Fréttablaðið - 19.01.2005, Page 12

Fréttablaðið - 19.01.2005, Page 12
19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. ÍRAKSMÁLIÐ „Þessi yfirlýsing stað- festir með skýrum hætti ákvörðun og atburðarás þessa máls. Þetta er sannleikur málsins og finnst mér gott að hann er kominn mjög skýrt fram þótt þetta hafi í rauninni oft verið sagt bæði af forsætisráð- herra og utanríkisráðherra,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra. „Það er alveg skýrt í mínum huga, og ég hef aldrei haldið öðru fram, að ákvörðunin um að styðja með pólitískri yfirlýsingu þessar hernaðaraðgerðir Breta, Banda- ríkjamanna og fleiri lýðræðisríkja, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Enda segir að utanríkis- ráðherra skuli í samráði við for- sætisráðherra taka slíkar pólitísk- ar ákvarðanir,“ segir hann. „Ég get staðfest það að þetta Íraksmál hefur á síðustu árum ver- ið margrætt í ríkisstjórn, utanrík- ismálanefnd, á vegum Alþingis og í flokkunum, á fundum flokkanna, fyrir og eftir þessa miklu ákvörð- un.“ - Ertu að bakka með það sem þú hefur áður sagt í fjölmiðlum, að ákvörðunin hafi aldrei verið rædd? „Nei, mér finnst það ekki.“ - Manstu eftir ríkisstjórnar- fundinum 18. mars? „Já ég man eftir honum.“ - Og var þetta rætt þar? „Það var fjallað um það að ef til þessa kæmi, að fara yrði með vopnavaldi inn í Írak til að taka Saddam Hussein úr umferð og snúa þróuninni þar við því hann ógnaði heimsfriðnum, myndum við styðja það pólitískt eins og við gerðum í Júgóslavíu og víðar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu for- sætisráðherra sneri það að loft- helginni, að Keflavíkurflugvelli og að því að við vorum sem þjóð tilbú- in að taka þátt í uppbyggingu að þessu stríði loknu. Ég vil auðvitað hafa það á hreinu að orðtakið sem ég notaði í viðtalinu á Skjá einum: „Allt orkar tvímælis þá gert er,“ má nota í öllum svona stórum mál- um. Auðvitað brjóta menn heilann um það að þetta eru aldrei nein ein- föld eða auðveld mál.“ -En ákvörðunin sjálf var ekki rædd? „Ákvörðunin var ekki rædd í sjálfu sér. Staða málsins var auð- vitað rædd oft og mörgum sinnum og áreiðanlega þennan dag líka þótt engin bókun sé til um það. Síðar þann dag tóku forsætisráðherra og utanríkisráðherra þessa ákvörðun eins og fram kemur í yfirlýsing- unni. Það liggur jafnframt fyrir í utanríkismálanefnd að þar var til- laga Vinstri grænna felld af því að menn búast við því að það verði að fara með vopnum að Saddam.“ - Sú tillaga gekk heldur lengra en að styðja ekki innrásina, hún beinlínis fordæmir hana og lýsir andstöðu við hana. Jónína Bjart- marz, sem situr í utanríkismála- nefnd, hefur skýrt frá því opinber- lega að ákvörðunin sjálf hafi aldrei verið rædd í nefndinni og að nefnd- in hafi á engan hátt komið að þess- ari ákvörðun. Hvað segirðu um það? „Ákvörðunin sjálf... menn eru náttúrlega búnir að margskýra hver staða málsins er og eins og ég hef sagt þá ber þeim að taka þessa ákvörðun. Ég lýsti því yfir á þeim tíma, í mars 2003 í Fréttablaðinu, að ég styddi þessa pólitísku ákvörðun forystumanna ríkis- stjórnarinnar. Ég er ekkert að hopa frá því. Hitt mega menn svo hafa í huga að þessi 30 þjóða listi er auð- vitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista, heldur að lýsa yfir pólitískum stuðningi eins og í Júgóslavíu og víðar.“ - Getur þá verið að menn hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðing- um ákvörðunarinnar þegar hún var tekin? „Ég tel að menn hafi gert sér grein fyrir því að verið var að sækja manninn sem var að beita efnavopnum. Bandaríkjamenn þekktu hann betur en aðrir menn, höfðu reyndar fóstrað hann hálf- partinn á tímabili og vissu sem var að hann var stórhættulegur. Hann hafði drepið milljón manns í sínu landi, þar á meðal konur og börn, þannig að Bandaríkjamenn og Bretar vissu það auðvitað upp á hár að í svona átökum verður eitt- hvert mannfall. Auðvitað bera allir harm í huga þegar til svona orrustu er lagt.