Fréttablaðið - 08.01.2005, Qupperneq 14
14
Vegna náttúruhamfara í Indlandshafi
hefur verið þörf á gífurlegu hjálpar-
starfi. Íslendingar hafa ekki dregist
undan að leggja sitt af mörkum og
hafa nú safnast um 100 milljónir, fyrir
utan þær 150 milljónir sem ríkisstjórn-
in hefur ákveðið að veita í aðstoð. Ís-
lendingar hafa verið einna duglegastir
að styrkja söfnun Rauða krossins
Hvað er Rauði krossinn búinn að
safna miklu?
Við erum búin að safna 95 milljónum
króna.
Hvað er stefnt á að safna miklu?
Við stefnum ekki að neinu. Þetta er
meira en við gátum gert okkur í hugar-
lund að gæti safnast hér á Íslandi fyrir
alþjóðlegt hjálparstarf og fyrir það
erum við mjög þakklát.
Hvað verður gert við peningana?
Á fyrstu dögum hjálparstarfsins studd-
um við björgunarstarfið. Nú á síðari
dögum hafa fjármunirnir farið í að
styðja fólk sem tapaði öllu sínu, til að
það geti komið undir sig fótunum á
ný. Sérstök áhersla hefur verið lögð á
fjölskyldur sem voru fátækar fyrir.
Okkar hlutverk er fyrst og fremst að
styðja heimamenn til að koma undir
sig fótunum. Ef litið er til landa á
þessu svæði höfum við einbeitt okkur
meira að Indónesíu og Srí Lanka og
þar eru sendifulltrúar okkar, fjórir á
Indónesíu og einn á Srí Lanka.
Sjálf komum við að því að dreifa
stuðningnum, en við vinnum í gegnum
Alþjóða-Rauða krossinn.
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON
Áhersla á fátæk-
ar fjölskyldur
HJÁLPARSTARF RAUÐA KROSSINS
SPURT & SVARAÐ
Óánægja verkalýðshreyfingarinnar með
tregðu Impregilo til að fara eftir leikregl-
um samfélagsins og greiða erlendum
starfsmönnum í samræmi við íslenskan
markað og kjarasamninga hefur blossað
upp. Að þessu sinni er það vegna um-
sóknar Impregilo um atvinnuleyfi fyrir
allt að 300 Kínverja og upplýsinga sem
benda til að fyrirtækið hafi notfært sér
skattasmugur á Íslandi og í Portúgal til
að hlunnfara starfsmenn sína. Verka-
lýðshreyfingin gagnrýnir Impregilo
harkalega.
Hvað hefur gerst?
Hinn harði alþjóðlegi samkeppnisheim-
ur er kominn til Íslands. Svo virðist að
svo mikið hafi legið á að hefja fram-
kvæmdir við Kárahnjúka að orkan fór
öll í umhverfismálin. Allt annað gleymd-
ist. Stjórnvöld eru í klemmu, þau vita
ekki hvernig þau eiga að bregðast við.
Ósamstaðan kemur verktakafyrirtækjun-
um í koll.
Hvað er í gangi?
Tveir heimar rekast á. Alþjóðlega stór-
fyrirtækið Impregilo vinnur á öðrum
grundvelli en verktakafyrirtækin í land-
inu. Íslendingunum finnst Ítalirnir svífast
einskis og nýta sér allar smugur sem
þeir finna. Íslendingar eru vanir allt öðr-
um og mýkri heimi. Verktakafyrirtækin
standa ekki saman en flestöll hafa þau
þó tíðkað yfirborganir á meðan Ítalirnir
greiða aðeins eftir töxtum. Margir telja
að Kínverjarnir séu ráðnir vegna þess
að þeir séu meðfærilegri en Íslendingar.
Hvað gera stjórnvöld?
Ef þau láta ekki eftir Ítölunum þarf
íslenska ríkið að greiða sektir vegna
álversins í Reyðarfirði. Stjórnvöld og
stjórnendur Landsvirkjunar eru mátt-
vana. Þau vilja halda friði á vinnumark-
aði og í þjóðfélaginu öllu en vita ekki
hvernig þau eiga að bregðast við.
Hvaða áhrif mun þetta hafa?
