Tíminn - 24.12.1974, Side 50

Tíminn - 24.12.1974, Side 50
50 TÍMINN JÓLABLAÐ 1974 Benedikt Gislason frá Hofteigi: • • Or æf a- byggðin SENNILEGA rná trúa þvi, að skip sigli upp aö suðausturströnd tslands litlu eftir 870. Tveir menn eru sagðir þarna á ferð, sinn á hvoru skipi með skipshöfn. Hvort skipin hafi verið fleiri og tilheyrt þessum mönnum og samflota, er nú ekki vitað, en vel má það hafa verið. Þeir, sem fyrir skipunum ráöa og nefndir eru til, eru fóst- bræöur frá Noregi, og hafa stund- að vikingu, rænt á irlandi, þar á meðal fólki, sem þeir hafa nú meðferðis og kalla þræla. Annar maðurinn heitir Leifur, og það má trúa þvi, aö hinn heiti Alfur þvl það er titt, að svo heiti Norð- menn. Þessir menn ætlast mikið fyrir, hefja byggð á íslandi og gerast þar konungar, og hafa forvitnazt um landshagi þar áður, og kannski rænt i byggðum. Þeir vita, að hér er kristið, siðsamt og vopnlaust fólk, svo þetta er létt verk fyrir vopnaða vikinga, sem litt bera virðingu fyrir lifi, manna jafnt og dýra, og enn minni virð- ingu fyrir eignarrétti og hafa ekki önnur lög en sin eigin og trúa á tréguði. Þeir þykjast þó ekki litlir fyrir sér og rekja ætt sina til sins æðsta guðs, sem þeir kalla Óðin, og hafði verið fornkonungur i Skandinaviu fyrir meira en 1000 árum, kominn austan úr Asiu. Nú ætla þessir konung-ættuðu menn að gerast konungar á Is- landi og bæta nú við nöfn sin. Leifur þykist mikill af vopnum sinum og nefnir sig Hjörleif, en Alfur vill minna á uppruna sinn, hina goðbornu konungsætt á Norðurlöndum, er kölluðust Yng- lingar, og kallar sig nú Ingólf. 1 þessu máli fylgjum við honum lit- ið eitt. Hinn verður að eiga sig, enda varð hans saga stutt, en þó nóg i kostulega lygasögu, sem all- ir trúa. Ingálfur lendir skipi sinu viö fjallhöfða nokkurn, er gengur út i sjóinn fram undan háu fjalli i nokkurri fjarlægð. Við verðum að hafa það, að þessi höfði er siðan kallaður Ingólfshöfði, þvi að fljótt var nafninu breytt i Ingólf og verður lika að hafa það. A þessum höfða er mest útsýn til mikilla landa, sem gefst á tslandi, og er þó önnur nærri slik, af Ingólfs- fjalli i Olfusi, sem reyndar er kennt við þennan sama mann. Þessi viðlendu héruð eru afarfrið, borðar miklir með háf jöll að baki, fögrum daladrögum skorin, skógi skrýddum. Þetta landslag nær austur að Horni og vestur að Höfðabrekkuheiði. Sjálfur er höfðinn setinn af fuglageri, mörg- um tegundum, og er sjálfsagt si- grænn, sumar og vetur, eins og Skrúðurinn I Fáskrúðsfirði, af áburði, sem fuglarnir gefa, og sauðurinn margur, eins og i Þórisdal. En nú er þetta undarlegt, þegar farið er að segja þarna frá lönd- um miklu siðar og geta um Ingólf, þá heitir i þessu marki Horna- fjörður, og þar er nú skorinort sagt frá byggð I landinu, en mennirnir heita bara Papar og eru kristnir, trúa ekki á Óðin, hvað þá að þeir séu út af honum komnir. Söguna varðar ekkert um þá, þvi að goðbornu mennirn- ir eiga söguna. Svosannasti þessari sögu, að þarna er bær við höfðann, sem heitir Eyrarhorn, g á höfðann til að byrja með. Slit- rótt er á það minnzt, að þar var kirkja, og þá fer mann að gruna það, að höfðinn heiti Eyrarhorn, og f jörðurinn Hornafjörður af þvi að liggja á milli Horns og Eyrar- horns. Þetta er nú reyndar meira en fjörður. Þetta er mikill flói, sem verður á milli þessara horna, en eigi að siður heitir þessi flói Hornafjörður, og fram á þennan dag heita þeir Hornfirðingar, sem i þessu marki búa, er verður á milli Hornanna. Þetta er auðvelt að sanna. Það hefur geymzt bréf frá þvi um 1245. Þá skipar Sæmundur Orms- son i Svinaíelli um almennings- fjörur i Hornafirði.meðferð reka- hvala og viðurlög. Hefst það þannig: ,,Þetta er skipan Sæmundar Ormssonar um al- menning i Hornafirði, að land og fjöru skulu helga þritugt föðmum af út að meðalflóðum, þaðan frá er efst flæðir.” Siðan segir um tiðindin af hval- rekanum ,,Sá bóndi skal skera kross, er fyrst er sagt. Skal