Tíminn - 21.12.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.12.1974, Blaðsíða 16
16 TtMINN Tvíburabók Silfurbrúðkaup Jónas Guðmundsson Ljóð og leikur Bókaútgáfan Letur 1974 Það er eiginlega ekkert orðiðeftiraf listgreinum, sem Jónas Guðmundsson rithöfundur og málari, hefur ekki ástundað, nema ef vera skyidi ballett, sú fínlega grein listar, sem einkum þjónaði við hirðir keisara og kónga. Þessi nýjasta bók Jónasar er einskonar Síamstvíburar, sam- vaxnir í kjölinn, sprottnir af þeirri ósjálfráðu nátturu manna að vilja tjá sig um eitt og annað. Og er þá það formið gripið hverju sinni, sem hentar hugarfarinu, og „stuðinu" þá stundina. Vel fer á þvi að gefa út leikrit og ljóð i einni og sömu bókinni. Einhvern veginn er leikritið tengdara ljóði en annað ritað mál, svo skyldleikinn i tvibura- bók Jónasar er meiri en virst getur við fyrstu sýn. Tuttugu og fjögur ljóð eru i bókinni, sem Rudolf Weissauer, listmálari og vinur Jónasar frá Munchen, hefur myndskreytt. 1 ljóðunum skiptist á alvara, gaman og kaldhæðni. Það er enn töluvert eftir af sjávarselt- unni i Jónasi, þótt hann sé kominn fyrir stundu úr sigling- um sinum sem m.a. leiddu af sér bækur eins og „Hægur sunnansjö”, „Grænlandsfarið” og „Kuldamper Absalon”, allt bækur sem lýstu mikilli og óstýrlátri frásagnagleði. Það hefur manni þótt helst áskorta hjá þessum fjörlega frásagnar- manni, að hann agaði sig ekki til meir dulinna átaka i frá- sögninni. En það kemur nú. Gott er að yrkja ljóð til að læra að stilla máli sinu i hóf og læra að hnitmiöa myndir. Einu sinni byrjuðu allir rithöfundar á ís- landi á þvi að gefa út ljóðabók. Nú virðist meira um að menn byrji á smásögum á meðan stilæfingaskeiðið stendur. Smá- sagan er þó ekki nógu góður skóli fyrir þá málhressustu. Hins vegar bregst aldrei að ljóðið agar menn. Við getum tekið dæmi úr ljóðabók Jónasar, um agað ljóð og gott. Það heitir Úr sögu togaraútgerðarinnar: Við vorum ung og þá gátu menn ekki elskað þeir sultu og togarar gátu ekki sokkið þeir ultu. Enn erum við ung og við getum ekki elskað þó erum við södd togaraútgcrðin er lika illa stödd. Þannig er hægt að halda á málum. Þótt hægt væri að leggja þetta út sem gamansemi, þá hefur ljóðið dýpri tilfinningu, og er ekki fyndið nema að þvi leyti er snertir undur islensks efnahagslifs. Aftur á móti er annað ljóð , sem þeir er þekkja Jónas vel mundu segja að væri hans dag- lega fas, einskonar igangsklæði. Það er svona: Miðillinn leit forviða upp úr simaskránni upp úr Arnardalsætt og Vikingslækjarætt og tók sér Svaðastaðakynið i hönd þvi hann var að fara á miðilsfund með fjallkonunni i tómum kofanum. Mér fellur vel við þessi lióð hans Jónasar. Þau eru eins og hann sjálfur, engar ljóðastellingar, engin upphafning, heldur afar mann- leg viðleitni til greiningar á um- hverfi og aðstæðum i stuttum og öguðum myndum. Um leikritið verð ég fáorðari vegna þess að það fer nokkuð I þann farveg, sem nú er mjög notaður við leikritagerð, að bregða upp mynd af fólki, sem kemur inn um dyr og fer út um dyr án þess maður viti eiginlega af hverju dyrnar voru opnaðar i upphafi. Þetta er mjög áberandi i svonefndum sjónvarpsleikrit- um um vandamál, sem eru engin vandamá, eða verka amk. ekki sannfærandi sem slik. Hins vegar bregst ekki að Jónas er um margt sjálfum sér likur i þessu leikriti, gamansamur stendur hann álengdar og hlær að kökugleði I tveimur kelling- um, sem vilja 'efna i silfur- brúðkaup, þótt viðkomandi eiginmaður sé dauður, kannski úr kökustreitu. Bók sina tileinkar Jónas konu sinni Jóninu Herborgu