Fréttablaðið - 19.01.2005, Side 18
Prófundirbúningur
Kvöldið fyrir erfitt og langt próf er gott að hvíla sig frá námsefninu og huga að öðr-
um hlutum. Ágætt er að fara í bíó, lesa skáldsögu, hitta vini eða hvað sem er sem
fær hugann til að hugsa um aðra hluti. Að lokum er gott að fá góðan nætursvefn
þannig að maður komi hlaðinn orku og vel reiðubúinn til að takast á við prófið.[
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Hópþjálfunin er byrjuð
Í boði eru mismunandi hópar sem opnir eru
öllum, bæði fólki með gigt og öðrum fullorðnum
sem vilja góða leikfimi án hamagangs.
- Róleg leikfimi, vefjagigtarhópar, bakleikfimi fyrir karla
- Jóga aðlagað einstaklingum með gigt og þeim sem þurfa að
fara rólega.
- Byrjenda- og framhaldshópar.
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu Gigtarfélags Íslands,
Ármúla 5, sími 5303600.
Leikum okkur með líkamann
Guðrún fer í leiki með börnunum.
Börn iðka jóga í Laugum
einu sinni í viku undir
leiðsögn Guðrúnar Arnalds
jógakennara.
„Að kenna börnum jóga felst að
nokkru í því að gera æfingarnar
skemmtilegar og skapa úr þeim
leik þannig að þau verði aldrei
leið. Við leikum okkur með lík-
amann, hermum eftir dýrum,
búum til sögur og segjum þær
með jógastöðum. Svo förum við í
leiki þar sem við fáum að hlaupa
og fá útrás og leiki sem byggjast á
einbeitingu og kyrrð. Eldri krakk-
arnir hafa líka gaman af því að
spreyta sig á jógastöðum og sjá
hvað þeir geta.“ Þetta segir Guð-
rún Arnalds jógakennari og játar
að það hafi komið sér á óvart
hversu auðvelt sé yfirleitt að
halda börnum við efnið. Nám-
skeiðin standa í 12 vikur og eru að
hefjast nú á föstudaginn 21. janú-
ar.
Guðrún hefur kennt fullorðn-
um jóga í nokkur ár og byrjaði að
kenna börnum í fyrravetur eftir
að hafa sótt námskeið í barnajóga
í London og annað í sirkusjóga í
Bandaríkjunum. Hana dreymir
um að koma meira af jóga inn í
skólana og hún segir því víða hafa
verið tekið vel. „Markmiðið með
því er að auka vellíðan barnanna
og stuðla að auknum sjálfsaga og
betri einbeitingu. Einnig að
styrkja líkamann og auka sveigj-
anleika hans. Ég reyni að hjálpa
börnum að auka tilfinningu fyrir
sjálfum sér bæði líkamlega og til-
finningalega og efla sjálfstraust
þeirra. Jóga getur til dæmis verið
mjög gagnlegt í sambandi við of-
virkni og í því að koma orkunni í
réttan farveg,“ segir hún.
Hóparnir í Laugum skiptast í
tvennt eftir aldri. 4-7 ára og 8-11
ára og að sögn Guðrúnar eru for-
eldrarnir með börnunum í yngri
hópnum og í annað hvert skipti
með eldri börnunum. „Þetta er jú
líka hugsað þannig að foreldrarn-
ir geti gert eitthvað með krökkun-
um sínum sem er öðru vísi en það
sem þeir gera á hverjum degi.
Þetta er tími til að vera saman á
skapandi hátt,“ segir hún að lok-
um.
gun@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Teygjur eru líka góðar.
Börn verða greinilega liðug í jóga.
Gleðin er alltaf með í för.
]