hann bera hver frá sér, þar til hann hefur farið allt þetta takmark. Fara skal kross nætur og daga, ef eigi tálma ófær veður eða vatna- vextir. Til skal hverr bóndi kom- inn áður 2 dægur sé liðin frá þvi að hann spyrr o.s.frv..” Hér er það fullljóst, að þetta Hornafjarðartakmark er á milli Hornanna, svo sem sagði, og full- ljóst, að hið vestra heitir Eyrar- horn. Þar er þá komin spekin um Ingólf, sem við höfum svo vel i heiöri, en rétt er að geta jiess, að hann gerðist smákonungur við Sund við Faxaflóa, og fer litlum sögum af honum, þvi að enn þurfti aðra sögu að segja, og hylja það, sem er rétt. Landið upp af Eyrarhorni er viðlent. Það liggur milli tveggja fljóta er bæði heita Jökulsá, nú Núpsvötn og Jökulsá á Breiða- merkursandi. Fram i það skagar hátt fjall, langt til ofan að Eyrar- horni. Við vitum ekki hvað það heitir I þá tið, seinna er það kallað Hnappavallajökull. Það eru um 30 km. frá Eyrarhorni norður i fjöllin, sem liggja vestur af þessu fjalli, og mótar þar fyrir dal, er liggur inn með fjöllunum, noröan þessa stóra fjalls. Þetta land til- heyrir Austfirðingafjórðungi, og i goöaskipuninni verður þar eitt af þremur höfuðhofum Austurlands. Hin eru á Hofi i Vopnafirði og Valþjófsstað i Héraði, og nú er það undarlega við söguna að þetta landsvæði fær naínið Litla- Hérað, og heldur þvi langa stund. Höfuöbólið hét Svinafell. Hér þarf ekki' að segja söguna af Svlnafellsgoöum. Flosi Þórðarson er vel þekktur, en hann hélt goðorðið um árið 1000. Afkomenda hans getur ekki, en frændur hans héldu goðorðið, og var siöastur Ormur Ormsson, er drukknaði i Noregi 1270, og sið- astur allra islenzkra goða gekk Noregskonungi á hönd. Eftir það er litt frá Svínafelli sagt, en kirkja var þar sett 1179, sem þó hefur staðið skamma stund, þ.e.a.s. hafi þessi Svinafells- kirkja ekki verið byggð i Sand- felli, en stutt er á milli þeirra bæja, og gat Svinafells-goði átt Sandfell. En það er annar bær á þessum tima, sem brátt verður voldugri en Svinafell. Það er Rauðilækur. Þar stendur höfuðkirkja Litla- Héraðs. Gamall máldagi er til frá Rauðalæk. Hann er gefinn út I Fornbréfasafni I po. 44 og settur við ár 1179. Ég get ekki rengt það. Hann er gamall, settur fyrir lok Staðamála, þvi að kirkjan á allt land, en samt er það bóndi, sem heldur presta til að þjóna. Þetta ár, 1179, er vitað, að Ormur Jóns- son eldri Svinfellingur bjó á Rauöalæk. En máldaginn segir: „Mariukirkja sú, er stendur i Rauðalæk, á heimaland allt og hlaðnaholt, Langanes og Bakka með öllum gæðum. Eyrar allar, er Hólum hafa fylgt, þrjá hluti i Ingólfshöfða, en tvo hluti á sá, er býr á Eyrarhorni. Kirkjan á hálfa veiði, segir þar. Hún á engjateig i Gengishólum, 30hrossa skal hafa I Krossholtslandi frá Rauðalæk, vetur og sumur, 15 yxna, gam- alla, i Hólaland, 40 geldinga, ann- ars hndr. i Fjallslandi, þriðji af- réttur er á Kvíármýrum. Skóga alla þá, sem eru út frá Sauðabóls- skógi, til skógs þess er fylgir Skammsstöðum. Einn skógar- teigur er inni á dal i Jökulsfelli. Ostgjald af öllum bæjum um allt Hérað, milli Breiðársands og Lómagnúpssands. Kirkjan á 15 kýr og 5 kúgildi á geldum naut- um, 90 ær og 5 kúgildi I geldum sauðum, 12 hndr. i metfé, 50 hndr. i messuskrúða, og er allt til virt. Þing þau, sem eru á milli Graf- brekku og Jökulsár og kirkjuti- undir, nema frá Sandafelli, liggja til staðar að Rauðalæk . . . Sú er afvinna af fé þessu að hafa skal 2 presta og djákn . . . Kirkja á fjöru milli Kviár og Hamraenda, hálfa viö Sandfellinga. Aðra fjöru á hún ein, fyrir sunnan Kviá til Ein- angra. Þriðju fjöru á hún fyrir Eyrarhorni.” Þannig er búið að skipa kirkju- málum á Rauðalæk fyrir 1200, og er næsta merkilegt, að kirkjan á allan staðinn. Samt er goðorðs- staðurinn Svinafell enn i sinu veldi. Það er ástæða til að minnast Rauðalækjar að nokkru. Land- Uppgröftur og rannsóknir að Gröf i öræfum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.