Tíminn - 24.12.1974, Side 15
JÓLABLAÐ 1974
TIMINN
15
Snælinan I Ksjunni núna einn nóvemberdaginn. — Timamynd: (iunnar.
nær frá þvi um 1850 og sýnir
Það voru þau reyndar alltaf á
þessum hörðu timum, þvi að sá
búpeningur, sem hefði verið hægt
að fóðra sómasamlega á þeim,
hefði hrokkið æði skammt til að
fæða þjóðina. Það var lifsnauðsyn
að setja á guð og gaddinn.
Eins stigs lækkun
árshita — 15% skerðing
heyfengs
Ég hef haldið þvi fram fyrir all-
löngu, að eins stigs lækkun
árshitans hefði á hlýindaskeiðinu
1931-1960 valdið 15% skerðingu
heyfengs vegna kals og sumar-
kulda, en þar að auki um 15%
aukningu á fóðurþörf vegna snjóa
og kulda. Þetta þýðir, að bústofn
landsmanna hefði orðið að
skerðast um yfir 30%. 1 kaldara
loftslagi væri þessi skerðing fyrir
hverja hitagráðu ennþá meiri, og
það sýndi sig reyndar þegar
kuldaskeið gekk i garð fyrir
tæpum 10 árum, að áhrif þess
voru ótrúlega mikil. Við sjáum á
meðfylgjandi teikningu, hver var
heyfengurinn hvert einstakt ár
frá 1931-1969,, en jafnframt er
synt, hver var meðalhiti vetrar,
vors og sumars sama ár. Þetta
fylgist furðuvel að og hita-
breytingarnar skýra þannig að
verulegu leyti sveiflurnar i hey-
fengnum, allt frá 47 heyhestum á
hektara niður i minna en 30 hest-
burði á kalárunum, miðað við
óbreyttan áburð.
Og svo má ekki gleyma þvi, að
á kuldatimum eru meiri likur en
ella fyrir þvi, að tvö eða fleiri
harðæri komi i röð eins og við
höfum reynt 1965-1970. Slikt var
ægilegt fyrr á öldum. Fyrsta
veturinn féll búsmalinn, en þann
næsta var komið að fólkinu að
deyja úr hungri og sulti.
Ég þykist nú hafa fært nokkur
rök fyrir þeirri skoðun. að milli
loftslag og lifskjara i þessu landi
hljóti að hafa verið náið samband
fyrr á timum, þegar land-
búnaðurinn var undirstaða
lifsins, og að þetta samband hafi
verið þvi nánara og viðkvæmara
sem loftslagið var kaldara. Á
þessu byggi ég þá skoðun, að um
þá tima, þegar engar hita-
mælingar voru til, megi samt
ráða talsvert um hitafarið af
einum saman upplýsingum um
lifskjör fólksins. En það þarf að
vera hægt að setja þessar
upplýsingar tölulega fram, og i
öðru lagi þurfa þær að vera þess
eðlis, að liklegt sé að jafnvel
þegar menn færðu allra minnst i
letur, hafi slikar upplýsingar,
sem allra sizt verið undan skild-
ar. Og bæði þessi skilyrði uppfylla
hungurdauðaárin. Fjöldi þeirra
eru töluleg upplýsing, og slikar
ógnir eru af þvi tagi, að þá er
varla neitt fært i annála, ef þeirra
er ekki getið.
Um leið og maður reynir að
draga ályktanir af þessum
gögnum, verður að gera sér grein
fyr.ir miklum takmörkunum
þeirra. Fleira en veðráttan orkar
á kjör þjóðarinnar! Þegar löng
timabil koma án þess að hungur-
dauða sé getið, getur það stafað
af þvi, að sérlega mikill skortur
séá öllum sögulegum heimildum,
og til dæmis má ætla, að það gildi
um 15. öldina. En jafnvel þótt það
sé rétt, að langtimum saman hafi
ekki orðið mannfellir af sulti, er
ekki hægt að segja um, hvort
árferðið var mjög gott eða aðeins
sæmilegt, nóg til þess að allir
skrimtu. Þá verður nákvæmnin I
áætlun hitans ekki mikil.
