Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 40

Tíminn - 24.12.1974, Qupperneq 40
40 TIMINN JÓLABLAÐ 1974 Hljómleikar aö kvöldi til I Sierra i Sviss. Mikiö var talaö um þessa hljómleika I svissneskum blööum, og fengum viö mikiö lof. Hiö eina, sem fundiö var aö, var aö búningarnir voru of ameriskir. ÞAÐ fylgir þvi jafnan nokkur eftirvænting, þegar lagt er upp i langferö, og þess virtist gæta i fasi flestra þeirra, sem stigu upp i langferöabil þann, sem flytja skyldi rösklega 50 manna hóp til Keflavikurflugvallar þ. 9. ágúst s.l. Þetta var LúBrasveit Hafnar- fjarBar aB hefja þriggja vikna ferBalag til meginlandsins, og meB I förinni voru vitanlega eiginkonur, kærustur og nánir vinir. A Keflavlkurflugvelli var gengiB i friöri fylkingu um borö i þotuna „Viking” frá Sunnu, og stefnan tekin til Hamborgar. Eftir þriggja tima þægilega ferö viö góöa þjónustu var lent notalega þar á flugvellinum. Þar stóöu okkur opnar dyr, meö allt okkar hafurtask, sem var nokkuö mikiB meö öllum hljóöfærum, pinklum og töskum, sem slikum hóp fylgja, þvi áætlaö var, aö jafnframt sem þetta var ferö til upplyftingar frá dagsins önn og amstri, skyldi þaö vera hljóm- leikaferö, eins og það lika varð. Eftir að hafa kvatt tollverði með bugti og beygingum, þvi þeir leit- uöu ekkert i farangri okkar, fundum viö fljótlega Scania Vabisinn, 54 manna bll, sem nú beiö okkar, ásamt Eiriki rauöa, sem alls ekki var rauður. Þarna átti aö vera okkar annaö heimili næstu þrjár vikurnar. Eftir svo að hafa komið farangrinum eins haganlega fyrir og unnt var, stig- um við upp I farartækið, og röðuð- um okkur eftir öllum nótum fyrir langa setu og e.t.v. þreytandi. Ráöamenn fararinnar sátu fremstir sem vera ber, og fengu strax nægjanlegan starfa að sirkla út stefnuna til Lubeck, þvi sú borg var fyrsti viðkomustaður- inn. Þaö tókst vel að finna næstu hraðbraut og gaf Eirikur „tæk inu” vel inn svo við kæmum ekki alltof seint i næturstað. Við áttum það vist að Islenzki ræðis- maöurinn i Lubeck, Frans Siemsen, ættaður úr Hafnar- firði, biði komu okkar, og það stóð heima, að þegar billinn nam staðar, var Siemsen þar og fagnaði okkur innilega sem hans var von og visa. Við áttum eftir að kynnast honum og fjölskyldu hans betur á meðan við dvöldum þarna. Henni var auðsjáanlega sérstakt gleðiefni að fá svo marga landa, og það Hafnfírðinga i heimsókn. Næsta morgun voru hljóðfærin tekin upp og arkað út á Ráðhús- torgið, þar stilltum við okkur borginmannlega upp og blésum af miklum móð i þægilegri rign- ingarskúr, sem um 1500 manns létu ekki aftra sér frá að hlusta á okkur. Að þessari hljómkviðu lokinni var okkur boðið til ráðhúss borg- arinnar, sem er höll ein mikil I fornum stfl, þvi Lubeck er af gömlum rótum runnin. Hún hafði fyrr á öldum mikil samskipti við island á sviði verzlunar og út- gerðar,og kemur Hafnarfjöröur talsvert þar við sögu. Þarna i þessari söguriku höll var okkur veittopinber móttaka af frú borg- arritara og okkar ágæta ræðis- manni, sem túlkaði ávarp frúar- innar, þar sem hún bæði bauö okkur velkomin og gaf stutta yfirsýn yfir samskipti borgarinn- ar við ísland. Þvi miður varð frú- in fljótlega að yfirgefa okkur vegna embættisanna, en þá kom einkennisklæddur herra, sem fylgdi okkur um helztu sögulegu staði hallarinnar, og útskýrði fyrir okkur ýmsa sögulega muni og forvitnileg meistaraverk, sem báru vitni um hugvit og list fyrri tima. Þegar við vorum orðnir margs visari um, hvað gamlar hallir geta haft að geyma, var ekið til gamals veitingastaöar til að þiggja hádegisverðarboö ræðismanns okkar. Þessi veitingastaður er I engu likur nú- tlmanum, heldur aftan úr grárri forneskju, með hangandi I loftinu likön af galeiðum og öörum þeirra tima sjóferðatækjum. Þarna voru langborð mikil, og matur allur eftir þvi, mikill og góöur, og gekk Siemsen rikt eftir, að allir fengju nægju sina. Eftir þennan mikla og góða