Tíminn - 24.12.1974, Page 18
18
TÍMINN
JÓLABLAÐ 1974
Gengið lir Hallgrimskirkju i Saurbæ, er minnzt var 300. ártlðar Hallgrims Péturssonar I haust. Sóknarpresturinn, séra Jón Einarsson, í hvlt-
um messuskrúða, og á eftir honum Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra og kona hans. Margrét Glsladóttir. A eftir ráðherranum kemur
Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Hrafnabjörgum. — Tlmamynd: Gunnar.
Ræðu þá, sem
hér birtist,
flutti Halldór E.
Sigurðsson
landbúnaðar
ráðberra í
Hallgrí mskirkj u
í Saurbæ
á Hvalfjarðar
strönd á 300.
ártíð Hallgríms
Péturssonar
nú í haust.
,J PASSÍUSÁLMANA
LAGÐI HANN
LÍFSORKU SÍNA,
TRt OG EINLÆGNI”
Kirkjumálaráðherr-
ann, Olafur Jóhannesson,
ætlaði sér að vera hér í
dag og taka þátt i þessum
hátíðahöldum, svo sem
óskað hafði verið eftir.
En sem viðskiptaráð-
herra varð hann að mæta
hjá einni af stærstu við-
skiptaþjóðum okkar, og
var þar engu hægt um að
þoka, þó hann hefði meiri
löngun til þátttöku í há-
tíðahöldum þessum en til
utanfarar,— Ég mæti því
hér i hans stað í dag og
færi yður kveðju hans.
Þegar ég var ungling-
ur, þá hlustaði ég eitt sinn
á kappræður í rikisút-
varpinu, þar sem um-
ræðuef ni ð var rímuð eða
órímuð Ijóðagerð. Ég hef
nú fyrir löngu gleymt
nöfnum þátttakendanna
að einum undanskildum,
en það var skáldið Steinn
Steinar. Ég hef einnig
gleymt umræðunum að
öðru leyti en nokkrum
setningum úr ræðu
Steins, en þær voru á
þessa leið: Ljóð lifir ekki
vegna formsins, heldur
vegna efnisvals og með-
ferðar þess. List er list,
hvertsem formið er. Eins
og leirburðurer og verður
leirburður, þó Ijóðið sé
rímað, og ber dauðann í
sér þvi lífsandann skort-
ir.
Hátiðasamkoma okkar
hér í dag er sönnun þess,
að listaverkin lifa, þó að
aldir líði, vegna þess að
þau báru lifsandann í sér.
Fyrir meira en 300 árum
sat séra Hallgrimur
Pétursson prestsetrið
Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd. Þar samdi hann
hið stórbrotna verk sitt
Passíusálmana og sálm-
inn ,, A111 eins og
blómstrið eina”. Þessir
sálmar eru samdir af
slikri snilld, að þeir lyftu
honum á heiðursbekk ís-
lenzkra skálda og þar
hefur hann skipað veg-
legt sæti í huga og hjarta
íslenzku þjóðarinnar í 3
aldir.
Það er dómur þeirra
skalda og fræðimanna,
sem um séra Hallgrím
hafa skrit'að, að dvöl
hans hér að Saurbæ hafi
skipt sköpum í lífi hans,
meðal annars hvað af-
komu varðar, og sam-
band við landið og fólkið
hér á Hvalf jarðarströnd
var honum að skapi og
hann átti við það ánægju-
legt samstarf. Áður en
séra Hallgrímur fluttist
að Saurbæ, hafði hann
kynnzt erfiðleikum
mannlegs lífs, ekki síður
en almennt gerist. Meðal
annars er hann hvarf frá
námi, f járhagslegum
erfiðleikum og ástvina-
missi. Er þar sérstaklega
getið, hve þungbært hon-
um varð er hann missti
dóttur sína, Steinunni,
kornunga, en hún var
samkvæmt frásögn talin
vera mikið efnisbarn.
Enda þótt kunnugt væri,
að séra Hallgrímur væri
skáld, meðal annars orki
hann eftirmæli eftir
þessa dóttur sína, sem
þóttu meðafbrigðum góð,
þá bera Passíusálmarnir
og sálmurinn „Allt eins
og blómstrið eina" svo af
skáldskap hans, að menn
eins og dr. Sigurður Nor-
dal og Halldór Laxness
o.fl. hafa ritað merkar
ritgerðir um, hvað valdið
hafi því, að séra
Hallgrimur tók sér fyrir
hendur að yrkja Ijóða-
flokk um píslarsögu
frelsarans með þeim
árangri sem raun ber
vitni um. Meira að segja
slikir snillingar sem þess-
ir menn telja sig ekki geta
leitt óyggjandi rök að því,
hvað valdið hafi, þó
sterkar líkur séu þar
fram dregnar af þeirra
hálf u.
Ég ætla mér ekki þann
hlut að skýra það, sem