Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 8
8 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Verksmiðja Mjallar-Friggjar í Kópavogi: Afgreiðslu starfs- leyfis frestað IÐNAÐUR Ákveðið var að fresta af- greiðslu starfsleyfis verksmiðju Mjallar-Friggjar fram til 13. janúar á fundi bæjarráðs Kópa- vogs 30. desember síðastliðinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins mætir þá á fund bæjarráðs og farið verður yfir stöðu mála. Fyrirtækið hefur flutt starfsemi sína frá Reykjavík til Kópavogs, en hefur ekki heimild til að vinna úr klórgasi á nýja staðnum. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis, segir ekki vitað til þess að hjá Mjöll-Frigg í Kópa- vogi sé unnið með, eða geymt klórgas og því ekki ástæða fyrir heilbrigðiseftirlitið að grípa til að- gerða vegna skorts fyrirtækisins á starfsleyfi. „Málið snýst um framleiðslu úr klórgasi sem er óheimil án leyfis, en í sama húsi er líka venjuleg heildverslun,“ segir hann og bætir við að ekkert verði aðhafst nema fregnir berist af því að nýjar birgðir af klórgasi hafi borist á svæðið eða aðrar vís- bendingar um óheimila vinnslu. „Það var bara óheppilegt að menn fóru af stað án þess að vera með sína hluti á hreinu, en það skrifast bara á fortíðina.“ - óká Kvenfangar í verri stöðu en karlar Konur í fangelsum á Íslandi eru verr staddar en karlar samkvæmt niðurstöðum rann- sókna. Margrét Sæmundsdóttir hjá Fangelsismálastofnun segir að kynjamisrétti sé á vist- unarmöguleikum sem verði að bæta úr til dæmis með samnýtingu fangelsa fyrir bæði kyn. Sundabraut: Hefja vinnu hið fyrsta FANGELSISMÁL „Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar,“ segir Margrét Sæ- mundsdóttur deildarsérfræðing- ur hjá Fangelsismálastofnun rík- isins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um af- brot, fanga og fangelsismál, fjall- ar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófn- að og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofn- unar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefna- vanda að stríða en karlar og með- ferðarsaga þeirra er lengri, marg- ar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börn- um sínum, en um 70 prósent kven- fanga eru mæður. Þá þjáist helm- ingur kvenna í fangelsi af þung- lyndi sem er tvöfalt hærra hlut- fall en hjá körlum. Á Íslandi eru fimm afplánunar- fangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfang- elsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðk- unar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla-Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fang- elsum séu mun færri en karlar. „Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið til- hneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot séu til vandræða og þeim þurfi að refsa.“ bergsteinn@frettabladid.is UMFERÐ Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins leggja til að ákveðið verði að fara innri leið við val á legu Sundabrautar, með þeim breyting- um sem Skipulagsstofnun leggur til. Þá var því beint til skipulagsnefnd- ar Reykjavíkur að hefja nú þegar vinnu við breytingu á aðalskipulagi í samræmi vð þessa tillögu. Innri leið Sundabrautar gerir ráð fyrir lágbrú og með breytingum Skipulagsstofnunar er gert ráð fyrir að hún muni kosta 8,2 millj- arða. Aðalskipulag gerir ráð fyrir ytri leið, eða hábrú sem rís hæst 5,5 metra og á að kosta um 11,7 milljarða. Skipulagsstofnun telur lágbrúna betri kost en hábrú, með tilliti til áhrifa á samgöngur og á nýtingu hafnarsvæða Sundahafnar. Þá er talið að hábrú yrði lokuð nokkra daga á ári vegna veðurs. Samþykkt var að vísa tillögu sjálfstæðismanna til borgarráðs að tillögu Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur borgarstjóra. Þá sagði hún að þrjár kærur hefðu borist vegna úr- skurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum og að ákvörðun um legu Sundabrautar yrði ekki tekin, fyrr en frestur umhverfisráð- herra til fella úrskurð vegna þeirra rennur út í lok febrúar. - ss Aðalskipaskrá: Færri skip og stærri SJÁVARÚTVEGUR Skipum á aðalskipa- skrá hefur fækkað um 21 frá því í upphafi nýliðins árs, að því er fram kemur á vef Siglingastofn- unar. 1. janúar voru samtals á skrá 2.344 skip. „Heildarbrúttótonna- tala skipastólsins hækkaði hins vegar um tæplega 5.000 brúttó- tonn frá árinu áður,“ segir þar, en á skrá eru nú samtals 1.135 þilfarsskip með brúttótonnatölu upp á 230.881. „Opnir bátar voru samtals 1.209 og brúttótonnatala þeirra var 7.199. Á þurrleiguskrá er eitt skip, Keilir, samtals 4.341,99 brúttótonn.“ - óká 1Fyrir hvaða stórmót er hand-boltalandsliðið nú að æfa? 2Hvaða starfsstétt samþykkti nýgerðankjarasamning á fimmtudaginn? 3Hvaða bílategund var mest seld á síð-asta ári? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 stór humar ath opið laugardaga 10-14.30 MJÖLL-FRIGG VIÐ VESTURVÖR Starfsemi Mjallar-Friggjar flutti frá Fosshálsi í Reykjavík á Kársnes í Kópavogi í kjölfar eigendaskipta í sumar. Starfsleyfisumsókn fyrirtækisins var vísað frá á fundi heilbrigð- isnefndar Kópavogs í nóvemberlok vegna skorts á gögnum frá fyrirtækinu. INNRI LEIÐ SUNDABRAUTAR Skipulagsstofnun leggur til að farin verði innri leið við lagningu Sundabrautar með nokkrum breytingum. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR Um 70 prósent kvenfanga eru mæður og helmingur kvenna í fangelsi þjáist af þunglyndi sem er tvöfalt hærra hlutfall en hjá körlum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.