Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 20
20 TÍMINN JÓLABLAÐ 1974 Margir villtir fuglar hafa lært að notfæra sér mannabyggð og þá vernd sem hún getur veitt. Hér er önd með unga sina á leið yfir Lækjargötuna i Reykjavik. Hún hefur fengið sér lögreglufylgd, frúin, en hópur glaðra ungmenna fylg- ist með ferðaiaginu. I) ÝRA LÍF OG NÝLEGA flutti dr. Arnþór Garðarsson prófessor erindi á sögusýningunni i Reykjavik. Hét það Breytingar á dýralifi og bú- seta. Hér er um að ræða efni, sem mörgum mun þykja fróðlegt, og þvi var Arnþór beðinn að ræða þetta við lesendur Timans, hvað hann góðfúslega féllst á aö gera. Músin fylgdi manninum — Gafstþú, Arnþór, erindi þinu þetta nafn vegna þess, aö þú telj- ir, að mjög mikil breyting hafi orðið á dýralifi hér, þegar menn settust að i landinu? — Á því er enginn efi, að þá tók dýralifið miklum breytingum. Annars vegar voru það beinar breytingar, sem maðurinn olli, en hins vegar þær, sem eiga rætur að rekja til gróðurfarsbreytinga. En um þessar siðar nefndu breyting- ar er það að segja, að miklu erfið- ara er að gera sér grein fyrir þeim. Maðurinn hefur frá fyrstu tið flutt með sér dýr hingað, sem sið- an hafa i flestum tilfellum lagzt út. Oftast hefur hér verið um óviljandi innflutning að ræða, eins og þegar skordýr og mýs hafa flutzt á milli landa með mönnum, en þó er hitt engan veg- inn dæmalaust, að innflutningur- inn hafi verið gerður af ráðnum hug, og nægir að nefna hreindýr og mink þvi til sönnunar, þótt þar sé að visu um næsta ólik dýr að ræða. — Hafa ekki verið mýs hér á landi, fyrr en menn settust hér að? — Þegar menn settust hér fyrst að, hefur islenzka dýrarikið — það er að segja á landi — vafa- laust verið miklum mun fáskrúð- ugra en það er nú. Spendýr á landi hafa tæplega verið önnur en refir, sem komið höföu og koma enn með rekfs frá Grænlandi, og svo hefur væntanlega verið eitt- hvað af hvitabjörnum. En mýs hafa ekki verið hér þá. Með manninum kemur fyrst hagamúsin, sú hin sama, sem enn lifir hér til sveita i talsvert nánu sambýli við menn, alveg eins og I Noregi. A þessum tima voru hvorkikomnarhúsamýs né rottur i norðanverða Evrópu, og haga- músin var það nagdýr, sem fylgdi manninum fastast eftir. Þá var hvítabjörninn landlægur hér — Þú gazt aðeins um bjarn- dýr áðan. Er liklegt, að isbjörninn hafi haft hér fast aðsetur, áður en mennsettust að i landinu? — Við höfum um pað fjölmargar heimildir á siðari öldum, — langt aftur i timann — að hvitabirnir hafi komið hingað með rekis frá Grænlandi, og oft i talsvert miklum mæli. Það væri óeðlilegt að hugsa sér, að þetta hafi ekki lika gerzt áður en menn settust hér að, en hins vegar hefur isinn varla komið hér svo oft eöa verið hér svo stööugt, að hvita- birnir gætu ferðazt með honum á milli landanna eins og þeim sýndist. Það er með öðrum orðum nokkurn veginn vist, aö þeir hafi blátt áfram ekki komizt héðan aftur, þótt þeir hefðu viljað, og þar sem ekki voru neinir menn i landinu til þess að veiða þá, hefur ekki verið um annað aö ræða fyrir þá en að hafast hér við þaö sem eftir var ævinnar. Það er eftirtektarvert, að þau .örnefni, sem benda til bjarndýra eru einna þéttust á norö-vestan- verðu landinu, og við Breiðaf jörð. Þar eru Bjarneyjar, tvær Hvita- bjarnareyjar, Berufjöröur, og svo framvegis. Allt bendir þetta til þess, að landsnámsmenn hafi hitt hér fyrir hvitabirni, (af þvi að þeir hafa verið hér landlægir), en þeim hefur fljótt verið útrýmt, enda hefur stofninn aldrei verið stór. Trúlega hafa dýrin ekki ver- ið fleiri en svo, að h»u hafa horfið meö öllu svo að segja um leið og maðurinn kom. — Þú tókst til orða eitthvað á þá leið áðan, að tófan hefði komið til landsins þá eins og nú. Heldur þú að'hún sé enn að berast hingað frá Grænlandi? — Ég hef ekki kynnt mér þetta alveg nú nýverið, en mig rámar i að hafa heyrt um það talað, að tófur hafi sézt i Grimsey og kon.ið þangað meö isum. Það er alkunn- ugt, að einmitt þessi tegund refa fylgir bjrndýrum mjög eftir á isn- um til þess að ganga i leifar hans. Með þeim hætti hefur hún áreiðanlega borizt hingað, senni- lega strax i lok isaldar, enda ekki um aðra leið að ræða fyrir hana, þar sem Island er eyja úti I regin- hafi. Og hvi skyldi hún ekki enn slæðast hingað með rekis, eins og hún hefur veriö að gera annað veifið frá örófi alda? Ströndin er takmörkuð — og þar var álagið mest Okkur hættir alltaf til þess að lita á ástandið sem nú er, eins og það væri hið eina og upprunalega, — að svona hafi þetta alltaf verið. En bæði Ari fróði og Þorleifur Einarsson fræða okkur á þvi, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, þegar norrænir menn settust hér að, og það má heita orðið sannað mál. Nú eru skógarnir að mestu horfnir, eins og allir vita, en ekki aðeins þeir, dýralifið hefur lika tekið miklum breytingum, þegar þeir tóku að hopa að marki. Margar tegundir skordýra og fugla eru svo bundnar skógum, að þær lifa ekki á skóglausu landi. Og það er nokkurn veginn vist, að hér á landi hafa verið bæði skor- dýr og fuglar, sem hlutu að hörfa og deyja út, þegar skógurinn hvarf. útrýming stórra blóm- jurta, sem þrifast i skjóli skóga, hlýtur að hafa haft mikil áhrif á skordýralifiö. Fyrst i staö hefur tsland vafa- laust aðallega verið veiðistöö. Og þau veiðidýr, sem sótzt var eftir, hafa aðallega verið við ströndina, svo sem selir, rostungar, hvalir og fugíar, einkum þó ýmiss konar sjófuglar. í aldanna rás hefur þessum stranddýrum þvi fækkað gifurlega, en það ber vel að hafa i huga, að strönd íslands er mjög takmörkuð. Flatarmál hennar er litið, og ströndin er i raun og veru aðeins mjó lina. Á þessa linu hafa sjávardýr safnazt frá örófi alda (meðal annars selir, sjófuglar og sumar hvalategundir), og það er hafið yfir allan efa, að einmitt á þessari mjóu spildu hefur þrýstingurinn frá manninum ver- ið mestur, þótt auðvitað hafi hann lika verið mikill annars staðar. Rostungabein í haugum — melgresi á sjávarströnd — Voru rostungar algengir hér fyrrum? — Það er nokkurn veginn vist, að þeir hafa verið hér við vestan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.