Tíminn - 24.12.1974, Side 22

Tíminn - 24.12.1974, Side 22
22 TÍMINN JÓLABLAÐ 1974 Urta. Sú var t!6in, aö urtan var veidd um leiö og kópur hennar, og var kallaö uppidráp. Heldur mun sú veiðiaöferö hafa notiö lltillar viröing- ar, enda var hún um siðir bönnuö. Geirfugl. Þessum fallega og sérkennilega fugli útrýmdu tslendingar, svo sem frægt er orðiö.en'það hafa þeir sér til afsökunac, að þeim mun fráleitt hafa verið ljóst, hvaðþeir voru aö gera. nöfn eins og Arnarstapi, Arnar bæli, Arnarhólmi og fleiri slik. Og það er áberandi, að ernir eru oft- ast þaulsætnir á stöðum, sem heita í höfuðið á þeim. Onnur nöfn hafa trúlega afbak- azt, sum hver að minnsta kosti, og má þar tii dæmis nefna mörg þeirra nafna, sem dregin eru af hval. Beinar fornleifarannsóknir i þessu skyni hafa ekki enn verið nægilega miklar, og þótt ég sé ekki neinn sérfræöingur á þvi sviði, þá veit ég það eins og aðrir, að þar er hægt að fá ákaflega mikilsverðar upplýsingar með þvi til dæmis að rannsaka bein i gömlum öskuhaugum. Skemmst er að minnast fornleifafundarins i Tjarnargötunni i Reykjavik, þar sem bæöi rostungabein og geir- fuglabein báru vitni um þær dýrategundir, sem fornmenn höfðu sér til matar, en við þekkj- um aðeins af afspurn. Enn er ein heimild, sem ekki er vert að láta sér sjást yfir. Það eru gömul lög. Rekabálkur i Grágás kveöur svo á, að hvitabirnir og melrakkar séu réttdræpir, þar segir og, að veiðmaðureigi hálfan hlut i rostungi, og þar eru ákaf- lega merkileg ákvæði um reka. Á fyrstu öldum Islands byggðar hefur bæði veriö hægt aö nota sér þann reka, sem nýkominn var á fjörur og upp á ströndina, og eins þann, sem var allt að þvi niu þús- und ára og haföi verið að reka að landinu allar götur frá lokum is- aldar. Þessi gamli reki lá uppi á landi, og það eru sérstök ákvæði um eignarrétt á þeim trjám, sem orpin eru jarðvegi. Hvalreki og hvaladráp t fornsögum okkar er ákaflega hljótt um þessa hluti. Þegar kem- ur fram á 17. öld, er rit Jóns Lærða, Ein stutt undirrétting um tslands aðskiljanlegu náttúrur Hér höfum við mann, sem byggir á gamalli og góðri þekkingu, sem er sjálf Konungsskuggsiá. Hann hafnar ekki neinum viðteknum sannindum en bætir hins vegar mörgu við. Hann bætir viö upp- lýsingum frá eigin brjósti, en sjálfur hafði hann verið með baskneskum hvalveiðimönnum og hvalveiðirit hans stendur full- komlega fyrir sinu. Þar koma meðal annars fram áhyggjur Jóns vegna þess að ,,þeir útlenzku hvalfangarar” séu að eyða hval- stofnum við ísland. Nefnir hann þar alveg sérstaklega sléttbak- inn, eða sléttiböku, eins og hann kallar hana. Segir hann, að „þeir útlenzku” fækki henni einna mest. Þetta stóðst, þvi að heita má, að sléttbaknum væri útrýmt á Atlantshafi á þessum áratugum og næstu öldum. Meðal þeirra hvala, sem Jón getur um er steypireyðurin. Hann talar um reyðarveiðar Islendinga, og hið sama kemur fram i ferðabók Eggerts Ólafssonar. Þessar veiðar fóru fram inn- fjarða og gáfu oft tilefni til hval- reka, sem mikið hefur verið skrif- að um. 1 Grágás er rætt um, hversu fara skyldi með skot- manns hlut, þvi að menn skutluðu hvalinn, eða járnuðu hann, eins og þetta hét lika. Hins vegar höfðu menn ekki bolmagn til þess að koma þessum stóru skepnum á land. Hvalirnir voru særðir eða drepnir inni á fjörðum og siðan rak þá upp. — Við höfum heimild- ir allt fram á nitjándu öld um þessí veiðiaðferð að járna hvalkálfa. Svo virðist, sem veiðarnar hafi einkum beinzt að hvalkálfum — og törfum, en aftur á móti var hvalkúnum oftast hlift. Menn trúöu þvi, að hver kýr kæmi i sinn rétta fjörð á hverju ári með kálf- inn sinn, og það var að sjálfsögðu mikil blessun, sem ekki mátti með ' neinu móti brjóta af sér. Reyðarhvölum fer ekki að fækka hér i Atlantshafinu fyrr en á nitjándu öld, eftir aö sprengi- skutullinn