Tíminn - 24.12.1974, Síða 47
JOLABLAÐ 1974
TÍMINN
47
Senduin landsmönnum öllum beztu óskir um
gleðileg jól
og farsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnum árum
SAMVINNUBANKINN
Bankastræti 7 — Reykjavík
Sími 20-700
Sigfús Kristjánsson:
Dynjandi
Vetrarins styrka, volduga hönd
varpar um sveit fönn og klaka.
Dynjanda hefur dregið i bönd,
og djúpstæð augun i hyljum vaka.
Þótt keyrður sé fossinn i klakans fjötra,
er krafturinn slikur, að björgin nötra.
Heillaður skoða ég hásæti fritt,
hagleikssmiði frá gengnum öldum.
Hæruskotið er hárið stritt.
Hér situr konungur mikill að völdum.
Kögraður vetrarins kristalsnálum,
hvessir hann sjónir mót fjarðarálum.
Vefjast geislar um glæstan stól.
Glóir á brikur i sólarljóma.
En klakafeldur um fossins ból
færir tröllið i harðan dróma.
Þvi er Dynjandi dapur og hljóður
og draumamók er hans söngvaóður.
Oftlega hef ég óðinn þann
óskað að heyra við náin kynni.
Vist mun þvi svo, að vel ég man
veikasta strenginn i hörðu þinni.
Klakinn þó hylji ásýnd alla,
árnar þin leita og til þin falla.
Röðullinn sina rennur braut.
Roðar fjöllin i morgunsárin.
Vikna af fögnuði bergin blaut.
Af bergrisum svörtum falla tárin,
er vetrarsólin með yl og yndi
umvefur fossinn að hæsta tindi.
Nú heilsa þér ylgeislar, enn kemur vor.
Aldrei fær þorri á strenginn þinn skorið.
Þykkur er feldurinn, þungt er um spor,
en þú hefur serkinn þann áður borið.
Harpan þin blikar i hörðum dróma,
þar hundruð af eðalsteinum ljóma.
Vildi ég gestur vera i höll,
vottur að þinni sigurgöngu,
er klakaböndin þú brýtur öll,
brýzt undan vetraroki ströngu,
er klakablakkirnar hrapa og hrynja
og hörpuslögin þin ákafast dynja.
Vandaðar vélar
borga
sig
LOFT-
KÆLDU
bezt
dráttarvélamar
eð
drifa
m
Q
ra
n
m
full
ströngustu kröfu
n
91°
m
VÉLADEILD SlMI 2-21-23
TRYGGVAGOTU REYKJAVÍK
Hagsýnir bændur velja sér
hagkvæmar vélar — þeir velja
I3EUTZdráttarvélar við sitt hæfi
ÓSKAVÉL ÍSLENZKA BÓNDANS
HFHAMAR