Tíminn - 21.12.1974, Side 9

Tíminn - 21.12.1974, Side 9
Laugardagur 21. desember 1974 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Biaðaprent h.f. Furðulegur áróður Alþýðubandalagsins Furðulegt er að hlusta á talsmenn Alþýðubanda- lagsins um þessar mundir, þegar þeir ræða efna- hagsmál. Sama verður lika uppi á teningnum, þegar lesin eru skrif Þjóðviljans um þessi efni. T.d. eru ræður forustumanna Alþýðubandalagsins á Alþingi nú litið annað en upptugga á ræðum, sem talsmenn fyrrverandi stjómarandstæðinga fluttu á þingi siðast liðinn vetur og vor. Forustugreinar Þjóðviljans eru lika oftast einskonar uppprentun úr forustugreinum Mbl. og Visis frá sama tima. Uppistaðan er sú, að allir þeir efnahagslegu eríiðleikar, sem nú er fengizt við, séu rikisstjórn- inni að kenna, og jafnframt sé hún haldin þeim vonda ásetningi að þrengja kjör hins almenna borgara sem mest. Flest meðul séu nú leyfileg i þeim tilgangi að koma henni frá völdum. Hið rétta i málinu er vitanlega það, að núverandi rikisstjórn glimir við sömu erfiðleikana og vinstri stjórnin, að þvi breyttu, að þessir erfiðleikar hafa enn magnazt, bæði af völdum erlendra verð- breytinga og grunnkaupshækkananna á siðast liðnum vetri. Þetta var fyrirsjáanlegt á siðast liðnu sumri, þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnarinnar, og réð það mestu um að hinir ábyrgðarminni forustumenn Alþýðubandalagsins létu það skerast úr leik. Þeir óttuðust, að þvi gætu fylgt óvinsældir að glima við vandann. í höfuð- dráttum hefur núverandi rikisstjóm beitt sömu úrræðum og vinstri stjómin gerði, eða var búin að marka, áður en hún fór frá. Hún hefur skert visi- tölubætur, eins og vinstri stjórnin gerði með bráðabirgðalögum á siðast liðnu vori. Hún hefur lækkað gengið, eins og allir þeir flokkar, sem stóðu að tilraun til myndunar vinstri stjórnar á siðast liðnu sumri, voru búnir að fallast á. Hún hefur hækkað söluskattinn nokkuð, hækkað nokkuð bensinskattinn og lagt verðjöfnunargjald á raforku til þess að tryggja nægilegt fjármagn til að kallandi framkvæmda og kjarajöfnunar. Allar þessar skattahækkanir var Alþýðubandalagið búið að fallast á i tið vinstri stjórnarinnar, þótt þær næðu ekki fram að ganga sökum stöðvunarvalds þáverandi stjórnaandstöðu i neðri deild. Þannig má rekja það, að núverandi rikisstjórn hefur enn ekki gert neitt það i efnahagsmálum, sem vinstri stjórnin og flokkar hennar voru ekki búnir að framkvæma eða leggja drög að á einn eða annan hátt. Þvi er óhætt að fullyrða, að svo að segja allt það, sem núverandi rikisstjórn hefur aðhafzt i efnahagsmálum til þessa, hefði verið gert, ef vinstri stjórn hefði verið áfram við völd. Þetta er hægt að fullyrða vegna þeirra aðgerða, sem hún var búin að framkvæma, og vegna þeirrar stefnu, sem flokkar hennar voru búnir að móta i stjórnar- myndunarviðræðunum á siðast liðnu sumri. önnur sönnun fyrir þessu er sú, að Alþýðubandalagið hefur ekki bent á nein önnur úrræði en þau, sem núverandi rikisstjórn hefur beitt til að koma i veg fyrir stöðvun atvinnuveg- anna og til tryggingar