Tíminn - 06.12.1974, Side 13

Tíminn - 06.12.1974, Side 13
Föstudagur 6. desember 1974. TÍMINN 13 Kvennaskólinn í Reykjavík — nýútkomin bók Almenna bókafélagsins HJ—Reykjavík. í tilefni aldaraf- mælis Kvennaskólans i Reykja- vlk hefur verift gefin út bókin: „Kvennaskóiinn f Reykjavfk 1874- 1974." Bókin er öil hin vandaðasta og dylst engum, sem hana sér, aö margar og fórnfúsar hendur hafa lagt hönd á plóginn til aö stuöla aö útkomu hennar. Myndirnar i bókinni taka að heita má til allra námsmeyja skólans i 100 ár, en nemendaskrá- in, sem prentuð er i ritinu, telur 4536 nöfn og hefur þurft mikla kostgæfni til að nafnsetja myndir af öllum þeim fjölda. Það vekur athygli, hversu jafnvel hinar elztu hópmyndir i bókinni eru tiltakanlega skýrar, og það er ekki hvað sizt fyrir þessar mörgu og ágætu myndir, að bókin hefur óvenjulega mikið minningargildi, þvi að sennilega er það allveru- legur hluti þjóðarinnar, sem þekkir einhvern af myndunum. 1 lesmáli bókarinnar kennir margra grasa. Hún hefst á langri ritgerð eftir dr. Guðrúnu P. Helgadóttur, þar sem ævisaga frú Þóru Melsteðs, fyrstu forstöðu- konu Kvennaskólans, er rakin á þann hátt, að úr verður mjög skýr og skemmtileg persónulýsing og full af menningarsögulegum fróð- leik. Meðal annars efnis er Saga skólans rituð af Aðalsteini Eiríks- syni, grein um Ingibjörgu H. Bjarnason eftir Sigriði Briem Thorsteinsson, grein um Ragn- heiði Jónsdóttur eftir Björgu Einarsdóttur og ennfremur itar- legt viðtal, sem Sigurlaug Asgrimsdóttir hefur átt við nú- verandi skólastjóra skólans, dr. Guðrúnu P. Helgadóttur. Einnig er að finna i bókinni margs konar heimildir úr sögu skólans svo sem skólanefnda- og kennaratal, nemendatal o.fl. Almenna bókafélagiö gefur bókina út og á fundi með frétta- mönnum i gær, þar sem útgáfa bókarinnar var kynnt, lét Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri AB þess getið, að upphaflega hefði verið áætlað að koma bók- inni út fyrir afmæli skólans, þann 1. október s.l. en undirbúnings- vinna öll var meiri en svo, aö það reyndist mögulegt. Minningarrit Kvennaskólans er tvimælalaust að allri gerð meðal ágætustu afreka i islenzkri bóka- gerð. Þaö er 335 bls. tvidálka i stóru broti, sett, prentað og bund- ið i Hólum hf. Þórhildur Jónsdótt- ir annaöist útlit bókarinnar og teiknaði skýringamyndir, en i bókinni er auk 180 ljósmynda fjöldi teiknaðra skýringarmynda. Forsiða hinnar nýútkomnu bókar um Kvennaskólann. REYKJAVIK í ELLEFU ALDIR Páll Lindal: HIN FORNU TÚN. Bóka- gerðin Askur. — 215 bl. Varla mun á nokkurs manns færi, annars en Páls Lindals borgarlögmanns, að semja jafn auðmelta og yfirlitsgóða bók i jafn stuttu máli og hér á sér stað. Lengi hefir verið kunnugt, að Páll er allra manna fróöastur um höf- uðborg okkar og hefur hann m.a. átt drjúgan þátt i útgáfu ritverks- ins „Safn til sögu Reykjavíkur” (Sögufélagið). „Hin fornu tún” bera þess ljósan vott, að Páli er létt um aö gripa til heppilegra dæma til að skýra mál sitt og auk þess hefir hann öll helztu gögn, tölur og annað, á hraöbergi. Ég er sennilega ekki einn um það að hafa gaman af ýmsum smáfróöleik, sem kemur fram i „Fornum túnum” eins og t.d. þaö útskýranlega náttúrufyrirbæri aö úrkoma I Reykjavik er minnst á gamla borgarsvæðinu, einnig að á þessu svæði voru fyrir litlum fimm þúsund árum miklir birki- skógar. Annars geta menn gert sér ferö á Háubökkum viö Elliða- vog ef menn vilja fræðast um jarðsögu Reykjavikur. Laxveiöi i Elliðaánum er getið i skjölum strax á þrettándu öld, en skömmu fyrir siðustu aldamót gerðist þaö, að fluttir voru froskar til Reykja- víkur, „og var svo til ætlast að þeir spornuðu viö mývargi. Þeim var sleppt við Laugarnar en munu ekki hafa þraukað lengi”. Hittir þú, góður Islendingur, á förnum vegi i Reykjavik þrjá (starfandi) menn, er tölfræðilega liklegt að einn þeirra sé iðnaðar- maöur, en þú þarft að hitta hundrað menn til þess að fyrir- finnist I þeim hópi einn bóndi og einn sjómaður. 