Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 6
6 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Jóhannes í Bónus: Stjórnarfundur ákveður um opinbera rannsókn VIÐSKIPTI Ákveðið verður á stjórn- arfundi hjá Baugi Group á næst- unni hvort óskað verður eftir opinberri rannsókn á leka um framvindu rannsóknar og endurá- lagningu skatta á Baug. Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Gaums, telur undarlegt að mál- efni Baugs séu gerð opinber en ekki málefni annarra fyrirtækja. Baugur hefur fengið endurá- lagningu upp á 464 milljónir króna vegna tekjuáranna 1998- 2002 en ætlar ekki að una niður- stöðunni. Félagið hefur frest fram í janúarlok. „Þú færð ekk- ert meiri upplýs- ingar en aðrir fjölmiðlar. Þetta er bara bréf sem við fengum og við göngum frá því á okkar hátt. Við þurfum ekki að tilkynna neitt. Þetta er einkahlutafélag sem fær bréf frá opinberri stofnun og við þurfum ekki einu sinni að segja frá því. Við vinn- um úr því eins og okkur hentar,“ segir Jóhannes. Ágreiningur er milli ríkis- skattstjóra og KPMG, endur- skoðenda Baugs, um það hvernig standa skuli að endurskoðun fyr- irtækisins. Þess vegna er endur- álagningin til komin. - ghs JAKARTA, AP Opinberar tilkynningar um fjölda látinna í Indónesíu eru ekki líklegar til að vera nákvæmar og stjórnvöld hafa þurft að meta mannfallið gróflega. í sumum til- fellum beita þau aðferðum á borð við það að margfalda fjölda líka í einni fjöldagröf með heildarfjölda grafa. Í sumum þorpum er íbúa- fjöldinn áætlaður, eftirlifendur taldir og gert ráð fyrir að aðrir hafi farist. Víða eru fæðingarvottorð eða manntöl af skornum skammti sem gerir það enn erfiðara en ella að meta hversu margir hafa látist, en hjálparstarfsmenn segja að það sé brýnt að tapa sér ekki í talnareikn- ingum heldur beina athyglinni að þeim sem finnast á lífi. Sífellt er tilkynnt um fleira fólk sem er saknað og því lengri tími sem líður því minni líkur eru á að það finnist á lífi. Í Indlandi er flestra saknað á eyjunum Anda- man og Nicobar en aðstæður þar eru svo erfiðar að það tekur leitar- menn heilan dag að leita á svæði með tveggja kílómetra radíus. ■ Síbrotamaður: Í íbúð við leikskóla LÖGREGLUMÁL Síbrotamaður var handtekinn í Keflavík í gær. Lögreglan hafði leitað mannsins í hálfan mánuð. Maðurinn hafði ekki sinnt boðun- um lögreglu um að mæta í skýrslu- töku. Samkvæmt vef lögreglunnar hafði hún orðið vör við manninn í félagslegri íbúð í Keflavík þar sem fíkniefnaneytendur hafa vanið komur sínar. Maðurinn reyndi að komast undan lögreglu með því að stökkva fram af svölum íbúðarinn- ar. Lögreglumenn fundu hann í felum í leiktækjum nærliggjandi leikskóla. Maðurinn var færður í fangaklefa. - gag Big Food Group: Samdráttur í desember VIÐSKIPTI Sala Big Food Group sem Baugur er að kaupa dróst saman um 3.5 prósent í desem- ber. Breskir fjölmiðlar segja samdráttinn setja þrýsting á hluthafa um að samþykkja yfir- tökutilboð Baugs. Tölurnar koma forsvarsmönnum Baugs ekki á óvart, enda nýjar upplýsingar lagðar fram í samningaferlinu í desember. Tesco sem er stærsti við- skiptavinur Bakkavarar hefur hins vegar verið að auka sína markaðshlutdeild. Tesco hefur verið að auka hlutdeild sína í hverju uppgjörinu á fætur öðru. - hh ■ LÖGRELGUFRÉTTIR Dómnefndarverðlaunin í Cannes Valin besta erlenda myndin í Bretlandi Myndin sem Quentin Tarantino elskar! HHHHH The Guardian HHHHH Daily Telegraph HHHH The Times KONUR RÁÐAST Á KONU Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og sam- kvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. ÁFENGISDAUÐUR VIÐ BANKA Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík að- faranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Verður Chelsea enskur meistari í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Viðhefur Impregilo slæma starfshætti á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt niður- stöðum rannsókna eru um 20 pró- sent íslenskra barna, níu til fimmt- án ára, yfir kjörþyngd. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir verkefnis- stjóri á Lýðheilsustöð. Lýðheilsustöð er að ýta úr vör þróunarverkefni í samvinnu við sveitarfélög í landinu til að bregð- ast við þeirri þróun að börn og ung- menni á Íslandi eru að þyngjast. Ofþyngd barna og unglinga er vax- andi vandamál í vestrænum lönd- um og sýna tölur að þar er Ísland síður en svo undanskilið. Jórunn sagði markmið verkefn- isins vera að sporna við þróuninni með því að leggja áherslu á aukna hreyfingu og bæta næringu barna og unglinga. „Við byrjum á að beita okkur í skólamötuneytun- um og fá þau til að vinna samkvæmt l e i ð b e i n i n g u m manneldisráðs,“ sagði Jórlaug. „Síðan munum við líta til hreyfingar tengdri skólunum. Við hyggjumst reyna að koma þessari stefnu inn í skólakerfið. Þá munum við huga að útivistarsvæðum, íþróttasvæðum svo og göngu- og hjólastígum í ná- grenni skóla og heimilia. Við viljum fá sveitarfélögin til samstarfs, því ábyrgðin er ekki síst þeirra.“ - jss Offituverkefni Lýðheilsustöðvar: Fimmtungur barna of feitur JÓRLAUG HEIMISDÓTTIR verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð. JÓHANNES JÓNSSON Vill ekki gefa upp- lýsingar um end- urálagningu á Baug Group. ÓGIRT Ágreiningur hefur verið um legu miltis- brandsgirðingar á Sjónarhóli. Sjónarhóll: Greinir á um staðsetningu MILTISBRANDUR Vegna fréttar í blaðinu í gær um ágreining vegna girðingar á miltisbrandssýkta svæðinu á jörðinni Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd skal áréttað að jarðeigendur hafa ekki hafnað girðingunni sem slíkri. Viðræður þeirra og dýralæknisyfirvalda hafa snúist um hvar girðingin skuli sett niður á jörðinni og af þeim sökum hafa girðingafram- kvæmdir tafist. - jss LEITAÐ Í RÚSTUNUM Hjálparsveitir bera lík úr húsarústum í Banda Aceh á indónesísku eyjunni Súmötru í gær. Þó að opinberar tölur segi að rúmlega 140 þúsund hafi látið lífið í hörmungunum er það byggt á gróflegu mati stjórnvalda. Flóðasvæðin í Asíu: Illgerlegt að meta mannfallið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.