Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 38
S igmúnd teiknari í Eyjum ereinsdæmi í heiminum umskopmyndateiknara með slík afköst og úthald sem raun ber vitni, því það eru engin önnur dæmi um það að teiknari hafi skil- að skopmynd nær daglega í sama blaðið í liðlega 40 ár eða um 10 þúsund myndir eins og Sigmúnd hefur teiknað í Morgunblaðið frá því að hann teiknaði sína fyrstu mynd í Moggann í febrúar 1964. Hann hefur sett mjög sterkan svip á Morgunblaðið, enda eru myndir hans með því vinsælasta sem blaðið birtir. Myndefnið í fyrstu myndina sótti Sigmúnd í Surtsey sem var þá að rísa úr hafi í mögnuðu eldgosi og þar fékkst hann við kappið um landtöku ýmissa aðila á gjósandi eynna; frönsku blaðamannanna, Vest- mannaeyinga, íslensku jarðfræð- inganna, ljósmyndara og fleiri, en ýmsar uppákomur voru í þessum ferðum og ekki hættulausar. Þar týndi dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur til að mynda húf- unni sinni eins og frægt varð og þarna lagði Sigmúnd fyrstu línuna með króklagi penna síns og síðan hefur verið fiskur á Sigmúnd- sönglinum hvern dag og slagar í hálfa öld. Hvergi á byggðu bóli jarðar er neitt til í líkingu við safn Sigmúnds sem hefur þannig verið fastur liður í þjóðarsál Íslendinga í liðlega 40 ár. Fyrsta myndin í Mogganum hefur lent einhvers staðar annars staðar en í geymslu Sigmúnds, en skyssuna að frum- myndinni fann hann nýlega og birtist hún hér í fyrsta skipti opin- berlega. Vonandi kemur frum- myndin, fullgerð pennateikning, fram í dagsljósið, því hún á auð- vitað heima í Sigmúndssafninu, sem nú er orðið þjóðareign og verður vonandi sett upp fyrr en varir á glæsilegan hátt í Vest- mannaeyjum eins og forsætisráð- herra hefur haft orð um en Byggðasafn Vestmannaeyja og skjalasafn sér um að koma safn- inu í tölvutækt form. Með þrjár í takinu á hverjum degi Sigmúnd vinnur mjög skipulega við teikningar, alla daga, og hann er nær alltaf með þrjár myndir í takinu í einu hvern dag. Eina mynd sem hann er að fullgera, eina sem hann er að byggja upp og eina sem hann byrjar á. Fyrri hluta starfsævinnar vann Sigmúnd við verkstjórn í fisk- vinnsluhúsum bæði norðanlands og sunnanlands auk þess að vinna sífellt að uppfinningum véla og búnaðar sem var til mikilla bóta í fiskvinnslu og sjávarútvegi og ekki síst í öryggi sjómanna. Að þessu leytinu til hefur Sigmúnd stundum verið eins og heil stofn- un fyrir utan allt annað því fjöl- hæfni hans er ekki einleikin: teiknari, uppfinningamaður, mód- elsmiður, tónlistarmaður og list- málari svo eitthvað sé nefnt. Um 1960 trollaði Helga Ólafs- dóttir, ung og glæsileg Eyjastúlka, Sigmúnd til Eyja og síðan hefur hann gert út þaðan með teiknipenna sínum hvort sem er í skopmyndagerð, sem hefur æði oft alvarlegan undirtón eins og undiralda hafsins þótt létt leiki báran við berg og sker, eða í teikn- ingum véla og tækja og öryggis- búnaði fyrir sjómenn sem hefur skipt sköpum í björgun tuga mannslífa sjómanna. Fyrir það framlag var Sigmúnd veitt gull- merki Sjómannadagsins í Vest- mannaeyjum og fálkaorða ís- lenska lýðveldisins Að tefla á tæpasta vað í teikningunni Það þarf mikið þrek, seiglu og lífsgleði að hafa staðið í brúnni á Sigmúnd VE í yfir fjörtíu ár og vera alltaf á útkikkinu. Sigmúnd er eins og aflaklærnar sem sem finna alltaf lóðningar og lenda alltaf í fiski, hafa rífandi fiskinef. En torfur Sigmúnds eru ekki þorskur og síld eða annað úr þeirri rómuðu fánu hafsins. Torfur hans eru íslenska þjóðlífið frá degi til dags, menn og málefni, séð með augum skopteiknarans og úr þessum mannlífstorfum skap- ar hann með penna sínum túlkun sem hefur fært Íslendingum skemmtun og ómælda gleði um áratuga skeið og um leið jákvæða gagnrýni á eitt og annað í samfé- laginu, gjörðum og stíl. Að öllu jöfnu sækir Sigmúnd myndefni sitt í fyrirsagnir blaða og hann hefur aldrei búið til fyrirsögn á myndir sínar, en oft dugir fyrir- sögnin og meðfylgjandi frétt eða frásögn ekki í mynd Sigmúnds