Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 48
8. janúar 2005 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Carnal Knowledge er samsýning
átta listamanna frá Norðurlönd-
unum og Perú sem opnar í Ný-
listasafninu í dag klukkan 16.00.
Þetta er önnur sýningin í sýninga-
röð sem hófst í Trollhattan í Sví-
þjóð, 6. nóvember 2004, en mark-
miðið er að sækja heim öll Norð-
urlöndin. Því er um að ræða sýn-
ingu í mótun sem jafnframt leit-
ast við að kanna skilyrði listar og
listamanna á Norðurlöndunum.
Að gefnu tilefni er fólk beðið að
hafa augun opin á laugardaginn í
Reykjavík. Það er aldrei að vita
nema fiðrildin birtist fyrirvara-
laust.
Díana Storåsen sýningarstjóri
lýsir þessum hópi sem samansafni
listamanna sem tjá sig ljóðrænt af
ævintýralegum feminísma sem á
margan hátt túlkar styrkinn í kon-
unni. Listamennirnir í sýningunni
eru Anneli Philgren (S), Diana
Storåsen (N/S), Fröydi Laszlo (N),
Nina Lassila (FIN), Trinidad Carillo
(PER), Helena Blomqvist (S),
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir (ÍS)
og Sidel Stubbe Shou (Dan). ■
Hlakkar til að flytja
uppáhaldsverkin
Víkingur Heiðar Ólafsson
píanóleikari þurfti að fresta
för sinni til Bandaríkjanna
til að geta leikið á aukatón-
leikum í Salnum í Kópavogi
á mánudagskvöldið. Upp-
selt var á fyrri tónleikana,
sem verða annað kvöld.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari segir það mikla hvatningu
og ákveðinn heiður að uppselt skuli
vera á tónleika hans í Salnum í
Kópavogi annað kvöld.
„Það er allt öðruvísi að spila
fyrir fullu húsi heldur en fyrir hálf-
um sal. Það myndast alveg sértök
stemning og ég hlakka mikið til.“
Ákveðið hefur verið að hafa
aukatónleika á mánudagskvöldið,
og þurfti Víkingur af þeim sökum
að fresta flugi sínu til Bandaríkj-
anna. Þeir sem geta ekki beðið eiga
þess þó kost að heyra í Víkingi spila
eitt verk á opnun ljósmyndasýn-
ingar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag
klukkan 17.
Í Salnum ætlar hann að flytja
fjögur verk, eitt frá hverju megin-
tímabili tónlistarsögunnar. Eftir
Johann Sebastian Bach flytur hann
Krómatíska fantasíu og fúgu í
d-moll, þá tekur við Kreisleriana
eftir Robert Schumann, Fimmtán
ungverskir bændadansar eftir Béla
Bartók og loks Fantasían Wanderer
eftir Franz Schubert.
„Þarna eru fjórar mismunandi
stílgerðir, en um leið er ég með
ákveðið tema á þessum tónleikum,
sem er fantasían eða frjálsa formið.
Öll þessi verk eru einhvers konar
fantasíur í mjög frjálsu formi.
Þetta er mjög skemmtileg tónlist.“
Hann segir öll þessi verk hafa
lengi verið í miklu uppáhaldi hjá
sér. Þau hafi verið sér sálufélagar
frá því að hann heyrði þau fyrst og
opnað sér margan ævintýraheim.
„Ég hef lengi pælt í þessum
verkum, unnið með þau og kynnst
mörgum flötum á þeim. Mig langar
mikið til þess að flytja þau hér á
Íslandi.“
Víkingur er aðeins tvítugur að
aldri en hefur stundað nám við hinn
virta Juilliard-háskóla í Bandaríkj-
unum frá því haustið 2002. Árið
2000 hlaut Víkingur fyrstu verð-
laun í fyrstu Píanókeppni EPTA á
Íslandi. Hann er tilnefndur til
Íslensku tónlistarverðlaunanna
2004 og nú í vikunni hlaut hann
hinn árlega styrk úr Minningar-
sjóði Karls J. Sighvatssonar.
