Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 36
Magnús Theodór Magnússon sem
flestir þekkja sem Tedda er sjö-
tugur í dag. Tímamótin hringdu í
Tedda og spurðu hvort þetta væri
virkilega satt.
„Já, ég get ekki þrætt fyrir
þetta. En ég er við góða heilsu. Í
góðu líkamlegu formi, æfi tvisvar
í viku. Þetta er bara svona þegar
maður er laus við óregluna. Ég
hef verið reglumaður í 17 ár. Þá
er manni ekkert að vanbúnaði.
Grundvallaratriðið er að vera
ekki hræddur. Mér finnst allt of
mikið um það að fólk sé hrætt við
einhverja pótintáta. Það þýðir
ekkert.“
Hvernig gengur í listinni
Teddi?
„Það hefur gengið vel, ja
þangað til á síðasta ári. Þetta var
ósköp rólegt hjá mér á sýning-
unni í Perlunni. En svo seldi ég
dálítið núna í desember. Það
bjargaði jólunum. Og svo get ég
líka farið til Kanarí. Ég nefnilega
get ekki farið á skíði í vetur.“
Af hverju ekki?
„Ég var svo óheppinn að detta
og brjóta nokkur rif. Ég var að
þvo bílinn og hrasaði. Svo ég
kemst ekki á skíði þetta árið.
Þetta hefur komið fyrir mig einu
sinni áður og þetta tekur dálítinn
tíma. Fjandi sárt áður en það
grær.“
En hvernig fagnar þú afmæl-
inu?
„Þetta verður heilmikið húll-
umhæ. Ég býð fólki að koma til
mín á Sjanghæ, Laugavegi 28
milli klukkan 3 og 6. ■
28 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR
WILKIE COLLINS (1824-1889)
vinur Dickens og faðir spennusögunnar, var
fæddur þennan dag
Heilmikið húllumhæ
AFMÆLI: MYNDLISTARMAÐURINN TEDDI ER SJÖTUGUR Í DAG
„Þetta er sagan af því hverju þolinmæði
konu og staðfesta karlmanns fá áorkað“.
- The Woman in White er merkileg saga um hlutskipti kvenna á
Viktoríutímanum. Höfundurinn átti í stöðugum útistöðum við
gagnrýnendur – en lesendur kunnu að meta hann.
timamot@frettabladid.is
MAGNÚS THEODÓR MAGNÚSSON Teddi kemst ekki á skíði þetta árið vegna rifbrots sem hann hlaut þegar hann hrasaði við bílþvott.
Þennan dag 1941 stöðvaði
bandaríski blaðakóngurinn Willi-
am Randolph Hearst birtingu á
auglýsingum um mynd Orson
Welles, „Citizen Kane“ eða Kane
borgari, í öllum blöðum sínum.
Myndin var almennt talin hafa
blaðakónginn að fyrirmynd aðal-
persónunnar Charles Foster
Kane. Hún kom reyndar ekki til
sýninga fyrr en seinna á árinu.
Orson Welles er einhver þjóð-
sagnakenndasta persóna í sögu
bandarískra kvikmynda. Hann var
snemma handgenginn Thalíu en
þóttist ekki fá þann frama sem
hann ætti skilinn í heimalandinu.
Hann reyndi m.a. fyrir sér sem
nautabani á Spáni áður en hann kom
heim og lék í Rómeó og Júlíu á Broad-
way. 1937 stofnaði hann eigið fyrirtæki
til framleiðslu á útvarpsleikritum. Svið-
setning hans á innrásinni frá Mars var
svo raunveruleg að flutningurinn or-
sakaði fjöldaskelfingu og margir
Bandaríkjamenn héldu að Marsbúar
hefðu ráðist inn í New Jersey. Orson
Welles var aðeins 25 ára, þegar hann
framleiddi, leikstýrði og lék í „Kane
borgara“. Þótt myndin fengi ekkert sér-
stakar viðtökur á sínum tíma er hún á
seinni tímum talin eitt af merkustu
verkunum í amerískri kvikmyndagerð
og hefur haft áhrif á kvikmyndagerðar-
menn alla tíð síðan. Orson Welles lést
1985.
8. JANÚAR 1941 Blaðakóng-
ur bannaði auglýsingar Orson
Welles þennan dag.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
794 Víkingar ráðast á hina
helgu eyju Lindisfarne.
1686 Gífurlegt fannkyngi á Suð-
Vesturlandi. Kjósarannáll
segir snjóinn hafa náð
meðalmanni í mitti.
1895 Fyrsta kvennablað á Ís-
landi, „Framsókn“ stofnað
á Seyðisfirði.
