Fréttablaðið - 19.01.2005, Side 26
Reynsla í einkavæðingu hjá Milestone
Mannabreytingar verða hjá Norræna fjárfestingar-
bankanum í Helsinki. Guðmundur Ólason sem ver-
ið hefur svæðisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri
hjá Norræna fjárfestingarbankanum lætur
af því starfi. Við starfi hans tekur
Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.
Guðmundur gerist hins vegar fram-
kvæmdastjóri Milestone sem er í eigu Werners-
barnanna, Karls, Ingunnar og Steingríms. Eignir
Milestone nema um 35 milljörðum króna. Þar
á meðal er virkur eignarhlutur í Íslandsbanka
og eign í Actavis, auk lyfsölukeðjunnar Lyfja og
heilsu. Milestone hyggst vera leiðandi fjárfestir á
íslenskum markaði. Guðmundur var sérfræðingur í
fjármálaráðuneytinu áður en hann hélt til Finn-
lands og var ritari einkavæðingarnefndar. Hann
ætti því að vera vel dómbær á hvort Milestone eigi
möguleika í komandi einkavæðingu Símans.
Tvöfaldar líkur á vinningi
Flugfélög víða um heim sjá fram á ýmsa mögu-
leika til að nýta plássið í nýju Airbus risaþoturnar.
Venjuleg útgáfa af flugvélinni gerir ráð
fyrir sætum og rúmum fyrir 555 farþega
en mest getur þotan tekið átta hundruð
farþega. Breska flugfélagið Virgin, sem er í
eigu milljarðamæringsins uppátækjasama Richard
Branson, hefur pantað sex vélar.
Branson sagði í gær frá því
hvernig hann sæi fyrir sér nýt-
ingu á vélunum. Hann ætlar að
láta fara vel um farþegana og
gerir ráð fyrir að í vélinni verði
leikfimisalur, bar og spilavíti.
Farþegar á fyrsta farrými geta
þar að auki fengið sér blund í
tvíbreiðu rúmi. Branson sagði
að með spilavíti og tvíbreið
rúm um borð hefðu farþegar
tvöfaldar líkur á vinningi.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3.559
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 276
Velta: 2.087 milljónir
-0,89%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Úrvalsvísitalan lækkaði í gær
um 0,89 prósent. Þetta er fyrsti
dagurinn á þessu ári þar sem vísi-
talan lækkar. Vísitalan er nú 5,93
prósent hærri en í upphafi ársins.
Nýjar verðbólgutölur í Bret-
landi voru hærri en gert hafði ver-
ið ráð fyrir. Á ársgrudvelli er verð-
bólgan þar 1,5 prósent. Eng-
landsbanki ákvað fyrir skemmstu
að hækka ekki stýrivexti sína.
Hagnaður Sony Ericsson
dróst saman á fjórða ársfjórðungi
2004 miðað við árið á undan.
Árið 2004 var þó sterkara í heild
en árið á undan. Hagnaðurinn
2004 var 316 milljónir evra en
árið 2003 skilaði reksturinn 86
milljón evra tapi.
Gengi krónunnar veiktist lítil-
lega á gjaldeyrismarkaði í gær.
18 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
Björgólfur Thor Björg-
ólfsson verður að líkind-
um fyrsti Íslendingur-
inn til að komast á lista
Forbes yfir ríkasta fólk í
heimi. Forbes er að
sannreyna eignastöðu
Björgólfs og fátt bendir
til annars en að hann
eigi heima á listanum.
Eignir hans nema lík-
lega vel á annan millj-
arð Bandaríkjadollara.
Allt stefnir í að Björgólfur Thor
Björgólfsson verði fyrstur Íslend-
inga til að komast á lista tímarits-
ins Forbes yfir ríkasta fólks
heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista
Forbes, er stödd hér á landi til
þess að meta eignir Björgólfs
Thors og hvort hann nái inn á lista
yfir ríkustu einstaklinga í heimi.
Fréttablaðið birti frétt í fyrra
þar sem eignir Björgólfs voru
áætlaðar um eða yfir einn millj-
arður Bandaríkjadollara sem hef-
ur verið viðmið til þess að koma til
greina á listann. Síðan þá hefur
dollarinn veikst gagnvart krón-
unni, auk þess sem eignir Björg-
ólfs í skráðum félögum eins og
Landsbankanum og Actavis hafa
vaxið. Luisa Kroll segir að rit-
stjórn Forbes hafi borist tölvu-
póstur í kjölfar fréttarinnar og
birtingu listans um að Björgólfur
Thor ætti hugsanlega heima á lista
Forbes. Líklegt er að sú verði nið-
urstaðan, en auk Björgólfs hefur
Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess
að kynna sér útrás og umhverfi ís-
lensks viðskiptalífs. Ekki er eins
líklegt að Jón Ásgeir komist á list-
ann nú, þar sem eignir hans eru að
mestu leyti í óskráðum félögum og
verðlagning þeirra og aðgangur að
upplýsingum um þau ekki jafn
auðveldur og þegar skráð félög
eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón
Ásgeir komist á listann innan tíðar.
