Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 08.01.2005, Qupperneq 41
og eignuðust einkadóttur sína, Lisu Marie árið 1968. Hjónaband þeirra varð þó ekki langlíft og þau skildu árið 1973. Í júní 1968 kom Elvis fram í sjónvarpi í þættinum The ‘68 Comeback og var þátturinn til- einkaður honum. Þarna var hann löngu orðinn þreyttur á kvikmyndun- um og hafði lítið sést utan þeirra. Hann kom því ferskur inn í senuna og 33 ára að aldri var hann betri en nokkru sinni fyrr. Nátt- ú r u l e g i r h æ f i l e i k a r hans, útgeisl- un og sjarmi hafði ekki farið neitt og áhorf- endur trylltust. Í lok þáttarins kom Elvis fram í hvítum jakka- fötum og söng nýtt lag; hið gífur- lega fallega If I Can dream. Kröftugur söngurinn og sterk nærvera hans í laginu var einn af hápunktum söngferils Elvis. Mörgum árum seinna minntist rithöfundurinn Greil Marcus þáttarins á eftirfarandi hátt: „Þetta var flottasti tónlistarat- burður í lífi Elvis Presley. Ef ein- hvern tíma var flutt tónlist sem blæðir úr þá var það þarna.“ Síðustu tónleikar kóngsins Á næstu árum kláraði hann kvik- myndasamning sinn og gat snúið sér að tónlistinni af öllu hjarta. Elvis fór í heljarinnar tónleika- ferðalag til Las Vegas árið 1969 og sló í gegn enn einu sinni. Þarna klæddist Elvis fyrst galla sem minnti helst á karatebúning og var hannaður af Bill Belew. Sú var byrjunin á hinum fræga Elvis-galla sem eftir að leið á varð sífellt skrautlegri. Árið 1970 gaf hann út mörg sinna bestu laga og má þar helst nefna In The Ghetto, Suspi- cious Minds, Don’t Cry Daddy og Kent- ucky Rain. Á ár- unum 1970-1973 fór Elvis sigur- för um heiminn og söng á ótal t ó n l e i k u m . Hann toppaði a ð s ó k n a r m e t hvað eftir ann- að og var aftur orðin skærasta stjarnan. Á seinni hluta ársins 1973 var Elvis sendur á spítala vegna lungnabólgu, ristilvandamáls og lifrarbólgu. Hann hafði barist við heilsuvandamál í nokkurn tíma einnig vegna þeirrar staðreyndar að hann virtist vera háður lyfseð- ilsskyldum lyfjum. Einnig átti söngvarinn í vandræðum með þyngdina. Á síðustu árum ævinn- ar var Elvis duglegur að syngja á tónleikum en heilsu hans fór hratt versnandi. Þann 26. júní 1977 kom hann fram á sínum síð- ustu tónleikum. Á vídeóupptöku frá tónleikunum sést hversu illa hann var haldinn en hve gífur- lega sterk og falleg rödd hans var enn. Þann 16. ágúst 1977 lést Elvis úr hjartagalla. Sorgarfrétt- in barst um heiminn á nokkrum klukkutímum. ■ LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 ÚTSALAN ER HAFIN Í HOLE IN ONE 15% - 70% AFSLÁTTUR Fatnaður 30% - 50% - 70% afsláttur Skór allt að 60% afsláttur Hálft golfsett með standpoka á 9.900,- Golfkerrur frá 1.990,- Þríhjólakerrur frá 3.900,- Golfsett allt að 50% afsláttur Barnakylfur frá 990,- og fleira og fleira Löng opnunarhelgi: laugardag 10-18, sunnudag 12-16 Bandaríska flaggið –Björgvin Halldórsson, söngvari og Elvis-aðdáandi „Elvis er bandaríska flaggið! Þegar hann sló í gegn árið 1956 þá var ég fimm ára og hann hefur haft mikil áhrif á mig eins og alla. Elvis gat sungið allt og það sem kitl- aði eyrun á fólki var sú staðreynd að Elvis söng frá hjart- anu. Ég gæti ekki valið eitt einasta lag sem er í uppá- haldi hjá mér. Hann tók upp svo gríðarlegt magn af lög- um og auðvitað eru mörg sem falla í skuggann. En ef ég ætti að velja eitt lag þá væru svona um þrjátíu lög sem væru hæst á stallinum.“ Björgvin Halldórsson er annálaður Elvis-aðdáandi og hefur safnað að sér nánast öllu sem kóngurinn hefur gefið út. „Ég á mikið af skemmtilegum útgáfum sem eru gefnar út í fáum ein- tökum. Ég á þó enn eftir að fara til Graceland. Sú pílagrímsferð er eftir og hún verður sennilega farin á þessu ári eða því næsta.“ Aðspurður hvaða Elvis-tímabil hann kunni best að meta segir hann: „Ég er ofsa- lega hrifinn af rokktímabilinu áður en hann fór í herinn. Lennon sagði að rokkið hefði dáið þegar Elvis fór í herinn og ég upplifði það svolítið þannig. Ég var ekki mikið hrifinn af bíómyndatímabilinu þó svo að fyrstu myndirnar hafi verið góðar, eins og Love Me Tender, King Creole og Jailhouse Rock. Þetta varð svo að allt of mikilli fjöldaframleiðslu þar sem þeir fóru yfir eina helgi og gerðu eitt stykki bíómynd. Svo var ég reyndar gríðarlega hrifinn af Las Vegas-tímabilinu. Meira að segja hafði ég mjög gaman að honum þegar hann var orðinn gamall og veikur því röddin var sjaldan fallegri en einmitt þá.“ Björgvin segir Elvis hafa lengi vel látið sig dreyma um að fara í tónleikaferðalag um Evrópu. „Hann fór aldrei út fyrir Ameríku í tónleikaferðalag, hann fór aðeins í tónleikaferðalag til Hawai og þá er það komið. Það eru margar sögur uppi um ástæður þess að úr Evrópuferð varð aldrei. Ein sagan segir að Colonel Parker, umboðsmaðurinn, hafi verið ólöglegur innflytjandi. Hann var víst ekki hrifinn af því að Elvis færi til Evrópu og dró úr honum vindinn. Ástæðan var auðvitað sú að Parker hefði aldrei komist aftur inn í landið! „ Björgvin minnist á þá staðreynd við blaðamann að kóngurinn hafi átt tvíbura sem lést í fæðingu. „Ímyndaðu þér! Ímyndaðu þér að hafa tvo Elvisa! Hann var snillingur og ekkert annað. Æðislegur söngvari, ofsalega músíkalskur, fjallmynd- arlegur, hann hafði það allt! Hann var engum líkur. Þeir brutu mótið eftir að þeir gerðu Elvis. Hann er náttúrlega bara kóngurinn!“ Las Vegas Á næstu árum hélt Elvis marga tónleika í Las Vegas á svokölluðu „Vegas- tímabili“ kappans. Hann sló út öll aðsókn- armet og margsinnis sín eigin. ELVIS SNÝR AFTUR! Eftir margra ára kvikmyndaleik sneri Elvis aftur ferskari en nokkru sinni í sjónvarpsþættinum „The ‘68 Comeback“.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.