Tíminn - 24.12.1974, Page 56

Tíminn - 24.12.1974, Page 56
56 TÍMINN JOLABLAD 1974 Guðmundur Björgúlfsson: SUMARDVÖL H JN|.j& á< áli . ’WwTTfm l'Ét ; Kýrnar hefja morgungönguna I hagann. Enn sem fyrr er þaft hlutverk barna að reka kýrnar á beit, nú raunar oftast á einhverja túnspilduna. Það hefur alltaf þótt góð lausn mála að koma unglingum fyrir i sveit á sumrin. Allir skóla- nemendur biða með óþreyju eftir sumrinu, svo að þeir verði lausir úr skóla eftir langan vetur. Vorið var komiö og siðasti bekkur barnaskólans að baki. bað eitt að komast i sveit þótti harla gott. Ég hafði orðiö sáttur við það að fara eitt sumar i sveit, og umskiptin frá þvi aö fara af „mölinni” eins og það er kallað og frá linubeitningu og uppstokk- un á linu i óþrifalegum skúrhjöll- um, en það var það helzta, sem strákar fengu að gera i sjávar plássum, urðu æði mikil, beint út i græna náttúruna. Fyrstu vikurnar I sveitinni liðu fljótt, stillilogn var upp á hvern dag og sólbreiskja frá bláum himni. Samt hafði ég nú fleygt mér i nýslegið grasiö á bak við hlöðu á háum hóli. Ég lá á bakinu og horfði upp I loftið, bæði leiður og gramur yfir öllum þeim snúning- um sem á mig hlóðust. Þaö hellt- ist yfir mig gremja, bæöi vand- ræöi og vonbrigöi. Allt var sjóð heitt, bæði grjót og allt, sem við var komiö. Það var ekki alltaf sæla að vera i sveit! Ég hugði á strok. Það kom yfir mig, varð án drauma. Dásamlegur var ilmur- inn af fyrsta heyinu. Sennilega tækist mér ekki að strjúka, þvi bóndinn spuröi hvort mér leidd- ist. Ég var á stóru býli austur á Héraði og var þarna tvibýlt og margt um manninn. Frá Norðfirði fór ég til Reyðar- fjarðar með strandferðaskipi sem „Nova” hét, hægfara dallur og kominn til ára sinna. Sléttur sjór var og blankalogn, en dálitil undiralda og þoka og reglulegt sjóveikisveður. Mér fór fljótt að liða eitthvað einkenni- lega og hver hreyfing á skipinu gerði mér óglatt og svo kom lika að þvi, að ég kastaði upp á dekkið, þar sem ég stóð. Ég leit niður á „pollinn” og sagði upphátt, mest við sjálfan mig: „Þar fóru allar kartöflurnar”. Nærstaddir hlógu dátt að þessu. Upp til Egilsstaða fór ég með bil frá kaupfélaginu á Reyðar- firöi. Tekið var á móti mér og mér gefin mjólk aö drekka og sið- an visað til herbergis, þar voru fyrir tveir vinnumenn bóndans, og reyndust þeir mér báöir vel. Hins vegar hrutu þeir báðir all- ferlega og hélt það oft fyrir mér vöku. Beint fyrir ofan fótagaflinn á rúminu minu var i loftinu allstórt gat eftir ofnpipu. Ris var þar fyrir ofan og kallað háaloft, og kenndi þar margra grasa eins og fram kemur siðar. Strax morguninn eftir kl. 8 var ég látinn reka kýrnar i haga, en þær leituðu að nokkru leyti sjálf- viljugar i átt að skóginum. Þegar liða tók á sumarið, var það oft þrautin þyngri að finna þær i skóginum að kvöldi, sérstaklega þegar dimma tók, þvi þær lögðust bara fyrir, þar sem þær voru i það og það skiptið. Þegar ég var farinn að sitja hesta sæmilega, en bóndinn hafði sextán hesta þetta sumar i heimahögum, þá var mér fengin hryssa, sem Blesa hét, til að rölta með mig um stigana i skóginum, en sjaldnast var farið mjög hratt yfir. Stundum var ég langt fram á kvöld að leita að kúnum og stund- um þurfti ég aðstoö til, þar sem þær gátu leynzt i smárjóðrum. Skógurinn var oft grisjaður, þegar eldiviðar þurfti meö. Trén voru flutt heim og höggvin. Þá var oft, að Blesa gamla dró margt þungt hlassið, á löngum vagnin- um. Eitt sinn var ég sendur einn heim með stórt hlass á vagninum. Ég þurfti á leiðinni að vikja fyrir bil, en vegarkanturinn lét undan svoalltfórá hliðina, báeði hestur og vagn. Til allrar hamingju voru nokkrir menn i bllnum og réttu hjálparhönd. Oft vorkenndi ég Blesu gömlu. Það var eitt, sem hrjáði mig óskaplega, og það var myrkfælni. Af draugasögum var ég hreint yfirhlaðinn, mér fannst alls stað- ar vera eða hlytu