Ekki er ósennilegt að hrein
eign Björgólfs nú sé nær því að
vera einn og hálfur milljarður
dollara en einn milljarður. Sam-
kvæmt þessu eru verulegar líkur
á að hann komist á lista Forbes.
Samson er aðaleigandi Lands-
bankans og er eignarhlutur
Björgólfs Thors í Landsbankan-
um um nítján milljarðar króna.
Björgólfur Thor er einnig stærsti
eigandinn í Actavis í gegnum
eignarhaldsfélag sitt Amber
International. Eignarhlutur hans í
Actavis er að verðmæti um 38
milljarðar króna. Samtals gerir
þetta 57 milljarðar eða rétt yfir
900 milljónir dollara. Auk þessa á
Samson hlut í Burðarási og
Straumi. Erlendis hefur Björgólf-
ur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í
kaupum á símafyrirtæki í Búlgar-
íu og Tékklandi. Auk þess á hann
fasteignir í London. Hrein eign
hans í þessum erlendu félögum
þarf því ekki að vera veruleg til
þess að sætið á lista Forbes sé
tryggt. haflidi@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 40,80 +0,25% ... Atorka 5,78 -
0,69% ... Bakkavör 24,60 -3,15% ... Burðarás 12,70 -0,78% ... Flugleiðir
11,50 -1,71% ... Íslandsbanki 11,30 -0,88% ... KB banki 485,00 -0,92%
... Kögun 47,10 -0,63% ... Landsbankinn 12,65 – ... Marel 52,60 -1,50%
... Medcare 5,90 -1,67% ... Og fjarskipti 3,49 -1,41% ... Samherji 11,35 –
... Straumur 10,05 +0,50% ... Össur 80,50 -4,73%
Björgólfur Thor stefnir
á lista ríkra hjá Forbes
Þormóður rammi 2,65%
HB Grandi 1,28%
Tryggingamiðstöðin 0,92%
Össur -4,73%
Bakkavör -3,15%
Nýherji -1,74%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Enska fyrir börn
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Tvíréttað í hádeginu
á aðeins 2.100 kr.
Nýr hádegismatseðill
alla þriðjudaga
spennandi matseðill
á kvöldin
Matseðlar og verð á
www.holt.is
• • •
• • •
• • •
Meistaranám í endurskoðun
Sameining á
tryggingamarkaði
VIÐSKIPTI Í gær var tilkynnt um sar-
muna tryggingafélaganna Varðar
og Íslandstryggingar. Vörður var í
eigu Vátryggingafélags Íslands en
eftir sameininguna verður VÍS
stærsti hluthafi hins sameinaða fé-
lags með 58 prósenta hlutdeild.
Sameiningin er háð áreiðan-
leikakönnunum á félögunum
tveimur og leyfum frá Fjármála-
eftirlitinu og Samkeppnisstofnun.
Nýja félagið mun heita Vörður –
Íslandstrygging en framkvæmda-
stjóri þess verður Einar Baldvins-
son, framkvæmdastjóri Íslands-
tryggingar, og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri verður Fylkir Þór
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
trygginga- og tjónasviðs Varðar.
Íslandstrygging er yngsta vá-
tryggingafélagið á Íslandi en fé-
lagið tók til starfa í júlílok 2002.
Vörður Vátryggingafélag er hins
vegar rótgróið tryggingafélag með
rætur í Vélbátasamtryggingu
Eyjafjarðar sem stofnuð var 1926.
Einar Baldvinsson segir að
sameiningarvinnan hafi gengið
mjög hratt þó að enn eigi eftir að
hnýta lokahnútana. - kk
Viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Ís-
lands býður frá og með
næsta hausti upp á
meistaranám í reikn-
ingshaldi og endur-
skoðun.
Meistaranámið er
þriggja missera viðbót
við hefðbundið þriggja
ára grunnám í við-
skiptafræði. Fram til
þessa hefur Háskóli Ís-
lands útskrifað nem-
endur af kjörsviði eft-
ir fjögurra ára
cand.oecon nám.
Gylfi Magnússon,
forseti viðskipta- og
h a g f r æ ð i d e i l d a r,
segir að hið gamla
kerfi hafi verið um
margt ágætt en
breytt umhverfi kalli
á aukna kennslu og
sérhæfingu á
ákveðnum sviðum.
Breytingunni er
meðal annars ætlað
að færa umgjörð
námsins í samræmi
við alþjóðlegar við-
miðanir.
- þk
Á TOPPINN YFIR ÞÁ RÍKUSTU Tímaritið Forbes skoðar eignir Björgólfs Thors Björgólfssonar með það í huga að setja hann á lista tímaritsins
yfir 500 ríkasta fólk veraldar. Gera má ráð fyrir að eignir Björgólfs nemi allt að einum og hálfum milljarði dollara eða yfir 90 milljarða króna.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/B
ILLI
GYLFI MAGNÚSSON
Forseti viðskipta- og hagfræði-
deildar Háskóla Íslands.