Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 3 VELÞÓKNUN GUÐS Jólin boða velþóknun Guðs. Englarnir sungu hina fyrstu jólanótt: „Dýrð sé Guði i upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á’.’ Menn skilja orðasambandið „þeim mönnum” i jólaguð- spjallinu, sem ,,sumum mönnum, þ.e.a.s. hafi þá áöðr um mönnum vanþóknum. En við getum sleppt „þeim” og látið velþóknun jólanna ná til allra manna. Þess má og geta, að i bibliuþýðingu kaþólsku kirkjunnar er frumtexti valinn þar, sem segir: „og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hafa velþóknun til að bera”. Velþóknun hefur raunar ekki aðeins eina merkingu hér. Þess ber að gæta, að taka má upphaf englasöngsins eins og þar stæði: „Hátið er á himnum”. Og hugsun framhalds- ins gæti verið: „Séeinnighátið á jörðuhér”. Velþóknun gæti þýtt hér, að eins og englarnir láta sér vel lika riki Guðs á himnum, þannig eigum við mennirnir að gera gott úr öllu og láta dýrð Guðs skina á myrkum árs- tima, hér hjá okkur halda heilög jól og gera lifið okkur vel- þóknanlegt, yfirleitt, og þá að hátið i þeim mæli, er okkur er unnt. Þjóðhátiðarár er senn á enda. Að sjálfsögðu skipti góð- viðrið á Þingvöllum hinn 28. júli i sumar miklu máli um hátiðarhaldið svo og viðast hvar um landið á hátiðunum þar. En áreiðanlega var það ásetningur margra að taka af- mæli 1100 ára byggðar lands okkar með velþóknun, og þess vegna héldum við þessa þjóðhátið forráðamönnum þjóðar okkar og öllum landslýð, að heita má, til sæmdar. Svo var og 1874,1930 og 1944, þótt veður væri ýmislegt. Vonandi bregður þetta ár birtu yfir þjóðlif okkar varan- lega, enda þótt skammdegisins gæti hjá okkur og annars staðar. Mikils er um það vert, að við tökum þvi með velþóknun að vera Islendingar. En mestu máli skiptir að við séum manneskjur, og allra mestu, að við eigum kost á að njóta velþóknunar Guðs, er stendur okkur til boða i syni hans Jesú Kristi. Velþóknun Guðs táknar umfram allt „að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilift lif” (Jóh. 3.16.) „Sem á hann trúir”. Er hér ekki aðgreining, svo sem „með þeim mönnum” i jólaguðspjallinu? Hversu sem um það er, þá er á jólum aðalatriðið, að trú okkar á Guð geri þau að hátið velþóknunar Guðs, — kær- leika hans og bjartsýni hans á manninn að láta son sinn vera barn á jólum — að við látum lif okkar sem einstak- lings og þjóðar verða endurskin Guðs velþóknunar, að dýrð Guðs sé á jörðu sem himni, á jólum og ávallt, svo sem við gefumst Guði i trú, von og kærleika. Gleðileg jól. Amen Eirikur J. Eiriksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.