Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 14
14 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Innflytjendum vefst
tunga um tönn
Ný könnun á viðhorfum og
aðstæðum innflytjenda á
Vestfjörðum og Austur-
landi sýnir að fjölmargir
eiga í mesta basli með ís-
lenskuna. Af því leiðir að
margir skilja ekki ráðning-
arsamninga sem þeir þó
hafa undirritað. Könnunin
sýnir líka að margir inn-
flytjendur eiga börn í upp-
runalandinu, margir búa í
eigin húsnæði og atvinnu-
leysi er nánast óþekkt.
„Það þarf greinilega að setja
miklu meiri kraft í íslensku-
kennsluna og taka meira mið af
þörfum einstaklinganna,“ segir
Elsa Arnardóttir, framkvæmda-
stjóri Fjölmenningarseturs, en
könnunin var unnin fyrir setrið.
Hún vill þó ekki taka undir að ís-
lenskukennsla innflytjenda fái
hreina og klára falleinkunn en
nauðsynlegt sé
að bjóða upp á
fleiri valkosti í
kennslunni.
Fræðslumið-
stöðvarnar á
landsbyggðinni
hafa umsjón
með íslensku-
kennslu inn-
flytjenda en all-
ur gangur er á
framkvæmdinni. Víða er boðið
upp á námskeið að vinnudegi
loknum en þá eru margir of
þreyttir til að setjast á skólabekk
eða hafa hreinlega öðrum hnöpp-
um að hneppa, eins og til dæmis
að ala upp börnin sín. Svo þarf
ekki annað en að togari leggist að
með fullfermi til að enginn mæti.
Niðurstöður könnunarinnar
voru kynntar á fundi í gær en
hann sátu fulltrúar nokkurra
stofnana sem koma að málefnum
innflytjenda. Almennt setti það
ugg að fundarmönnum hve marg-
ir innflytjendur, sem margir hafa
búið hér í nokkur ár, eiga erfitt
með að skilja íslensku. Halldór
Grönvold, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Alþýðusambandsins, sagði
samninga sem fólk ekki skilur
vera málamyndasamninga og
bætti við að tungumálið væri jú
lykill að samfélaginu. Undir það
tók Ingibjörg Hafstað, sem um
árabil hefur kennt útlendingum
íslensku, og sagði mikilvægt að
skipuleggja þessi mál upp á nýtt
og það heildstætt. Upplýst var á
fundinum að helstu niðurstöður
könnunarinnar hefðu verið kynnt-
ar á fundi ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun og þar á bæ væri vilji
til að bæta úr. Víst er að vilji er til
þess meðal innflytjenda því sam-
kvæmt könnuninni hafa níu af
hverjum tíu ýmist áhuga á að læra
íslensku eða læra hana betur.
Dugnaðurinn mikill
Margt jákvætt kom í ljós í könn-
uninni. Fjórir af hverjum tíu inn-
flytjendum búa í eigin húsnæði
og níu af hverjum tíu voru í
vinnu þegar könnunin var gerð.
Þeir sem ekki voru á vinnumark-
aði voru í námi, heimavinnandi
eða fæðingarorlofi. Atvinnuleysi
var nær óþekkt. Þá höfðu fjórir
af hverjum tíu áhuga á að hefja
eigin rekstur eða stofna fyrir-
tæki og þó nokkrir höfðu þegar
hafið undirbúning að stofnun fyr-
irtækis.
„Dugnaðurinn kom mér á
óvart,“ segir Kristín Harðardótt-
ir, hjá Félagsvísindastofnun Há-
skóla Íslands, sem gerði könnun-
ina. Henni, eins og öðrum, „Mér
bregður mest við að sjá hve mik-
ill fjöldi fólks skilur ekki undir
hvað skrifað er þegar ráðinga-
samningur er undirritaður. Mað-
ur setur spurningarmerki við
hvers vegna fólk er látið undir-
rita slíka samninga þegar það
veit ekki hvað það er að skrifa
undir.“ Hún telur þó ekki
sérstaka ástæðu til að
hafa áhyggjur af að
fólk fái ekki þau
kjör sem því ber.
