Tíminn - 06.12.1974, Síða 3

Tíminn - 06.12.1974, Síða 3
Föstudagur 6. desember 1974. TÍMINN 3 Fundur um mdlmblendiverksmiðjuna d Grundartonga: Höfnin eign heima- manna, ef til kemur Myndi flýta fyrir samtengingu orkuveitusvæða — Fullkomnar mengunarvarnir í verksmiðjunni HHJ—Reykjavík. 1 fyrradag var haldinn fundur aö Leirá i Leirár- sveit um hugsanlega málm- blendiverksmiðju á Grundar- tanga við Hvalfjörð. Til fundarins boðuðu iðnaðar- og samgöngu- ráðuneytin. A fundinum voru heimamönnum kynntar allar umræður og samningaumleitan- ir, sem fram hafa farið um slfka verksmiðju, og mönnum gefinn kostur á að beina fyrirspurnum til þeirra, sem helzt hafa um málið fjailað af opinberri hálfu. Þeir Haildór E. Sigurðsson samgöngu- ráðherra og Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra höfðu framsögu á fundinum. Til þess að unnt væri að gefa heimamönnum sem gleggstar og greinarbeztar upp- lýsingar um allar hliðar málsins, sóttu og fundinn þeir dr. Jóhannes Nordal, formaður viðræðunefnd- ar um orkufrekan iðnað, Baldur Johnsen, forstöðumaður Heil- brigöiseftirlits rikisins og dr. Gunnar Sigurðsson verkfræðing- ur, sem annazt hefur athuganir i sambandi við hugsanleg hafnar- mannvirki á Grundartanga. Að loknum framsöguræðum ráðherra töluðu þeir dr. Gunnar og Baldur Johnsen og skýrðu þann þátt málsins, sem að þeim snýr. Halldór E. Sigurðsson sam- gönguráðherra skýrði i ræðu sinni hver tilgangur fyrrverandi rikis- stjórnar og iðnaðarráðherra hefði verið, með þvi að koma á laggirn- ar nefnd, sem fjalla skyldi um orkufrekan iðnað. Hann var sá, sagði Halldór, að skapa meira at- vinnuöryggi og auka fjölbreytni atvinnulifsins og greiða fyrir öfl- un lánsfjár vegna virkjunarfram- kvæmda þar sem unnt væri að nýta umframorkuna. Ráðherra sagði og, að menn yrðu að gæta þess, að virkjunarframkvæmd- irnar ykju möguleika á hraðari samtengingu orkuveitusvæða, sem er undirstaða verðjöfnunar á rafmagni. Fyrrverandi rikisstjórn lagði mikla áherzlu á tvö atriði i sam- bandi við hugsanlegan stóriðnað annars vegar, að slik atvinnu- tæki yrðu ekki einskorðuð við Reykjavikursvæðið, heldur dreift um landið, og hins vegar að fyrir- tækin yrðu islenzk eign að meiri- hluta og lytu að öllu leyti Islenzk- um lögum. Hvað staðarval varðar, komu nokkrir staðir til greina að áliti sérfræðinga, einkum Geldinganes og Grundartangi. Tvö atriði réðu þvi, að einkum var hallazt að Grundartanga — annars vegar atvinnujöfnunarsjónarmið rikis- stjórnarinnar og hins vegar hversu ákjósanleg hafnarskilyrði eru við Grundartanga, þar sem unnt er að gera tiltölulega ódýra höfn fyrir skip allt að 40 þús. lest- um. Þá gat Halldór þess, að hann hefði þegar vorið 1973 rætt við eigendur Grundartanga um málið og einnig reifað það á sérstökum fundi I Skilmannahreppi i fyrra- vor, sem og á framboðsfundum, þannig að mönnum hefði ávallt verið gerð grein fyrir framvindu málsins og enginn vafi leikið á afstöðu hans til þess. Þá var rætt um væntanleg hafnarmannvirki. Halldór E. Sigurðss., taldi, að höfnin ætti að vera eign heimamanna og skyldi byggð samkvæmt ákvæðum hafnalaga, enda yrði hlutverk Grundartangahafnar i framtið- inni annað og meira en að vera einvörðungu inn- og útflutnings- höfn hugsanlegrar málmblendi- verksmiðju. Þess skal getið i sambandi við þessi ummæli ráðherrans, að I fyrra var skipuð nefnd til athug- unar á hugsanlegum hafnar- mannvirkjum og eiga m.a. sæti i henni oddviti Skilmannahrepps, bæjarstjóri Akraness og bæjar- fulltrúi þaðan. Þá talaði Baldur Johnsen, yfir- maður heilbrigðiseftirlitsins, um hugsanlega mengunarhættu af völdum verksmiðju af þessu tagi og skýrði fyrir mönnum, hvernig á þeim málum yrði haldið af opinberri hálfu. Baldur tók fram, að fyllsta öryggis yrði gætt og gerðar yrðu skilyrðislausar kröf- ur um, að allt frá upphafi yrði beitt hinni fullkomnustu tækni, sem kunn er, til þess að tryggja að ekki stafaði mengunarhætta af verksmiðjunni. Þessi mál öll verða að sjálfsögðu að öllu leyti undir islenzkri stjórn. Umræður heimamanna og fyrirspurnir beindust einkum að hugsanlegri mengunarhættu og skaðlegum umhverfisáhrifum, og var mörgum fyrirspurnum þar að lútandi beint til þeirra Baldurs, Gunnars Sigurðssonar og Jó- hannesar Nordals. Fram kom, að menn óttuðust ekki búseturöskun