viö nýjum kosningum snemma á þessu ári. Stjórnin hefur hins vegar oröiö lifsseigari en búizt var viö, og mun hún eiga árs- afmæli siðar i þessum mánuöi. Margt hefur henni lika tekizt betur en búizt var viö, eins og ráöa má af þvi, að skoðanakannanirbenda til, að Vinstri flokkurinn muni vinna verulega á i næstu kosningum. Samt viröist nú komiö aö þvi, aö lifdagar þessarar stjórnar séu taldir og kosningar veröi ekki siöar en i janúar eöa febrúar næsta ár. Efnahags- erfiöleikarnir._, sem hún hefur glímt við, hafa verið svo miklir, aö henni hefur ekki tekizt aö reisa rönd viö þeim. Hún tók viö miklum halla á viöskiptajöfnuöi og rikis- rekstri og héfur reynt að mæta þessu meö samdrætti og sparnaöi. Hallinn hefur samt haldið áfram, en samdráttar- aögerðirnar hafa leitt til si- vaxandi atvinnuleysis. At- vinnuleysingjar i Danmörku munu nú nálægt 100 þúsundum, og óttast margir, aö sú tala geti tvöfaldazt i vetur, nema sérstakar ráð- stafanir verði geröar. Dýrtið hefur aukizt verulega og kaupmáttur launa minnkað. Framundan biða viötækir kaupsamningar, og eru ekki góöar horfur á samkomulagi, nema samningar náist milli rfkisstjórnarinnar og verka- lýöshreyfingarinnar á breiöum grundvelli. Forvigis- menn verkalýðs- hreyfingarinnnar vilja hins vegar ógjarnan semja viö stjórn, sem getur farið frá þá og þegar, og getur þvi enga tryggingu veitt fyrir þvi, aö samkomulag veröi haldið FJARLAGAFRUMVARPIÐ fyrir næsta fjárhagsár var lagt fram i síöastliðinni viku, og gefur það nokkra hugmynd um, hvernig ástatt er. Sam- kvæmt því eru útgjöldin áætluð á rekstrarreikningi 66.2 milljaröar danskra króna og er rúmlega fjögurra milljaröa króna hækkun frá núgildandi fjárlögum. Stjórn- in telur sig þó hafa lækkaö fjárlagafrumvarpiö um 7% miöað viö þaö, sem þau hefðu orðiö að óbreyttri stefnu. Hækkunfn stafar af því, að áætlaö er aö verðlag og kaup gjald veröi til jafnaðar um 14% hærra á næsta fjárhags- ári en yfirstandandi fjárhags- ári. Tekjur á rekstrarreikn- ingi eru_ áætlaðar um 63,3 milljaröar króna, og er þvi gert ráö fyrir 2,9 milljarða halla á rekstrarreikningi. Raunverulegur halli verður þó meiri, þegar öll kurl koma til grafar, eða um 6,4 milljaröar, Þennan mikla halla réttlætir stjórnin með þvi aö halda þurfi uppi ýmsum framkvæmdum til að sporna gegn atvinnuleysinu. Áöur hefur stjórnin dregið nokkuö úr lánsfjárhöftunum. Hún reiknar samt meö þvf aö um 4% vinnufærs fólks verði at- vinnulaust. Andstæöingar hennar telja þetta alltof mikla bjartsýni og álita nær að reikna með 8-9% atvinnyleysi, aö óbreyttu fjárlagafrum- varpi og stjórnarstefnu. Þaö er undir þessum kringumstæöum, sem for- maöur danska Alþýöusam- bandsins, Thomas Nielsen, hefur boriö fram þá tillögu, aö efnt veröi hið fyrsta til þing- kosninga og að mynduð verði aö þeim loknum samstjórn sósialdemókrata og Vinstri flokksins, og ef til vill einnig Radikala flokksins. Thomas Nielsen telur, aö samstjórn þessara flokka eigi að vera nægilega sterk til að geta tekizt á við vandann, og að hún veröi likleg til aö geta staðið 'allt kjörtimabilið eða i fjögur ár, en þess starfstlma þarfnist stjórnin, ef hún eigi að geta tekiö vandamálin nógu föstum tökum. Aö mati formanns danska Alþýöusambandsins eru sósfaldemokratar og miö- flokkarnir líklegastir til aö geta unnið saman og komiö sér saman um viðunanleg laun, bæöi fyrir launþega og atvinnureksturinn. Formaður Ihaldsflokksins, Poul Schluter, hefur hins vegar skoraö á Poul Hartling aö verða fyrri til og bjóðast til aö mynda samstjórn meö sósialdemókrötum og radikölum, án þess aö kosn- ingar fari fram. Þetta sé eina leiðin fyrir Hartling til að tryggja sér stjórnarforustuna áfram. Schluter segir, að Ihaldsflokkurinn sé reiðu- búinn að styðja slfka stjórn. Ihaldsflokkurinn sé einnig fús til aö taka þátt i samstjórn meö þessum flokkum, ef honum veröi boöið. Einn af leiðtogum Alþýðu- sambandsins hefur lagt til, aö hvorki Poul Hartling né Anker Jörgensen, formaöur sósialdemókrata, veröi for- sætisráöherra hinnar nýju stjórnar, sem sósialdemó- kratar og miðflokkarnir mynda eftir kosningarnar. Hins vegar sé eðlilegt, aö hann veröi úr hópi sósialdemo- krata. EINS OG áður segir, þykir nú allt benda tl þess, að kosn- ingar fari fram i Danmörku i janúar eöa febrúar. Þvi er yfirleitt spáð, aö Vinstri flokkurinn muni vinna á, sósialdemókratar, muni heldur vinna á en bæði Ihalds- flokkurinn og Radikali flokk- urinn tapa. íhaldsflokkurinn má þó varla við meira tapi en i siðustu kosningum. Sennilega muni flokkur Glistrups heldur tapa, en þó ekki miklu. Miö- demókratar sem klufu sig úr flokki sósialdemókrata. i fyrra, þykja dæmdir til ósigurs. Sósialiski þjóöar- flokkurinn muni ekki gera betur en að halda sinu, en hins vegar séu kommúnistar lik- legir til að bæta við sig. Þaö kreppuástand, sem nú rikir i Danmörku, virðist vatn á myllu þeirra. Nýlega var haldinn fjölmennur útifundur i Kaupmannahöfn, þar sem at- vinnuleysi var mótmælt. Þar töluöu fulltrúar frá kommúnistum sósialdemó- krötum og Sósialiska þjóöar- flokknum. Kommúnistar áttu þarna mest fylgi, en ekki reyndist sambúö flokkanna góö, þvi að kommúnistar reyndu aö trufla mál Ankers Jörgensens eftir megni. Kommúnistar undirbúa nú nýja stefnuskrá undir leiösögn Ib Nörlunds, sem talinn er mesti fræöimaöur þeirra. Stefnuskráin,sem þeir hafa nú, er frá 1952 og talin úrelt. Þeir ætla að samþykkja hina nýju stefnuskrá á þingi, sem þeir ráögera aö halda 1976. Yfirleitt er því nú spáö, aö þeir geti oröiö Sósialiska þjóöar- flokknum skæðir keppinautar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.