Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL Guðni Ágústsson, ríflega sjötugur maður, sem er í endurhæfingu á endurhæfinga- deild Landspítala háskólasjúkra- húss á Grensási var einn þeirra sem var neitað um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, þegar sótt var um fyrir hann. „Ég skil nú ekki alveg hvað þetta fólk er að hugsa sem setti þessar reglur,“ sagði hann um þá ákvörðun. „En það er harkalegt fyrir aldrað fólk sem þarf nauð- synlega á þessari þjónustu að halda til að komast í endurhæfing- una, að fá höfnun.“ Breyting á reglum um ferða- þjónustu fatlaðra á vegum Reykjavíkurborgar sem gerð var um áramótin kveður á um að ein- staklingar sem verða hreyfihaml- aðir eftir 67 ára aldur geti ekki fengið slíka þjónustu. Guðni sagðist alls ekki hafa verið fær um að aka þegar sótt var um fyrir hann. Ekki væri nema rúmur mánuður frá því að hann hafi verið ósjálfbjarga í hjólastól og ekki getað snúið sér hjálparlaust við í rúminu. Hann hefði hlotið bata í endurhæfing- unni en þyrfti nauðsynlega að mæta á göngudeild til að ná sér betur. Hann kvaðst vera heppnari er margir aðrir, því dóttir sín sæi um að aka sér á Grensás eftir að reglurnar tóku gildi. Hann þyrfti þó að bíða þar í um tvær klukku- stundir þar til hún gæti sótt hann aftur. - jss 4 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Ferðaþjónusta fyrir fatlaða: Harkalegt að fá höfnun Allir komnir heim Allir sem þurftu að rýma hús sín í Bolungarvík hafa fengið að snúa heim. Hættuástandi var aflétt á hádegi í gær. Íbúi við Dísarland var alsæll með að komast heim en er ósáttur við að hafa ekki fengið ásættanlegt verðtilboð í húsið. SNJÓFLÓÐAHÆTTA 26 íbúar við Trað- arland, Dísarland, Geirsstaði og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir að enn sé viðbún- aðarstig í gangi og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heima í fyrradag. Einar segir norðaustanátt í fyrrinótt hafa blásið mestu af snjónum úr fjallinu. Hann segir mikinn létti vera bæði hjá íbúum og bæjaryfirvöldum. Í deiglunni sé að gera snjóflóðavarnargarð í fjallinu en ekki sé ákveðið hvenær framkvæmdin hefjist. Margrét Gunnarsdóttir, íbúi við Dísarland, var alsæl yfir því að komast loksins heim. Hún var ein þeirra sem ekki vildu yfir- gefa heimili sín í fyrstu þegar þurfti að rýma hús við Dísarland á mánudag. „Mér fannst engin ástæða til að fara þar sem skóf úr fjallinu. Eins voru þetta mót- mæli vegna seinagangs í okkar málum. Ekki er enn búið að kaupa af okkur húsin eins og til stóð,“ segir Margrét. Hún segir bæjarsjóð hafa stefnt íbúum Dísarlands þar sem þeir vildu ekki selja sjóðnum húsin á því verði sem þeim var boðið. En húsin eru á því svæði sem varn- argarðurinn á að standa. Margrét er skrifstofumaður á bæjarskrifstofunni og segir það ekki fara mjög vel með mála- ferlunum. Hún hefur áhuga á að búa áfram í Bolungarvík þar sem hún hefur búið mestalla tíð. Þar hafa hún og maðurinn hennar vinnu og engin ástæða sé til að flytja annað. „Verðið verður að vera boðlegt svo ég og fjölskylda mín getum eignast annað heim- ili,“ segir Margrét. Hún segist geta þurft að rýma húsið aftur í vetur svo lengi sem enn sé snjór. hrs@frettabladid.is Hjálparstarf SÞ í Asíu: Norðmaður stýrir OSLÓ, AP Norðmaðurinn Jan Egil Mosand mun stjórna björgunarað- gerðum í Indónesíu og Taílandi fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Mosand 64 ára gamall er reyndur hjálparstarfsmaður og var, þar til fyrir skömmu, við störf í Zambíu fyrir Hjálparstofnun norsku kirkj- unnar. Mosand er núna í Banda Achech í Indónesíu