nægri atvinnu i landinu. Þess vegna er furðulegt að hlusta nú á talsmenn Alþýðubandalagsins og lesa stjórnmálaskrif Þjóðviljans. Nær allur áróður þessara aðila beinist nú að þvi að ófrægja þá stefnu, sem þeir fylgdu á meðan þeir stóðu að vinstri stjórninni. Dmitri Ardamatskí, APN: Hver verður fram< tíð Efnahagsbanda lagsins? Ekki verður horfið aftur til hins fyrra ástands Giscard d’Estaing og Helmut Schmidt ráða mestu um mál Efna- hagsbandaiagsins. Af hálfu forustumanna kommúnistarlkjanna er að sjálfsögðu fylgzt vel með efnahagsþróuninni I Vestur- Evrópu og Bandarikjunum, og þá ekki sizt með samstarfinu innan Efua- hagsbandalags Evrópu, Samstarfið þar hefur gengið heldur erfiðlega að undan- förnu, en þó hefur tekizt að jafna ýms ágreiningsmál á ieiðtogafundi bandaiagsrikj- anna, sem haldinn var i Paris fyrr I þessum mánuði. Sá fundur mun einnig hafa átt drjúgan þátt i þvi, að veruiegur árangur náðist á fundi Frakklandsforseta og Bandarikjaforseta, sem haldinn var um siðustu helgi. Þetta hefur stutt að þvl að eyða óttanum um að Efna- hagsbandalagið leysist upp, þótt það kunni að taka lengri tfma að koma fram mark- miðum þess en ætlað var I upphafi. Bollaleggingar Rússa um Þessi mál má nokkuð ráða af eftirfarandi grein eins af fréttaskýr- endum APN, en hún var rituð skömmu eftir leiðtoga- fundinn i Paris. LEIÐTOGAR Efnahags- bandalagslandanna hafa ákveðið að hittast oftar, eða þrisvar á ári. Þetta er neyðar- ráðstöfun, sem ákveöin var sökum þess, að við banda- laginu blasa sifellt ný vandamál. Fjölbreytileiki þessara vandamála og það, hve ört þau skjóta upp kollinum, knúðu leiðtoga aðildarrikjanna að EBE til þess að breyta umræðuefnum á dagskrá desember-fundar- ins i Paris. Fyrir fáum vikum var verðbólga aðaláhyggjuefni i forusturikjum vestrænna landa. Nú er það einhuga álit leiötoga EBE, að Vestur- Evrópu sé alvarlega ógnað af fjármagnsflótta. Þeir vörðu nálega degi til að ræða þetta vandamál, og ákváðu að lokum að fela sérfræðingum að finna ráð til að berjast gegn verðbólgu og fjárflótta. Annað dæmi i likum dúr: Að undanförnu hefur EBE lönd- unum verið ógnað af atvinnu- leysi, mismikiö að visu, eins og danski forsætisráðherrann benti á i Paris. Nú er þetta vandamál orðið sameiginlegt og jafnalvarlegt i öllum löndunum. Við þessar áðstæöur var nærtækara fyrir leiðtoga EBE að ræða, hvort Efnahags- bandalagið gæti lifað af, heldur en um það, hvernig ætti að fara að þvi að ljúka höfuð- viðfangsefni þess, — stofnun efnahagslegs og stjórnmála- legs bandalags rikja V- Evrópu fyrir lok aldarinnar, enda gerðu þeir það. Rétt er að benda á, að áætlunin um slikt bandalag var borin fram af leiðtogum bandalagsins fyrir aðeins tveim árum. Sámþykkt var yfirlýsing, en engin leið fannst til að leysa vandamálið. I fyrsta lagi vegna þess, að þátttakendur i ráðstefnunni og sérfræðingar þeirra kunnu einfaldlega ekki ráð til að leysa efnahags- og gjaldeyriskreppuna. Ljóst er, að þeir komust ekki lengra en að setja fram tilgátur og al- mennar óskir. I öðru lagi myndi samþykkt jákvæöra ráðstafana takmarka