Náið samband milii
hafiss og hitafars
En sem betur fer eru til fleiri
heimildir um árferði en sagnir af
mannfelli Þar á ég fyrst og
fremst við þau gögn, bein og
óbein, sem eru til um hafis við
Island, áður en nokkrar hita-
mælingar voru gerðar hér á landi.
þær upplýsingar eru auðvitað
beztar frá siðustu timum og verða
þvi vafasamari sem aftar dregur
i aldir. En þarna er um sérstak-
lega verðmætar heimildir að
ræða vegna þess, að milli hafiss
og hitafars er afar náið samband,
sem má ætla að hafi verið það
sama alla tið siðan ísland
byggðist. Og það er ekki nóg með,
að hitinn á Islandi fylgi hafis-
magninu, heldur hagar hann sér
merkilega mikið i samræmi við
hita i miklu meiri fjarlægð, i
Noregi og jafnvel Sviþjóð, a.m.k.
þegartil lengdar lætur.Slikt linurit
setti Sigurður Þórarinsson saman
fyrir mörgum árum, en það sýnir
samtimis breytingar á hafis-
magni við Island og hitanum hér
á landi, en auk þess i Tromsö,
Bergen og Stokkhólmi. Það var
ekki að furða, að Sigurði yrði það
að orði, að hafisinn við Island
væri hitamælir Norður-
Atlantshafsins.
Við sjáum á meðfylgjandi
mynd, sem sá ágæti visinda-
maður, Friðþjófur Nansen,
teiknaði, hvað hafisinn var að
jafnaði mikill við Island á
útmánuðum nálægt siðustu alda-
mótum., En það eru geysilegar
sveiflur i hafismagninu frá ári til
árs, áratug til áratugar, og einni
öld til annarrar Þegar þessi
mikla hafiselfur suður með A-
Grænlandi er breið, verður mikill
is við Island, en þegar jakatoginn
er mjór, geta liðið svo mörg ár, að
ekki sjáist isjaki hér við land. Það
merkilega verk Þorvalds Thor-
oddsens, Arferði á íslandi, er
langhelzta heimildin á einum
stað, um hvað isinn við landið hafi
verið mikill. Að visu er enginn
vafi á, að þær heimildir mætti
rannsaka mun betur, en ég hef
ekki trú á, að það mundi breyta
neitt að ráði þeirri mynd af
loftslaginu, sem má ráða af hafis-
annálunum -. En snúum okkur
nú beint að hitanum á Islandi á
liðnum öldum, mældum og
ágizkuðum.
Litum fyrst á enn eitt linurit,
réttara sagt siðasta hlutann af
linuritinu i miðið. Samfellda linan
hitann i aðaldráttum eins og hann
hefur mælzt, en það var árið 1846,
að Arni Thorlacius byrjaði sinar
athyglisverðu veðurathuganir i
Stykkishólmi. Þessum hluta linu-
ritsins má þvi treysta sæmilega.
Línuritið sýnir meðalhita i
Stykkishólmi og Berufirði. Það er
stórmerkileg hitasaga, sem
þarna kemur fram. Nálægt 1920
hlýnar veðurfarið svo mikið, að
fáir hefðu trúað þvi fyrirfram.