og þá fangar hann í myndina um- ræðuna og stemninguna í þjóðfé- laginu, bæði frá mannamótum og úr fjölmiðlum ljósvakanna. Eitt af sérkennum Sigmúnds fyrir utan sígilt skop er tæknihlið mynda hans og stundum á hann það til að tefla á tæpasta vað, til að mynda á vettvangi kynlífsins. Það er til marks um ferskleika Sigmúnds að þetta síðastnefnda hefur síður en svo rjátlast af honum með aldrin- um. Það fer ekkert á milli mála að Sigmúnd Jóhannsson teiknari hefur ákveðnar skoðanir þótt hann sé sjaldnast að túlka þær í myndum sínum, en það segir mik- ið sem Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra sagði þegar hann skrifaði undir samning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um kaup á myndasafni Sigmúnds skömmu fyrir jól að það væri aðalsmerki Sigmúnds að hann væri alltaf skemmtilegur og meiddi aldrei þótt auðvitað hvessti í verkum skopmyndateiknarans. Fylgifiskarnir eru nauðsynlegir í svona myndgerð. „Ég hef alltaf haft þessa þrá að teikna,“ sagði Sigmúnd aðspurður, „og myndir mínar byggjast á því að lýsa með mínum augum því sem aðrir eru að gera.“ Stundum þegar maður spyr Sigmúnd um ákveðnar teikningar eða atriði í þeim kraumar í hon- um, tístir nánast eins og vorfugl- arnir, en hann notar ekki mörg orð 30 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Dansnámskeið hefst mánudaginn 10. jan. n.k Kenndir verða gömludansarnir, sérdansar ofl. kl. 20 - 21 byrjendur kl. 21 - 22 framhald kr. 6.000.- Barna- og unglinganámskeið hefst þriðjudaginn 11. jan. Kenndir verða gömludansarnir ásamt íslenskum og erlendum þjóðdönsum ofl. kl. 17.30 - 18 3 - 5 ára kr. 3.000.- kl. 18 - 18.45 6 - 8 ára kr. 4.500.- kl. 18.45 - 19.30 9 - 12 ára kr. 4.500.- kl. 19.30 - 20.15 unglingar kr. 4.500.- Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14 A LÆRIÐ AÐ DANSA! TAKIÐ ÞÁTT Í DANSINUM! Þjóðdansar verða á fimmtudögum kl. 20 Dansaðir verða þjóðdansar frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis. Opið hús verður á miðvikudögum kl. 20.30 Við dönsum gömludansana annan hvern miðvikudag. Aðgangur kr. 600.- kvöldið. Upplýsingar og skráning í síma 587 1616 og 567 5777 Kennt er í sal félagsins Álfabakka 14 Einstakur maður og brautryðjandi „Sigmúnd hefur lýst skoðunum sínum á mönnum og málefnum líðandi stundar á síðum Morgunblaðsins í fjóra áratugi með sínum hætti,“ segir Styrmir. „Sýn hans á íslenskt þjóðfélag er óvenjuleg og sérstök. Ég velti því oft fyrir mér, hvernig einstaklingur, sem býr í fámennu eyjasamfélagi og fylgist með þjóðlífinu úr fjarlægð getur haft svo sterka tilfinningu og skilning á því, sem er að gerast í kringum okkur og fram kemur í myndum hans og hefur skapað nýja hefð.“ Ef til vill er það hins vegar styrkleiki Sigmúnds að vera ekki staðsettur í hringiðu höfuðborg- arinnar þar sem það fer þverrandi að maður sé manns gaman. Það er líf fyrir utan Elliðaárnar, blússandi líf og menn- ing, persónulegt samfélag í byggðum landsins, hlýtt og hvetjandi þótt halli undan fæti að sumu leyti. Það er líka vítt til veggja í Eyjunum, hafið til allra átta, endalaust haf og víðátta. Aðstæður landsbyggðarinnar skapa annarskonar yfir- sýn en höfuðborgin, þótt góð sé, kannski meiri víðsýni og tillitssemi. Á útkikki eftir því skoplega í 40 ár STYRMIR GUNNARSSON, ritstjóri Morgunblaðsins. SURTSEY NUMIN Blýantsskissa af fyrstu mynd Sigmúnds sem Morgunblaðið birti í febrúar 1964, en ekki er vitað hvar blekteikningin er nið- ur komin. Skissan er af ævintýralegum landgöngum í Surtsey skömmu eftir að eyjan reis úr hafi. Skissan hefur aldrei birst áður opinberlega. Ríkissjóður keypti myndir Sigmúnds Jóhannssonar, skopmyndateiknara í Vestmannaeyjum, undir lok síðasta árs en sýn Sigmúnds á samtímann hefur birst í Morgunblaðinu í fjóra áratugi. Fréttablaðið fékk Árna Johnsen til að ræða við Sigmúnd um lífið og tilveruna auk þess sem hann leitaði álits fjöl- margra á verkum listamannsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.