Fréttablaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 8
1Hvað tekur stærsta farþegaflugvélheims marga farþega?
2Hvaða tákn hefur Evrópusambandiðtil umræðu að banna?
3Hvaða stórmót í tennis hófst í fyrra-dag?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Formaður Matsveinafélagsins mótmælir auglýsingaskilti:
Ég er ekki getinn af djöflinum
VERSLUN Skúli Einarsson, nýkjör-
inn formaður Matsveinafélags
Íslands, hefur mótmælt harðlega
auglýsingaskilti sem hangið
hefur um hríð í versluninni 10 –
11 í Grímsbæ. Á því stendur:
„Guð gaf okkur lambakjötið, en
djöfullinn gaf okkur kokkana.“
„Ég viðurkenni ekki að ég sé
getinn af djöflinum, né heldur að
aðrir kokkar séu það,“ sagði
Skúli. Hann kvaðst hafa hringt í
viðkomandi verslun til að kvarta
undan þessum texta á skiltinu,
enda væri hann fyrir neðan allar
hellur.
„Áður en ég lét til skarar
skríða hafði fólk hringt í mig
vegna þess arna, fyrir okkar
hönd,“ sagði Skúli. „Svo ég
hringdi í verslunina en stúlkan
sem ég ræddi við brúkaði bara
kjaft. Ég íhuga nú að leita álits
lögfræðinga á þessu. „Skúli er
nýkjörinn formaður í félaginu,
eins og áður sagði, 78 ára að
aldri. Hann hefur gegnt starfi
varaformanns til fjölda ára.
„Það verður lögð mikil
áhersla á að fjölga félagsmönn-
um sem eiga að vísu að vera hér,
en eru hist og her,“ sagði Skúli.
„Það er mikið andvaraleysi af
mönnum að vera ekki í sínu
félagi og efla það.“
- jss
Neytendasamtökin styrkja
prófmál gegn olíufélögum
Einstaklingur sem höfðar skaðabótamál gegn olíufélögunum vegna verðsamráðs mun njóta
fjárhagslegs stuðnings Neytendasamtakanna. Lögmaður segir að kröfugerð verði send á
næstunni en olíufélögin geti leyst málið utan dómstóla.
VERÐSAMRÁÐ Stjórn Neytendasam-
takanna hefur ákveðið að sam-
tökin styðji fjárhagslega við
bakið á skaðabótamáli einstakl-
ings gegn olíufélögunum vegna
verðsamráðs þeirra.
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur samtakanna, segir að þau geti
ekki sjálf farið í mál fyrir hönd
neytenda. Þess vegna hafi þessi
leið verið valin og það hafi verið
óumdeilt í stjórninni. Hann
segir að nú séu samtökin að meta
hugsanlegt tjón almennings af
verðsamráðinu. Hann hvetur fólk
sem á eldsneytisnótur frá árinu
1995 til 2002 til að hafa samband
við Neytendasamtökin, bæði til
þess að hjálpa við að meta tjónið
og vegna hugsanlegra málaferla.
Enn er ekki búið að ákveða fyr-
ir hönd hvaða einstaklings málið
verði höfðað. „Það er verið að fara
yfir þau gögn sem komin eru og
ákvörðun um það verður tekin á
næstunni.“ Jóhannes segir erfitt
að giska á hvað málaferlin muni
kosta Neytendasamtökin. „Málið
er hins vegar það alvarlegt að við
förum í þetta óhikað. Olíufélögin
fóru þannig með neytendur að það
er ekki hægt að standa hjá að-
gerðalaus. Það er búið að hafa af
þeim mikla fjármuni. Ég tala nú
ekki um ef við tökum óbeint tjón
vegna hækkunar neysluvísitölu
sem hefur leitt til hækkunar á
verðtryggðum skuldum heimil-
anna. Það tjón verður aldrei sótt í
sjóði félaganna þannig að neyt-
endur eiga aðeins möguleika á því
að ná hluta af því tjóni til baka
sem þeir hafa orðið fyrir.“
Eggert B. Ólafsson lögmaður
mun sjá um málflutning í málinu
fyrir hönd neytenda. Hann segir
að nú sé unnið að því að forma
kröfugerð og málið verði þingfest
á næstunni. „Það verður gert á
næstu vikum. Við byrjum á því að
senda olíufélögunum kröfubréf,“
segir Eggert. „Olíufélögin hafa
því tækifæri til að greiða tjónið
án þess að það fari fyrir dóm-
stóla.“
Nú þegar hafa stjórn
Landsambands íslenskra
útvegsmanna og forsvarsmenn
Alcan óskað eftir skaðabótum frá
olíufélögunum vegna samráðs.
Auk þess liggur fyrir álit
lögfræðinga Flugfélags Íslands
vegna verðsamráðsins en
ákvörðun um málshöfðun hefur
ekki verið tekin.
Niðurstöðu áfrýjunarnefndar
samkeppnismála í máli
olíufélaganna er að vænta um
næstu mánaðamót.
ghg@frettabladid.is
MOGENS LYKKETOFT
Formaður Jafnaðarflokksins í Danmörku
hóf kosningabaráttuna á sunnudag með
því að lofa að skapa 50.000 ný störf.
