Tíminn - 24.12.1974, Side 59

Tíminn - 24.12.1974, Side 59
JÓLABLAÐ 1974 TÍMINN 59 Slgaunadrottningin og maðurinn, sem samdi ævisögu hennar, Arvid Möiler. samt enn dæmi, að festar fari fram með ævagömlum hætti. Þá bregður faðir brúðarinnar beitt- um hnlf á úlnlið brúðgunrians og siðan blóðgar faðir brúðgumans brúðina á sama stað. Siðan leggja hjónaefnin hendurnar i kross og láta blóðið renna saman. Þannig trúlofast fólk, ef fylgt er fornum Sigaunasiðum. Maria Lóvinia er vitaskuld spákona. — O-jú, vist, spái ég, segir hún. Það lærði ég af móður minni og Lóu Mariu — og mörgum öðrum. Allar konur af Sigaunakyni kunna að spá, og sú kunnáta er lika okkar drýgsta tekjulind. En sjaldan lýsti ég allri þeirri ógæfu, sem ég sá i lófum og kaffibollum — ég valdi oftast úr það, sem betra var, en lagði mér sjálfri hitt á minni. Og skottulæknir var ég ekki, bætir Sigajnadrottningin við. Ég var ekki ein þeirra, sem læknaði menn og dýr af öllum mein- semdum. En úr sumu gat ég þó bætt. Sérstaklega voru það þó húðsjúkdómar. Margir læknar hafa spurt mig, hvernig ég gæti losað fólk við þrálát mein af þessu tagi. En það hef ég aldrei árætt að segja neinum. Nú get ég aftur á móti gerð það, þvi að ég er orðin svo gömul og slitin, að enginn getur framar lagt sig niður við að refsa mér. Og nú lýg ég ekki. Jú, ég tek sauðatólg, gamla sauðatólg. Og svo næ ég i dálitið af súrum rjóma, og helzt á hann lika að vera orðinn gamall. Þetta sýð ég i graut. Svo nota ég heitt, þurrt kartöflum jöl, sem ég þurrka á pappírsblaði á ofni. Loks ný ég öllum grautnum á staðinn, þar sem útbrotin eru. Ég minni á, að það má hvorki nota vatn sé sápu á meöan á lækningunni stendur,, og fólk þarf ekki að ör- vænta, þótt það hafi ekki fengið bót eftir þrjá eða fjóra daga. Það er sjaldnast fyrr en eftir fjórar eða fimm eða sex vikur, að graut- urinn minn hefur grætt meinið. En þá má lika vænta sér nokkurs af honum. Og svo hef ég lika ráð við gigt. Fólk leitar uppi næstu mauraþúfu og tekur handfylli af maurum. Maurarnir eru soönir, ásamt gömlum grenigreinum. Maukið, sem setzt upp á ketilbarmana vegna suðunnar, er svo smurt á staðinn, þar sem gigtin er. Og hrifi þetta ekki, er ekki annað en biða til vors, þegar brenninetlur- nar eru orðnar stórar. Þá skerum við upp þrjár eða fjórar vænar netlunnar og lemjum skrokkinn með þeim. Það bregzt áreiðan- lega ekki! Sigaunadrottningin dregur ekki dul á, að ævi hennar hefur oft verið ströng. Sjálf eignaðist hún fjögur börn, þótt aöeins eitt næði fullorðinsaldri, og seinna tók hún fimm börn i fóstur i einu og seinna hið sjötta. — Ég hef grátið mig i svefn mörg kvöldin, þegar ör- væntingin greip mig, segir hún. Ég varð að hafa mig alla við til þess að framfleyta mér og þessum börnum, fæða þau og klæða. Ég varð viða að berja að dyrum suma daga. Það komu aldrei steiktar gæsir fljúgandi á minn disk. Svo lengi sem ég minnist hef ég byrjað sérhvern dag ævi minnar með tvær hendur tómar. Sem betur fór var Sigauna- drottningin þannig skapi farin, að hún hýsti ekki sinn harm og gerði sér ekki of miklar áhyggjur vegna ókomins dags. —- Ég rakaði saman laufi og grasi i bólið mitt og tindi kvisti, svo að ég gæti kveikt bál, og svo sofnaði ég jafnörsnauð og nokkur manneskja getur verið, segir hún. En næsta kvöld gat mér fundizt ég stórauðug eftir sólrikan dag og með dálitið af aurum i pyngjunni undir belti minu. Jafnvel þegar myrkrið hefur verið þéttast kring um mig, og ég játa, að lif Sigajnans getur á köflum verið snaut og dapurlegt, hef ég þó ávallt eygt ofurlitla ljósglætu. Og á þessari glætu hef ég reynt að festa augun. Og ég hlynnti að rauðum rósum ástarinnar, þegar við höfðum tendrað bálið i nátt- stað að kveldi. Þannig hef ég af borið það að standa kannski næsta morgun augliti til augliti- við einhvern stórbóndann, sem hefur hrækt á mig og öskrað af öllum kröftum, að hann vildi heldur vera fótaveik tik en hel- vitis Sigunakerling. Lif Sigunans er ekki glatað lif. Við ölum með okkur þrár og vonir, rétt eins og annað fólk, hvað sem það lifir og hrærist, og gleðjumt bæði og hryggjumst. Þess er gott að minnast, nú þegar ég sit hér i elli minni og tel dagana, að ég hef lika kynnzt á flakki minu fólki, sem gat haft gagn af mér. Og þegar ég hugsa um það finnst mér að Sigaunalifi ........og nú lýg ég ekki”. minu hafi ekki verið með öllu á glæ kastað. Það er mér mikil gleði að vita, að ég hef, þrátt fyrir allt, verið til ofurlitils gagns I Þetta held ég gleðji mig mest veröldinni — að fólki hefur stöku alls, þegar ég rifja upp æviferil sinnum staðið ofboð litiö gott af minn, segir Maria Lóvinia, hrukkóttri Sigaunakerlingu. drottning norskra þjóðvega. Upphygging í meira en 20 ár Fyrir rúmum 20 árum, 25. júnl 1953, hóf Iðnaðar- bankinn starfsemi sina. Bankinn opnaði þá I leigu- húsnæði að Lækjargötu 2. Stofnendur voru úr öllum greinum iðnaðar og eru hluthafar nú yfir tólf hundruð. A þessum rúmu 20 árum hefur orðið mikill vöxtur I iðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar og vörugæði hafa aukist mjög og framleiðni farið ört vaxandi. Iðnaöur er nú fjölmennasta atvinnugrein lands- manna, og útflutningur iðnaðarvara eykst ár frá ári. IDNADARBANKINN Lækjargötu 12 — Slmi 20580 Grensásútibú Háaleitisbraut 60 — Simi 38755 Laugarnesútibú Dalbraut 1 — Simi 85250 Iðnaðarbankinn hefur tekið virkan þátt I uppbygg- ingu iðnaðarins þessi rúmlega 20 ár. Þróun iðnaöar er skilyrði fyrir batnandi lifskjörum næstu ár og áratugi. Iðnaðarbankinn stefnir að þvi, að gegna mikilvægu hlutverki i þessari þróun, hér eftir sem hingað til. EFLING IÐNAÐARBANKANS ER EFLING IÐNAÐAR Geisiagötu 14 Akureyri Strandgötu 1 Hafnarfirði %

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.