Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 44
36 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Með allt á hreinu... „Það munaði mikið um að Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson náðu sér ekki á strik en hvorugur þeirra skoraði í leiknum í kvöld.“ Þetta sagði Viggó Sigurðsson eftir síðari leik Íslands og Svíþjóðar. Hann þarf væntanlega að fá sér sterakri gleraugu fyrir HM í Túnis því Ólafur skoraði ekki eitt, heldur tvö mörk í leiknum.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Laugardagur JANÚAR Stjarnan tók á móti svissneska lið- inu Spono Nottwill í áskorenda- keppni Evrópu í handknattleik kvenna sem fram fór í Garðabæ. Þetta var fyrsti leikur Stjörnunn- ar á mótinu og þétt setinn áhorf- endabekkurinn í Garðabænum. Stjarnan byrjaði leikinn betur og náði tveggja marka forystu í byrjun. Stelpurnar voru fastar fyrir í vörninni og tóku duglega á svissnesku stelpunum. Stjarnan leiddi með einu til tveimur mörk- um framan af fyrri hálfleik en náði aldrei að hrista gestina al- mennilega af sér. Spono Nottwill komst yfir um miðjan hálfleikinn og var jafnt á flestum tölum eftir það. Á þessum kafla lék Gabriel Kattmann feikivel og skoraði 7 af 9 mörkum sínum í fyrri hálfleik. Samherjar hennar áttu þó í vand- ræðum með Kristínu Guðmunds- dóttur sem var liði sínu drjúg. Staðan í hálfleik var 13-13. Stjörnustelpurnar mættu á- kveðnar til leiks í byrjun seinni hálfleiks og komust í 17-14 eftir sex mínútur. Hekla Daðadóttir fór hamförum og skoraði sex mörk í seinni hálfleik. Þá átti Jelena Jovanovic stórleik og varði 12 af 15 skotum sínum í hálfleiknum. Spono Nottwill var ekki af baki dottið og þegar tvær mínútur voru til leiksloka var jafnt, 24-24. Stjörnustelpur fengu fáein tæki- færi til að tryggja sér sigur og sömuleiðis gestirnir en allt kom fyrir ekki og jafntefli staðreynd. „Ég tel að þetta hafi verið reynslu- leysi í okkar liði að við unnum ekki þennan leik,“ sagði Anna Bryndís Blöndal sem stjórnaði vörninni eins og herforingi, römm af afli. „Í stað þess að komast í tveggja marka mun ná þær að jafna og við erum heppnar að ná að halda stiginu.“ smari@frettabladid.is HEKLA DAÐADÓTTIR, LEIKMAÐUR STJÖRNUNNAR, ÁTTI STÓRLEIK Í SEINNI HÁLFLEIK OG SKORAÐI ÞÁ 6 AF 7 MÖRKUM SÍNUM. Reynsluleysi Stjörnunnar Stjarnan lék sinn fyrsta leik í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær er liðið atti kappi við svissneska liðið Spono Nottwill. Stjarnan slapp með skrekkinn eftir æsispennandi lokamínútur og liðin skildu jöfn, 24-24. ■ ■ LEIKIR  14.00 Laugdælir og Tindastóll mætast á Laugarvatni í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta kvenna.  14.00 Grótta/KR og FH mætast á Seltjarnarnesi í DHL-deild kvenna í handbolta.  14.00 ÍBV og Valur mætast í Vestmannaeyjum í DHL-deild kvenna í handbolta.  15.00 Höttur og Breiðablik mætast á Egilsstöðum í Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfubolta karla.  16.15 Stjarnan og Eskisehir Osmangazi mætast í Ásgarði í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Sheffield United og Aston Villa í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  14.10 Áskorendakeppni Evrópu á RÚV. Bein útsending frá leik APS Makedonias og Spono Nottwill í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna.  14.30 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Oldham og Manchester City í ensku bikarkeppninni í fótbolta.  16.20 Áskorendakeppni Evrópu á RÚV. Bein útsending frá leik Stjörnunnar og Eskisehir Osmangaz í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta kvenna.  17.20 Enski bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Plymouth og Everton í ensku bikarkeppninni.  20.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Atletico Madrid og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enska bikarkeppnin BURNLEY–LIVERPOOL x–x xxxxx Stórleikur aldarinnar: Fortíð gegn framtíð á Akureyri HANDBOLTI Mikil stemming er á Akureyri vegna leiks bikarmeist- ara KA í handknattleik frá árinu 1995, gegn núverandi bikarmeist- urum félagsins en leikurinn fer fram í KA-heimilinu í dag og hefst klukkan 15. Nær allir gull- drengirnir frá ‘95 verða með og líklega fer hver að verða síðastur til að sjá menn eins og Alfreð Gíslason, Valdimar Grímsson, Erling Kristjánsson og Sigmar Þröst Óskarsson leika alvöru handknattleik. Þá mun landsliðs- maðurinn Guðjón Valur Sigurðs- son leika með liðinuπ frá ‘95 í dag. Gömlu kempurnar hafa flestar hverjar æft stíft að undanförnu og þó að innkoma af leiknum renni til góðgerðamála er ljóst að hart verður tekist á í KA-heimil- inu í dag. Búist er við miklu fjöl- menni og var forsala á leikinn í gær. KA var stofnað 8. janúar 1928 og er félagið því 77 ára í dag. Af því tilefni verður tilkynnt fyrir leikinn hver hlýtur titilinn Íþróttamaður KA fyrir árið 2004. kk@frettabladid.is ALFREÐ GÍSLASON Mætir á fornar slóðir og ætlar að sýna gamalkunna takta. Mörk Stjörnunnar: Hekla Daðadóttir 7, Kristín Guðmundsdóttir 6/2, Ásdís Sigurðardóttir 4, Elísabet Gunnars- dóttir 3, Elzbieta Koval 2, Kristín Clausen 1, Anna Blöndal 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 15. Mörk Spono Nottwill: Gabriela Katt- mann 7/2, Daniela Hess 5, Helen Estermann 4, Nicle Fahndrich 4, Silvia Hafliger 2, Nicole Dinkel 1. Varin skot: Fabienne Huber 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.