leikkonu. Indriði G. Þorsteinsson. Athugasemd um Leirárfund Miðvikudaginn 4. des. sl. boðuðu tveir ráðherrar rikis- stjórnarinnar, þeir Halldór E. Sigurðsson og Gunnar Thorodd- sen, til fundar að Leirá i Borgar- firði til að kynna mönnum, hvar nú stæðu samuingar um hugsanlega málmblendiverk- smiðju á Grundartanga við norðanverðan Hvalfjörö. Fundurinn var mjög vel sóttur og biöu fundarmenn i hundraða- tali I fundarsalnum i hálfa klukkustund eftir boðaðan fundartima, unz fundarboðendur létu sjá sig. Þeir syðra kunna að meta tima okkar Borgfirðinga. Föstudaginn 6. des. skrifar svo H.H.J. fréttir af þessum fundi i Timann. Mér skilst, að þessi blaðamaður hafi skrifað fréttina eftir reglunni: Ég hirti ekki um að hafa það nákvæmara. Ég ætla mér ekki að betrum- bæta verk þessa blaðamanns nema að einu leyti. Þess má þó geta, að honum láöist að geta þess, að 16 kjósendur úr Vestur- landskjördæmi kvöddu sér hljóðs á fundinum og fullir 2/3 þeirra töluðu á móti hugmyndinni um málmblendiverksmiöju á Grundartanga. Það sem mig langar til aö fara um nokkrum orðum, er frásögn blaðamannsins af komu tveggja þingeyskra bænda á fundinn, þeirra Sigurðar Þórissonar á Grænavatni og Starra Björg- vinssonar i Garði. Blaða- maðurinn segir réttilega, að koma þessara manna hafi vakið athygli. Ég spyr: Var nokkuð við þetta að athuga, er ekki svona mál mál allrar þjóðarinnar, þegar um er að ræða aö þjóðin taki milljarða lán til að koma upp vægast sagt mjög umdeildu fyrirtæki? Min furða er sú, að ekki skyldu koma miklu fleiri menn langt utan af landi til að hlusta á skýrslur ráðherranna og þeirra meðreiðarmanna. Þá segir blaðamaðurinn orðrétt: „Þegar framsögumenn höfðu lokið máli sinu, steig Sig- urður (þ.e. á Grænavatni) þegar I ræðustólinn og gaf .. heima- mönnum þess ekki kost að beina fyrirspurnum til framsögu- manna” — Það var nú þaö. Var maðurinn fundarstjóri? — Nei. Veittu fundarstjórarnir honum ekki orðið óþvingaðir? — Jú. Braut Sigurður fundarsköp, og var vittur fyrir það? — Nei, nei. Fengu ekki héraðsbúar þó nokkurn ræðutima eftir ræðu Sig- urðar? — Jú, jú. Hvað var að? Þá getur blaöamaðurinn ekki annars úr ræðu Sigurðar en þess, að hann sagði, aö sum félagsmál I Mývatnssveit hefðu gengið verr eftir að barnamoldarverksmiðjan tók til starfa á Bjarnarflagi. Aðalinntak i ræðu Sigurðar var að skýra frá þvi, að efnisleg mengun væri mikil i kringum verksmiöjuna, og reynsla Mý- vetninga væri að þvi leyti slæm af þessum verksmiðjurekstri. Enn fremur bauðst ræðumaður til að svara fyrirspurnum um þessi mál, ef fundarmenn óskuðu þess. 1 lok ræðu sinnar gat Sigurður þess, að það hefði lika borið á andlegri mengun i félagsmálum sveitarinnar, siðan verksmiðjan tók til starfa. Er það nú mjög torskiliö, að það valdi röskun, þegar margir tugir, jafnvel hundruð iðnaðarmanna setjast að i einni sveit, hafandi allt önnur störf með höndum, hafa allt önnur áhugamál, og allt aðrar og meiri tekjur en heima- menn? Ég efast ekki um, aö Sigurður hafi sagt satt og rétt frá þessu. Ég tel mig sjá inn i það, að þetta geti orðið ekki svo litið vandamál, hvar sem þessi saga gerist. Við Borgfirðingar litum á Þing eyingana sem gesti okkar. Við erum þeim þakklátir fyrir kom- una, og óskum ekki eftir að þeir séu affluttir fyrir að koma. Skálpastööum 17/12 1974 Þorsteinn Guðmundsson. Læknirinn á Svaney — eftir Henrik Cavling Bókaútgáfan Hildur sendir frá sér enn eina af hinum vinsælu bókum Ib H. Cavling, Læknirinn á Svaney. Þetta mun vera sextánda bók höfundar sem gefin er út hér- lendis. Kitta Eben er ung stúlka, lækn- ir að mennt. Hún ræður sig sem lækni á Svaney eftir að hafa orðið fyrir vonbrigöum i ástamálum. Fólkið á þessari litlu eyju er einkennilegt á marga lund. Hún kynnist Ebba Konrad, ung- um tónsmið og nágranni hennar er Hugo Holst, sem er einrænn og hefur ekkert samneyti við eyjar- skeggja. Lif þessara þriggja persóna fléttast saman á örlaga- rikan hátt. Þetta er mjög spennandi ástar- saga og tekst Ib Henrik Cavling mjög vel upp hér, sem endranær. 