Átökin harðna og verktakamarkaðurinn
breytist. Til að vera samkeppnisfær vilja
innlendu fyrirtækin borga taxtalaun og
flytja inn erlent vinnuafl. Það kemur frá
Mongólíu, Pakistan, Portúgal og fleiri
löndum. Íslendingar, verktakar, stjórn-
völd og verkalýðshreyfingar þurfa að
læra sína lexíu.
Hinn harði heimur kominn til Íslands
FBL GREINING: ÓÁNÆGJAN MEÐ IMPREGILO
8. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Allar líkur eru á að
Mahmoud Abbas verði
eftirmaður Yassers
Arafat en forsetakosn-
ingar fara fram í Palest-
ínu á morgun. Nái hann
kjöri bíður hans erfitt
verk sem forvera hans
mistókst.
Palestínumenn ganga til kosn-
inga á morgun og kjósa sér for-
seta. Nær öruggt er talið að
Mahmoud Abbas muni bera ör-
uggan sigur úr býtum. Mikið
verk bíður hans þó við að sam-
eina Palestínumenn og byggja
upp traust hjá Ísraelum og
Bandaríkjamönnum í garð
þeirra.
Kynlegar kosningar
Þegar Yasser Arafat andaðist á
sóttarsæng í nóvember síðastliðn-
um skapaðist ákveðið tómarúm á
meðal palestínskra ráðamanna
því Arafat hafði engan eftirmann
útnefnt og ekki lá fyrir hvernig
skipta bæri völdum að honum
gengnum. Nú tæpum tveimur
mánuðum síðar kjósa Palestínu-
menn nýjan forseta heimastjórn-
ar sinnar en ekki hefur verið kos-
ið um embættið síðan 1996.
Íbúar Vesturbakkans, Gaza-
strandarinnar og Austur-Jerúsa-
lem hafa einir kosningarétt en
hvorki Palestínumenn með ísra-
elskan ríkisborgararétt né flótta-
menn geta greitt atkvæði. 1,1
milljón kjósenda hefur skráð sig
til þátttöku, um sextíu prósent at-
kvæðisbærra manna. Eitt þúsund
kjörstaðir hafa verið settir upp
og hundruð erlendra kosninga-
eftirlitsmanna fylgjast með
framkvæmd kjörfundar.
Talsverðar deilur hafa verið
um umgjörð kosninganna. Fast-
lega er búist við að þorri íbúa
Austur-Jerúsalem muni snið-
ganga þær þar sem ísraelsk yfir-
völd hafa bannað þeim að kjósa í
sjálfri borginni. Í staðinn verða
þeir að ferðast talsverðan spöl og
greiða atkvæði utan kjörstaðar.
Samtök á borð við Hamas hafa
einnig ákveðið að hunsa kjör-
fundinn.
Frambjóðendur hafa undan-
farna daga kynnt sig og stefnu-
mál sín en baráttan hefur ekki
gengið snurðulaust fyrir sig. Í
gær handtók ísraelska lögreglan
Mustafa Barghouti þegar hann
var á leið til bænahalds í al Aqsa
moskunni í Jerúsalem. Honum
var sleppt stuttu síðar. Abbas
hætti við svipaða för þar sem
ísraelsk yfirvöld neituðu að
hleypa honum á svæðið nema í
fylgd ísraelskra hermanna,
honum til verndar að sögn Ísra-
elsmanna.
Erfitt verk framundan
Mahmoud Abbas er frambjóðandi
Fatah, stærstu fylkingarinnar
innan Frelsissamtaka Palestínu-
manna PLO. Hann var fyrsti for-
sætisráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar en lét af embætti
árið 2003 vegna samstarfsörðug-
leika við Arafat. Hann þykir hóf-
samur og hefur hvatt til þess að
Palestínumenn leggi niður vopn.
Því er ekki að undra að Abbas
njóti velvildar ísraelskra og
bandarískra ráðamanna enda
binda menn vonir við að nýtt
skeið sé að hefjast í friðarferlinu
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Það er óhugnanleg staðreynd að
könnun sem The Economist segir
frá sýnir að tveir af hverjum
þremur Palestínumönnum telja að
hryðjuverk og vopnuð barátta hafi
skilað þeim meiri árangri en samn-
ingaleiðin. Því kemur það ef til vill
á óvart að kosningaspár sýna að
yfirgnæfandi meirihluti kjósenda
hyggst greiða þessum hófsama
manni atkvæði sitt á morgun.
