Fréttablaðið - 29.12.2004, Page 22

Fréttablaðið - 29.12.2004, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 29. desember 2004 Styrkir og herðir þunnar og viðkvæmar neglur. Gerir gular neglur hvítar Tilbúnar French manicure neglur með lími. Aldrei verið auðveldara. Nú geta allir sett á sig neglur! Naglasnyrtivörur frá Sölustaðir: Hagkaup og Lyf & Heilsa „Ef fólk fer rétt með skoteldana og fylgir leiðbeiningum þá er hættan af þeim hverfandi,“ segir Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Hann segir alvarlegustu slysin verða þeg- ar strákar séu að fikta í flugeldun- um, safna saman púðrinu úr þeim og búa til stærri sprengjur. „Við ætlum að einbeita okkur að því í ár að koma í veg fyrir að verið sé að leika sér með púðrið. Bæði eiga af- greiðslumenn að vera duglegir við að ræða þessi mál við strákana og eins verða foreldar að vera vakandi yfir því hvað börnin þeirra eru að gera. Slysin í fyrra voru flest af völdum fikts og þau slys urðu eink- um dagana fyrir áramót. Meiri- hluta flugeldaslysa á gamlárskvöld má hins vegar rekja til áfengisnotk- unar og það er annað vandamál. Það verður aldrei of brýnt fyrir fólki að brennivín og flugeldar passa engan veginn saman.“ Valgeir segir þýðingarmikið að skera flipana vel af kössum utan af tertum annars geti þeir breytt skot- stefnunni. Þá biður hann fólk að huga vel að skepnum. Húsdýr beri að loka inni með ljósi og tónlist svo þau verði síður vör hávaðans og hann bendir þeim sem kveðja árið í sumarbústað á að gæta að hvort hrossastóði í nágrenninu geti hugs- anlega stafað hætta af sprenging- unum. Góðu fréttirnar segir Valgeir þær að nánast hafi náðst að útrýma augnslysum síðan farið var að nota hlífðargleraugu, enda um 70 þús- und flutt inn af þeim árlega. Hann segir merkingar á skoteldunum líka alltaf í þróun. „Við erum með mjög nákvæmar öryggisleiðbein- ingar á íslensku og einnig skýrar myndir af hlutunum enda verðum við að forðast slysin. Þetta á að vera ánægjutími og hann verður það ef farið er eftir settum reglum,“ segir Valgeir að lokum. gun@frettabladid.is FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Valgeir segir notkun öryggisgleraugna nánast hafa náð að útrýma augnslysum. Nú er fókusinn settur á að fræða unglinga um hættuna af púðrinu. Ekkert fikt með flugeldana Ef farið er eftir varúðarreglum er hægt að afstýra slysum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.