1926 Abdul-Aziz ibn Saud verður
konungur í Hejaz. Hann
breytir nafni ríkisins í Sádi-
Arabíu.
1965 Sigríður Sigurðardóttir kjör-
in íþróttamaður ársins, fyrst
kvenna.
1989 Sýningum hætt á söng-
leiknum „42nd street“ eftir
3.486 sýningar.
1998 Ramzi Ahmed Yousef
dæmdur í ævilangt fangelsi
fyrir sprengjutilræði í World
Trade Center í New York
(tvíburaturnarnir).
Hver var fyrirmynd Kane borgara?
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
AFMÆLI
Hávarður Olgeirsson skipstjóri, Skóla-
stíg 9, Bolungarvík, er áttræður í dag.
Finnbogi Guðmundsson, fyrrverandi
landsbókavörður, er 81 árs í dag.
Sverrir Norland verkfræðingur er 78
ára.
Elías Snæland Jónsson rithöfundur er
62 ára í dag.
Gísli Már Gíslason, verkfræðingur og
bókaútgefandi, er 58 ára.
Þuríður Backman al-
þingismaður er 57 ára.
Gerard Lemarquis kennari er 57 ára í
dag.
André Bachmann tónlistarmaður er 56
ára.
Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur
er 55 ára.
Ari Skúlason hagfræð-
ingur er 49 ára í dag.
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur er 46
ára.
Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson
tónlistarmaður er 45 ára í dag.
ANDLÁT
Hinrik Guðmundsson verkfræðingur
lést sunnudaginn 26. desember. Útförin
fór fram í kyrrþey 5. janúar.
Edward Páll Einarsson, 3630 Center-
view Avenue, Wantagh, New York, lést
sunnudaginn 26. desember
Friðrik Fr. Hansen, Hvammstanga, lést
fimmtudaginn 30. desember.
Eiríkur Einarsson bóndi, Hallskoti,
Fljótshlíð, lést mánudaginn 3. janúar.
Jóhannes Ólafsson, Ásum 4, Hvera-
gerði, áður Ásum í Stafholtstungum, lést
miðvikudaginn 5. janúar.
JARÐARFARIR
11.00 Friðrik Baldvin Jónsson, Hraun-
koti, Lóni, verður jarðsunginn frá
Hafnarkirkju í Hornafirði.
13.00 Halldóra G. Magnúsdóttir, Há-
varðarkoti, Þykkvabæ, verður jarð-
sungin frá Þykkvabæjarkirkju.
13.30 Paul Erik Símonarson, Grýtu,
Eyjafjarðarsveit, verður jarðsung-
inn frá Grundarkirkju í Eyjafirði.
13.30 Sigmundur Þór Sigmundsson,
frá Framnesi, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju.
14.00 Magnús Kristjánsson, (Gutti),
Skipagötu 10, Ísafirði, verður jarð-
sunginn frá Ísafjarðarkirkju.
14.00 Ragnhildur Guðjónsdóttir, Skipa-
stíg 11, Grindavík, verður jarð-
sungin frá Grindavíkurklirkju.
María Magnúsdóttir
Keflavík,
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
lést þann 20. desember síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í
Grindavík. Hjartans þakkir til starfsfólks fyrir góða umönnun og
elskulegt viðmót. Útförin fór fram 30. desember frá Keflavíkur-
kirkju. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. F.h. aðstandenda,
Kristín Tryggvadóttir, Sigurbjörn Skírnisson, Ari Tryggvason, Kristín
H. Runólfsdóttir, Haukur Tryggvason, Anna Kristjánsdóttir, Edda
Tryggvadóttir, Ólafur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Frændi okkar,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga að morgni 5. janúar sl.
Aðstandendur.
Gunnar Páll Björnsson
frá Grjótnesi,
Hafsteinn Einarsson
Bergi, Seltjarnarnesi,
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
lést 20. desember. Útförin hefur farið fram.
Auður Sigurðardóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Hanna Guðrún Guð-
mundsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Gunnar Þórðarson, Einar Haf-
steinsson, Sigurborg Inga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
■ LEIÐRÉTTING
Tímamótum hefur borist leið-
rétting á frétt um Minningar-
sjóð Guðlaugs Bergmann. Á
útfarardegi hans hafði ekki
verið gengið frá skráningu á
sjóðnum og hann því ekki
fengið sérstaka kennitölu. Nú
hefur það gerst.
Minningarsjóður um Guð-
laug Bergmann mun styrkja
verkefni í umhverfis- og sam-
félagsmálum. Reikningsnúm-
erið er: 1143-18-640230 og
kennitalan er 430105-2130.
Fjölskylda Guðlaugs þakkar
öllum sem þegar hafa lagt
fram fé í sjóðinn.