Tíminn - 24.12.1974, Side 36

Tíminn - 24.12.1974, Side 36
iifiiBaasi iiSnuin TIMINN JÓLABLAÐ 1974 JÓLABLAÐ 1974 TIMINN Eggert ólafssyni fannst Mývatnssveit svört og Ijót ásýndum Hér mun veröa fjallaö um skáldin og landiö. Frá þvi fyrst var fariö aö yrkja hér ættjaröarkvæöi fyrir alvöru, en þaö geröi sá ágæti maöur sr. Einar I Eydölum, hafa gæöi landsins veriö yrkisefni, ekki síö- ur en fegurö þess: En móöurjörö er mér svo kær, mig hefur langaö, guö minn skær, aö geta þess allra gæöa, sagöi þjóöskáldiö eystra. Slfkar náttúrulýsingar náöu seinna hámarki sinu I Búnaöarbálki Eggerts ólafssonar. Hann haföi matarást á landinu og kvaö svo: Guö hefur margt til matarbóta mönnum gefiö á landi hér. Lýsingar á landi og þjóö og samskiptum þeirra voru hvergi reistará svo traustum rökum vis- indanna og á svo tilþrifamikilli list eins og I kvæöum Eggerts Ólafssonar og Jónasar Hall- grlmssonar. Sjálfsagt hefur Eggert veriö þeirra meiri náttúrufræöingur, — hann var þar hundraö árum á undan slnum tlma, en Jónas hefur veriö stórum betra skáld og hug- Ijúfara, fyrst og fremst feguröar- innar skáld. En jafnvel hjá þessum önd- vegismönnum gat skoöanamun á landinu brugöiö til beggja skauta. Eggert þótti Mývatnssveit svört og ljót ásýndum, og islenzkir stjórnmálamenn fluttu Alþingi burt af Þingvelli, af þvi að þeim þótti staöurinn ljótur og óvistleg- ur. 1 öllu talinu um list og fegurö- arboðskap Fjölnis gleymist þaö oft, aö ein höfuökenning hans var um nytsemina. Jónas kvað ekki einungis um „landiö loftháa — og ljósbeltaða”, heldur lika um nauðsyn „sterkra stórvirkja” og um afl fossanna, og hann geröi á- ætlanir um iðnfyrirtæki. Mér er til efs, að nokkurt yrkis- efni úr islenzkri náttúru sé vold- ugra en landið, sem ris úr úthaf- inu I tign sinni eða dýrö. Skáldin hafa ort ágæt kvæöi um landsýn- ina frá fyrstu tiö og til Hannesar Hafsteins, sr. Matthiasar og Daviös frá Fagraskógi, og mótað hana ýmislega: Sr. Matthias segir: ættbyggö, er sýnist nú úfin og ljót, andi minn bræöir þinn jökul og grjót. Davlð kvað: Ástum og eldi skirö óskalönd birtast mér. Hvillka drottins dýrö dauölegur maöur sér. Halldór Laxness segir i oröstaö söguhet ju: — Ég hef staðið til hlés i kuggi i sporum þeirra veöurbitnu sjó- ræningja af Norvegi, sem lengi létu undan drlfast fyrir veörum i hafi, uns alt i einu uppris þessi mynd. Það er ekki til ægilegri mynd en tsland sem þaö rls úr hafi, segir hann. Þessir sjóræningjar af Norvegi fluttu meö sér út I óvissu ævin- týrsins i úfnu úthafi: nýja skipa- tækni og nýja pólitik og arfleifð gamals kveöskapar. örlög þess- ara einkenna uröu nokkuö ólik i hinu nýja landi þeirra. Skipa- kosturinn gekk úr sér eða breytt- ist. Pólitikin tók hamskiptum i nýrri merkilegri löggjöf, en kveð- skapurinn reis i nýjar hæðir af gömlum grunni. Siöan kom sú sagnaritun, sem við höfum nú enn, og flestir fræðimenn hafa um langt skeið talið verk höfunda, sem heföu veriö skáld en ekki sagnaritarar, þó að margt sé ó- ljóst og óráöið I þeim skrifum. Um þessa höfunda veröur ekki rætt um hér, þó að það sé girni- legt aö skoða einnig sagnaritar- ana og landið, og þaö hefur, að ég held, ekki veriö gert I samfellu. Skáldin og haf ið Hinir nýju Islefndingar ortu snemma um landiö, en helzt ortu þeir um hafið. Siöan hefur saga Islendinga veriö sagan um hafið. 