Fréttablaðið - 08.01.2005, Side 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Dreifing: 515 7520 Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 – fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Aðal-vinningur erMEDION XXL tölva með 17”flatskjá!
99 kr/skeytið
IK
E
26
74
7
1
2.
20
04
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
4
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is
Takk fyrir það gamla
í fullum gangi!
Útsalan
Útsala 27. desember til 16. janúar.
Fundið fé
Í vikunni var ég að taka til í göml-um skápum vegna þess að ég er
að flytja og koma mér fyrir í nýju
húsnæði. Á þessum tímamótum í lífi
mínu gerðist það að ég, þrjátíuog-
tveggjaára að aldri – sem ég var
loksins að koma reglu á mína hluti
eftir margra ára rót – rak augun í
nokkur umslög undir bunka af bók-
um. Þetta reyndust vera af-
mæliskort til mín, innan um nokkrar
gjafir, frá því að ég hélt upp á þrí-
tugsafmælið mitt á öldurhúsi hér um
árið.
TÝPÍSKUR ég auðvitað. Að halda
áfram að fagna afmælinu þarna á
öldurhúsinu og setja svo bara af-
mælisgjafirnar í hrúgu, rusla þeim
heim með kortunum og gleyma þeim
síðan. En þetta kæruleysi mitt hafði
vissa ánægjulega atburði í för með
sér, nú tveimur árum síðar. Í einu
kortinu fann ég nefnilega, mér til
mikillar gleði, fimm þúsund krónur
frá ömmu minni.
OG ÞETTA er svo sem bara
skemmtilegt og allt það. En ástæðan
fyrir því að þetta er ótrúlega, af-
skaplega skemmtilegt er þessi: Fyrir
fjórum árum, árið 2001, var ég líka
að flytja. Þá var ég að flytja frá
London heim til Íslands eftir jú
ákveðna brotlendingu í einkalífinu,
sem er eins og það er, og ég brot-
lenti í fyrri heimkynnum, heima hjá
pabba og mömmu, í mínu gamla her-
bergi. Þar var allt eins og ég hafði
skilið við það mörgum árum áður.
Meira að segja draslið var eins. Blöð
í hrúgum. Bækur í bunkum. Og ég
fór náttúrlega að taka til, eins og ég
geri stundum. Koma mér fyrir. Og
hvað haldiði að hafi gerst þá? Jú. Ég
rak augun í nokkur umslög sem voru
greinilega afmæliskort til mín. Þessi
reyndust vera frá því að ég hafði
haldið upp á tvítugsafmælið mitt.
ÞAÐ er ekki að sökum að spyrja. Ég
hafði ruslað öllum kortunum í hrúgu
og síðan ekki hugsað um þau meira.
Óforbetranlegt kæruleysi. En nú
gerðist það semsagt, að í einu þess-
ara korta leyndist tvöþúsundkall frá
ömmu minni. Tveir stífpressaðir
þúsund krónu seðlar. Mér nánast
vöknaði um augu enda blankur á
þessum tíma. Þetta var eins og að
upplifa guðlega forsjón. Ég var hálf
lítill í mér og eyðilagður og þarna
beið hann mín peningurinn frá
ömmu eins og í fyrirframskrifuðu
handriti. Líkt og bjargræði frá himn-
um.
MAÐUR á sem sagt alltaf að skoða
afmæliskortin sín. Fimmþúsundkall
nú. Tvöþúsundkall þá. Tvöþúsund-
kallinn kom þegar ég sjálfur þurfti
talsvert á honum að halda. Fimm-
þúsundkallinn kemur hins vegar
þegar aðrir þurfa meira á honum að
halda en ég, þótt ég sé auðvitað tóm-
ur óreglumaður á fé og stöðugt á
kúpunni og allt það. En fólkið við
Indlandshaf fær sem sagt seðilinn
og er hann þegar runninn til Rauða
krossins, spegilsléttur og pressaður
eftir að hafa legið undir bókum og
beðið síns tíma. Ég vona að hann
gagnist. ■
BAKÞANKAR
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR