Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 18
Á síðari hluta 20. aldar óx þeirri
kenningu fiskur um hrygg, að hagur
hlutabréfaeigenda í stórfyrirtækj-
um yrði best og varanlegast tryggð-
ur með því að tengja laun stjórnend-
anna við fjárhagslegan árangur
fyrirtækisins með því að gefa þeim
kost á kaupauka í formi hlutabréfa í
fyrirtækinu. Þeir mundu þá ein-
beita sér að því að haga stjórn fyrir-
tækisins með þeim hætti að verð-
mæti hlutabréfanna ykist jafnt og
þétt og allir græddu: hlutabréfaeig-
endur, þjóðarbúið, og ekki síst
starfsmenn, sem gætu gert kröfu til
hlutdeildar í ofurgróða hinna vel
reknu fyrirtækja
En eitthvað fór úrskeiðis. Á
sama tíma og kaupmáttur launa iðn-
aðarverkafólks stóð í stað í Banda-
ríkjunum, nítugfölduðust laun
stjórnenda fyrirtækjanna. Og á
slaka tímabilinu árin 2000-2003 kom
í ljós, að meðan hlutabréf fyrirtækj-
anna 500 í S&P vísitölunni lækkuðu
að verðgildi milli 9% og 22% höfðu
laun og fríðindi stjórnenda stór-
fyrirtækja raunverulega hækkað að
mun. Engin fylgni reyndist milli
umbunar og árangurs stjórnenda
fyrirtækjanna!
Grundvallarskyssan að baki
þessari þróun reyndist vera sú að
gefa stjórnendum kost á svo og svo
mikilli umbun í formi hlutabréfa ef
tilteknu marki væri náð um bættan
hag fyrirtækisins. Hlutabréf hækka
í verði af mörgum ástæðum, sem
lítið eða ekki tengjast rekstrar-
árangri stjórnenda fyrirtækjanna,
sérstaklega þegar hlutabréfabrösk-
urum tekst að skrúfa upp vænting-
ar á mörkuðunum langt umfram
það sem raunverulegt verðgildi
fyrirtækjanna stendur undir.
Hættan er líka sú að stjórnendur
fyrirtækjanna taki að einblína á
aukið verðgildi hlutabréfanna sem
æðsta takmark fyrirtækisins. Og í
ljós hefur komið að hugmyndaríkir
forstjórar eiga auðvelt með að finna
bókhaldslegar útkomuleiðir, sem
dylja raunverulegan hag fyrirtæk-
isins en auka áhuga braskaranna
í kauphöllinni, sem þá taka óaf-
vitandi þátt í að skrúfa áfram upp
verðið og svo koll af kolli. Einnig
kom í ljós að forstjórar áttu auðvelt
með að tímasetja tilkynningar um
hag fyrirtækisins með þeim hætti
að auka líkur á hækkandi skamm-
tímagengi bréfa, sem þeir síðan
seldu og hirtu gróðann áður en
bréfin féllu aftur í verði.
Iðulega var verðgildi forkaups-
réttar forstjóranna á hlutabréfum
svo óljóst, að flestir hluthafanna
gengu þess duldir hvað raunveru-
lega fólst í launasamningum við þá,
en vöknuðu við vondan draum,
þegar fjölmiðlar upplýstu málin og í
ljós kom í mörgum tilfellum að svo
slapplega hafði verið staðið að mál-
um, að það sem átti að verða
„umbun í samræmi við árangur“
varð að „umbun án árangurs“. Þetta
þætti klénn árangur hjá vinnu-
veitendum í samningum við laun-
þegafélög!
Önnur vinsæl kenning meðal
rétttrúaðra markaðshyggjumanna
er sú, að því frjálsari sem vinnu-
markaðurinn er því auðveldara sé
að halda uppi fullri atvinnu, fram-
leiðni og hagvexti.
Fyrirtækin þurfi að geta dregist
sundur og saman eins og harmon-
ikkur eftir aðstæðum markaðarins.
Því auðveldara sem sé að ráða fólk
og reka, haga launum eftir fram-
boði og eftirspurn vinnuafls og
draga úr fríðindum (svo sem upp-
sagnarfresti og orlofsrétti ýmiss
konar) sem samtök launafólks hafa
náð að tryggja því í tímans rás, því
skilvirkara verði hagkerfið og nær
því að starfa með fullum afköstum.