sem varð einna verst úti í jarðskjálftanum og flóðbylgjunni á annan í jólum. Talið er að um hundrað þúsund Indónesar látið lífið hamförunum en alls hafa rúm- lega 140 þúsund dáið. Mosand fer til Taílands innan nokkurra daga. ■ Neyðarvakt utanríkisráðuneytis: Leituðu 227 Íslendinga FLÓÐBYLGJAN Neyðarvakt utanríkis- ráðuneytisins vegna flóðanna við Indlandshaf lokaði mánudaginn 3. janúar. Vaktin var opin allan sólar- hringinn frá 26. desember og störf- uðu að jafnaði fimm starfsmenn ráðuneytisins að verkefninu þessa daga. Alls var tilkynnt um 227 Íslend- inga sem gætu hafa verið á svæðinu þegar hamfarirnar áttu sér stað. Listinn styttist hratt og eftir tvo daga var hann kominn niður í tíu manns en vísbendingar voru um að þeir væru ekki á hættusvæði. Hinn fimmta janúar bárust fregnir af þeim síðasta á listanum þegar hann hafði samband við ættingja sína heill á húfi. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Verðið verður að vera boð- legt svo ég og fjöl- skylda mín getum eignast annað heimili KRISTNITAKAN Í TÖLVU 15 íslensk fyrirtæki sendu verk inn í nor- rænu Möbius keppnina. 27 verk bárust frá Finnlandi og 13 frá löndum Skandinavíu. Gagarín: Tilnefnt til verðlauna MARGMIÐLUN Verkið „Hvernig verð- ur þjóð til?“ sem Gagarín vann fyrir Þjóðminjasafn Íslands er til- nefnt til norrænu Möbius marg- miðlunarverðlauna. Pia Reunala, framleiðandi Prix Möbius Nordica, segir verkið eitt af tíu sem valin hafi verið úr hópi þeirra 55 sem bárust í keppnina, þar af hafi fimmtán verið frá Íslandi. Margmiðlunarverk Gagarín er tilnefnt í flokknum menningararf- leifð og listir og kynna þeir útvöldu verk sín í Helsinki 29. janúar. Vinn- ingshafinn verður þá valinn. - gag KAUP Gengisvísitala krónunnar 113,8162 Heimild: Seðlabanki Íslands SALA GENGI GJALDMIÐLA 07.01.2005 GENGIÐ Bandaríkjadalur 62,89 63,19 Sterlingspund 118,41 118,99 Evra 83,23 83,69 Dönsk króna 11,184 11,25 Norsk króna 10,1 10,16 Sænsk króna 9,205 9,259 Japanskt jen 0,6022 0,6058 SDR 96 96,58 LÍKAMSÁRÁS Í EYJUM Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmti- stað í Vestmannaeyjum í fyrri- nótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. EKIÐ Á UMFERÐARLJÓS Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamót- um Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bogn- aði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðar- menn. TRAÐARLAND OG DÍSARLAND Ekki liggur fyrir hvenær hafist verður handa við viðgerð snjóflóðavarnargarðs fyrir ofan Bolungarvík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B AL D U R SM ÁR I Júlíus Hafstein: Sendiherra í viðskiptum UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Júlíus Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi hóf störf í utanríkisráðu- neytinu um ára- mótin. Júlíus mun hafa sendi- herratign en starfa sem yfir- maður við- skiptaþjónustu utanríkisráðu- neytisins. Verð- ur hún aðskilin frá viðskipta- skrifstofu ráðu- neytisins og einbeitir sér að útrás íslensks atvinnulífs. Júlíus hefur undanfarið starfað að verkefnum á borð við Heima- stjórnarafmælið og Kristnihátíð fyrir stjórnvöld. Júlíus var um ára- bil borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur verslunarskóla- og íþróttakennarapróf. - ás JÚLÍUS HAFSTEIN Byrjaður í utanríkis- ráðuneytinu. HAFNAÐ Guðni Ágústsson var einn þeirra sem sótt var um ferðaþjónustu fyrir, enda hefur hann ekki getað ekið bíl. Honum var hafn- að. Með honum á myndinni er Ellen Þór- arinsdóttir hjúkrunarfræðingur á Grensási.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.