Fréttablaðið - 19.01.2005, Síða 6
6 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
BORGARMÁL Borgarfulltrúar R-list-
ans samþykktu í gær tillögu borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
um að Innri endurskoðun Reykja-
víkurborgar verði falið að gera út-
tekt á kaupum borgarinnar á
svokölluðum Stjörnubíósreit við
Laugaveg 86 – 94.
Ég fagna því að þessi tillaga
hafi verið samþykkt,“ segir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna. „Það kom mér
ekki á óvart að hún skyldi vera
samþykkt því á hvaða forsendum
átti að hafna henni?“
Vilhjálmur segir að athugun
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins á kaupunum leiði í ljós að
borgin hafi keypt lóðina á alltof
dýru verði af Jóni Ólafssyni árið
2002. Borgin hafi greitt 140 millj-
ónir fyrir lóðina og síðan hafi það
kostað 17 milljónir að rífa hús á
svæðinu. Kostnaður borgarinnar
af kaupunum hafi verið um 39
þúsund krónur á fermetra á með-
an hámarksmarkaðsverð lóða á
þessum stað á þessum tíma hafi
verið um 25 þúsund krónur á fer-
metra. Kaup borgarinnar hafi því
verið um 55 prósentum yfir hæsta
markaðsverði.
Vilhjálmur segist reikna með
því að úttektinni verði lokið eftir
fáeina mánuði.
„Innri endurskoðun borgarinn-
ar er tiltölulega ung stofnun og að
minni hyggju verður þetta ákveð-
inn prófsteinn á hennar störf.“
-th
Forsvarsmenn alþjóðlegra verkalýðshreyfinga:
Skoða aðstæður við Kárahnjúka
KÁRAHNJÚKAR Ítalska verkalýðs-
hreyfingin kemur til Egilsstaða
í kvöld og fer að Kárahnjúkum á
morgun og eyðir þar deginum.
Forystumennirnir koma svo
suður á föstudag.
Ítölsku verkalýðsfélögin og
Alþjóðabyggingasambandið
hafa sent frá sér yfirlýsingu
vegna heimsóknarinnar þar sem
bent er á að samkomulag við
Impregilo hafi verið undirritað í
Rómarborg í nóvember 2004.
Heimsóknin til Impregilo á
Kárahnjúka er liður í undirrit-
uðu alþjóðlegu samkomulagi og
á að færa til sanns vegar vilja
Impregilo um að eiga gott sam-
starf við verkalýðsfélögin sem
feli í sér að allt sé á hreinu.
Takmarkið er að gefa ítölsku
verkalýðsfélögunum og alþjóða-
byggingasambandinu tækifæri
til að kynnast og ganga úr
skugga um hvernig málum er
háttað á Kárahnjúkum.
- ghs
Fela ekki lengur
ólöglega vinnu
Grunur leikur á að útlendingar starfi mjög víða ólöglega að byggingastörfum hér á
landi. Samiðn segir, að það séu „smákallarnir“ sem standi í því að ráða slíkt vinnu-
afl. Þeir séu í smáverkum og geti látið hluti hverfa eins og vinnulaun.
ATVINNUMÁL Starfsmenn Samiðnar,
sambands iðnfélaga, hafa verið að
sjá mörg tilvik á undanförnum vik-
um, þar sem grunur leikur á að um
ólöglega atvinnustarfsemi útlend-
inga sé að ræða. Finnbjörn A. Her-
mannsson segir að sú breyting hafi
orðið, að áður hafi þessir ólöglegu
menn unnið í öllum skúmaskotum,
en nú séu þeir farnir að vinna fyrir
opnum tjöldum.
„Við erum búnir að fara á ótal
marga vinnustaði síðan í desem-
ber,“ sagði hann. „Menn eru orðnir
svo öruggir í þessu því það er
aldrei hróflað við einu eða neinu.
Nú eru þeir farnir að vinna á dag-
vinnutíma inni í almennum bygg-
ingum.“
Finnbjörn sagði að Samiðn hefði
í desember hafið könnun á þessari
starfsemi með ólöglegt erlent
vinnuafl og stæði hún fram á vorið.
Hlutur erlenda vinnuaflsins væri
aðeins hluti af þeirri könnun, því
hún næði til þess hverjir væru al-
mennt að vinna störf iðnaðar-
manna. Hörgull væri á þeim þessa
dagana og þá færu aðrir í störfin.
