Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 15
15LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 Aðeins nokkur sett! MUSTAFA BARGHOUTI Kosningar á morgun: Sporgöngu- menn Abbas PALESTÍNA Öruggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum í forsetakosningunum í Palestínu á morgun. Sex aðrir eru þó í kjöri, þar af eru fjórir óháðir frambjóðendur. Enda þótt fylgi Mustafa Barghouti mælist aðeins 6-14 prósent í skoðanakönnunum er hann sá frambjóðandi sem helst er talinn geta velgt Abbas undir uggum. Hann er í það minnsta brattur sjálfur og segist fullviss um að hann eigi góða möguleika. Mustafa er ættingi Marwans Barghouti, uppreisn- arleiðtogans sem afplánar nú margfaldan lífstíðardóm fyrir hryðjuverk, en sá var af mörg- um álitinn líklegasti eftirmaður Jassers Arafat. Líkt og frændi sinn hefur Mustafa gefið sig út fyrir að vera maður fólksins en forysta palestínsku heimastjórnarinnar hefur löngum verið gagnrýnd fyrir að vera ekki í nógu miklum tengslum við alþýðuna. Hann segist ætla að ráðast gegn spillingu og tryggja að lög og regla ríki á sjálfstjórnarsvæð- um Palestínumanna. Hann var handtekinn og að eigin sögn misþyrmt af ísraelsku lögregl- unni í desember síðastliðnum, í aðdraganda kosningabarátt- unnar. Þar sem Barghouti hefur enga fjöldahreyfingu á bak við sig verður að telja útilokað að hann nái að sigra Abbas. Stjórn- málaskýrendur telja þó að björt framtíð geti beðið hans bíði hann ekki afhroð á morgun. Af öðrum frambjóðendum má nefna Bassam al-Sahli, fram- bjóðanda Lýðflokks Palestínu- manna sem er lítil kommúnista- hreyfing innan PLO. Hann hefur margsinnis mátt dúsa í fangelsi vegna þátttöku sinnar í barátt- unni gegn ísraelskum stjórn- völdum, nú síðast í upphafi kosningabaráttunnar. Taysir Khalid er frambjóðandi bylting- arsinnaðrar marxískrar hreyf- ingar sem á litlu fylgi að fagna á meðal Palestínumanna. Hinir frambjóðendurnir heita Abdul Karim Shabiar, Abdul Halim al- Ashqar og Alsayd Barakah. Ekki er talið að margir muni greiða þeim atkvæði sitt. - shg Svikamylla í tölvupósti: Ekkja Arafats biður um aðstoð SVIKAMYLLA Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem Suha Ara- fat, ekkja Yassir Arafat, óskar eftir einhverjum til að geyma fyr- ir sig 1,2 milljarð íslenskra króna sem núverandi stjórnvöld í Palest- ínu séu að reyna að hafa af henni. Í bréfinu segir að Suha hafi þurft að þola mikið harðræði af hálfu palestínskra stjórnvalda eftir fráfall eiginmanns síns og þeir vilji gera öll auðæfi hans, sem hún erfði, upptæk. Suha seg- ist eiga tuttugu milljónir dollara á bankareikningi sem hún þurfi að leysa út og óskar eftir aðstoð ein- hvers til að geyma fyrir sig þá upphæð gegn ríflegri þóknun. Hún þurfi aðeins að númer á bankareikningi viðkomandi og málið er frágengið. Þá er viðtak- andinn beðinn um að sýna þag- mælsku ef hann gengur ekki að tilboðinu. Lítill vafi leikur á að hér sé um svikamyllu að ræða og að ein- hverjir óprúttnir aðilar villi á sér heimildir. Fólk beðið um að vera á varðbergi gagnvart gylliboðum af þessu tagi. -bs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.