1 skáldakvæöum heitir hafið t.d. brautland báru, hlýrvangur og is- heimur og dynskógur dorgar. Báran er blóöughadda — og á- þekk mynd kemur löngu seinna hjá Jóhanni Sigurjónssyni — og báran heitir himinglæfa, dúfa drafnar og er súgandi, hvitfölduð, hrynföxuö eöa sólgáruð. Þetta orðafar skáldamálsins lifirlengi góöu lifi I rimunum, eflt eöa útþynnt á vixl. Jafnvel þegar höfuöóvinur rimnanna, Jónas Hallgrimsson, kveöur formanns- visur sinar, notar hann enn orö eins og máva-miö, mardöll og þorskaleiö og hann kallar skipiö ölduljón eöa rangajó og gnoð. Það er svo undarlegt hvað máliö getur stundum veriö manninum mátt- ugra I skáldskap. Hjá sr. Matthi- asi var hafið ennþá riki Dumbs, og hann heyrir hræsvelgs hjaön- ingavig i hafisvalki um haust. Sr. Matthias kallar skipiö súö og unn- arjó og Einar Benediktsson lætur „knörrinn leika, velta súöavöng- um”, og enn kallar Tómas Guö- mundsson skipin sævarins fáka. 1 þessu skáldamáli um hafiö er ekki mikiö af fallegum náttúru- lýsingum, en þær sýna, hversu máttur hafsins var mikill i hjarta skáldanna og i baráttu fólksins. Þegar hafinu sleppir, eru nátt- úrulýsingar fornskáldanna oft aukaatriöi eða utan viö eöa til stuönings einhverju öðru, sem er meginmáliö. Samt er margt i þeim i ljómandi litum, eöa I form- fögrum linum, og þó alla jafna i hófsemi oröanna. Þessar náttúru- lýsingar skáldakvæöanna eru á- þekkar þeim forna laufaskuröi og litlum, skritnum dýramyndum, sem oft skreyta spássiur og upp- hafsstafi gamalla handrita utan viö eöa innan um meginmáliö. Fornt skáldamál er furðulegur grasgaröur. Gildi þess og fegurö — þegar hún er til — er fólgin i mótun einstakra mynda i umgerð hvers háttar. Oröaforöi þess er miklu meiri um mannfólkið og einkenni þess — hreysti karla og fegurö kvenna — en um náttúruna umhverfis fólkiö. Allur þorri oröaforðans um landið er af ein- hverjum toga misjafnlega merki- legra og skemmtilegra goösagna. Landiö hét jörmungrennd eöa miðgaröur eða hold móöur mellu- dólgs, eða fljóö ómars eða elja Friggjar. En þaö heitir lika fallegum orö- um eins og storö, jarðriki og ljóö- heimar. Sum oröin lýsa vel land- fegurö og landgæðum, en snjöll nýyrði verða ekki algeng þegar á liður. Landiö er heimur og byggö, fold og frón, mold og mörk og kostir gróandi, breiöfeldur, hjarn og snægrund. Sambúð lands og þjóðar I nöfnum Landnámu eru ýmis orð, sem segja nokkuð af sambúö lands og þjóðar og af nytjum landsins. Ár heita Laxá, Urriöaá og Fiská. Staðir heita Akrafell og Hrisateigur, Mávahliö og Alfta- ver, eða þá Reykjavik og Reykir, Laugardalur og Varmalækur. Svo eru nöfn, sem menn viröast hafa gefiö i gleði hjarta sins yfir landi, þar sem þeir undu sér vel: Skrúö- ey, Unaösdalur, Sunnudalur og Sólheimar. Þrátt fyrir skáldskap og skrúð- mikil nöfn fundu Islendingar snemma til þeirra sérkenna landsins, sem voru hörö og erfiö viö aö búa. Þeir sögöu þá stund- um aö landiö eöa hafið væri ljótt, ortu um ljót él eöa ljótar leiöir og sögðu, að leiö erumk fjöll eða kjörtuðu um þokuna. Svo gátu skáldin einnig ort um vorlangan dag og gróandi jörö og hunangsilm úr moldinni. Þessi orðaforði er mikill og merkilegur frá sjónarmiöi orösögu og brag- fræöi, — einnig um skilning skáldanna á landinu, en frá sjón- armiöi hreinnar listar er ýmislegt af þessu minna virði. En vel gæti ég trúaö þvi, aö einhvern tima mætti halda ráöstefnu eða sýn- ingu, sem héti: íslenzkan og ís- lendingar — samskipti máls og manns i 11 hundruð ár. 1 Landnámu eru nokkrar visur, sem ætlað er aö sýna afstööu skálda til hins nýja lands. 1 einni þeirra segir Styrbjörn nokkur, aö: allt er ömurlegt (eöa amorlegt) útnoröur I haf, frost og kuldi feikn hvers konar. önnur er eignuö Hallsteini Þengilssyni, er hann sigldi af hafi og frétti andlát fööur sins: Drýpur Höfði, dauöur er Þengill, hlæja hllöir viö Ilallsteini. Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrv. útvarpsstjóri: SKÁLDIN OG T ANDTD |j/i 1 1LFIU Þorsteinn Erlíngsson orti um Gullfoss, Sigrlöur I Brattholti háði langa baráttu hans vegna, en Páll Melsteö, sem eitt sinn átti hann, fór aldrei aö skoöa hann. Engar sönnur verða nú færöar á svo fornan uppruna visnanna, sem Landnáma ætlar, en samt sýna vísurnar náttúruskoðun skáldanna á fyrstu timum lands- byggðarinnar. Það voru annars ekki ljóðskáld- in, sem fyrst hófu frásagnir af sambúö lands og þjóöar. Það var söguritunin sem geröi þetta. Upphaf íslenzkrar vistfræöi Ég ætla að drepa á eitt dæmi til viöbótar visunum, sem ég nefndi og varðar forna skoðun á sam skiptum lands ogþjóðarÞaö er sú alkunna saga Landnámu um Þór- ólf smjör. Þegar hann og félagar hans koma heim til Noregs úr Is- landsferð og menn spuröu um landiö, lét Flóki illa yfir, Herjólf- ur sagöi kost og löst, en Þórólfur kvað drjúpa smjör af hverju strái i landinu. Sagan hefur auðvitað veriö véfengd og visast réttilega. Allt um það sýnist mér hún merkileg, hvort sem hún er feng- in úr gamalli munnlegri gleymd eöa úr erlendri bókvisi. An ein- hvers skynsamlegs tillits til munnlegra erfðaheimilda veröur islenzk sagnaritun misgömul og kvæöin ekki skirö. Um frásögn Landnámu af Þór- ólfi smjör er það að segja, aö hún er bæöi falleg saga og góð sagna- ritun, þó að hún standist ekki öll þau sagnfræði, sem menn hafa nú fengið frá t.d. Ranke, Werbull eða Namier. Sá, sem skrifaði söguna, hefur likast til ekki taliö, að hún væri skáldskapur, og þeir, sem lásu hana þá, hafa ekki álitið, að hún væri lygi. Hún er blátt áfram söguleg frásagnaraðferð þess tima til þess aö túlka eöa lýsa — kannski I fyrsta sinn á íslandi — þvi, hvernig landkönnunarmenn kringum upphaf Islandsbyggöar heföu sjálfir litið á landiö og á hugsanleg samskipti mannsins við landið. Þessi Landnámusaga er upphaf islenzkrar vistfræði. Landnáma túlkaði málin lauk- rétt og sögulega. Skáldskapur og sagnaritun fóru i sama far. Þó að margt, sem fornir sjó- hraktir landleitarmenn ortu um ísland væri arfur úr gömlum skáldskaparmálum var annað ný smið sjálfra þeirra. Þeir sáu ný náttúru fyrirbæri, sem þeim voru áður ókunn — eldgos og jökla. Þeir hafa tekið upp gömul orö I nýrri merkingu um þetta: Hraun og jökull, en hraun merkti áður helzt skriðufall. Lítill fegurðarauki að fjöllum og jöklum Það er fremur nýtt i náttúru- skoðun, að menn meti fjöll og jökla til fegurðar. Menn höfðu beyg af þeim fram á daga Egg- erts og Bjarna, sem fyrstir voru hér fjallgöngumenn, en það var Jónas Hallgrímsson, sem fyrstur sló þvi föstu, að „tign býr i tind- um, en traust I björgum”. Annars héldu skáldin sifellt á- fram að yrkja um landið og oft mest um hörku þess og bjarg- ræðisbrest. 1 svo mikilli kveð- skarpargrein eins og rimunum, er ekki mjög mikiö um náttúru landsins, enda eru þetta fyrst og fremst sagnakvæöi eða reyfarar. Sigurður Breiöfjörö er þar, eins og sums staðar annars staðar, nokkur undantekning. Þriöji mansöngurinn i Númarimum er gott ættjarðarkvæði: Móöurjörö, hvar maöur fæöist mun hún eigi flestum kær. °g: Já, ég minnist fóstran forna á fjöllin keiku, sem þú ber. I 7. mansöng er góö lýsing á leysingum: tsum ryöur eins og fjöörum af sér niöur I þungum söngum, gnauöar iöa á grundarjöörum glymur kliöur strauma löngum. Meira af góðum náttúrulýsing- um er i svonefndum fornkvæöum eða þjóökvæöum og hjá nokkrum nafngreindum skáldum. Þar er ort um það, aö „fagurt sungu fuglar á heiði” og um „fleygan loftsins her”, um tunglskinið og um fagran fjölda stjarnanna, eöa um hina sælu sumartið og „hvað er betra en sólarsýn”. Þessi skemmtilegu skáld yrkja lika um það, sem haröara er I náttúrunni, og prisa jafnvel vet- urinn umfram sumarið, og þau vita að „frost eykur fégrand”, og þekkja köld vor og fiskileysi. öðr- um þræði er á þessum öldum mikil, vorglöö rómantlk skáld- anna, en stundum af erlendum toga. Ég grip rétt i Danslilju sr. Þorláks' Þórarinssonar: Viö I lund, lund fögrum eina stund, sátum siö sáötlö sól rann um hllö.... Hallgrimur Pétursson haföi lika áður ort vor- og sumarkvæði. Náttúruskáldskapurinn er svona lengi i meira eða minna róman tiskum anda, unz umskipti veröa um skeiö i nýjum skáldskap Egg- erts ólafssonar. Þar er höfuö- áherzlan lögö á nytjar landsins og gagnsemi náttúrunnar. Þetta eru áhrif nýrrar náttúrufræði, sem Eggert ruddi braut, og nýrra hag kenninga um þau nýju not, sem hafa mætti af landinu. Eggert Ólafsson var gott skáld og hag- orður og ekki aö miöa viö þaö hraungrýti, sem viöa er i forn- stælingum ljóða hans, dróttkvæð- um, sem þá voru i tizku, þvi að hann hefur einnig ort létt og fag- urlega um islenzka náttúru. Frá honum er komið tákn landsins i mynd Fjallkonunnar. Búnaöar- bálkur hans er eitt af öndvegis- kvæðum íslenzkrar ljóösögu vegna byggingar sinnar og boð- skapar.... Viðkvæðið er þó að vænt er aö kunna vel aö búa, vel aö fara meö herrans gjöf. Það er ekki amalegt, þvi aö „náttúran stigur vikivaka” og „lystugt er úti aö vera á vori, veðrið fagurt og sólin skin” og maðurinn á þvi að kætast i lifi sinu. Ný fylling og fegurö í kvæöum Jónasar Þessi ‘náttúrustefna fær nýja fyllingu og nýja fegurö i kvæöum Jónasar Hallgrimssonar. Þaö er skemmtilegt að bera saman sum kvæða þeirra, svo sem Ferðarollu Eggerts og flakk Jónasar Á sjó og landi. Sá flokkur Jónasar er skáldleg, persónuleg landafræði. Margir hafa kveöið fagurlega um islenzka náttúru, enginn eins unaðslega og þó eins raunsætt og Jónas, enginn skiliö svip og linur landsins eins og hann. I einstökum kvæöum geta sum skáldin á eftir Jónasi veriö jafn- okar hans, eöa máttugri i sumum greinum, en þau eru flest erfingj- ar hans. Útsýni um islenzka nátt- úru er séð meö augum Jónasar, og Islands lag er lag Jónasar Hallgrimssonar, eða hefur verið til skamms tima. Aþekkt fer einnig Steingrimi Thorsteinsson meö nokkrum til- brigðum, en hann rakti seinna sinn kveðskap i ætt Jónasar og hefur liklega séð hann sjálfan i æsku sinni vestur á Snæfellsnesi. Þeir Jónas og Steingrimur hafa kveðið finlegast og af mestri feg- urðarrækt, en þó hófsemi, um is- lenzka náttúru. Sr. Matthias og Einar Bene- diktsson hafa kveðið hin kröftug- ustu kvæði og tignarlegustu um sum náttúrufyrirbæri og haft mjög viöa sjón um land og haf. Sr. Matthias i voldugum kvæöum eins og Gefjun, Hafisinn — lands- ins forni fjandi, A Gammabrekku og Eyjafjörður og Landsýn i stormi. Margar náttúrulýsingar Einars Benediktssonar eru stór- brotnar og spaklegar: Dettifoss, Norðurljós, Landsýn og Sumar- morgunn i Asbyrgi. Glitrar I hllöinni geislarún glófaxiö steypist um haga og tún.... eða: meö nýrri sjón yfir hauöur og haf sá horfir, sem blómin skilur.... En islenzk náttúra er ekki rimantisk hversdagslega, hún er það i sparifötum Fjallkonunnar og i sumarklæðum skáldanna. Skáldin hafa unnið það krafta- verk á landinu og skoðunum landsmanna að gera helgrinda- hjarn þess og vetrarriki að nótt- lausri voraldarveröld, eða þar sem andar suðri sæla vindum þið- um. Að yrkja sig út úr hörku lífsins