að vera vættir og draugar. Eitt sinn var ég sendur með öðrum syni bóndans, sem þá var aðeins sjö eða átta ára, upp á háaloft, til að skrúfa fyrir hæðar- tank á vatnsleiðslunni. Það fóru hálfgerð ónot um mig við að þurfa að fara þarna upp, hálfgerður kuldahristingur, þvi ég vissi, að þarna voru geymd bein úr tveim- ur mönnum. A þessum slóðum þekkja allir söguna um „Valtý á grænni treyju”, en þessi bein voru einmitt af persónum úr þeirrisögu. Sum beinin voru ofan i tunnu, en önnur hér og þar I kringum tunnuna og þótti mér þetta allskritið. Sonur bóndans tók eitt beinið upp, hvergi hrædd- ur og sagði mér að skoða þau. Þótt merkilegt sé, þá gerði ég það líka, þó með hálfum huga. Nú brá svo við að ég hætti að' hugsa um vonda vætti og drauga og hef aldrei verið myrkfælinn siðan. Mér var sagt, að fyrir löngu hefði vinnumaður á öðru hvoru búinu stolið annarri haus- kúpunni og selt dönskum manni. Mér verður minnisstæð þarna gömul kona, móðir bóndans. Mér var vel til hennar. Um hana lék einhver góðvild eða birta velvild- ar. Hún hugsaði fyrir þvi, að ég hefði sokka til skiptanna. Einn daginn sagðist hún ætla að kenna mér aö veiða silung I fljótinu. Ég hafði ekki séð neinn bát. Við þurftum engan bát sagði hún þá. Þetta dreifði hugsunum minum frá leiöindunum i bili. Ég velti þvi fyrir mér ofan eftir túninu, hvernig hægt væri að veiða silung frá landi, og hafa enga kænu til að leggja netið út frá. Galdurinn var nú sá, að tvö borð, nokkuð löng, voru negld enda i enda og netið og stórasteininum lagt á borðin og siðan ýtti gætilega út, svo langt sem borðin náðu, svo var stein- inum velt af og þá var netið lagt. Eftir fyrsta daginn fékk ég einn silung. Bóndinn hafði afnot af eyðibýli skammt frá, og var tuttugu min- útna gangur þangað. Þar var heyjað og mikið að gera á þurrk- dögum og fólkinu færður matur þangað. Rauður hét hestur, sem oftast var settur fyrir vélarnar, enda sterkur og skapmikill. Hann var mjög skemmtilegur fyrir rakstr- arvélinni. Einn daginn átti ég að fara þangað inn eftir riðandi á Rauð og sitja ofan á aktýgjum og um leið færa fólkinu mat, sem ég hafði i tveim litlum fötum á hand- leggnum. Þessi matur var ekki við mitt hæfi, lágnað saltkjöt og baunir. Ekki lfkaði mér allur maturinn, enda i fyrsta skipti að heiman, en matvendni þýddi ekki, þvi gamla ráðskonan vorkenndi mér ekki, og hún hélt, að ég, soltinn strák- urinn, ætti að gera mér það að góðu, sem að mér væri rétt. Og þegar timinn leið, þá reyndist alls ekki allt svo vont, sem ég hafði alls ekki áður viljað bragða á heima fyrir. Stundum trúöi gamla ráðskonan mér fyrir ástarævintýri, og hún skyldi hygla mér vel ég ég gerði henni viðvart. Þegar gamall maður kæmi i hlaðið, svo til blindur, með hest i taumi. Ég lagði af stað, en var stutt kominn þegar bóndinn geystist fram fyrir mig á sinum fagra verölaunagæðingi. Þetta þoldi Rauður ekki og trylltist, svo ég réði ekki við neitt. Geystist hann nú áfram af öllum kröftum og þvi ofurkappi, sem hann átti til, og linnti ekki sprettinum fyrr en við hliðið á býlinu. Ég hafði haldið mér dauðahaldi i aktýgin á þess ari gandreið, og gat mig fyrst I stað ekki hreyft, og svo sá ég að harla litið var eftir I matarilátun um. Mikið var um hestamennsku, og var oft erfitt að ná hestum I haga, sérstaklega gæðingunum, sem ég mátti alls ekki fara á bak. Oft þurfti að reka allt stóðið heim i hlað, aðeins til að ná einum eða tveim gæðingum. Ég safnaði að mér brauðskorpum og gaf gæð- ingunum heima i hlaði og gældi vinalega við þá. Fljótlega gat ég, ef ég hafði með mér brauðskorpur, gengið að þeim I haga hvenær sem var. Eitt sinn gleymdi ég skorpunum og Egilsstaðaþorpið á Völlum — Kaupfélag Héraðsbúa hefur komið þar upp verzlunarhúsum en Utið er enn orðið þar um nýjar byggingar, þegar myndin var tekin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.