Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 24

Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 24
„Svona gera menn ekki – lengur. Það sjá allir sem vilja. Árið 2005 tala ekki einu sinni gamlir vinir og velunnarar um Moggann sem „blað allra landsmanna“. „ Pétur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins, á vefsíðunni Tímanum 4. janúar 2005. „Hitastigið hefur ef eitthvað er farið hækkandi. Það eru svo sárafáir dagar og tímabil þar sem um löng kuldaköst er að ræða“. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, í DV 4. janúar um hvort ekki eigi að lækka hitareikninga vegna kulda. Fimmtug með formannssvip Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar hélt upp á fimmtugsaf- mælið sitt með stæl á gamlársdag. Hundruð boðsgesta fjölmenntu í Listasafn Reykjavíkur. Einnar ræðu var beðið með nokkurri eftir- væntingu og var það ræða svila Ingibjargar Sólrúnar, Össurar Skarphéðinssonar en hann varð seinn fyrir vegna þátt- töku í Kryddsíld Stöðvar 2. Ekki minntist Össur á vænt- anlegan for- mannsslag við svil- konu sína en hún hyggst sem kunnugt er brjóta sér leið að Kryddsíld- arborðinu í stað Össurar að ári. Meiri athygli en ræða Össurar vakti hins vegar myndband sem Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmynda- gerðarmaður hafði hannað og þótti ýmsum sem þar væri minnt rækilega á að afmælis- barnið hefði formannssvip og jafnvel forsætis- ráðherra þar sem hún var sýnd vinna glæsta sigra og taka á móti erlendu stórmenni. Ímyndarhönnuðir munu svo vafalaust hafa jesúsað sig þegar DV birti ummæli for- mannskandídatsins um áramótaskaupið þar sem hún sagðist ekki hafa horft á það og ætlaði ekki að gera það. Hún hefur að minnsta kosti ekki fornu spekina sem hefur komið mörgum pólitíkus að notum, í huga: „In Rome do as the Romans do“. Einkum, ao: sér í lagi, aðallega, fyrst og fremst Pétur Gunnarsson framkvæmdastjóri þing- flokks framsóknarmanna vegur mann og annan í vefritinu Tímanum sem hann ritstýrir fyrir hönd flokksins. Fyrr í vikunni tók hann sína gömlu vinnuveitendur á Morgunblaðinu í karphúsið og sneri sér því næst að Samfylk- ingunni. Pétur tekur Össur Skarphéðinsson engum vettlingatökum og segir túlkun hans á skipunarbréfi stjórnarskrárnefndar fráleita. Össur hafði látið hafa eftir sér hér í Frétta- blaðinu að hann undraðist að ekki ætti að fjalla um nema fyrsta, annan og fimmta kafla stjórnarskrárinn- ar. Bendir Pétur á að í skip- unarbréfnu segi að „einkum“ eigi að athuga þessa kafla: „Orðið einkum er atviksorð og merkir, samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs: sér í lagi, aðal- lega, fyrst og fremst. Við vitum að þú ert ekki doktor í ís- lensku, Össur, en hvar lærð- irðu eiginlega að lesa?“ 24 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR 84% eru á móti því að nafn Íslands sé á Írakslistanum í könnun Gallup en 62% voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu. Meiri samstaða virðist um þessa andstöðu en flest annað í íslenskum þjóðmálum. Örfá dæmi eru um meiri stuðning við málefni í þjóðarpúlsi Gallup á síðasta ári en afstöðuna til veru Ís- lands á lista yfir hinar staðföstu þjóðir í Íraksstríðinu. 84% voru á móti því að Ísland væri á listanum samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í vikunni. Þetta er miklu meiri andstaða en til dæmis við fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. 62% sögðust andsnúin fjölmiðla- frumvarpinu í þjóðarpúlsi Gallup í júlí og 61% sammála ákvörðun for- setans um að neita að undirrita lögin. Þá ákvörðun rökstuddi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, með því að „ekki væri farsælt að varanlega verði djúp gjá milli þing- vilja og þjóðarvilja“. Athyglisvert er að skoða um hvaða málefni hefur verið álíka samstaða og um andstöðuna við stuðning Íslands við Íraksstríðið. Rúmlega 87% þjóðarinnar vildu leyfa samkynhneigðum að gifta sig í Þjóðarpúlsinum í júlí. Þá sögðust 85% hafa jákvæða afstöðu til lækna í Þjóðarpúlsinum í ágúst og jafn hátt hlutfall treysti Háskóla Íslands í apríl. Andstaðan við kvótakerfið mældist hins vegar „aðeins“ 64% í október. Vitaskuld má svo finna meiri samstöðu í öðrum könnunum og nægir að nefna andstöðu 99% aðspurðra við samráð olíufélaganna í Frétta- blaðskönnun í vetrarbyrjun. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, segir hins vegar að mikil andstaða við Íraksstríðið þurfi ekki að koma á óvart: „Kannanir hafa sýnt það að Íslendingar eru gjarnir á að láta í ljós andúð á hernaði og styðja ýmiss konar friðarstarf- semi. Dæmi um þetta er að árið 1987 var mikill meirihluti fylgjandi tillögunni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, jafnvel þótt það myndi veikja NATO. Á sama tíma var mikill meirihluti fylgjandi aðild Íslands að NATO og veru hersins í Keflavík.“ Ólafur segir að sama gildi um þá djúpu gjá sem væri á milli and- stöðu fylgismanna stjórnarflokk- anna við listann og afstöðu forystu- manna flokkanna. Þannig hafi fylg- ismenn Sjálfstæðisflokksins verið fylgjandi gjaldtöku af varnarliðinu í fyrrnefndri könnun 1987 þótt for- ystumennirnir væru eindregið andsnúnir henni. Þá sagði hann erfitt að meta útfrá spurningu Gallup hversu bjargföst þessi and- staða væri. „Það er hins vegar ljóst að Halldóri Ásgrímssyni hefur mistekist að sannfæra sitt eigið fólk um málstaðinn.“ a.snaevarr@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Úr bakherberginu... Meiri gjá í Íraksmáli en flestum öðrum málum nánar á visir.is Það var ekki létt yfir Halldóri Ás- grímssyni þennan dag, rétt fyrir jól þegar hann var svo vinsamlegur að veita mér viðtal í forsætisráðu- neytinu. Nei, það var ekki létt yfir Halldóri en satt að segja er hann nú ekki kunnur af ofsakæti að minnsta kosti á opinberum vett- vangi. Og erindið mitt var opinbert og háalvarlegt: að mæla stöðuna eftir fyrstu hundrað daga hans í embætti. Ekki grunaði mig hins vegar að enn ætti eftir að syrta í álinn. Í miðju viðtali vitnaði ég til orða Halldórs örskömmu fyrir innrásina í Írak og sagði að engu væri líkara en þarna hefði hann tekið hreina U- beygju. Og það væri hreint ekki hans stíll í stjórnmálum. Það þyngdist brúnin á Halldóri þegar ég las spurninguna og hann greip frammi í fyrir mér: „Átti þetta ekki að vera jólaviðtal?“ – svo vill til að hundrað daga afmælið var um jólin. „Voðalega hefur þú mikinn áhuga á Írak!“, bætti hann svo við í þvílíkum tón að ekki leyndi sér að hann teldi slíkan áhuga al- gjörlega óeðlilegan hjá íslenskum stjórnmálablaðamanni. Eftir þetta svaraði Halldór spurningum mínum stuttur í spuna. Halldóri er gjarnan strítt á því að hann sé forsætisráðherra í ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Og víst á hann enn langt í land eftir sína rétt rúmu hundrað daga í embætti að fara í fötin hans Davíðs. Þótt margt megi segja um skap Davíðs Odds- sonar og viðskipti hans við blaða- menn verður það ekki af honum skafið að ef hann á annað borð gefur sig í viðtal, hefur hann aldrei vikið sér undan spurningum eða reynt að drepa máli á dreif eins og Halldór hefur stundað á sínum pólitíska ferli. Halldóri er bersýnilega ekki um það gefið að tala um Íraksmálið en margt bendir til þess að það muni ekki hverfa svo auðveldlega úr sinni landsmanna eins og skoð- anakönnun Gallup sýndi á dögun- um. Þar eykst andstaðan og það þrátt fyrir að Halldór reyni að halda því fram að það jafngildi því að hætta við stuðning við enduruppbygg- ingu Íraks að hverfa af lista hinna staðföstu þjóða. Aðeins 16% fram- sóknarmanna styðja Halldór í mál- inu, 80% eru á öðru máli. Jafnvel forystumenn framsóknarmanna viðurkenna í einkasamtölum að þeim sé meinilla við stuðning Íslands við innrásina. Vikið hafi verið frá stuðningi flokksins við Sameinuðu þjóðirnar og fjölþjóða- stofnanir sem greint hafi flokkinn frá sjálfstæðismönnum í utanríkis- stefnu. Heimildir herma að Halldór hafi fallist með miklum semingi á stuðning Íslands við Írak. Ljóst má vera að málflutningur Halldórs í Íraksmálinu fellur í grýttan jarðveg hjá 80% stuðningsmanna Framsóknar. 84% þjóðarinnar og 80% framsóknarmanna taka ber- sýnilega ekki mark á þeim ummæl- um Halldórs að ekki beri að ræða málið því það heyri fortíðinni til. Eins og einn háttsettur framsóknar- maður orðaði það við þetta blað (nafnlaust, sjálfsagt af ótta við ólund Halldórs): „Halldór tapar á Íraksmál- inu, ekki Davíð.“ Háttalag strútsins, að grafa höfuðið í sandinn og segja að listi staðfastra þjóða skipti ekki lengur máli, er allavega ekki að skila Halldóri árangri. a.snaevarr@frettabladid.is VIKA Í PÓLITÍK ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR Halldór og háttalag strútsins UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FJÖLMIÐLAMÁLIÐ Forsetinn talaði um djúpa gjá þegar 62% voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu. ÍRAKSMÁLIÐ Enn dýpri gjá þegar 84% eru á móti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.