„Hátt hlutfall í
könnuninni tel-
ur sig fá sömu
laun og aðrir í
sambærilegum
störfum,“ seg-
ir Kristín en
bætir við „hins
vegar er
vandamál að
fólk fær ekki
menntun sína
metna og þá
komum við
enn og aftur
að íslensk-
unni.“
Víst er að
þar hittir hún naglann á höfuðið
því níu af hverjum tíu telja
menntun sína ekki nýtast að fullu
í núverandi starfi og bróðurpart-
ur fólksins hafði ekki reynt að fá
menntun sína metna. Þar eru
tungumálaerfiðleikar meginá-
stæðan. Ætla má að íslenskt sam-
félag fari á mis við margt af þeim
sökum.
Flýja ekki atvinnuleysi
Það vekur athygli að fjórir af tíu
sem svöruðu könnuninni eiga
barn eða börn sem enn búa í upp-
runalandinu. Sú staðreynd kom
Elsu Arnardóttur á óvart. „Mér
finnst athyglisvert hve margir
eiga börn í heimalandinu, þetta
er hærri tala en ég átti von á,“
segir hún. Sjö af hverjum tíu
svarenda eru í hjónabandi eða
sambúð.
Þá kemur í ljós að um helm-
ingur svarenda unir sér vel í nú-
verandi heimabyggð og vill búa
áfram á sama stað. Af þeim sem
helst vildu búa annars staðar
vildu rúmlega sex af hverjum tíu
búa á höfuðborgarsvæðinu en
hinir vildu búa annars staðar á
landsbyggðinni.
Líkt og sagði í inngangi náði
könnunin til innflytjenda sem
búa á Vestfjörðum og Austur-
landi. 214 svör bárust, voru tals-
vert fleiri þeirra frá konum en
körlum. Er það í samræmi við
kynjaskiptingu innflytjendanna.
Meðalaldur svarenda er 36 ár en
þeir yngstu voru 18 ára og þeir
elstu 63 ára. Könnunin var lögð
fyrir fólk á þeim tungumálum
sem það talar, pólsku, taílensku
og serbnesku/króatísku og ensku
að auki.
Bróðurpartur fólksins starfar
við fiskvinnslu eða veiðar og
flestir eru hingað komnir fyrir
orð eða tilstuðlan ættingja og
vina. Rúmur helmingur svarenda
flutti hingað fyrst og fremst til
að stunda vinnu en engu að síður
kemur í ljós að fólk kemur ekki
til Íslands vegna atvinnuleysis í
heimalandinu.
Vissulega eru aðstæður fólks
í upprunalandinu misjafnar og
að sama skapi ástæðurnar fyrir
flutningi allla leið til Íslands.
Greinilegt er hins vegar að
mörgum líkar hér lífið vel og
einhverjum kann að hlýna um
hjartaræturnar við að heyra að
níu prósent þeirra sem tóku þátt í
könnuninni nefna Ísland sem sitt
heimaland.
bjorn@frettabladid.is
FÓÐUR FYRIR SMÁFUGLANA KOSTAR
NOKKUR HUNDRUÐ KRÓNUR
Allt eftir magni.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
Um miðjan júní féll dómur í meiðyrðamáli Jóns
Ólafssonar, athafnamanns gegn Davíð Oddssyni,
þáverandi forsætisráðherra. Málið var þingfest í jan-
úar í kjölfar ummæla Davíðs þess efnis að viðskipti
Jóns hefðu brag af kaupum og sölu þýfis og voru
þau ummæli dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi
Reykjavíkur. Dómnum var ekki áfrýjað.