Er þá gjarnan bent á hagkerfi
Bandaríkjanna og Evrópu sem and-
stæður. Í Ameríku gangi allt á
fullum dampi, en á hinum niður-
njörvaða vinnumarkaði Evrópu sé
viðvarandi atvinnuleysi iðulega
mælt í tveggja stafa tölum og þá
einkum meðal ungs fólks, sem eigi
yfirleitt í mesta basli með að
komast inn á vinnumarkaðinn. Evr-
ópskir fyrirtækjastjórnendur hljóti
að verða svifaseinir gagnvart
dyntum markaðarins, há launa-
tengd gjöld fylgi hverjum nýjum
starfsmanni, langir uppsagnar-
frestir geri erfitt að draga saman í
skyndi þegar við á, atvinnuöryggið
dragi úr afköstum o.s.frv.
Því skýtur dálítið skökku við að á
hinum enda launaskalans verður
allt annað uppi á teningnum. For-
stjórar gera sífellt meiri og harðari
kröfur um atvinnuöryggi, biðlaun,
eftirlaun og fríðindi sem í raun eru
óháð árangri, þótt öðruvísi sé látið
líta út á pappírnum. Hvað eftir ann-
að verðum við vitni að því að fyrir-
tæki, jafnt einkafyrirtæki sem op-
inber, eigi í mesta basli að losna við
forstjóra, þótt reynst hafi óhæfur,
jafnvel brotlegur, í starfi vegna alls
kyns „fallhlífarákvæða“ í ráðning-
arsamningi, ríflegra biðlauna, bóta
sem nema mörgum árslaunum
vegna óþæginda, sem hann verður
fyrir við uppsögn, eftirlaun með
alls konar fríðindum, sem reynast
mörgu fyrirtækinu þungur baggi
eftir því sem menn gerast langlíf-
ari. Sumir þeir forstjórar sem mest
hafa verið útbásúnaðir fyrir tæra
stjórnunarsnilld hafa nýtt sér þann
orðstír til að leggjast á líkama fyrir-
tækja sinna eins og sníkjudýr og
sjúga úr þeim lífsþróttinn meðan
þeir geta dregið andann.
Þetta er hollt að hafa í huga næst
þegar við heyrum kenningar um
kosti hins frjálsa vinnumarkaðar. Af
hverju skyldi kenningin aðeins gilda
um annan enda launaskalans? ■
Ekki er óeðlilegt að forystumenn íslenskrar verkalýðshreyfing-
ar fylgist grannt með kjörum og aðbúnaði erlendra verka-
manna við Kárahnjúkavirkjun. Í samningi íslenskra stjórn-
valda við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo er kveðið á um
að það skuli miða kaup og kjör allra starfsmanna sinna við
virkjunina við gildandi kjarasamninga á íslenskum vinnumark-
aði. Þó að opinberar stofnanir hljóti að fylgjast með því að við
þetta ákvæði sé staðið er réttmætt að verkalýðshreyfingin
kanni það einnig með sjálfstæðum hætti enda getur misbrestur
á þessu sviði haft áhrif á það hvernig aðrir innlendir og erlend-
ir vinnuveitendur ganga fram. En telji launþegaforingjar að
virkjunarsamningurinn sé ekki haldinn hvað þetta varðar verða
þeir að leggja trúverðug gögn fram máli sínu til stuðnings. Á
það hefur skort og á meðan hlýtur ítalski verktakinn að njóta
vafans.
Í aðdraganda framkvæmdanna við Kárahnjúka áttu margir
von á því að þær mundu fara langleiðina með að útrýma at-
vinnuleysi hér á landi. Því fer fjarri að það hafi gerst. Atvinnu-
leysingjar, jafnt á Austfjörðum sem annars staðar á landinu,
hafa ekki hópast að Kárahnjúkavirkjun og hefur Impregilo því
þurft að flytja inn mun fleiri erlenda verkamenn en ráðgert var
í upphafi. Ástæðurnar fyrir því að Kárahnjúkar hafa ekki að-
dráttarafl fyrir íslenskt verkafólk virðast vera margþættar, en
einkum er nefnt til sögu skipulag vinnutímans, sem er annað en
hér hefur tíðkast, og laun sem fela ekki í sér yfirgreiðslur með
sama hætti og tíðkaðist við virkjanaframkvæmdir á hálendinu
fyrr á árum og gerðu þá störfin mjög eftirsóknarverð. Þá
spilar einnig inn í að nú er krafist sérhæfðari reynslu og verk-
menntunar sem ekki virðist nægilegt framboð á meðal Íslend-
inga sem eru á atvinnuleysisskrá.
Frá efnahagssjónarmiði er það jákvætt að ekki hefur skapast
óeðlileg keppni um vinnuafl við Kárahnjúka. Sú skoðun á ekki
lengur hljómgrunn í þjóðfélaginu að stundarávinningur
einstrakra launþegahópa geti komið í staðinn fyrir stöðugleika
sem í reynd er besta tryggingin fyrir vaxandi kaupmætti. Ef
verkalýðsforingjar sakna þeirra tíma þegar barist var um
vinnuafl með tilheyrandi yfirboðum og launaskriði eru þeir á
villigötum. Átti ekki þjóðarsáttin fyrir hálfum öðrum áratug að
innsigla að slíkt óraunsæi væri liðin tíð?