Danmörk:
Atvinna og
velferð
POLITIKEN, DANMÖRK Danskir
jafnaðarmenn hófu kosningabar-
áttu sína á sunnudag með því að
lofa að skapa 50.000 ný störf á
næsta kjörtímabili, fái þeir til
þess umboð, og ætla að auka fjár-
veitingar til atvinnusköpunar um
rúma 19 milljarða.
Þetta er meðal þess sem kom
fram þegar Mogens Lykketoft,
formaður flokksins kynnti stefnu-
skrána „Made in Denmark“. Hann
gagnrýndi núverandi stjórn harð-
lega fyrir að 40.000 störf á
almennum markaði hafa tapast
síðan skipt var um ríkisstjórn í
nóvember 2001. Þeir málaflokkar
sem flokkurinn leggur áherslu á
eru menntamál, aukin atvinna og
velferð fyrir alla. ■
– hefur þú séð DV í dag?
IDOL-ÞJÓFUR
Kallaður fyrir
dómara vegna
innbrots í
sjúkrahús
JÓHANNES GUNNARSSON
Formaður Neytendasamtakanna segir að samtökin geti ekki sjálf höfðað mál gegn olíufé-
lögunum. Þess vegna hafi verið ákveðið að styðja einstakling fjárhagslega í prófmáli.
MÓTMÆLIR
Skúli Einarsson nýkjörinn formaður Matsveinafélags Íslands við skiltið góða, þar sem segir
að Guð hafi gefið fólki lambakjötið en djöfullinn kokkana. Skúli mótmælir harðlega.
Sektir olíufélaganna:
Hluti renni
til eftirlits
VERÐSAMRÁÐ Ef áfrýjunarnefnd
samkeppnismála kemst að
þeirri niðurstöðu að olíufélög-
in eigi að greiða sektir vegna
samráðs munu fjármunirnir
renna nánast samstundis í rík-
issjóð. Í niðurstöðu samkeppn-
isráðs, sem olíufélögin hafa
áfrýjað til
á f r ý j u n a r -
nefndarinnar,
kom fram að
olíu-félögin
ættu að
greiða tæpa
þrjá millj-
arða í sektir.
Páll Magn-
ússon, að-
stoðarmaður
iðnaðar- og
v i ð s k i p t a -
m á l a r á ð -
herra segir
ekkert ákveð-
ið um það
hvort féð
verði notað
til sérstakra verkefna. Lúðvík
Bergvinsson, þingmaður Sam-
fylkingar, segir að flokkurinn
hafi sett fram hugmyndir um
að eitthvað af fjárhæðinni
renni til reksturs Neytenda-
samtakanna og til Samkeppnis-
stofnunar. – ghg
LÚÐVÍK
BERGVINSSON
Segir Samfylking-
una vilja styrkja eft-
irlitsstofnanir með
hluta af sektar-
greiðslum olíufélag-
anna.
Rannsóknir háskólamanna í umdeildum málum:
Skapar tortryggni
í garð háskólans
VERÐSAMRÁÐ Páll Skúlason,
rektor Háskóla Íslands, segir
að það kunni að orka tvímælis
að starfsmenn skólans taki
beinan þátt í rannsóknum á
umdeildum þjóðfélagsmálum.
Þetta segir hann aðspurður
um skýrslu Tryggva Þórs
Herbertssonar, forstöðu-
manns Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, og Jóns Þórs
Sturlusonar, sérfræðings á
stofnuninni, sem þeir gerðu í
eigin nafni fyrir olíufélögin.
Skýrslan var lögð fram til
varnar olíufélögunum í haust
vegna verðsamráðs þeirra.
Við málflutning fyrir áfrýj-
unarnefnd samkeppnismála í
síðustu viku deildu lögmenn
Samkeppnisstofnunar hart á
skýrsluna. Tvímenningarnir
fullyrtu í skýrslunni að mat
Samkeppnisstofnunar á hagn-
aði olíufélaganna af samráði
væri órökstutt og líkur væru á
að hagnaðurinn ætti sér eðli-
legar skýringar.
Páll segir að þetta fyrir-
komulag verði trúlega skoðað.
Hins vegar sé ljóst að mönn-
um sé frjálst að taka að sér
verkefni utan við starf þeirra
hjá háskólanum. „Ég hef fulla
trú á því að fræðimenn hér
vinni af heilindum og heiðar-
leika en þegar menn vinna álit
sem er keypt af aðilum sem
eiga ríkra hagsmuna að gæta
þá getur það vakið tortryggni.
Það er óheppilegt fyrir há-
skólann.“
– ghg
PÁLL SKÚLASON
Rektor Háskóla Íslands segir að þegar
fræðimenn innan háskólans vinni álit
sem er keypt af aðilum sem eiga ríkra
hagsmuna að gæta í umdeildum málum
þá geti það vakið tortryggni í garð
skólans.