athafnasvið hvers einstaks lands innan EBE til þess að draga úr afleiðingum núverandi efnahagsóreiöu. Og tilhneiging til sjálfstæðrar lausnar sameiginlegra vanda- mála er gamalgróin. EFNAHAGSBANDALAGIÐ á við að glima verðbólgu, fjár- magnsflótta og ört vaxandi at- vinnuleysi á mjög erfiðum timum fyrir það. Samhæfing V-Evrópu hefur náð þvi stigi, aö verulega hefur verið dregið úr sjálfræði einstakra þjóða til efnahagslegrar stjórnunar út á við, en einu allsherjarstjórn- kerfi efnahagsmála hefur ekki veriö komiö á fót. Slikt ástand stuölar aö þvi að riðla efna- hagslegu öryggi allra aöildar- rikja bandalagsins, einkum þeirra, sem eru efnahagslega veikari. Verðbólgan fer vaxandi, bankavextir breytast oft og mikið, og óstöðugleiki greiöslujáfnvægis fer vaxandi. Á siðasta ári nam t.d. greiösluhalli i Italiu alls 176.000 milljónum lira, og á timabilinu febrúar til april á þessu ári fór hann upp i 1.635.000 milljónir lira. Eftir inngöngu Danmerkur i EBE 1973 fimmfaldaðist viðskipta- hallinn og heldur áfram að aukast ört. Breytingatimabil efnahags- legrar samhæfingar banda- lagslandanna hefur staðið óhæfilega lengi yfir, og orku — og gjaldeyriskreppan ógnar æ meira hinni ófullgeröu og ótraustu byggingu banda- lagsins. Hvaöa leiö er til út úr ógöng- unum, og hvar er vörn að finna? I frekari sameiningu? En flest aðildarlönd banda- lagsins lita á það sem happ- drætti, þar sem þátttöku- gjaldið er of hátt og ávinning- urinn ótryggur. Eöa er það lausnin að hverfa aftur til aðgerða einstakra þjóða varðandi stjórnun ytri efna- hagsaðgerða? Hiðsiðartalda er einfaldara, einkum með tilliti til þess, að hjá sérhverri af rikisstjórn- unum niu sitja hagsmunir innlendra fjármálaafla i fyrir- rúmi fyrir skipulegri fram- kvæmd áætlananna um efna- hags- og gjaldeyrisbandalags- heild. VANDAMAL eins og hlut- deild Bretlands i fjárhags- áætlun EBE kann að virðast skipta minna máli. Samt var hætta á, að þetta vandamái leiddi til upplausnar leiðtoga- fundarins i Paris. Er Frakk- landsforseti, V. Giscard d’Estaing, sagði I umræð- unum ,,nei” við kröfu Breta varöandi lægri greiðslur til sameiginlegrar fjárhagsáætl- unar bandalagsins, sagði brezki forsætisráðherrann, H . Wilson: ,,Ef það sem þér segið, herra forseti, er loka - niðurstaða bandalagsins, þá sé ég engar horfur á árangri af viöræðunum.” Það tók margar klukku- stundir að ná málamiölun. Eru raunverulega horfur á klofningi bandalagsins? Þaft væru ýkjur að orða spurning- una svo vandalaust. Þróun vestrænnar samhæfingar hefur gengið það langt og efnahagskerfi einstakra landa hafa samtengzt svo, aö þess er vart að vænta, að horfið verði aftur til þess ástands, er rikti fyrir myndun Efnahags- bandalagsins. Þessi staðreynd dregur þó engan veginn úr þýöingu gjaldeyriskreppunnar innan Efnahagsbandalagsins, alvar- legustu kreppu gervalls rikis- einokunarkerfis hinnar vestur-evrópsku heildar. Þessi kreppa sýnir, að þetta kerfi megnar ekki að sigrast á innbyröis erfiðleikum og þver- sögnum, sem hrjá það. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.