1 Reykjavik bjó tiundi hver ís- lendingur, þegar lýöveldið var stofnaö fyrir þrjátiu árum, en nú er fimmti hver Islendingur um leiö Reykvikingur. Mörgum mun nú á timum finnast skringileg sú saga, aö einn af landfógetum vor- um hafi I sina tið oröið aö flýja hús sitt, sem stóö þar sem nú stendur hið veglega hús Búnaöar- bankans við Austurstræti, „vegna sjávargangs”. Og þá gekk ekki litið á I Reykjavik árið 1905 er sá orörómur komst á kreik, að gull hefði fundizt i Vatnsmýrinni (I bókinni er skemmtileg mynd af sjálfum gullbornum i Vatnsmýr- inni). Sjálf sagnfræöin — saga höfuð- bólsins I landnámi Ingólfs, höfuö- stöðva innréttinga Skúla Magnússonar og höfuöborgarinn- ar eftir að nitjánda öldin gekk i garð — er að visu ekki nema litill hluti af „ Hinum fornu túnum”. Bókin er 200 bls. (og auk þess 15 bls. nafna og atriðisorðaskrá með samtals um 1200 nöfnum) og þar af eru allt að þvl 80 bls. myndir á viö og dreif um bókina. Mynda- valið er ágætt, ekki sizt myndirn- ar frá siöustu árum. Þarna er lit- prentuö mynd af aðalskipulagi Reykjavlkur 1962-83, einnig er vert að minnast á skínandi falleg- ar litmyndir af gömlum lista- verkum. Margar gamlar myndir eru hreinustu perlur, eins og t.d. myndin af „heldri mönnum I útreiöartúr við Hlemm 1899” (þar sjá menn glöggt hve Reykjavik hefir stækkað, borgin virðist i órafjarlægð frá Hlemmi?, mynd- in af brunanum mikla 1915), gamlar járnbrautarmyndir o.fl. „Hin fornu tún” munu fyrst og fremst ætluð þeim sem læra vilja um höfuðborgina, eins og hún er á áttunda tug tuttugustu aldarinn- ar. Þarna eru fróðlegir kaflar (með myndum) um öll helztu þjónustufyrirtæki borgarinnar, vatnsveituna, hitaveituna, raf- magnsveituna, einnig um strætis- vagnana (m.a. mynd af fyrsta leiðakorti þeirra) um tónlistarlif i Reykjavlk, myndlist, kvikmynd- ir, skák, iþróttir og auðvitað um Tómas og borgarljóö hans og um önnur ljóð og önnur skáld. Páll Lindal er hógvær I formála er hann segir: „óneitanlega er það mikil dirfska af einum manni að taka aö sér að semja slika bók. 1 bókinni er fjallað um ýmis svið, sem ég þekki litið til, en þar hefi ég notið aðstoðar ýmissa góðra manna....” Eitt er það sem vefjast mun fyrir fleirum en höfundi þessarar greinar: Af hverjukallarPáll bók sina „Hin fornu tún”? Að visu er vitnað hér I gamalt kvæði eftir Eggert ólafsson en sá sem hand- leikur bókina mun varla fara að hugsa mikið um forneskjulega hluti, bókin er I bezta máta nýtizkuleg aö allri gerð og útliti. Útlitið er ágætt (þar munu eiga hlut að máli Þröstur Magnússon og Eirikur Grimsson) Páll lætur þess getið i formála að Jónas B. Jónsson fyrrv. fræðslustjóri Reykjavikurborgar hafi átt hug- mynd aðbókinni, „en Rikisútgáfa námsbóka tekiö siðan að sér mál- ið undir forustu Kristjáns J. Gunnarssonar”. Þeir sem kunnugir eru starfsemi rikisút- gáfunnar, munu fljótt sjá hand- bragð forstjórans Jóns Emils Guðjónssonar, þess velvirka manns á bókinni. Bókin er gefin út i nýjum bóka- flokki námsbóka útgáfunnar, sem kallaður er Bók og saga undir út- gáfuheitinu „Bókagerðin Askur”. Oft hefir staðið styrr um Reykjavik i landi voru. Páll Lin- dal vitnar á einum staö i þessi gömlu ummæli Jóns forseta: „Menn hafa lengi hatazt við (Reykjavik) af þvi að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóöerni Islendinga, en mér finnst það standa I voru valdi aö gjöra hana islenzka ef vér viljum, og ef við ekki gjörum það, þá er það einþykkni vorri að kenna eða dugnaðarleysi”. Ég held að bók Páls sanni okkur að við höfum sigrazt á einþykkninni og dug- leysinu. Pétur Ólafsson. Ég var aö kaupa Sfálaöt'pktiina SUMIR JOLASVEINAR DREKKA EGILS PILSNER............. OG ADRIR JOL ASVEIN AR DREKKA EGILS MALTÖL.................... CN ALLIK JULAbVtlNAH UKbKK AUÐVITAD EGILS APPELSÍN.” fS (ileöileg jól SjUs (trpkfejur H.F ÖLGEROIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVIK

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.