Þessi hiti stóð i nærri hálfa öld
eins og ég nefndi áður. Svo datt
hann niður, og þann örstutta kafla
vantar aftast i linuritið. Þar fer
það niður i 3,5 stig, likt og var
áður en hlýnaði. Þetta gerðist á
kalárunum 1965-1970, en allra
siöustu ár hefur krókurinn beygzt
örlltið upp á við á ný. Þessi mikli
hlýindakafli hefur mjög breytt
áliti manna á loftslagi. Aður
spurðu menn: Hvi i ósköpunum
skyldi jörðin kólna og hlýna svona
snögglega? Þeir, sem halda þvi
fram, verða að færa rök fyrir,
hvað valdi, ef maður á að taka
trúanlegar fullyrðingar um
miklar loftslagsbreytingar á
timum Islandsbyggðar. En nú
hefur dæmið snúizt við, og menn
geta spurt: Úr þvi að svona
feiknarlegar hitabreytingar sýna
sig fyrstu öldina, sem hita-
mælingar eru gerðar, hvers
vegna skyldu þær þá ekki hafa
getað orðið fyrr á öldum lika?
Þessar hitabreytingar siðan
1850 hafa verið nálægt þvi þrisvar
sinnum meiri hér á landi en þær
hafa orðið til dæmis á Bretlands-
eyjum. Orsökin er nálægð
hafissins Þegar hann eykst,
verður kælingin við isbrúnina
margfalt meiri en suður i
Englandi, og jafnmikið hlýnar,
þgar isinn minnkar. Þarna kemur
þá ein sönnun þess, hvað lofts-
lagsbreytingar á Islandi eru
athyglisverðar og örlagarikar
umfram það, sem gerist viðast
annars staðar.
Þetta voru hitamælingarnar
siðan 1850. En hvernig er þá
linuritið framlengt aftur fyrir
aldamótin 1600, eins og punkta-
linan sýnir? Það skal ég nú skýra.
Neðsta linuritið sýnir haf-
ismagnið við landið siðustu fjórar
aldir, talið i mánuðum á ári að
meðaltali. Það sýnir sig, að siðan
hitamælingar byrjuðu fyrir 1850,
hefur linurit hafissins mátt heita
ágæt spegilmynd af hitanum, svo
lengi sem talsverður hafis hefur
verið við land. Sambandið er svo
náið, að þegar einhver is er að
ráði, má reikna með að 9 af
hverjum 10 áratugum sé
skekkjan i áætlun hitans út frá
Isnum minni en 0,3 stig.
Og siðustu fjórar aldir hefur
isinn einmitt verið svo mikill, að
hann hefur verið nothæfur sem
hitamælir. Þannig er þá áætlaði
hitinn fenginn siðan fyrir 1600,
punktalinan. Við sjáum, að þetta
hefur verið kalt loftslag, og
sveiflurnar virðast ekki miklar,
en i ljósi þess, sem áður var sagt
um ógnarleg áhrif litilla hita-
brigða i köldu loftslagi, hlýtur
maður samt að veita þessum
hitasveiflum athygli. Og á enn
einni mynd má sjá, að það er ekki
ástæðulaust.
Hitastig og harðæri
Hér er yfirlit um þær heimildir,
sem ég hef notað við áætlun
hitans og issins. Efst eru hita-
mælingarnar frá þvi fyrir 1850,
sem áður er getið. Næst er
Ismagnið við landið talið i
mánuðum á ári að meðaltali. En
hvað er þetta neðsta linurit? Það
likist þó verulega linuritinu yfir
ismagnið, og gæti þvi verið
nothæft til að áætla hitann. Jú,
þetta er linurit yfir fjölda harð-
æra. Þessi harðæri eru skilgreind
á ákveðinn hátt til þess að forðast
sem mest persónulegt mat. Til
þess að ár lendi i þessum fiokki
verður annaðhvort að hafa orðið
mannfall af hungri á árinu eða þá
hitt, að hafís hafi komið til
Suðvesturlands austan að, en
slikt gerist ekki nema i aftaka
Isárum, sem eru þá reyndar yfir-
leitt á þeim timum, þegar mikið
er um hafis. Hámarkið eru 8
harðæri á áratug, en stundum
koma margir áratugir i röð,' án
þess að harðæri verði.
Nú berum við einfaldlega
saman áætlaðan hita allt frá 1600
til þessa dags og samtimis fjölda
harðæra, og samhengið er furðu
gott, svo kölluð fylgni reynist
vera 0,76, en gæti mest orðið 1.00.