Finnbjörn sagði að könnunin
væri bundin við suðvesturhornið.
Hefði verið farið á allmarga vinnu-
staði og málið verið kannað. Því
yrði haldið áfram. Að þessari könn-
un lokinni ættu að liggja fyrir stað-
reyndir um hversu mikið væri af
ólöglegu vinnuafli í byggingariðn-
aði á höfuðborgarsvæðinu og ná-
grenni. Ef marka mætti það sem
talað væri á vinnustöðum væri
mjög mikið um þetta.
„Við höfum ekki áhyggjur af
stærri fyrirtækjum í þessu tilliti,“
sagði Finnbjörn. „Þau eru með sitt
bókhald í lagi og leika ekkert svona
hluti. Ef menn koma ólöglega inn í
landið þá eru þeir vitanlega í
svartri atvinnustarfsemi. Þeir taka
laun sem ekki eru gefin upp.
Stærri aðilar sem ætla að vera
áfram á markaðnum bjóða sjálfum
sér ekki upp á slíkt.
Það eru þessir smákallar sem
eru í þessum undanskotum. Þeir
eru í smáverkum þar sem þeir geta
látið hluti hverfa eins og vinnulaun
og annað þess háttar.“
Finnbjörn sagðist telja fulla
ástæðu til að Alþýðusamband Ís-
lands kæmi að þessu máli með
Samiðn og athugaði fleiri greinar
atvinnulífsins í þessu tilliti. Það
hefði verið rætt við ASÍ, sem alls
ekki hefði tekið illa í aðild að víð-
tækari athugun.
jss@frettabladid.is
HRINGBRAUT Í REYKJAVÍK
Framkvæmdir við Hringbraut eru á
áætlun. Byrjað verður að steypa
göngubrýr í vikunni.
Verklok í október:
Hringbraut
á áætlun
SAMGÖNGUR Ekið verður um hluta
nýju Hringbrautarinnar í Reykja-
vík í maí. Hafliði Richard Jóns-
son, verkefnastjóri hjá Vegagerð-
inni, segir verklok 15. október.
Hafliði segir framkvæmdir á
áætlun. Fyrirtækin Háfell og
Eykt standi sameiginlega að verk-
inu. Háfell sjái um jarðfram-
kvæmdir og Eykt um uppsteypu á
undirgöngum og göngubrúm.
„Samningur við verktaka
hljóðar upp á 1.200 milljónir,“ seg-
ir Hafliði. Verkið geti farið um tíu
prósent fram úr áætlunum. Það
kosti í heild um 1.600 milljónir.
- gag
Spænskir vísindamenn:
Leita beina
Kólumbusar
SPÁNN, AP Spænskir vísindamenn
sem reyna að leysa ráðgátuna um
hvar bein Kristófers Kólumbusar
eru grafin hafa orðið sér úti um
leyfi til að grafa upp líkamsleifar
í Dóminíkanska lýðveldinu. Grun-
ur leikur á um að bein Kólumbus-
ar séu grafin þar en ekki á Spáni.
Spænsk stjórnvöld segja bein
Kólumbusar grafin í dómkirkju í
Sevilla. Dóminíkönsk stjórnvöld
segja réttu beinin hins vegar í
minnisvarða um Kólumbus í
Dóminíkanska lýðveldinu.
Vísindamennirnir ætla að at-
huga hvort finna megi DNA í
beinunum í Dóminíkanska lýð-
veldinu og bera það saman við af-
komendur hans og bein bróður
hans og sonar. ■
■ EVRÓPA
Eiga fyrrverandi ráðherrar að
fá eftirlaun meðan þeir gegna
enn opinberum störfum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ferðu til tannlæknis á hverju
ári?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
95%
5%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
VIÐ KÁRAHNJÚKA
Ríflega 40 erlendir verkamenn eru á leið til
Íslands.
Impregilo:
90 umsóknir
KÁRAHNJÚKAR 90 umsóknir bárust á
Íslandi og í gegnum evrópskan
vinnumiðlunarvef við auglýsingu
Impregilo í byrjun janúar.
30 umsækjendum hefur þegar
verið boðin vinna og sex hafa þeg-
ið hana og níu Íslendingar hafa
verið beðnir um upplýsingar.
Ríflega 40 erlendir verkamenn
eru á leið til Íslands. Þeir eru
einkum frá Kína en líka frá
Pakistan, Rússlandi og einn frá
Kólumbíu.
