Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.12.1974, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ 1974 25 TÍMINN HEILSUGÆ ZLUSTÖÐIN Á ÞINGEYRI MESTU MUNAR UM SÍMANN OG FLUGIÐ Rætt við Jens A. Guðmundsson, lækni við heilsugæzlustöðina á Þingeyri Læknamál strjálbýlis- ins er vandi, er oft gerist rúmfrekur i umræðu manna og i fjölmiðlum. Hefðbundin, söguleg skipan þessara mála riðlaðist i straumi tim- ans og læknishéröð hafa verið læknislaus lang- timum saman, og fáir eða engir sækja um þau embætti, sem laus eru þegar upp er slegið. Sögu embættislækn- inga má rekja allt til ársins 1760 er Bjarni Pálsson var skipaður einskonar héraðslæknir yfir öllu íslandi, en siðan var landinu skipt i tvö umdæmi, og svo með ár- unum var þetta smám saman klofið niður i allt að 50 umdæmi, eða meira, eftir þvi sem læknum fjölgaði og skilningur og fjármagn leyfðu. En þaö var ekki allt fengiö meö þessu. Aö visu er mikilsvert aö hafa lekni viö höndina, en fleira kemur til. i gamla daga var aö- staöa manna — alls staðar á land- inu — nokkuö jöfn. Menn átu sömu meöul svo aö segja alls staðar á landinu og dóu úr sams konar sjúkdómum — og læknis- fræðin naut viröingar að verðleik- um. En svo fóru hlutirnir aö breytast. Læknisfræöinni fleygði fram, það fóru i hönd miklir timar þeim læknum til handa, sem viidu mennta sig meira og öðlast staöbundnari þekkingu I læknavisindum og smám saman færðust afrek læknisfræöinnar út úr sveitum og kauptúnum inn á stóru sjúkrahúsin i Reykjavik og á Akureyri. Þar moraöi af ungum sérfræöingum, sem geröu hrein- ustu kraftaverk á sjúklingum, og á sama tima og skær ljómi var um sérfræðina, féll skuggi á gamla sveitalækninn. Menn misstu smám saman trúna á meðul hans og kunnáttu. Umtals- verö veikindi varö aö lækna fyrir sunnan. Sveitalæknar unnu afrek Sveitalæknar og héraðslæknar voru þó — og eru — afreksmenn. Um það geta menn sannfærzt á sögunnar spjöldum. afrek þeirra voru mörg og stór. Mörg nöfn koma upp i hugann ef rifjað er upp. Til dæmis nafn Þorgrims Þórðarsonar, sem þjónaði Horna- fjaröarhéraöi. Hann fékk upp i hendurnar heila skipshöfn meira og minna kalna og tók hendur og fætur af mörgum mönnum inni á sveitabæ og bjargaði lifi þeirra og fyrir það hlaut hann lof þjóðar- innar og prússneksa örninn frá keisara þessara manna, sem voru þýzkir. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar, siðan fyrsti læknirinn var skipaður i embætti á Islandi árið 1760. Konúngur hélt áfram að úr- skurða nýja skipan þessara mála svo lengi, sem hans naut við og siðan tók alþingi við og markmið- iðvarog er, að skipa málum svo i læknislist, að sem jöfnust aðstaða sé fyrir alla að komast yfirmeðul og læknishjálp, hvar svo sem þeir búa á landinu. Það nýjasta eru heilsugæzlustöðvar eða lækna- miðstöðvar og mikið hefur á- unnizt i þeim efnum. Iframhaldiafþessu, þá langaði okkur á blaðinu til þess að ræða við ungan héraðslækni utan af landi og biöja hann að fræða lesendur um héraðslæknisstarfið árið 1974. Við hittum hann að máli.Jens A. Guðmundsson, lækni, en hann er 27 ára að aldri, og er héraðslækn- ir á Þingeyri. Fórust honum orð á þessa leið, m.a: Jens A. Guðmundsson læknir — Hvenær varöst þú héraös- læknir á Þingeyri? — Það varð ég i ágúst i sumar. Annars heitir þetta ekki lengur héraðslæknir, heldur er ég læknir við heilsugæzlustöðina á Þing- eyri, eins og það er nú nefnt. — Hvers vegna sóttiröu um þessa stööu, en ekki einhverja aöra úti á landi? Jens A. Guðmundsson, læknir við heilsu- gæzlustöðina á Þingeyri. Jens er 27. ára að aldri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1966, kandidatsprófi i læknisfræði lauk hann árið 1973. Siðan starfandi læknir við lyflækningadeild Borgarspitalans i 6 mánuði, ár á slysavarðstofu og 6 mánuði á barnadeild. Heilsugæzlulæknir á Þingeyri frá þvi i ágúst i Flugvélar hafa gjörbreytt aöstööunni til feröalaga milli fjaröa á Vestfjöröum og til annarra lands- hiuta. Hér sést flugvél hefja sig til flugs fyrir vestan. Þótt flugvélar séu háöar veöurlagi meö feröalög, hafa þær gjörbreytt aöstööu sjúkra manna og siasaöra I strjálbýlinu. Flugvél kemur vikulega meö meööl til heilsugæzlustöövarinnar I Þingeyri. sumar 1974. Jens er kvæntur Valgerði Hallgrimsdóttur og eiga þau tvö börn Margréti og Guðmund Jökul, sem hér er á myndinni með föður sinum. Valgerður Hallgrimsdóttir er kennari að mennt og starfar við skólann á Þingeyri. — Ég veit það ekki. Ef til vill hefur það átt sinn þátt i þvi, að ég á ættir að rekja þangað vestur. Faðir minn Guðmundur Jensson ritstjóri er frá Þingeyri og hans fólk, þótt ekki eigi ég lengur nákomna ættingja á þessum slóð- um. Ég er sem sé alinn upp við einhverja Vestfjarðarómantik. — Læknisaðsetur hefur lengi verið á Þingeyri, ég er nú ekki al- veg kunnugur þeirri sögu, en lik- lega hefur þó verið læknir þarna frá aldamótum, er Magnús As- geirsson var skipaður héraðs- læknir i Þingeyrarhéraði. Hann dó tveim árum seinna, eða 1902 og þá tók við Andrés Fjeldsted, sem varþartilársins 1911. Siðan hefur oftast verið læknir þarna og sum- ir voru lengi, eins og Gunnlaugur Þorsteinsson, sem gegndi embættinu frá 1911-1946. Þá tók við Kolbeinn Kristófersson i 3 ár og svo sat þarna Þorgeir Jónsson, læknir frá árinu 1949 og allt til ársins 1965. Siðan hafa verið þar ýmsir læknar, en árið 1972 fór að verða mjög erfitt að fá lækna til starfa á Þingeyri, eins og viða annars staðar. Það voru margir sem fengnir voru til þess að vera þarna stuttan tima, mánuð eða svo, en ég kann ekki þá sögu. Ég heyrði einhvern segja, að sá sem „gegndi embættinu” stytztan tima hafi aöeins veriö þar i tvo klukkutima. Sjúkrahúsið á Þingeyri kom upp skurðstofu — Hvernig var aöstaðan fyrir héraöslækninn á Þingeyri og hvernig er hún? — Sjúkrahús var á Þingeyri um aldamótin og það var rekið allt til ársins 1949, er það var selt, og þá var hafinn rekstur sjúkra- skýlis af Þorgeiri Jónssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.