Fréttablaðið - 19.01.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 19.01.2005, Síða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 62,36 62,66 116,51 1117,07 81,33 81,79 10,93 10,99 9,96 10,02 8,99 9,04 0,61 0,61 94,78 95,34 GENGI GJALDMIÐLA 18.01.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,87 -0,44% 4 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Skoðanakönnun Gallup í Bandaríkjunum: Meirihluti telur innrásina misráðna BANDARÍKIN Það voru mistök að gera innrás í Írak. Þetta er af- staða rúmlega helmings banda- rísku þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. 52 prósent sögðu það hafa ver- ið mistök að ráðast inn í Írak en 47 prósent sögðu það rétta ákvörðun. Fyrir mánuði töldu 47 prósent að innrásin hefði verið mistök en 52 prósent töldu rétta ákvörðun að ráðast inn í Írak. Nú vilja 24 prósent fjölga í her- liðinu í Írak samkvæmt könnun- inni. 24 prósent vilja halda óbreyttum liðsstyrk en hátt í helmingur vill kalla allan eða hluta hersins heim frá Írak. 21 prósent vill fækka í herliðinu en fjórði hver kjósandi vill kalla all- an herinn heim. Stuðningur við innrásina í Írak var mestur meðal Bandaríkja- manna í mars 2003, fáeinum dög- um eftir að hún hófst. Þá töldu 75 prósent rétt að ráðast inn í Írak en 23 prósent sögðu það mistök. ■ Erfðarannsókn á alkóhólisma og fíkn Íslensk erfðagreining og SÁÁ taka nú til óspilltra mála við rannsókn á erfðum áfengissýki og fíknar. Til þessa verkefnis hefur Evrópusambandið veitt 330 milljón- ir, sem er stærsti styrkur sem það hefur veitt til íslensks rannsóknarverkefnis. HEILBRIGÐISMÁL Íslensk erfðagrein- ing og SÁÁ hafa fengið 330 miljóna króna styrk frá Evrópusamband- inu til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, og Þórar- inn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, undirrituðu samning um samstarf í höfuðstöðvum ÍE í gær. „Markmiðið er að reyna að finna hvernig erfðir leggja af mörkum til áhættunnar á því að verða alkóhólisti eða fíkill,“ sagði Kári Stefánsson. „Og reyna að ein- angra erfðavísi sem leggur af mörkum til alkóhólisma eða ann- arrar fíknar. Síðan er vonin sú, að sú þekking sem komi út úr því megi nýta til að setja saman nýjar aðferðir til að lækna og fyrir- byggja. Fólk hefur látið sig dreyma um að hægt sé að setja saman lyf sem hjálpi fólki til að takast á við alkóhólisma og aðra fíkn. Stað- reyndin er hins vegar sú, að þó svo að það sé erfðaþáttur í áhættunni, þá erfa menn aldrei annað en til- hneiginguna til að fá sjúkdóminn. Sú staðreynd að menn erfa til- hneigingu tekur ekki af þeim ábyrgðina á því sem þeir gera. Hún er eftir sem áður á herðum hvers einstaklings fyrir sig.“ Samningurinn er liður í viða- miklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar. Verkefnið hefur hlotið 8,1 miljón evra styrk frá ESB. Helmingur styrksins, eða um 330 miljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem ÍE mun annast. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem ESB hefur veitt til íslensks rannsóknarverk- efnis. Þórarinn Tyrfingsson kvaðst gera ráð fyrir að 200-300 áfengis- sjúklingar tækju þátt í rannsókn- inni, svo og aðstandendur þeirra. Hitt lægi fyrir að enginn tæki þátt í slíkri rannsókn nema skriflegt samþykki viðkomandi lægi fyrir áður. Næsta skref verður að rann- sóknaraðilar munu senda inn um- sókn til vísindasiðanefndar og Per- sónuverndar. Þá verður hafin út- sending bréfa til fólks vegna þátt- töku á næstu vikum. jss@frettabladid.is Umframeyðsla hersins: Yfirmaður bauð afsögn NOREGUR, AP Norski herinn fór tæpa tíu milljarða íslenskra króna fram úr fjárveitingum í fyrra og varð það til þess að yfirmaður hersins bauðst til að segja af sér. Framúr- keyrslan nemur þremur prósentum af heildarfjárveitingum norska hersins. Stjórnvöld höfðu áður fyrirskip- að endurskipulagningu og sparnað í rekstri hersins og því þykir eyðsla umfram heimildir afar óheppileg. Kristin Krohn Devold varnarmála- ráðherra sagði málið mjög alvar- legt en þáði ekki afsagnarbeiðni yf- irmanns hersins því hann lætur hvort sem er af störfum 1. apríl. ■ Kárahnjúkar: Ölvaður á veghefli LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Egils- stöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi. Maðurinn, sem er starfsmaður Impregilo, mun að sögn lögreglu á Egilsstöðum hafa verið að skemmta sér kvöldið áður en ekki gætt þess að sofa áfengisáhrifin úr sér. Hann verður sviptur öku- réttindum en Vinnumálastofnun mun taka ákvörðun um hvort maðurinn haldi vinnuvélaréttind- um sínum áfram. - bs Robert Kennedy yngri: Íhugar framboð BANDARÍKIN, AP Robert Kennedy yngri, sonur Roberts Kennedy sem var myrtur 1968 og bróðursonur Johns F. Kennedy sem var myrtur fimm árum fyrr, íhugar nú að gefa kost á sér í kosningum í New York ríki. Kennedy er sagður hafa rætt við valdamikla demókrata um möguleika á framboði til ríkissak- sóknara New York. Meðal þeirra sem Kennedy er sagður hafa leitað til eru Hillary Clinton öldungadeild- arþingmaður og Eliot Spitzer sem gegnir embætti ríkissaksóknara. Kennedy hefur barist fyrir um- hverfisvernd og gegn rekstri kjarn- orkuvera um tuttugu ára skeið. ■ ■ ASÍA TÓLF FÁ AÐ FLJÚGA Kínversk stjórnvöld hafa valið sex flug- félög sem fá að fljúga beint milli Kína og Taívan þegar flugið verð- ur leyft í fyrsta sinn í 55 ár. Taí- vanar velja jafnmörg flugfélög. Ekki verður þó flogin stysta leið heldur yfir Hong Kong og þaðan á áfangastað. Keflavík: Par með fíkniefni LÖGREGLUMÁL Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af. Hvorugt þeirra slasaðist við útafaksturinn en þegar lögreglan kom fólkinu til aðstoðar fundust ummerki og leifar af bæði kanni- bisefnis. Maðurinn er á fimmtugs- aldri en konan er fædd árið 1971. Þau voru bæði handtekin og færð á lögreglustöð til yfirheyrslu og er málið í rannsókn. ■ UNDIRRITUN Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, undirrituðu samstarfssamninginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R GERT AÐ SÁRUM ÍRAKA Bandarískur hermaður liðsinnir íröskum manni sem meiddist í bílsprengjuárás í Bagdad. Þrír létust í árásinni. Hafnarfjarðarbær: Lækkar fast- eignaskatta BÆJARMÁL Bæjarráð Hafnarfjarð- ar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að lækka álagn- ingarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði um sjö prósent. Álagningin lækkar því úr 0,36 prósentum niður í 0,335 prósent. Þá var ákveðið að leggja til að álagningarprósenta á atvinnuhús- næði verði lækkuð úr 1,65 pró- sentum niður í 1,628 prósent. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að með þessu vilji Hafnarfjarðarbær reyna að milda afleiðingar hækkunar á fasteigna- mati sem gekk í gildi um áramót. -bs LÚÐVÍK GEIRSSON Segir að með þessu vilji Hafnarfjarðarbær reyna að milda afleiðingar hækkunar á fasteignamati.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.