Skýringin liggur að hluta til í kosn-
ingabaráttunni en þar hefur Abbas
boðað herskárri stefnu en hann er
vanur. Þannig hefur hann sett rétt
flóttamanna til að snúa aftur á odd-
inn, svo og tafarlausa lausn palest-
ínskra fanga úr ísraelskum fang-
elsum. Síðan má líka gera ráð
fyrir að flestir Palestínumenn séu
einfaldlega orðnir langþreyttir á
ófriðnum við Ísraela og óeining-
unni innan þeirra eigin raða. Þeir
telja að Abbas sé maðurinn sem
geti sameinað þá og náð fram friði.
Eigi Abbas að takast þetta er
lykilatriði að hann beri öruggan
sigur úr býtum svo hann fái af-
gerandi umboð til að leiða þjóð
sína til friðar. Klofningurinn á
meðal Palestínumanna er veru-
legt vandamál og verði sigur
Abbas tæpur verður staða hans
veik gagnvart órólegri fylking-
unum innan PLO og þar með
gagnvart viðsemjendum sínum.
Stóra spurningin er hvenær og
undir hvaða kringumstæðum
friðarumleitanir geta hafist á ný.
Vítahringurinn er gamalkunnur,
Ísraelar neita að lyfta litlafingri
fyrr en hryðjuverk hafi verið
stöðvuð, en Palestínumenn segj-
ast þá og því aðeins leggja niður
vopn þegar Ísraelar sýna meiri
samstarfsvilja.
Stjórnmálaskýrendur telja að
Abbas fái sína eitt hundrað
hveitibrauðsdaga. Vonandi tekst
honum að nýta þá vel. ■
Íbúðirnar eru leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri og íbúarnir
njóta öryggis og þjónustu frá Hrafnistu í Hafnarfirði
GLÆSILEGAR ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR
Þjónustuíbúðir fyrir 60 ára og eldri við
Hrafnistu Hafnarfirði
Við Hrafnistu Hafnarfirði að Hraunvangi 1-3 eru glæsilegar íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Um er að ræða 64
leiguíbúðir auk bílgeymslu í tveim fjölbýlishúsum sem eru sérhannaðar með þarfir eldri borgara í huga, þannig
að þeir geti verið sem lengst á eigin vegum og losni við viðhald húsnæðisins. Húsin standa á fallegum stað hjá
Hrafnistu og njóta íbúarnir öryggis frá heimilinu, auk þess sem hægt er að fá keypta þaðan ýmis konar þjónustu
s.s. aðgang að neyðarhnöppum, mat, aðgang að félagsstarfi, sund ,leikfimi, aðgang að púttvelli, hár og
fótsnyrtingu o.fl..Íbúðirnar eru boðnar til leigu, auk leigu er greitt fyrir 30% afnotarétt og er sú greiðsla verðtryggð
og fæst endurgreidd við flutning skv. nánari reglum. Leigjendur geta fengið húsaleigubætur skv. gildandi reglum.
Vorum að fá í endurleigu tveggja herbergja íbúð á annarri hæð, þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð og 65 fm.
íbúð( án sameignar, minnsta íbúðartegundin) á þriðju hæð. Allar þessar íbúðir eru með glæsilegu útsýni.
Þeir sem vilja láta skrá sig á biðlista eftir íbúð eða vilja fá frekari upplýsingar vegna íbúðanna hafi samband
við skrifstofu Sjómannadagsráðs alla virka daga frá kl. 8-16 í síma 585-9301/585-9500, fax 585-
9308 , skoði vef Hrafnistu, www.hrafnista.is eða sendi E-mail á netfangið asgeir@hrafnista.is
VIÐ KÁRAHNJÚKA Það lá svo á að hefja
framkvæmdir við Kárahnjúka að orkan fór
öll í umhverfismálin. Allt annað gleymdist.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
RÖ
N
N
MAHMOUD ABBAS Í NABLUS
Abbas hefur tekist að sigla á milli skers og báru í baráttunni þannig að hófsamir og her-
skáir Palestínumenn hafa sameinast um hann.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/AP
SVEINN GUÐMARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝING
KOSNINGAR Í
PALESTÍNU
Barátta Mahmoud
Abbas er rétt að byrja