hafði verið fundinn upp. Eftir það var þess skammt að biöa að hvalir hættu að ganga hér inn i hvern fjörð. Hvalspik til Ijósmetis En Jón lærði getur frætt okkur um fleira. Þegar gluggað er i rit hans, rekst maður á nafnið sand- lægja, og kemur það lika fyrir i Snorra-Eddu. Jón lýsir þessum hval mjög vel og sýnir mynd af honum. Hér virðist vera komin tegund, sem lengi er búin að vera útdauö i Atlantshafi, en tórir enn við austanvert Kyrrahaf, og er kallaöur gráhvalur á enska tungu. Beinaleifar hvals þessa eru þekktar i Evrópu allt frá þvi um 500 eftir Krists burð, og hann hefur áreiðanlega verið i hafinu hér við land á 17. öld. Til er heimild um þennan hval frá Nýja Englandi siðan snemma á 18. öld, en hún er hvergi nærri eins greinargóð og lýsing og mynd Jóns lærða. Sandlægjan, sem Jón lærði nefnirsvo, gekk inn á grunnsævi, og hann sker sig frá öðrum reyðarhvölum að þvi leyti, að hann lifir ekki á krabbadýrum i svifi, heldur botndýrum, og rótar mjög upp sjávarbotninum til þess að ná i þau. Þetta hafa þeir vitað, gömlu mennirnir, og þvi gefið honum nafnið sandlægja, eöa sandæta, sem lika er þekkt. Hvalveiðar voru að nokkru leyti sambærilegar við oliuævintýrið á okkardögum.Spikiö var ákaflega mikið notað til ljósmetis, einkan- lega eftir að kom fram á nitjándu öld. Fuglabyggðir við Breiðafjörð Breytingar á sjófuglastofnum hafa i sumum tilvikum verið mjög miklar, i öðrum litlar. Þetta fer að langmestu leyti eftir þvi, hve auðvelt hefur verið að komast að fuglabyggðunum. Fuglar, sem verpa við opið haf eða i háum fuglabjörgum, hafa yfirleitt veriö óhultari en þeir sem urpu i sæmi- lega aðgengilegum stöðum, eins og til dæmis Breiðafjarðareyjum. Til eru heimildir um Breiða- fjarðareyjar i sýslulýsingum Barðastrandasýslu frá miðri 18. öld og enn fremur i sóknarlýsingu séra Ólafs Sivertsen i Flatey á Breiðafirði frá þvi um 1840. Sjálfur hef ég svo gert athugan- ir á stofnstærð ýmissa fugla á þessum slóðum nú alveg nýlega, eða nánar til tekið 1973. Með samanburði við þær heimildir, sem ég hér hef nefnt, og nokkrar fleiri, hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að snemma á nitjándu öld hafi margir sjófugla- stofnarnir á þessum slóðum verið komnir niður i lágmark vegna margra alda ofnýtingar. Þegar Ólafur Sivertsen skrifar lýsingu sina á Flateyjarhreppi nálægt 1840, telur hann vera þrjár ritu- byggðir i hreppnum, og eftir nýt- ingunni að dæma hafa einstak- lingarnir verið orðnir iskyggilega fáir, liklega svo sem þrjú hundruð pör. Til samanburðar má geta þess, að nú skipta riturnar á þess- um slóðum mörgum þúsundum. Sama er að segja um skarfinn. 1 sóknarlýsingu fyrir Stað i Reyk- hólasveit, sem skrifuð er um sama leyti og lýsing Flateyjar- hrepps, er getið um sker eitt, er einu sinni hafi heitið Skarfasker, en heiti nú Kirkjusker. Segir það sina sögu. Og nytjarnar voru meðal annars nokkrir svartbaks- ungar og fáeinir skarfsungar. Þetta er harla ólikt þvi, sem nú er. Nú eru þarna mörg rituvörp og stór, margar skarfabyggðir, þar sem fyrst og fremst er topp- skarfur, en honum fer ekki að fjölga að ráði fyrr en á allra sið- ustu árum. Hann fer ekki að verpa á 'flestum þessum stöðum þarna fyrr en i kringum 1950. — Það virðist sem sagt liggja nokk- uð ljóst fyrir, að um verulega of- nýtingu hafi verið að ræða þarna fyrr á öldum. Afgömul aöferð að veiða sofandi fugla Okkur er tamt að lita á nýtingu , sjófugla hér við land sem ákaf- lega meinlausan hlut, sem orðinn sé mjög hefðbundinn og hafi eiginlega alltaf viðgengizt. En það er ekki vist, að hefðin sé eins mikil og við viljum vera láta, og allra sizt að veiðin hafi alltaf ver- ið i sömu skorðum, til dæmis á þeim árum, þegar hungrið svarf sárast að þjóðinni. Við vitum, að

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.