Yfirlýsing Impregilo um að ekki sé unnt að ábyrgjast verk-
lok framkvæmda á tilsettum tíma fái fyrirtækið ekki að ráða
erlenda starfsmenn eins og það hefur óskað eftir kemur í sjálfu
sér ekki á óvart. Auðvitað felst í henni ákveðinn þrýstingur á
opinbera aðila um útgáfu atvinnuleyfa en horfast verður í augu
við að miklir hagsmunir eru í húfi, jafnt fyrir verktakann sem
íslenska ríkið. Þau viðbrögð formanns Rafiðnaðarsambandsins
hér í blaðinu í gær að þetta væru „hótanir í garð Íslendinga“
bera svip gamaldags viðleitni til að blanda þjóðernisrembingi
inn á svið þar sem hann á ekkert erindi. Í rauninni er þetta mál
einfalt. Ef Impregilo stendur við virkjanasamninginn á verka-
lýðshreyfingin að láta fyrirtækið í friði. Sé samningurinn ekki
virtur er það skylda íslenska stjórnvalda að grípa inn í jafnvel
þótt það skapi tímabundna óvissu um framgang verksins. ■
8. janúar 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Verkalýðshreyfingin hefur rétt til að fylgjast
með erlendum verktökum en málflutningurinn
þarf að vera traustur.
Deilurnar um
Impregilo
FRÁ DEGI TIL DAGS
Umbun án árangurs
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT:
Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Í DAG
SVEIGJANLEGUR
VINNUMARKAÐUR
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
Forstjórar gera
sífellt meiri og
harðari kröfur um atvinnu-
öryggi, biðlaun, eftirlaun
og fríðindi - óháð árangri.
,,
Ekki í ESB
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við
HÍ, viðrar athyglisverð sjónarmið um ís-
lensk utanríkissamskipti í viðtali við
Viðskiptablaðið í gær. Hann telur að Ís-
lendingar standi innan tíðar frammi
fyrir tveimur kostum: að ganga í Evr-
ópusambandið (ESB) eða standa utan
við Evrópska efnahagssvæðið (EES).
Ástæðan sé sú að EES eigi sér litla
framtíð; yfirgnæfandi líkur séu á því að
Norðmenn gangi í ESB innan tíu til
fimmtán ára. Ragnari lýst ekki á aðild
að ESB. „Það er tollmúrasamtök“, segir
hann. Vegna ríkisafskiptastefnu og
skipulags sambandsins sé hagvöxtur
innan þess mjög lítill. Og Ragnar spyr:
„Af hverju skyldi Ísland, sem hefur
meiri hagvöxt en ESB, hærri meðal-
tekjur og nýtur ákveðins sjálfræðis og
frjálsræðis, vilja ganga inn í þennan fé-
lagsskap?“
EES veigalítið
Rök Ragnars gegn aðild að ESB eru ekki
ný af nálinni. Aftur á móti eru ummæli
hans um EES nýstárleg því þau ganga
gegn „rétttrúnaði“ í öllum stjórnmála-
flokkum landsins. Ragnar segir að í raun
hafi EES-samningurinn ekki mikið gildi
hvað tolla og markaðsaðgengi snertir.
Tollar fari almennt lækkandi og séu nú
mun lægri en þegar Ísland gekk í EES.
Samningar Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar (WTO) tryggi að Evrópuríkin hækki
ekki tolla. Telur Ragnar að við mundum
njóta sömu tollfríðinda utan EES og
samningurinn færir okkur nú. Þá bendir
Ragnar á að land eins og Sviss, sem
standi utan ESB og EES, hafi ekki beðið
neitt tjón af því. Loks sé víða meiri hag-
vöxtur utan EES en innan þess. „Varð-
andi fisk má ekki gleyma því að ESB er
mjög áfjáð í að flytja hann inn. Það eru
ekki hagsmunir ESB að takmarka inn-
flutning á fiski, nema hugsanlega á ein-
stökum tegundum,“ segir Ragnar.
Ekki góðir skólar
Ragnar viðurkennir að Íslendingar
muni glata einhverjum réttindum með
úrsögn úr EES, svo sem
varðandi námsvist og
skólagjöld í evrópskum
skólum. En skólar í Evr-
ópusambandslöndum
séu almennt ekki góðir
og því ekki mikils að
sakna.
gm@frettabladid.is