Víkingur hefur þrátt fyrir ungan
aldur komið fram á fjölmörgum
tónleikum, þ.á m. á Listahátíð í
Reykjavík 2000, á einleikstónleik-
um í Salnum í Kópavogi 2001 og tví-
vegis hefur hann leikið einleik með
Sinfóníuhljómsveit Íslands, 2001 og
2003. ■
Ímynd
borgar
í Nýló
Hlynur Helgason opnar sýning-
una Gengið niður Klapparstíg á
morgun, laugardaginn 8. janúar
kl. 16.00 í Nýlistasafninu.
Gengið niður Klapparstíg er
nýr hluti yfirgripsmikillar
myndverkaraðar sem heitir
Ímynd borgar. Í heildarverkinu
er reynt að sýna fjölbreytta
mynd borgarinnar sem rýmis
með aðferðum kvikmyndunar og
ljósmyndunar. Verkið er unnið
að mestu í Reykjavík, en einnig
hafa verkhlutar verið gerðir í
Prag. Verkið er í tveimur hlut-
um, ljósmyndaröð á ljósakössum
og kvikmynd sem varpað er á
vegg í rýminu. Báðir hlutar
verksins eru skrásetning á
gönguferð niður Klapparstíg,
niður rótgróna götu í miðborg
Reykjavíkur, um sumarnótt.
Hlynur Helgason útskrifaðist
úr Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og lauk mastersgráðu úr
Goldsmith College í London árið
1994. Hann hefur verið atkvæða-
mikill á sviði nýmiðla síðustu
árin og hefur sýnt ljósmynda- og
kvikmyndainnsetningar hér
heima og erlendis. ■
L E I K A R A R Guðrún Ásmundsdóttir • Ilmur Kristjánsdóttir • Þór Tulinius • Þráinn Karlsson
„Til hamingju Ilmur“
AB Fréttabl.
„Hið gullna jafnvægi
harms og skops“
SAB Mbl
Sýnt í Borgarleikhúsinu
Aðeins þessar sýningar:
Laugardagur 8. janúar
Sunnudagur 9. janúar
Fimmtudagur 13. janúar
Laugardagur 15. janúar
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Börn 12 ára og yngri fá frítt
í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI -
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
STÓRA SVIÐ
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara-
sögu Böðvars Guðmundssonar
Í kvöld kl 20 - gul kort - UPPSELT
Su 9/1 kl 20 - aukasýning - UPPSELT
Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - UPPSELT
Su 16/1 kl 20 - græn kort
Fö 21/1 kl 20 - blá kort
Lau 22/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT, Su 30/1 kl 20
Lau 5/2 kl. 20, Sun 6/2 kl 20
Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
LÍNA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14
Su 30/1 kl 14
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
Fjölskyldusýning
THE MATCH, ÆFING Í PARADÍS, BOLTI
Lau, 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14
kNÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
BELGÍSKA KONGÓ
e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fö 14/1 kl 20
Su 16/1 kl 20
Fi 20/1 kl 10
Su 23/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og
STÓLARNIR eftir Ionesco
Í samstarfi við LA
Í kvöld kl 20, Su 9/1 kl 20, Fi 13/1 kl 20,
Lau 15/1 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson
Í samstarfi við TÓBÍAS
Frumsýning Su 16/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
Tosca
eftir Puccini Frumsýning 11. febrúar
Frumsýning fös. 11. feb. kl. 20.00 - UPPSELT - 2 sýning. sun. 13. feb. kl. 19.00
3. sýning fös. 18. feb. kl. 20.00 - 4. sýning sun. 20. feb. kl. 19.00 - FÁAR SÝNINGAR
www.opera.is midasala@opera.is Sími miðasölu: 511 4200
Miðasala á Netinu: www.opera.is
KRINGLUKRÁIN UM HELGINA
• Fjölbreyttur sérréttamatseðill
öll kvöld vikunnar
• Tilboðsmatseðill
fyrir Leikhúsgesti
• Hópamatseðill
• Sérsalur fyrir hópa
Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is
Unglingahljómsveitin
POPS
alla helgina
Femínismi og fiðrildi
VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON Öll
verkin sem Víkingur flytur á tónleikunum í
Salnum hafa lengi verið í sérstöku uppá-
haldi hjá honum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
LI