Tíminn - 24.12.1974, Side 32
32
TÍMINN
JÓLABLAÐ 1974
Michail Soselitsclienko:
NEYÐAR-
HEMILLINN
Liklega hefir þetta stafað af
þvi fyrst og fremst, að Volodjka
Bokuf hefir veriö ofurlitiö
kenndur. Annars heföi honum
aldrei dottið i hug að fremja
þennan glæp. Já, blindfullur
hefir hann verið, það er svo sem
auðvitað.
Ef ykkur er nokkur þægð i að
vita það, þá var þannig mál meö
vexti, að rétt áður en lestin fór
af stað, haföi Volodjka drukkið
allsæmilegan dreytil af vodka,
já og drýgt hann duglega með
öli. En hvað mat viðvikur — já,
hvað haldið þið, að hann hafi
etið? Ofboöslitið, vesældarlegt
borgarabjuga. Það er varla, að
það taki þvi að segja frá þvi!
Er þá nokkuð að undra, þó
drykkurinn stigi honum til
höfuðs? óneitanlega er þetta
fremur svæsin efnafræðileg
samsetning. Maður veröur eitt-
hvað svo undarlega svima-
gjarn, hinar fráleitustu hug-
myndir skapast i heilanum og
maður fær óviðráðanlega löng-
un til að láta heiðraða áhorfend-
ur skynja, hvilik merkispersóna
sé á meðal þeirra.
Sem sagt, Volodjka gekk inn i
vagnklefann og fór fljótlega að
gefa sig til kynna. Hann er,
svona ykkur að segja, fær i
flestan sjó og getur leyft sér
hvað sem vera skal. En færi
eitthvað illa fyrir honum, getið
þið reitt ykkur á, aö sjálfur
Hæstiréttur myndi gerastverj-
andi hans, þvi það get ég sagt
ykkur skýrt og skorinort, að
ætterni hans er óaðfinnanlegt.
Afi hans hafði sem sé verið
fjósamaður og móðir hans
vinnukona.
Þannig veður mikið á
Volodjka i vagnklefanum um
stund, og sjálfsálit hans fer
hraðvaxandi. En gagnvart hon-
um situr borgari með bómull i
eyrunum, hreinlega klæddur og
smekklega. Hann segir:
— Þú ræður þvi auðvitað, hvort
þú heldur svona áfram, en það
máttu vita, að ef þú gerir það,
verður þú settur i steininn á
næstu stöð.
Volodjka svarar?
— Þú þarft ekki að ætla þér þá
dul að skerða sjálfsvirðingu
mina. Vegna ætternis mins er
það fullkomlega tryggt, að ég
verð aldrei settur i seininn. Mér
er óhætt að gera hvað sem mér
dettur I hug. Alltaf verða mér
fundnar málsbætur.
Við verðum að muna, að hann
var fullur.
Smám saman fóru fleiri og
fleiri af samferðafólkinu að láta
óánægju sina i ljós, en þeir, sem
voru verst innrættir tóku að
ögra honum. Maður nokkur með
bláa húfu — en svarta sál —
segir t.d.:
— Heyröu drengur minn,
reyndu að brjóta rúðuna hérna
úr glugganum, þá fáum við hin
að ganga úr skugga um, hvort
þú verður settur inn eða ekki.
Eða gerðu annað sem er ennþá
betra: Láttu rúðuna eiga sig, en
stöövaðu lestina með þvi að
taka i handfangið hérna. Það
er neyðarhemillinn.
Volodjka svarar:
— Ha, — hvaða handfang? Get-
urðu ekki komizt þannig að orði,
að hægt sé að vita hvað þú átt
við — sníkjudýrið þitt.
Sá, með bláu húfuna segir:
— Sérðu ekki handfangið hérna,
eða hvað. Það er neyðar-
hemillinn. Taktu snöggvast i
það-----
Allir viðstaddir og þar á
meðal sá með bómullina i eyr-
unum gengu nú á milli og vildu
stilla til friðar: Hann ætti að
skammast sin fyrir að koma
slikum hugsunum inn hjá
ölvuðum manni. En áður en
nokkur vissi af, var Voladjka
staðinn á fætur og búinn aö taka
duglega i hemilinn.
Maðurinn með bláu húfuna
fórnaði höndum og hrópaði:
Bölvaður asninn! Svei mér,
sem hann hefir ekki stöðvað
lestina!
Menn tóku nú sem óðast að
forða sér burtu. Sá með bláu
húfuna ætlaði að laumast út á
vagntengslin, en var kyrrsettur
i klefanum.
Maðurinn méð bómullina i
eyrunum segir:
— Þetta er rónaháttur. Nú
stöövast lestin eftir augnablik.
Hjólin skemmast og lestin
verður á eftir áætlun.
(Michail Soschtschenko er
fæddur i Leningrad árið 1895
og er af listamannaættum.
Hann tók þátt i ófriðnum
mikla, særðist og varð fyrir
gaseitrun. Siðan stundaði
hann alls konar vinnu þartil
1921, að hann gerðist rit-
höfundur. — Soschtschenko
gerir mest að þvi, að skrifa
örstuttar gamansögúr, sem
þó fela i sér ádeilu og alvöru-
þunga, sem alltaf hittir
markið. Hann hefir frá byrj-
un rithöfundarferils sins
verið einn af vinsælustu rit-
höfundum Sovét-Rússlands).
Jafnvel sjálfur Volodjka varð
hálfhræddur.
— Látið ekki þann með bláu
húfuna sleppa burtu segir hann.
Það er bezt að við sitjum hlið við
hliö!
En lestin stöðvast ekki.
Menn segja:
— Járnbrautarlest á fullri ferð
verður ekki stöövuð á augna-
bliki, jafnvel þó það sé ekki
hraðlest. Hún getur runnið .75
metra á teinunum eftir að
hemlarnir hafa gripið, og ennþá
lengra, ef teinarnir eru votir.
En lestin þýtur áfram.
Nú er hún búin að fara heilan
kilómeter, siðan Volodjka tók i
handfangið, og ekkert bólar á
þvi, að hún hægi ferðina.
Maðurinn með bómullina i
eyrunum segir:
— Þessi hemill er liklega---
hm — hm—
Volodjka segir:'
— Var ég ekki búinn að segja
ykkur, að mér væri óhætt að
gera hvað sem væri?
Og svó gekk hann til sætis. En
á næstu stöð fór hann út til að
anda að sér hreinu lofti. Og
heim kom hann minna ölvaður
en hann annars átti að sér.
B.J. þýddi.
Við sendum öllum viðskiptavinum og starísfólki
beztu óskir um
gleðileg jól og
farsœlt komandi ár
Þökkum gott samstarf á árinu,
sem er að líða
KAUPFÉLAG Skaftfellinga
VIK