Áhrif dómsins
Sigríður Rut Júlíusdóttir segir að dómurinn hljóti að
hafa einhver áhrif. „Með honum var viðurkennt að
forsætisráðherra hefði með ummælum sínum geng-
ið of langt. Forsætisráðherra, bæði þáverandi og nú-
verandi, hljóta því að gæta orða sinna, þar sem þeir
vita að þeir geti verið látnir sæta ábyrgð og orð
þeirra dæmd dauð og ómerk. Menn eiga víðtækt
tjáningarfrelsi, en verða alltaf að bera ábyrgð á orð-
um sínum. Ef verið er að ærumeiða geta menn ver-
ið látnir sæta ábyrgð og möguleiki á því að orðin
verði dæmd dauð og ómerk. Það er mín skoðun að
orð forsætisráðherra gagnvart óbreyttum borgur-
um í þjóðfélaginu hljóti að hafa meiri áhrif og
vægi og eigi að hafa það í huga þegar metið er
hvort um ærumeiðingar sé að ræða. Því verður
forsætisráðherra að gæta þess sérstaklega að fara
ekki yfir þetta strik en eiga það annars á hættu
að orð hans verði dæmd dauð og ómerk. Ég held
að það hljóti að skipta forsætisráðherra máli
hvort dómstólar dæmi orð hans dauð og ómerk.“
Engin áfrýjun
Sigríður Rut segir að farið hafi verið fram á
skaðabætur í málinu, en dómari hafi ekki dæmt
umbjóðanda hennar slíkt. „Ég tel það vera gagn-
rýnivert, en málinu var ekki áfrýjað. Umbjóðandi
minn taldi sig hafa náð sínu fram með því að
orð forsætisráðherra voru dæmd dauð og
ómerk.“ Davíð gat ekki áfrýjað málinu, þar sem
hann lét þingsókn falla eftir að hafa skilað
greinagerð.
Forsætisráðherra gæti orða sinna
EFTIRMÁL: MEIÐYRÐAMÁL JÓNS ÓLAFSSONAR GEGN DAVÍÐ ODDSSYNI
„Mér líst frekar illa á þetta. Það er
nauðsynlegt að það sé eitthvert rokk í
útvarpinu enda eru mjög margir sem
hafa áhuga á því. Það er uppselt á
hverja rokktónleikana á fætur öðrum á
meðan popptónleikar hafa gengið
heldur verr,“ segir Þorsteinn Örn Kol-
beinsson, mikill áhugamaður um
rokktónlist og innflytjandi margra
minna þekktra erlendra þungarokks-
sveita á undanförnum misserum.
Að undanförnu hafa þrjár útvarps-
stöðvar sem lagt hafa áherslu á
rokktónlist lagt upp laupana, Radíó
Reykjavík, Skonrokk og X-ið sem
reyndar endurfæddist sem X-fm.
Þorsteinn furðar sig á því hvers vegna
rokkstöðvar ganga ekki betur en raun
ber vitni, sérstaklega í ljósi þess mikla
áhuga sem verður vart á rokkinu, svo
sem í aðsókn á tónleika. Hann segir að
ein ástæðan kunni að vera spilunarlist-
ar þar sem ákveðið sé fyrirfram hvað
sé spilað, mest sé um tónlist sem hef-
ur sannað sig og oft lítið um nýjungar.
Þessi einsleitni birtist líka í því að ein-
blínt sé á tónlist frá Bandaríkjunum og
Bretlandi meðan til dæmis evrópskar
hljómsveitir eigi erfitt uppdráttar. Eins
sé spurning hvernig auglýsingasalar og
kaupendur hugsa. „Mín tilfinning er sú
að þeir sem eru í þessum störfum séu
ekki jafn rokk sinnaðir og aðrir. Það er
ekki mikið af leðurklæddum síðhærð-
um rokkurum sem mæta í vinnuna
með bindi og í jakkafötum.“
ÞORSTEINN ÖRN KOLBEINSSON
Rokkið er
nauðsynlegt
ROKK Í ÚTVARPI
SJÓNARHÓLL
FLAKAÐ Í KAPPI VIÐ KLUKKUNA
Allur gangur er á hvernig staðið er að íslenskukennslu innflytjenda úti um land. Fjöldi innflytj-
enda vinnur hjá HB Granda og þar á bæ er boðið upp á íslenskukennslu í vinnutímanum.
KRISTÍN
HARÐARDÓTTIR
ELSA
ARNARDÓTTIR