Samkvæmt þessu verður
skekkjan i hitanum, sem þannig
er áætlaður minni en 0.3 stig, til
eða frá á 8hverjum 10 áratugum.
En þegar þetta samhengi er svo
notað til að áætla hitann fyrir
1600, koma fleiri skekkjur til, og
yfirleitt verður að taka þessa
áætlun um hitann fyrir þann tima
meö mikilli varúð. Og sérstak-
lega er það á mildari tima-
bilunum, sem búast má við
mestum skekkjum eins og áður
var sagt.
A þessum grundvelli hef ég svo
reynt að gefa yfirlit yfir hita-
breytingar á Islandi i ellefu aldir,
en aðeins i grófum dráttum,
smærri sveiflur hafa verið
jafnaðar út. Yfirleitt virðist hlýtt
Íoftslag frá landnámsöld fram
undir 1200. Þessi tvö kuldaskeiö á
10. og 11. öld, eru nokkuð
örugglega skjalfest i heimildum,
fyrst sem óöld i heiðni á siðari
hluta 10. aldar, og 80 árum siðar
er sagt, að kæmi annað harðæri.
Slik heimild er afar mikilsverð,
þar sem i henni flest mat á lofts-
laginu i langan tima. Um eða
fyrir 1200 kólnar verulega, og
siðan má heita kalt fram yfir
seinustu aldamót. Á 15. öld er
eyba I linuritið vegna heimilda
skorts, en það litið, sem til er af
gögnum, bendir heldur til
báginda og ills árferðis. Nálægt
1600 virðist verða litið eitt
kaldara en áður, en ymsir hafa
kallað timabilið 1600-1900 litlu
Isöldina. Mér sýnist það fullsterk
nafngift, en þóer þess að gæta, að
i svo miklum kulda er jafnvel litil
kólnun afdrifarik eins og áðúr var
nefnt.
Þess er rétt að geta, að þessi
útgáfa af áætlun minni um hita á
liönum öldum er dálitið endur-
bætt frá þeirri, sem ég lagði fram
á ráðstefnu i Bandarikjunum
1962. Þá útgáfu hefur dr. Reid
Bryson kynnt rækilega undan-
farin ár, meðal annars i grein i
Science 17. mai s.l.
Aður gat ég þess, að milli hita
og hafismagns væri náið
samband og I frh. af þessu
er auðvelt að setja fram áætlun
um, hvað hafis hafi verið tiður
gestur við landið, allt frá land-
námsöld. Þessi áætlun min er
mjög ólik linuriti, sem Daninn
Lauge Kock gerði á sinum tima.
A linuriti hans er nefnilega aðeins
sýnt, hvað hafiss gætir mikið i
heimildum frá ýmsum timum. En
eins og i pottinn er búið, liggur
við, að þetta verði aðeins linurit
yfir, hvað mikið sé til af
skrifuðum gögnum frá ýmsum
öldum, og það á ekki endilega
mikið skylt við hafismagn.
Sú aðferð, sem hefur hér verið
valin til að meta hitann á Islandi
siðan byggð hófst, hefur ýmsa
kosti og ókosti. Aöalgallinn er sá,
hvað hún er einhæf, en það vinnst
aftur á móti, að hún er hlutlæg,
það er að segja mikið til óháð
persónulegu mati, þar sem
heimildirnar eru fyrst og fremst
meðhöndlaðar tölfræðilega. Og
nú er ekki annað að gera en biða
og sjá, hvort nýjar aðferðir koll-
varpa þessari ágiskun eða stað-
Þetta yfirlitskort á að sýna, hversu hátt yfir sjó mismunandi skógargróður á að geta þrifizt á hverjum
stað, miðað við vaxtareiningar Morks og reynslu hans. A beitinu, sem er lárétt strikað, á þannig birki-
kjarr að komast i 300 metra hæð, birkiskógur i 200 og rauðgreniskógur í 100 metra hæð.