Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 2
2 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Alþýðusamband Íslands: Kostnaður hækkaði meira en bætur og laun KJARAMÁL Kostnaðarliðir heimil- anna hækkuðu meira um áramót en laun og ýmsar bætur að mati Alþýðusambands Íslands. Að mati sambandsins má ekki mikið út af bera til að forsendur kjara- samninga bresti og kjarasamn- ingum verði sagt upp í haust. Í yfirliti ASÍ yfir helstu breyt- ingar á launum, verðlagi og sköttum í upphafi árs kemur fram að verðbólga hafi hækkað um fjögur prósent síðustu tólf mánuði og hún hafi ekki mælst meiri síðan um mitt ár 2002. Ástæður þess eru taldar meðal annars hækkun á heimsmarkaðs- verði á olíu og hækkun á húsnæð- isverði. Þá hafi gjaldskrár opin- berrar þjónustu hækkað að með- altali um 4,4 prósent. Það hafi átt stóran þátt í að vega upp á móti ávinningi almennings af verð- lækkunum vegna útsalna á fatn- aði, lækkunar á bensíni undan- farið og styrkingu krónunnar. Meðal hækkana um áramótin eru tæp sautján prósenta hækkun á almennum komugjöldum í heil- brigðiskerfinu. Meðal hækkana hjá sveitarfé- lögunum eru nefnd hækkun út- svars í Reykjavík og Kópavogi og umtalsverðar hækkanir á gjald- skrám leikskóla. – ghg Fundir félagsmálanefndar vegna málefna Impregilo: Fjölmörg ágreiningsatriði KÁRAHNJÚKAR Ljóst er að fjölmörg ágreiningsatriði eru uppi milli Impregilo annars vegar og hags- munasamtaka vinnumarkaðarins hins svegar, að sögn Sivjar Frið- leifsdóttur formanns félagsmála- nefndar. Nefndin hefur kallað fulltrúa viðkomandi fyrirtækja, stofnana og samtaka á sinn fund til að afla upplýsinga. Á fund félagsmálanefndar í gær mættu fulltrúar Samtaka at- vinnulífsins, Alþýðusambands Ís- lands og Vinnumálastofnun. Áður hafði nefndin fundað með fulltrú- um Impregilo, Vinnumálastofnun- ar, félagsmálaráðuneytis og Landsvirkjunar. „Það kom fram að menn grein- ir á um hvort hægt sé að fá fleiri Íslendinga og Evrópubúa til að vinna uppi á Kárahnjúkasvæðinu eða ekki,“ sagði Siv. „Impregilo telur sig hafa reynt að gera það í kjölfar þess að Landsvirkjun bað þá að hraða verkinu yfir vetrar- tímann, gagnstætt því sem áður var fyrirhugað. ASÍ hefur dregið í efa að reynt hafi verið til þrautar. Það er ágreiningur um mjög mörg atriði en þetta stendur svolítið upp úr að mínu mati,“ sagði Siv enn fremur. Hún kvaðst gera ráð fyrir að málið yrði rætt á Alþingi þegar það kæmi saman. - jss DANMÖRK Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, tilkynnti á þingfundi í gær að þingkosningar verða haldnar 8. febrúar, eftir 20 daga. Kjörtímabilinu lýkur ekki fyrr en í nóvember, en Anders Fogh sagði á þinginu í gær að nauðsynlegt væri að flýta þing- kosningum svo þær rekist ekki á sveitarstjórnarkosningarnar sem verða haldnar 15. nóvember. Stjórnmálaskýrendur í Dan- mörku, meðal annars í ítarlegri út- tekt í Berlingske Tidende, benda á að stjórnarflokkarnir njóti nú vin- sælda í skoðanakönnunum og treysti á að þær muni haldast áður en til umbóta kemur í vor, sem mun fækka sveitarfélögum úr 274 í 100. Með þessum breytingum mun opinberum störfum einnig fækka. Mikið hafði verið um það rætt í Danmörku að undanförnu að kosn- inga væri að vænta og kynntu jafn- aðarmenn áhersluatriði sín á sunnudag undir kjörorðinu Made in Denmark. Meðal kosningalof- orða er að skapa 50.000 ný störf á kjörtímabilinu auk 110 milljarða króna skattalækkana. Í viðtali við danska útvarpið lýstu bæði Mog- ens Lykketoft, formaður Jafnaðar- flokksins, og Pia Kjærsgaard, for- maður Danska þjóðarflokksins, yfir ánægju með að kosningar verði haldnar nú. Rasmussen, sem er formaður Frjáls- lynda flokksins, stýr- ir nú minnihluta- stjórn með Íhalds- flokknum, með stuðning Danska þjóðarflokksins, og hafa þeir alls 94 þing- menn af 175. Sam- kvæmt Gallup-könn- un sem birtist á sunnudag myndi nú- verandi stjórn halda velli. Einnig hafa Kristilegir demókratar lofað nú- verandi stjórn stuðningi sínum. Þeir hafa nú fjóra þingmenn, en fengju engan samkvæmt Gallup- könnuninni. Bendt Bendtsen, formaður Íhaldsflokksins og varaforsætis- ráðherra, segir stjórnarflokkana tvo ganga hönd í hönd til þessara kosninga. Þetta undirstrikuðu leið- togar flokkana með því að halda stuttan sameiginlegan blaða- mannafund í gær. Anders Fogh Rasmussen lagði þó áherslu á að þetta væru tveir ólíkir flokkar. Kosingaloforð flokkanna er að efla rannsóknir og menntun, meðal annars með því að leggja aukið fé í rannsóknir og fjölga samræmdum prófum í grunnskólum. Þá á að skapa 60.000 ný störf á kjörtíma- bilinu, efla sjúkrahús og bæta stöðu barnafjölskyldna. Anders Fogh segir að ekki verði vikið frá núverandi skattastefnu. ■ Kærur til landlæknis: Vita ekki fjölda kæra HEILBRIGÐISMÁL Ekkert skipulagt skráningarkerfi heldur utan um kærur sem berast Landlæknis- embættinu. Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir segir að skipt hafi verið um tölvukerfi embættisins fyrir stuttu. Nýja kerfið bjóði ekki upp á að fylgst sé með fjölda kæra með einföldum hætti. Á heimasíðu landlæknis segir að um 250 kærur berist árlega. Þeim hafi farið fjölgandi eftir að skráningar hófust fyrir tíu árum. Til stendur að bæta tölvu- kerfið. - gag Kosningar í Danmörku: Konungleg áhrif DANMÖRK Ákvörðun Anders Fogh Rasmussen um að boðað sé til þingkosninga 8. febrúar hefur margvísleg áhrif á dönsku kon- ungsfjölskylduna. Danskir fjöl- miðlar skýrðu frá því í gær að krónprinsessan Mary Donaldson hefði hlotið ríkisborgararétt þeg- ar hún kvæntist Friðrik í maí og hafi því nú kosningarétt í kom- andi kosningum. En líkt og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar muni hún ekki nýta þennan kosn- ingarétt. Þá er einnig skýrt frá því að Margrét Þórhildur Danadrottn- ing hefur frestað opinberri för sinni til Mexíkó sem átti að eiga sér stað dagana 5. til 12. febrúar, vegna þingkosninganna. ■ FRÁ SLYSSTAÐ Litlu mátti muna að bíllinn félli niður á Sæbraut. Bílslys: Fór á milli brúa BÍLSLYS Maður um tvítugt var flutt- ur með minniháttar meiðsli á slysadeild eftir að hafa keyrt á milli tveggja brúa við Miklubraut. Litlu munaði að bíllinn félli niður á Sæbraut fyrir neðan brýrnar. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvött á staðinn en lögreglan segir að betur hafi farið en á horfð- ist því ökumaðurinn var í bílbelti. Bíllinn var þó talsvert skemmdur og þurfti að hífa hann burt með krana. Lögreglan segir að ekki liggi fyrir hvers vegna ökumaður bílsins hafi lent á milli brúnna en málið er í rannsókn. -bs SPURNING DAGSINS Reynir, hvað ætlarðu að gera við Abbas? „Ég ætla að reyna að láta hann stilla til friðar.“ Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs en fyrirsögn leiðara Fréttablaðsins í gær var „Reynir á Abbas“. SKIPTING ÞINGMANNA Í DANSKA ÞINGINU Gallup- Kosningar könnun 16.1. Jafnaðarmenn 52 55 Radikal Venstre 9 12 Íhaldsflokkurinn 16 14 Miðdemókratar 0 0 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 12 12 Kristilegir demókratar 4 0 Minnihlutaflokkurinn 0 0 Danski þjóðarflokkurinn 22 21 Frjálslyndi flokkurinn 56 57 Einingarflokkurinn 4 4 Aðrir 0 0 Alls 175 175 BENDT BENDTSEN OG ANDERS FOGH RASMUSSEN Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn segjast ganga til þessara kosninga hönd í hönd, en þessir flokkar sitja nú í minnihlutastjórn. Kosningum flýtt um tíu mánuði Forsætisráðherra Dana kallaði til þingkosninga eftir þrjár vikur á þingfundi í gær. Stærstu flokkarnir lofa að skapa tugþúsundir nýrra starfa á kjörtímabil- inu. Núverandi stjórn segir að Íraksmálið verði ekki eitt af kosningamálunum. LEIKSKÓLAGJÖLD HÆKKA Alþýðusambandið kvartar undan hækk- andi gjöldum, þar á meðal hækkun á gjaldskrám leikskóla. FÉLAGSMÁLANEFND Málefni Impregilo voru til umræðu á fundi félagsmálanefndar Alþingis í gær. F.v. Ögmund- ur Jónasson, Siv Friðleifsdóttir formaður nefndarinnar, Gissur Pétursson forstjóri Vinnu- málastofnunar, Helgi Hjörvar og Halldór Grönvold frá ASÍ. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI ALLT Á KAFI Á HÚSAVÍK Helga Dögg Aðalsteinsdóttir mokaði snjó um síðustu helgi af þaki á húsi ömmu hennar, Líneyjar Gunnarsdóttur. Húsavík: Moka snjó af þökum SNJÓÞYNGSLI Mikil snjóþyngsli eru á Húsavík eftir ofankomu undanfarinna vikna. Þegar blotna tók í snjónum bar á því að þök tækju að leka og fékk björg- unarsveitin á Húsavík nokkrar beiðnir um aðstoð vegna þessa um síðustu helgi. Að sögn Aðalsteins Á. Bald- urssonar, formanns Verkalýðsfé- lags Húsavíkur, hefur ekki komið jafn mikill snjór á Húsavík í a.m.k. áratug. „Hér hefur verið mjög mikill vetur, miklu meiri en t.d. á Akureyri þótt ekki sé langt á milli. Bærinn hefur verið fullur af snjó og mikil ófærð allt frá jól- um,“ sagði Aðalsteinn. -kk BROWN Í STAÐ BLAIRS Dave Prentis, formaður stærsta verkalýðsfélags Bretlandseyja – Unison, lýsti þeirri skoðun í viðtali við Scottish Daily Record að Gordon Brown fjár- málaráðherra ætti að taka við leiðtogaembætti Verkamanna- flokksins af Tony Blair forsæt- isráðherra. ■ EVRÓPA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.