Skáldin sjálf hafa ort kvæði sin um landið ýmislega: i sterkum stuðlum og rammri hugsun eða i viravirki rims og stemninga. En i vitund fólksins og viðbrögðum hafa kvæðin verið nokkuð söm og jöfn i sögunni. Léttvægust i sögu kvæðanna er bókmenntasagan — kvæðin hafa kynslóð fram af kyn- slóð verið miklu meira þjóðsaga og þjóðarörlög, hluti af lifi fólks- ins I bliðu og striðu. Fólk fór ekki helzt með kvæði til listrænnar nautnar. Það fór með kvæði blátt áfram til þess að halda á sér hita, — við fjárgeymslu, við moldar- verk og sjósókn — kvæðin voru til þess að lyfta fólki úr einmanaleik og ömurleik hversdagsins i harð- býlu landi — upp i nýja heima. Alþýða manna orti sig og kvað sig út úr hörku lifsins i þá drauma- veröld, sem hélt i þvi lifinu. Afstaða skáldanna til landsins Annar straumur en kvæöi vors- ins og fuglasöngsins og sólarlags- ins hefur einnig glumið i farvegi ljóðanna um landið. Aður á öld- um voru þetta eymdaróðir og Heimsósómar og alls konar kvæði um hrörnun landsins. Það voru lika ljóð um ógnir landsins, um eldgos og isa, „hungurdiskum hendandi yfir gráð”, sagði sr. Matthias. Eldgos hafa verið yrkisefni Is- lenzkra skálda (frá Völuspá til Jónasar Hallgrimssonar). I Bergbúaþætti er alllangt kvæði fornt, Halimundarkviða, um eld- gos, fyrsta stóra lýsingin á þessu, — lýst gný fjallanna og þvi, hvernig eldarnir þeytast upp og glóðirnar fjúka, glymjandi fjalla- borg bifast, jöklar gjósa, en him- inn klofnar i eldhriðinni. Lönu seinna kom goskvæði sr. Jóns Steingrimssonar um Skaftáreldana og loks klassiskt Skjaldbreiðar-kvæði Jónasar Hallgrimssonar, fulltaf visindum jarðfræðingsins og listrænni og kröftugri kveðandi skáldsins. Voldug hafiskvæði heyra einnig til þessari kveðskapargrein, og siðast en ekki sizt röð af förgum og fignarlegum fossakvæðum, helzt um Dettifoss, frá Kristjáni Fjallaskáldi (1866) til sr. Matthiasar og Guðmundar á Sandi og til Einars Benediktsson- ar og Jóns Magnússonar. Þessi fossakvæði eru mjög merkur þáttur i afstöðu skáldanna til landsins. Það er ekki einungis skáldamál þeirra, hættir og hrynjandi, sem er máttugt og glymjandi, flest I þeim er fagurlega ort og margt forkunnarvel. Kannski lýsir ekk- ert þeirra eins vel tign og töfrum og ótömdum krafti fossins eins og kvæði Kristjáns Fjallaskálds, en i seinni kvæöunum koma fram ný sjónarmið, nytsemdarsjónarmið, ný trú skáldanna á orku landsins. Landið er ekki einungis róman- tisk fegurð, það er raunhæf og risavaxin stöð ótæmandi krafta til frjósemdar og ræktunar. Þvi sagði Einar Benediktsson: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja bogastreng þinn kraftsins ör. Sigriður I Brattholti varö hetja af þvi að vilja ekki selja fegurð Gullfoss til virkjunar. Páll Mel- sted átti lika einu sinni Gulifoss, en honum fannst aldrei taka þvi að fara að sjá hann. Fossar voru lengi ekkert stór- mál i afstöðu skálda til landsins. Ekkert heilt fossakvæði er til eftir Bjarna eða Jónas eöa Jón Thoroddsen, Grim eða Gröndal. Þó að Eggert kvæði um Heklu og Geysi eru Gullfoss eða Dettifoss ekki i Ferðarollu hans eða Ferða- bók. Sveinn Pálsson nefnir Gullfoss og segir, að þar hafi bóndinn i Framhald á bls. 39. !■■■■■■■■■■■■■) !■■■■■■ :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: I ■■>■■■■■■■■■■■■■■■■■■■••■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ !•■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■•••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ :::::::: :::::::u::::::::::::::

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.