- ghs
FRAMKVÆMDIR VIÐ LAUGAVEG
Verið er að byggja þriggja hæða bílastæða-
hús neðanjarðar á Stjörnubíóreitnum á
Laugavegi.
Sjálfstæðismenn gagnrýna kaupin á Stjörnbíósreitnum:
R-listinn samþykkir
að gerð verði úttekt
Flugfreyjur:
Semja við
Icelandair
KJARAMÁL Kjaraviðræður Iceland
Express og Flugfreyjufélags Ís-
lands eru ekki hafnar. Samist hefur
milli eigenda og flugfreyja
Icelandair.
Þóra Sen, skrifstofustjóri hjá
Flugfreyjufélagi Íslands, segir við-
ræður við Iceland Express hefjast
fljótlega. Miklar annir hafi verið
hjá félaginu og því hafi verið
ákveðið að fresta viðræðum fram
yfir áramót.
Þóra segir nú fundað með Flug-
félagi Íslands. Félagið eigi einnig
eftir að semja við Íslandsflug. Mál-
in séu í eðlilegum farvegi. - gag
ÓLÖGLEGT VINNUAFL
Útlendingar sem koma hingað til lands og vinna „svart“ við byggingavinnu eru ekki hjá stóru fyrirtækjunum, heldur hjá þeim litlu sem
taka að sér smærri verk, að sögn Samiðnar. Myndin er alls ótengd efni fréttarinnar.
Þjóðverjar:
Flytja mest
allra út
ÞÝSKALAND, AP Þjóðverjar eru
mesta útflutningsríki heims annað
árið í röð samkvæmt tölum þýsku
hagstofunnar. Þar kemur fram að
Þjóðverjar hafi flutt út vörur fyrir
andvirði 59.600 milljarða króna.
Bandaríkjamenn komu næstir
Þjóðverjum, þeir fluttu út vörur
og þjónustu að andvirði 46.000
milljarða fyrstu ellefu mánuði
ársins og var talið ólíklegt að þeir
hefðu flutt út það mikið í desem-
ber að það hefði fleytt þeim í efsta
sæti upp fyrir Þjóðverja.
Styrking evrunnar virðist ekki
hafa haft áhrif á útflutning Þjóð-
verja sem jókst um tíu prósent á
sama tíma og innflutningur jókst
um 7,7 prósent. ■
STÖÐVUÐU ÚTSENDINGU Franska
útvarpsstöðin France Inter hætti
útsendingum í um hálftíma í gær-
morgun eftir að mótmælendur
ruddu sér leið inn í upptökuklefa
stöðvarinnar. Starfsfólk úr af-
þreyingariðnaðinum tók völdin á
útvarpsstöðinni til að mæta for-
ystumönnum atvinnurekenda og
ákvað stjórnandi stöðvarinnar að
hætta útsendingu.
PÁFI HITTI GYÐINGA Jóhannes
Páll páfi annar tók á móti 160 leið-
togum gyðinga í gær. Forystu-
menn gyðinga héldu á fund páfa
til að þakka honum fyrir viðleitni
hans til að bæta samskipti gyð-
inga og kaþólikka.
ERLENDIR STARFSMENN
Carlos Santos frá Portúgal, Zhu Xiao Jin og Zu Ren Jin frá Kína eru starfsmenn Impregilo.
Þarna eru þeir að ráða ráðum sínum en vinna þeirra þennan daginn fólst í því að setja
upp turn vegna malarflokkunar. Fólk af 26 þjóðernum starfar hjá Impregilo.
Borgarstjóri:
Rakalausar
dylgjur
BORGARMÁL „Við erum margoft búin
að fara yfir þetta mál og svara
spurningum minnihlutans og það er
ekkert verið að fela við þessi kaup
og ekkert óeðlilegt við þau og í því
ljósi fannst okkur eðlilegt að Innri
endurskoðun geri þessa úttekt til að
ljúka málinu,“ segir Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri um sam-
þykkt R-listans á tillögum Sjálf-
stæðisflokksins í borginni.
Steinunn segir að það sé ekki síst
mikilvægt að fá endanlega skorið úr
þessu máli í ljósi þess menn hafið
haldið uppi „rakalausum dylgjum
um að málið hafa markast af því að
tiltekinn maður átti lóðina“. - bs