hádegisverð, fengu menn sér göngutúr um borgina, svona rétt til heilsubótar, og e.t.v. litiö inn i verzlanir um leið. En kl. 15 skyldu allir safnast saman við farar- tækiö góða, þvi þá voru hljóm- leikar fyrir dyrum. Bærinn Travemunde er I nokkurri fjarlægö frá Lubeck nær sjónum Þarna áttum við að láta heyra i okkur, og helzt á þar til gerðum svölum. En það gengu yfir smá- skúrir, og urðum við þvi að vera innan húss. En það var ekkert verra, þvi þetta var stór og rúmgóður salur, og hentugur til hljómleikahalds. Þarna stjönuðu við okkur nokkrir herrar, músikalskir á aö lita, og sáu um, að okkur vanhag- aöi ekki um neitt. Að hálfnuðum hljómleikum var gefið gott hlé sem við nutum vel, þessir ágætu herrar höfðu sett tvo kassa fyrir aftan okkur, annan með bjór, en hinn með gosi, og lái okkur hver, sem vill, að sá fyrri tæmdist fljótt. Eftir svo að hafa gert þessu skil, sem gestrisninni sæmdi, hófum við hljómhviðuna að nýju, og nú meö stærri og erfiöari viðfangsefni, sem okkur var klappað óspart lof i lófa fyrir. Þarna lékum við I rúman klukku- tima fyrir troðfullu húsi og viö góðar undirtektir. En þar með var ekki dagskráin á enda, þvi nú var eftir að þiggja kveldboð sendiherrans og fjölskyldu hans. Þangað var nokkuð löng leið, en við nutum feröarinnar, og áttum von á góðum viðtökum, svo það lá vel á öllum, eins og reyndar alltaf I ferðinni. Þegar komiö var til heimilis sendiherrans, beið öll f jölskyldan utan dyra, ásamt nokkrum gestum. Okkur fannst þvi tilvalið aö taka upp hljdðfærin og leika nokkur ættjarðarlög þarna á tún- inu, sem óefað var nú Islenzkur reitur. Það myndaðist þvi þarna strax Islenzk hátiðastemmning. Á vistlegu heimili þeirra hjóna nutum við rikulegra veitinga við heillandi framkomu og innilega gestrisni allrar fjölskyldunnar. Kvöldið var fljótt að liða, en verður okkur öllum eftirminni- legt, og minnumst viö þess með þökkum. Á tiunda timanum kvöddum við þetta elskulega fólk, og héldum til hótelsins. Þessi fyrsti dagur ferðárinnar hafði verið anna- samur en ánægjulegur og lofaöi góðu. Næsta morgun um niuleytið skyldu allir mættir við bilinn, ásamt farangri, og hlýddu allir þeirri kvaöningu. Reistur var langur stigi fyrir miðjum bilnum, þeim knáu herrum til hæginda, sem voguðu sér svo hátt sem upp á þak bilsins til að raða og koma fyrir stærstu hljóðfærunum og sterkustu ferðatöskunum. Þetta var siðan sériþrótt að mestu hinna sömu kappa upp frá þvi. Það er gustsamt á svo háu þaki, þegar ekiö er á 80-120 km hraða, og þvl ekki vandalaust að ganga þannig frá, að ekkert haggist. Nú var stefnan tekin á borgina Dortmund, sem einnig er I West- falenfylki. Numið var staðar miðleiðis, og svalað ferðaþorst- anum, sem farinn var að gera vart við sig, og ágeröist eftir þvi sem hlýindin jukust. Hér gaf að lita grænar grundir, skóga og akra. A engi kúrði búpeningur, eða var á beit, og bar þar mest á ljósum og skjöldóttum kúm. Það vakti þvi eftirtekt, að svört kúahjörð var við einn bæinn, og þegar nánar var innt eftir þvi tilbrigði, sagði einn gaman- samur, að þetta væru bjórkýr, og var það látið gott heita. Um nónbil var numið staðar við reisulegt gistihús I Dortmund, og hafurtaskinu bisað i flýti upp á snyrtileg herbergin. Næsta dag var lagt út á næstu hraðbraut, sem lá til hinnar fornu og kunnu borgar, Heidelbergs. Þegar nafnið er nefnt, þá er eins og vakni gamlar minningar, um eitthvaö sögulegt, gamla söngva og sagnir, að ógleymdri óperett- unni Alt Heidelberg. Leiðin til þessarar borgar ætlaöi að veröa nokkuð drjúg, jafnvel drýgri en áætlað var, en þegar ekið er um hinn fagra Rinardal, er æðimargt sem fyrir augun ber. A sjálfri Rin ” ^ *• ^ •" ^ ** ^ ^ •* ^ ^ •• ^ •• ^ •• ^ ^ iniU|C Gleðilegjól farsœlt komandi ár RAFIÐJAN RAFTORG VESTURGÖTU 11 Sl'MI 19294 V/AUSTURVÖLL SlMI 26660 Þökkum yiðskiptin á liðnum árum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.