Tíminn - 24.12.1974, Side 23

Tíminn - 24.12.1974, Side 23
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 23 Triilega hefur hvitabjörninn veriö landlægur hér, þegar landnámsmenn komu, þótt fljótlega muni hon- um hafa veriö útrýmt, eins og um er rætt i þessu viötaii. fyrrum viðgekkst svokallað uppi- dráp á útselnum. Þá var urtan veidd um leið og kópurinn. Þá var það og stundað að veiða lundann með unganum (kofunni), sam- kvæmt frásögn Eggerts Ólafsson- ar, og menn veiddu æðarfugl með hinum fjölbreytilegustu aðferð- um allt fram um aldamótin 1800. Ekkert af þessu þykir nú lengur sæmandi. Fullorðnar súlur og fullorönir skarfar voru lika veidd eftir þvi sem til náðist. Það var til dæmis mjög stundað að rota sof- andi skarf að nóttu til, og súlan var tekin sofandi úti á sjó. Þetta var hægt vegna vegna þess, að bæði súlan og skarfurinn sofa fast, gagnstætt þvi sem er um flesta aðra fugla, og menn hafa fyrir löngu lært að notfæra sér þennan eiginleika þeirra. Þannig hafa til dæmis Indiánar i Norður- Ameriku veitt sofandi skarfa frá ómuna tið. Við höfum ekki enn tök á þvi að fylgjast nákvæmlega með breytingum á fuglastofnum, en svo mikið er vist, að allmargir þeirra hafa verið i vexti, að minnsta kosti i eina öld, og likleg- asta skýringin er sú, að þeim hafi fyrst fækkað hægt og hægt, lengi, þangað til eftir voru tiltölulega litlir stofnar á stöðum þar sem menn áttu erfitt með að komast að þeim. Þegar svo efnahagur þjóðarinnar fer að batna, og mennsækja ekki eins gráðugt eft- ir fuglinum, fer honum að fjölga, einkum þó þegar ýmsar úteyjar og annes fóru i eyði og nýtingin minnkaöi af þeim sökum. Og enn heldurnýtingináfram að minnka, eftir þvi sem þjóðfélagið breytist. Þessum dýrum höfum við útrýmt — með annarra aðstoð — En vitum við ekki um ein- hverjar dýrategundir, sem við höfum beinlinis útrýmt, — að undan skildum geirfuglinum okk- ar fræga? — Jú. Við skulum telja hvita- björninn með og byrja á honum. Svo kemur rostungurinn, þá sandlægjan hans Jóns lærða, sem við útrýmdum i bróðurlegri sam- vinnu við aðrar þjóðir, og ef til vill fyrir þeirra tilstilli. Aðrir stofnar hafa komizt i mikla hættu, og má þar til nefna sléttbakinn, sem næstum hefur verið útrýmt, og hefur enn ekki rétt við eftir þær búsifjar sem honum hafa verið veittar. Það er eftirtektarvert, að geir- fuglinum útrýmum við árið 1844, einmitt þegar sjófuglastofnar við Island eru i hvað mestri lægð, en hitt ber okkur að hafa i huga, eigi að siður, að fleira kom til en nýt- ing Islendinga einna. Fiskimenn frá Bretlandseyjum og viðar sóttu mjög að sjófugli við íslands- strendur og notuðu hann sem matarforðabúr. Og eldsumbrot við Geirfuglasker neyddu fuglinn til þess að verpa nær en hann hafði áður gert, en fyrir vikið var hann að sjálfsögðu auðteknari bráð. Þannig hjálpaðistmargt að. — Hvernig stendur á hinni gifurlegu fjölgun máva á siöustu árum? — Sérfræðingar hafa deilt nokkuð um það, hvort breytingar á atvinnuháttum, landbúnaöi og fiskiveiðum, valdi hinni miklu fjölgun mávanna, eða hvort breytt nýting á þessum fugli er hér einnig aö verki. Um þetta skal ég ekki dæma, en vist er um þaö, að hvort tveggja hefur átt sér stað. Nýtingin hefur gerbreytzt og stórar fiskvinnslustöðvar hafa skapað fuglinum margfalda möguleika til fæðuöflunar miðað við það sem áður var. Hitt getur lika vel verið, að fjölgun máva sé ekki annað en liður i þeirri al- mennu fjölgun sjófugla, sem ég gat um hér að framan, — þeirra fugla, sem ekki eru lengur nýttir. Orsakirnar geta verið margar — Getur ekki verið vandi að greina á milli áhirfa mannsins á viðgang dýrastofna, og svo hins, sem kalla mætti ,,óviðráðanlegar orsakir”? — Jú, það getur einmitt verið ákaflega erfitt. Þar ber okkur fyrst og fremst að hafa i huga, að við erum ekki einir i heiminum. Jafnvel þótt þvi sé slegið föstu, að maðurinn hafi haft áhrif á vöxt — eða fækkun — einhverrar dýra- tegundar, er ekki þar með sagt. að þau áhrif hafi gerzt hér á landi. Það hafa til dæmis orðið gifurleg- ar gróðurfarsbreytingar viða i Evrópu, einmitt á þeim stöðum, þar sem islenzkir farfuglar hafa vetursetu eða fara um. Alkunna er, að loftslagsbreytingar verða i náttúrunni á löngum tima og auk þéss einstök stóráföll. Um 1930 eyddist marhálmur mjög við Islandsstrendur þótt ekki hyrfi hann alveg. Þessu olli sjúkdómur, sem kom upp i marhálminum suður i Evrópu og breiddist mjög ört út og eyddi þessari tegund á stórum svæðum, allt frá Norður-Afriku og til Islands. Litill vafi er á þvi, að þetta hef- ur haft i för með sér mikla röskun á islenzka álftastofninum, en hún notar marhálminn ákaflega mikið, og óliklegt er annað en að það hafi mikil áhrif á lifnaðar- hætti álftarinnar, þegar hann minnkar svo mjög sem her varð raun á. Margæsin eða prompan, sem fer hér um haust og vor, er með fram Vestur-Evrópu á veturna og verpir i Norður-Kanada og á Norður-Grænlandi. Margæsin lif- ir nær eingöngu á marhálmi, og henni fækkaði gifurlega, þegar marhálmurinr, varð fyrir áfall- inu. Þetta er dæmi um einstakt stór- áfall i náttúrunni. Þau geta auð- vitað alltaf orðið, þegar minnst varir, og það er langt frá að allar náttúrlegar breytingar geri boð á undan sér. Hvað myndum við gera, ef allt i einu kæmi upp bráð- ur sjúkdómur i þorskinum? — Hvað er að segja um heiða- gæsina okkar frægu? — Um hana vitum við talsvert, núorðið. Við vitum, að fyrr á öld- um voru heiðagæsirnar i Þjórsár- verum reknar hundruðum saman i stórar réttir, þegar þær voru i sárum, og drepnar. Er enginn efi, að þessi veiðskapur hefur verið stundaður öld fram af öld. Um 1700 hefur heiðagæsinni fækkað svo mjög að menn hætta að nýta hana. Siðan nær stofninn sér ekki á strik fyrr en nú á sið- ustu áratugum, og enn má búast við að heiðagæsinni kunni að fækka aftur hreinlega af núttúr- legum orsökum. Slikar langtimabreytingar geta oft verið þannig, að erfitt sé að segja, hvað er manninum að kenna. Menn hafa til dæmis gizk- að á, að fjölgunin á heiðagæsinni okkar stafi af breyttum búnaðar- háttum i Skotlandi, þar sem nú er farið að rækta miklu meira af byggi en áður. En heiðagæsin heldur sig mjög á þessum ökrum á veturna, og kemst nú af með miklu skemmri ferðir en áður. önnur gæsategund hér á landi er grágæsin. Hún heldur sig aðal- lega á láglandi. Henni hefur lika fjölgað að undan förnu, og margt bendir til þess að það eigi lika rætur að rekja til breytinga i landbúnaði. Hreindýr og minkur eru dæmi um innflutn- ing af ásettu ráði Aukning á dýrastofnum verður með ýmsu móti. Þar getur verið um að ræða bæði viljandi og óvilj- andi innflutning, eins og við vor- um að segja i upphafi. Við höfum flutt inn mýs ogrottur og fjöldann allan af skordýrategundum. Hreindýr voru flutt til landsins um 1780 til viðréttingar efnahagn- um, en landsmenn voru heldur ófúsir að stússa við hreindýr.og innan skamms voru þau lögzt út. Leið þá ekki á löngu unz þau voru talin hinar mestu óþurftarskepn- ur vegna þess að þau spilltu fjallagrösum. Annars er hægt aö kynnast viðhorfi Islendinga til hreindýranna með þeim einfalda hætti að lesa lög um friðun þeirra. Með þvi er lika hægt að geta sér nokkuð til um fjölda þeirra. Það smá-dregur úr friðuninni þangað til svo er komið, að þau eru orðin með öllu friðlaus. Um 1840, ei siöustu hömluninni rutt úr vegi. Eftir það mátti veiða þau eftirlitslaust, og gera veröur ráð fyrir, að stofninn hafi verið kom- inn i hámark hvað fjöldann snert- ir, þegar öllum hömlum er af létt. Upp úr þessu fer hreindýrum að fækka og gekk svo allt fram á áratuginn 1930-40. Voru þau þá út- dauð bæði i Þingeyjarsýslu og á Reykjanesskaga, þrátt fyrir margvislegar friðunartilraunir, sem gerðar höfðu verið á liðnum áratugum. Það litur þvi út fyrir að annað en veiðin ráði stofnstærð hreindýra, og er liklegast að það séu beitarskilyrðin. Ef við. hins vegar, viljum taka dæmi um röskun á dýralifi, er nærtækast að nefna minkinn. Þegar hann hafði verið fluttur til landsins. og var lagztur út, varð fljótlega mikil röskun á fuglalifi hér á landi og margir óttuðust eyðingu heilla fuglastofna. Nú ber þess að visu að geta, að við höfum ekki i höndum neinar órækar sannanir fyrir þvi að minkurinn hafi fækkað fuglum i stórum stil. Þó að fuglum fækki stórlega þar sem minkur tekur sér bólfestu, geturþað alveg eins stafað af þvi, að þeir hafi flúið varginn og setzt að annars staðar Hér er þvi að Minkurinn er duglegt veiöidýr, og hefur nú þegar valdið verulegri röskun á luglaltfi hér a landi, pott ósannað sé aö visu, hvort hann hefur beinlinis valdið fækkun fugla. Og minkurinn veiðir fleira en fugl. Hann heldur sig mjög meðfram ám og vötnum eins og kunnugt cr, og drepur fiska sér til matar. Minkarnir hér á myndinni höfðu gerzt all-áleitnir viö laxaseiði I Elliöaánum — og goldið fyrir það meö lifi sinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.