I héraðinu af völdum verksmiðjunnar, þvi að svo skammt er til Akraness að menn gætu hæglega búið þar og sótt vinnu inn á Grundartanga. Þó gætu þeir, sem vildu, sezt að á Grundartanga þegar fram I sækir enda yrði þar um skipulagt svæði að ræða. En fleiri sóttu fundinn en heimamenn. Athygli vakti, að tveir Þingeyingar, þeir Sigurður Þórisson á Grænavatni, og Starri Björgvinsson I Garði, voru á fundinum. Þegar framsögumenn höfðu lokið máli sinu, steig Sigurður þegar i ræðustólinn og gaf heimamönnum þess ekki kost að beina fyrirspurnum til framsögumanna, þegar að lokn- um ræðum þeirra. Kvaðst Sigurður á fundinn kominn að Framhald á bls. 8. wm a Grundvallarskilyrði 1 forustugrein Dags 4 þ.m. er rætt um löndunarbannið I Þýzka- landi. Dagur segir: „Þegar Ólafur Jóhannesson, þá forsætisráðherra, fór til Lundúna og gekk á fund brezka forsætisráðherrans til að gera við hann samning um timabundnar veiðar Breta innan 50 mflna markanna, setti hann m.a. fram það ófrávikjanlega skilyrði, að enginn verk- smiðjutogari eða frystitogari fengi veiðiheimild innan fiskveiði- landhelginnar. Enn fremur, að 30stærstu isfisktogarar. Breta yrðu einnig útilokaðir. Samingum iyktaði þannig, að 15 af þessum 30 Is- fisktogurum fengu veiðiieyfi, en enginn verksmiðju- eða frysti- togari. Þetta voru þau grundvallarskilyrði, sem framsóknarmenn settu ef til samninga um veiðiheimildir I fiskveiðilandheigi okkar ætti aö koma. Þessi afstaða lá fyrir, og samkvæmt henni var unnið”. Vanmat Vestur-Þjóðverja Dagur segir enn fremur: „Vestur-Þjóðverjum var vel kunnugt um þessa afstöðu okkar, og er það þvi undrunarefni, að þeim skyldi til hugar koma að reyna að þvinga okkur til samninga, sem fælu i sér fráhvarf frá þessari yfir- lýstu stefnu. Nú hafa Vestur-Þjóðverjar, sett á okkur löndunarbann iþýzkum höfnum, vegna þess að þeir fá ekki að veiða óáreittir inni i fiskveiðiiandhelgi okkar. Löndunarbannið þjappar Isienzku þjóð- inni saman til varnar, svo sem þegar hefur komið i ljós. Akvörðun Þjóðverja um löndunarbannið var bæði fljótfærnisleg og fruntaleg, og hún byggist á algeru vanmati á einbeittum vilja islenzku þjóðarinnar og á þróun hafréttarmála i heiminum. Þeir gera sér ekki grein fyrir þvl, að enn er eftir sterkur kjarni hins gamla bænda ' þjóðfélags á Islandi, sem nægir litilli þjóð til að standa á rétti sinum gagnvart stórveldi, hvað sem hótunum og þvingunum liöur. Vestur-Þjóðverjar hafa eflaust einnig vanmetið þá stöðu islendinga I þessu máli, að þeir eru að berjast fyrir lffi sinu og tilveru með út- færslu fiskveiðilögsögunnar, en fyrir Vestur-Þjóðverja skiptir þetta ekki meira en einum málsveröi”. Beinum viðskiptum í aðrar óttir Loks segir Dagur: „Yfir 80% af útflutningi okkar eru sjávarafurðir, og er þvi um til- veru okkar að tefla I landhelgis- og fiskveiðimálum. Þótt okkur skorti afl til að verja rétt okkar, ef lögmál hins sterka á að ráöa, hefur aukinn réttur strandrikja og eyþjóða hlotið viðurkenningu mikils meirihluta hjá þjóðum heims. Að sjálfsögðu harma islend- ingar deilur við aörar þjóðir. Við löndunarbanninu er ekkert annað svar til, en að beina viðskiptunum I aðrar áttir og standa jafnframt fast á þeim rétti einhliða útfærslu landhelginnar, sem allar þjóðir virða nú I verki nema Vestur-Þjóðverjar”. þj, Rannsókn ó æviferli Geirfinns haldið ófram Hvorugur eftirlýstu mannanna hefur gefið sig fram Gsal-Reykjavik. — Mennirnir tveir, sem rannsóknarlögreglan I Keflavik lýsti eftir fyrir skömmu, hafa ekki gefið sig fram. Annar þeirra talaði við Geirfinn sunnu- dagskvöldið 17. nóvember á dans- leik I Klúbbnum við Borgartún, og hinn kom á smurstöð á Akur- eyri og var á Fiat-bfl með G-númeri. Báðir þessir menn eru eindregið hvattir til að hafa þegar Framhald á bls. 8. 1. 'AFANGt 2. AFANGI 3 AFANGI Verkfræöiþjónusta dr. Gunnars Sigurðssonar hefur annazt frumhönnum Grundartanga hafnar. Kortiö hér aö ofan sýnir, hvernig hugsanlegt væri, aðhöfnin liti út, en að sjálfsögðu er enn óráðið, hvort þessi háttur verður á hafður, sem hér getur að lfta. Senniiega verður hölnin byggð I áföngum, ef úr veröur. Þegar timar Hða fram er henni og ætlaö annaö og meira hlutverk en aðvera innog útflutningshöfn fyrir málmblendiverksmiðjuna eina saman.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.