Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 43

Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 43
LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 35 ATKINS-KÚRINN Kolvetnasnauður matur er uppistaðan í Atkins-kúrnum. Er Atkins-kúrinn hollur? Í fyrsta lagi er rétt að benda á það að alls ekki er svo komið að menn telji Atkins-kúrinn vera hollt mataræði. Sumir telja hins vegar að hann og aðrir kolvetnasnauðir megrunarkúrar geti gagnast þeim sem vilja léttast og virðast ýmsar nýlegar rannsóknir benda til þess að þyngdartap sé töluvert hjá þeim sem eru á þessum kúrum. Þyngdartapið er vegna minni orkuneyslu Þyngdartapið er þó ekki vegna kolvetnaskerðingarinnar eins og áður var talið, heldur einfaldlega vegna minni orkuneyslu, það er færri hitaeiningar eru innbyrtar. Ástæða minni orkuneyslu er meðal annars talin vera sú hve einhæft fæðið verður með því að takmarka neyslu margra fæðu- tegunda og jafnvel fæðuflokka. Ennfremur er orkuneyslan talin minni vegna aukinnar prótínn- eyslu samfara minni kolvetna- neyslu, en óhjákvæmilegt er að bæði magn og hlutfall prótína af orkunni aukist þegar kolvetni eru skert. Sýnt hefur verið fram á að prótín eru mest mettandi allra orkuefnanna í fæðunni (prótín > kolvetni > fita) og samkvæmt því mettast menn fyrr af prótínríku fæði. Blóðfita og þyngdartap Nýlegar rannsóknir hafa sýnt meira þyngdartap eftir 6 mánuði hjá þeim sem eru á kolvetna- snauðum megrunarkúrum en þeim sem eru á fitusnauðum kúr- um, en eftir 12 mánuði var enginn munur á þyngdartapi. Nokkuð hefur komið á óvart að blóðfita virðist ekki hækka hjá þeim sem eru á kolvetnasnauðum kúrum, þrátt fyrir að þeir megi borða ótakmarkað af fitu, en þetta er fyrst og fremst talið vera vegna þyngdartapsins en alls ekki kúrs- ins sjálfs. Ekki eru til rannsóknir á magni fitu í blóði þegar hægir á þyngdartapi hjá einstaklingum á kolvetnasnauðu mataræði. Rann- sóknir á flogaveikum börnum hafa sýnt neikvæð áhrif kolvetna- snauðs mataræðis á blóðfitu sem gefur vísbendingu um að kol- vetnasnautt fæði sem slíkt hafi alls ekki hagstæð áhrif á blóðfitu og henti þar af leiðandi ekki fólki í eða við kjörþyngd sem mun létt- ast lítið. Langtímaáhrif Atkins-kúrsins eru óþekkt Langtímaáhrif kolvetnasnauðra kúra á borð við Atkins eru ekki þekkt. Meðal augljósra ókosta slíkra kúra er að þeir eru trefja- snauðir og hætta er á skorti á ýmsum næringarefnum þegar fæðuval er svo takmarkað sem raun ber vitni í þessum kúrum. Ýmis mikilvæg næringarefni, ásamt trefjum, er að finna í kol- vetnaríkum afurðum eins og grófu kornmeti, grænmeti og ávöxtum (sem algengar eru í makróbíótísku fæði), auk þess sem þessar afurðir eru ríkar af ýmsum öðrum efnum sem geta haft heilnæm áhrif, svo sem karótíníðum og flavoníðum. Hægðatregða og höfuverkur Meðal helstu fylgikvilla kol- vetnasnauðs fæðis á borð við Atkins-kúrinn eru hægðatregða og höfuðverkur. Einnig hafa vöðvakrampar, niðurgangur, al- mennur slappleiki, andremma og útbrot oftar verið nefnd sem fylgikvillar hjá þeim sem eru á kolvetnasnauðu fæði en þeim sem eru á fitusnauðu fæði. Vegna orkuleysis sem oft er samfara kolvetnasnauðum kúrum henta þeir verr með hreyfingu og líkamsrækt, sem að sjálfsögðu er mikilvægt þegar verið er að losa sig við umframmagn af fitu og byggja sig upp. Fitusnautt mataræði hollara Til lengri tíma litið má því segja að hentugra og skynsamlegra sé að velja fitusnautt fæði en kol- vetnasnautt þar sem árangurinn verður að líkindum svipaður hvað varðar þyngdartap en að öðru leyti er fitusnauða matar- æðið mun hollara og hentar betur með heilsusamlegum lífsstíl, og minni líkur eru á fylgikvillum á borð við þá sem nefndir eru hér að ofan. Þó er sjálfsagt að gæta þess á fitusnauðu fæði að borða fitu í einhverjum mæli, og þá frekar mjúka en harða, meðal annars til að fá lífsnauðsynlegar fitusýrur og fituleysanleg víta- mín. Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræðum. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við undanfarið eru til dæmis: Hvað eru margar raf- eindir á hverju hvolfi, hvaðan koma nöfnin á mánuðunum, hvað eru efnatengi og hvað veldur gróðurhúsaáhrifum? Hægt er að lesa svörin við þessum spurningum og fjölmörg- um öðrum með því að setja efnisorð í leitarvél vefsins á slóðinni www.visindavefur.hi.is HVERNIG GETUR MATARÆÐI EINS OG ATKINS-KÚRINN VERIÐ HOLLT?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.