21, toaúa1 i»74 Jón Kristinsson, karlinn I bátnum, 1 sjónleiknum Matthfasi. Frá Leikfélagi Akureyrar: „Matthías á sviðinu LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur getið sér orð fyrir þrótt- mikla starfsemi á undanförnum árum, og er Eyvindúr Erlends- son nú leikhússtjóri þess. Fyrir skömmu setti Eyvindur á svið á vegum þess sýningu, sem nefnd var „Matthias”, og var efnið tekið saman af Böðvari Guðmundssyni frá Kirkjubóli. Næstu sýningar verða á þriðja i jólum (föstudaginn 27. desember) og sunnudaginn þar á eftir (29. desember). A Akureyri er mjög áhugasamt leiklistarfólk, sem lagt hefur mikið I sölurnar, fyrir þetta hugaðarmal sitt. Hlýtur það lika að vera höfuðstað Norðurlands og fjölmennu héraði, sem að honum liggur, hið mesta metnaðarmál, að þessi menningarstarfsemi nái að blómgast og dafna. 1 ráði mun, að Leikfélag Akur- eyrar sýni eina þrjá til fjóra leiki til viðbótar i vetur. Saga flugmdla d íslandi tima þegar sildarleitarflug var einna helztur tekjustofn þeirra flugvéla, sem til voru i landinu. Þá var um tima lagt sérstakt gjald á sildina til að standa undir þvi. Af þvi tijefni urðu talsverðar umræður á Alþingi. Vildu ýmsir létta þeim skatti af sildarútveginum, og það var gert, en þá kom llka fram, að sumir höfðu enga trú á þvi, að flugið yrði til nokkurra nota i náinni framtið. Þetta er gaman að kynna sér. Nú er flugið þýðingarmikill þáttur i samgöngukerfi landsins. Þo að þau mál þurfi og eigi að vera undir stöðugri endurskoðun eins og aðrir þættir samgöngumálanna, blandast engum hugur um, að flugið skipar þar mikið rúm. Þvl viljum við vita hvernig og hvenær það ruddi sér til rúms. Fjöldi mynda er birtur með þessari sögu — heimildar- myndir um þessa þróunarsögu þjóðlifsins. Arngrlmur byrjaði þessa annála við árið 1917 og þetta er þriðja bindið. Þegar þvi er lokið er enn ekki um flugvelli að ræða á íslandi og áætlunarflug með farþega er aðeins draumur. En sjúkraflug hefur ýmsum orðið að góöu liði. Við sjáum framfarirnar oft bezt ef við leiðum hugann að þvi hvernig ástatt var fyrir nokkr- um árum. h. Kr. Auglýsícf í Tímamim Annálar islenzkra flug- mála 1931-1936 Arngrimur Sigurðsson setti saman. Bókaútgáfa Æskunnar Með þessu bindi heldur Arngrimur Sigurðsson áfram að rekja sögu flugsins á íslandi. Og þaö er vissulega fróðlegt að fá rifjað upp hvernig ástatt var I þeim efnum fyrir einum 40 ár- um. Margir minnast þess, þegar þeir sáu flugvél I fyrsta sinn eða heyröu til slikra farartækja. Þá sátu hundar undrandi og spangóluöu þegar þennan furðufugl bar yfir. Búfé tók á rás I högum svo að það gat orðið hættuleg styggð, sem lambær urðu fyrir af þeim sökum. Nú kippir sér enginn upp við flug- umferð. Slikt heyrir til daglegu lifi. En þó er gaman að rifja upp aðdragenda þess og upphaf fyrir þeim, sem nógu gamlir eru til að muna, en segja þessa sögu þeim, sem eru svo ungir, að þeim finnst aö flugsamgöngur séu sjálfsagður hlutur. Arngrimur rekur söguna allnákvæmt og mun þaö fátt sem undan fellur og máli skiptir. Hann lýsir þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.