Tíminn - 06.12.1974, Side 5
Föstudagur 6. desember 1974.
TÍMINN
5
ír bjargvættir
Loftur Guðmundsson:
ÞRAUTGÓÐIR Á
RAUNASTUND.
örn og örlygur,
Reykjavik.
Þrautgóðir á raunastund er
nafn á bókaflokki þeim, sem
örn og örlygur hefur verið að
gefa Ut siðustu árin og er yfir-
leitt um sjóslysa og björgunar-
sögu við Island frá þvi að Slysa-
varnafélag Island~var stofnað.
Nú kemur enn út i þeim flokki
sjötta bindið, sem ér raunar
eins konar inngangur að hinum.
Loftur Guðmundsson hefur
skrifað þessa bók en hér segir
frá þremur brautryðjendum um
varnir við sjóslysum við Island.
Það eru þeir Oddur V. Gislason,
Sigurður Sigurðsson skáld og
Jón E. Bergsveinsson. Og vissu-
lega er það vel til fundið að
minnast þessara manna á
þessum stað á þennan hátt.
Séra Oddur er tvimælalaust
frumherji og brautryðjandi i
slysavarnamálum á landi hér.
Auk þess er hann svo merki-
legur og skemmtilega sérstakur
maöur að gaman er að vita
nokkur skil á honum.
Það er að visu nokkur þjóð-
sagnablær á sögunni af séra
Oddi t..d. brúðarráninu — sem
auðvitað er ekkert rán, þar sem
brúöurin fór af frjálsum vilja —
og siðustu drykkjunni. Menn
minnast þess, að áþekk saga er
sögð um Ásgeir á Kollafjarðar-
nesi og Guðlaugu konu hans.
Sumir halda, þegar þeir heyra
tvær svipaðar sögur,
að önnur hljóti að vera bergmál
af hinni. Þó er enginn hlutur
eðlilegri en að skörulegu kona
helli niður brennivini bónda
sins, þegar henni þykir meðferð
þess ganga úr öllu hófi og það
jafnvel hvað helzt ef hún vissi
einhver fordæmi þess. Loftur
velur þann kostinn að segja
söguna af koniakstunnunni eins
og hann veit hann fullkomnasta,
vitandi það, að þjóðsagan
speglar sannindi, sem fylla upp
atburði og staðreyndir, sem
sannaðar verða með
heimildum. Saga sr. Odds
verður fyllri og réttari vegna
þess að hann kemur þar lika
fram sem þjóðsagnapersóna.
Sigurður frá Arnarholti var
mikill áhugamaður um björg-
unarmál I Vestmannaeyjum og
var ágætlega virkur i fram-
kvæmdum þeirra, en þar
byrjuðu raunhæfar slysavarnir
með útgerð fyrsta björg-
unarskips við Island.
byrjuðu raunhæfar slysavarnir
með útgerð fyrsta björgunar-
skips við ísland .
Jón E. Bergsveinsson var
erindreki Slysavarnafélags
Islands og lagði mikla vinnu I
þaö að skipuleggja þau félags-
samtök og gera þau landssam-
tök.
Þessi bók tekur þvi fyrir
merka þætti eða þátt úr þjóðar-
sögunni.
Loftur Guðmundsson er þaul-
vanur og þjóðkunnur rit-
höfundur og enginn við-
vaningur i bókagerð. Það þarf
þvi ekki að geta þess hér að
hann er vaxinn þeim vanda að
segja þessa sögu. Þó skal nú
reynt að benda á það, sem hér
virðist að betur hefði mátt fara,
þó að smátt sé.
A bls. 18 er rætt um þau lög að
stiptsyfirvöldin skikkuðu menn
til prestsþjónustu. Má vera að
beinast liggi við að álykta að
það hafi átt að gilda almennt
um alla presta og öll prestaköll.
Þetta gilti þó ekki nema um þau
prestaköll,sem enginn sóttium.
Valdiö til að skikka menn
þangað náði ekki til vigðra og
þjónandi presta, heldur aðeins
embættislausra guðfræðinga.
Skikkuninni þurfti enginn að
taka fremur en hann sjálfur
vildi, en væri það ekki gert átti
hlutaðeigandi að endurgreiða
þeginn námsstyrk eða ölmusu.
Má vel vera að Oddur Gislas.,
hafi þurft læknisbottorð til að
verja sig þeirri kvöð. Hins
vegar var ekki prestslaust i
Grimsey þegar þetta var.
Prestur þar var séra Sigurður
Tómasson en hafði verið rekinn
til að biðjast lausnar, en sök
hans var i rauninni sú, að hann
hafði ráðið þvl, að tveir bræður
út Grimsey voru teknir til
kennslu i landi, þar sem þeim
varð ekkert úr námi heima i
eyjunni. Syslumaður taldi slikt
alltof dýrt og amtmaður studdi
hann. Vera má að beim Oddi og
Jóni Hjaltalin landlækni hafi
þótt litií ástæða til að koma til
liös við Pétur amtmann við að
hrekja séra Sigurð úr embætti,
enda gengdi hann þvi til dauða-
dags.
A bls 21. stanzaði ég við þar
sem segir, að ákefð séra Odds
hafi stundum verið slik, ,,að
honum sást ekki fyrir”. Ég hef
vanizt þvi að segja: Hann sást
ekki fyrir, og er þá átt við það,
að maðurinn gefi sér ekki tóm
til að athuga hvað framundan
sé.
Þeir þrir menn, sem þættir
eru af i þessari bók, voru um
flest ólikir og þvi urðu þeir þjóð
sinni bjargvættir.
H.Kr.
nordITIende
sjónvarpstækin eru með
SMÁRUM
HEKLAH.
LAUGAVEGI 1 70—172 — SÍMI 21240
NÝKOMNAR
AMERÍSKAR
NOMA
JÓLATRÉS-
PERUR
(Bubble light)
Sölustaðir:
Hekla hf„
Laugaveg 172, R.
Lampinn raftækjaverzlun,
Laugaveg 87, R.
Raflux sf„
Austurstræti 8, R.
Rafmagn,
Vesturgötu 1 0, R.
Heimilistæki sf„
Hafnarstræti 3, R.
Lýsing sf.,
Hverfisgötu 64, R.
Raftækjaverzlun Köpavogs,
Hjallabrekku 2, Kóp.
Vikurbær,
Hafnargötu 28, Keflavik.
Verzlunin Kjarni,
Vestmannaeyjum.
i
Það er þess vegna sem þau endast
BETUR
en þau tæki sem eru með lömpum
Normende sjónvarpstæki
eru fyrirliggjandi í stærðunum 12" 14" 17" 20" og 24" — Einnig
lit-sjónvarpstæki 26" — Hagstætt verð og greiðsluskilmólar
nordíDende
full af
tækninýjungum
Barna
Jxekur
Isafoldar
Sagan af
GUTTA
Gleðileg
JOL