“ sda@frettabladid.is Fimmtíu ár síðan tveir togarar Norðfirðinga fórust: Minnisvarði um sjóslys MINNING Fyrir um fimmtíu árum fórust tveir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, með minna en 2 ára millibili. Í gær samþykkti bæjarráð Fjarða- byggðar að reisa minnisvarða vegna sjóslysanna. Minnisvarðinn verði jafnframt til marks um fádæma þrekraun og kjark björgunarmanna sem stóðu að björguninni og virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa á hafi úti og við sjávarsíðuna. Togarinn Egill rauði fórst und- ir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi hinn 26. janúar 1955 og með hon- um 5 menn og togarinn Goðanes við Flesjar í Skálafirði í Færeyj- um tæpum tveimur árum síðar og með honum einn maður. Minnisvarðinn verður ekki síð- ur til marks um þá virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa í og við sjó fyrr og síðar. Stefnt verði að því að afhjúpa minnisvarðann á sjómannadag árið 2006. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐAR- RÁÐHERRA Segist ekki vera að bakka með það að ákvörðunin um stuðning við innrásina í Írak hafi ekki verið rædd. Hann segir að hins vegar hafi málefni Íraks verið margrætt. Guðni Ágústsson: Ákvörðunin rædd eftir á „Þessir leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Halldór Ás- grímsson og Davíð Oddsson, þeir tóku þessa ákvörðun. [...] um að vera á þessum lista.“ Guðmundur Steingrímsson: „Og það er þá rétt sem Kristinn [H. Gunnarsson] segir, að hún var ekki rædd fyrirfram í þingflokknum?“ Guðni Ágústsson: „Þeir tóku það, það er alveg viður- kennt, þeir tóku þessa ákvörðun. Auðvitað hefur hún síðan oft verið rædd í ríkisstjórn og í utan- ríkismálanefnd og þinginu.“ Guðmundur: Já síð- an, en hún var ekki rædd fyrir í utanríkismála- nefnd og ekki fyrir í þingflokknum?“ Guðni Ágústsson: „Auðvitað var oft búið að ræða um Íraksmál en þessa ákvörðun tóku þeir og af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá. Þeir verða auðvitað bara að verja sig í því.“ ■ Kristinn H. Gunnarsson: Málið ekki rætt á þingflokksfundi „Guðni segir að Íraksmálið hafi verið margrætt í þingflokknum, það kannast ég ekki við,“ segir Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins. Hann vísar í ummæli Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem situr í utan- ríkismálanefnd, sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins 24. mars 2003. Þá sagði Magnús: „Við höfum ekki fjallað um þetta á þingflokksfundi, þannig að það liggur ekki fyrir nein umfjöllun um málið.“ Kristinn H. sem var þingflokksformaður á þessum tíma segist vera búinn að láta fara yfir þing- flokksfundarbækur. „Ég stend við það að Íraksmálið var ekki rætt fyrir ákvörðun, hvorki almennt, né hvort við ættum að styðja innrásina í Írak, og hefur ekki verið rætt síðan,“ segir Kristinn. ■                  !""  #         $        %"    &'  "" (" #    (  )"*+ ("     ,-  "%#./0  " *+ $ .  1   2 % 3 -+   $    4    $5 " ("  $    6   ("0  $    6   7 " ""        8  2,5(59: ;<( 8&/= %"    4 (  *+. " ' *$ (# >"> %! %!./0 + ?- 2 ##  %+"  @  4  8" A" %0'   $    4 !%< !"" A" % -     4 !%< !"" (# /  $     @4 %!"" (# //  $     @4  ! B%"" A"       @4 !%< !"" 9" %' "  $    4 &'  "" 9    #    4  0 + 8# "" 9 "       4  C(1""  $ 8   $     C> 0 + >  &  A#%   ! #%+   4  0 + 8# "" . 4#1" #%+  4  C(1""   ! &    ('0$!"+$ // @4@ %+ # "  *  >2D "7  + '$ @  %+ # (1A 7# /:7-"-E 9 ' %*'     # &  "%#"" 9 ' % -  @4@ # 8 "! "" 4#  $#     @4  *  "" F#  $  4 4 GEE %"-!  #   $  4  4 6 0 + 6 $""  #  %+"  4  4 (  )"HE-!""  F#       (  )"2  0 ""  F#  %+"  F  < - I   "       4  0 + 8# ""  #   "  %+"  F   C(1""  F#  9 '  %+"  F  8 "! ""  F#  9  "%  F#    4 4 * '- 6  "" F#  %+"  4 4 6 0 + 6 $"" .# "  #   $  4  4 * '- 6  "" J$"C - '+  >'"'+   #  %"  4  4 8 "!,'"" NESKAUPSTAÐUR Gera á minnisvarða vegna hörmulegra sjóslysa.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.